Færsluflokkur: Bloggar

munum eftir hinum á jólunum

Laugardagskvöld !img_3818.jpg
Sól og ég slöppum af og horfum á jólamúsíkþátt og Gunni spjallar við Einar bróðir sinn inni í eldhúsi.
það hefur verið mikið að gera yfir jólin. Á aðfangadag vorum við hjá Sigyn, Albert og börnum á N. Sjálandi. Á jóladag voru 9 fullorðnir og 7 börn í heimsókn. hjá okkur Það var alveg rosalega mikið fjör hjá bæði fullorðnum og börnum. Börnin spiluðu playstation og sungu með ABBA og við hin fullorðnu spiluðum. Þetta var mjög international hópur. Það var töluð íslenska, danska, þýska og franska.

Á 2. Jóladag komu Tumi, Ráðhildur og börn sem eru ekki lengur börn heldur afskaplega skemmtilegt ungt fólk. Við fórum með Ráðhildi og Tuma í skógartúr hérna í skóginum okkar í yndislegu veðri, set nokkrar myndir inn.

Í dag kom Einar bróðir hans Gunna og verður hann hjá okkur í nokkra daga.
Það er svo skrítið, eins og ég er lítið félagsleg manneskja þá er alltaf erill hérna hjá okkur. Alltaf fólk að koma og fara og það er æfing fyrir mig að vera með í þessu. Hún skrítna sem ég hef skrifað um áður, sem stal kettinum okkar og klippti runna niður og fl. Og fl. Er næstum daglegur gestur hjá okkur.

 Þannig er að hún hún var í heimsókn hjá okkur nokkuð fyrir jól, á 3. í aðventu. Við sátum og vorum að spjalla við hana. Hún talar mikið og liggur mikið á hjarta. Hún situr meðal annars og horfir á aðventukransinn og segir: ég hef ekki verið með öðrum manneskjum á aðventunni frá því ég var barn (hún er 62 ára) !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég hafði svo ákveðið að spjalla við vinkonu mína á skypinu og sagði ég það við nágrannakonu að ég þyrfti að tala við vinkonu mína og það gæti tekið tíma. Segir hún þá: má ég sitja, hlusta og fylgjast með ykkur í smá stund, það er svo notalegt að vera í kringum manneskjur og fylgjast með heimilislífi !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Að sjálfsögðu. Ég spjallaði við vinkonu mína í tæpan klukkutíma og nágranni sat og hlustaði og drakk kakó.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

 Eftir símtalið spyr ég hana svo, hvað hún ætli að gera um jólin, það verður smá þögn og svo segir hún : ég á erfitt með þennan árstíma.....ég er alltaf ein með kisunum mínum. Hummmm, ég fékk illt í magann !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Í 13 ár hefur hún búið við hliðina á okkur og hefur verið ein öll jól !!!

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég fann mikla vanlíðan yfir þessu. Spyr hún svo hvort hún megi bjóða okkur í eplaskífur daginn eftir og koma með þær yfir til okkar. Það var að sjálfsögðu í lagi.

img_3790.jpgDaginn eftir kemur hún hingað yfir og er í ansi miklu stressi, því hún kunni ekki að baka þær! Hún bað Gunna að hjálpa sér sem og hann gerði. Ég spurði hana hvernig stæði á því að hún hafði boðið okkur þegar hún kynni ekki að baka þær. Hún sagði að mamma hennar hafi verið svo dugleg að baka eplaskífur og þar af leiðandi hélt hún að hún gæti líka. Ég gerði grín af henni (í góðu) og sagði að svona nokkur færi ekki í arf, en þyrfti að læra. Við fengum þó yndislegar eplaskífur og fallegt kvöld. Við buðum henni svo í hrísgrjónagraut í hádegismat á aðfangadag og deildum þá gjöfum til hvers annars. Hún bað um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við þökkuðum feginn fyrir því að við höfðum mikið að gera fyrir kvöldið.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Á jóladag var henni boðið hingað með fullt af fólki og það var yndisleg upplifun fyrir okkur og hana. Hún var yndisleg og setti líf í boðið. Hún er skrítin, hún er öðruvísi en flestir en það er lífið að við erum ólík og öðruvísi.

Hún kom með gjöf fyrir heimilið, hún kom með spegil sem er yfir 120 ára gamall og gerður úr steypujárni og giltur. Ofsalega fallegur spegill sem föðurafi hennar hafði smíðað.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Núna hefur hún komið daglega og beðið um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við höfum að sjálfsögðu alltaf sagt já við. Lappi nýtur góðs af, við njótum góðs af og nágranni nýtur góðs af.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Já það er svo margt við þessi samskipti sem vekur mig til umhugsunar ! Hvernig er það hægt að einhverjir eru svo miklir einstæðingar að þeir eru einir á jólunum, áramótunum, hátíðardögum.
Hvernig stendur á því að ég í öll þessi ár hef ég ekki spáð í það að í litla húsinu í bakgarðinum mínum væri kona ein, á jólunum, Hátíð Krists. Er það ekki einmitt tíminn sem við komum hvert öðru við, erum tengd frá hjarta til hjarta.

Nágranni verður aldrei aftur ein alla jóladagana, það sjáum við um.

Gleðileg Jól kæru netvinir og takk fyrir öll yndisleg kommentin ykkar og jólakveðjur.

_mg_0.jpg_mg_4.jpg_mg_5.jpg_mg_6.jpg_mg_7.jpg_mg_8.jpg


Jólahugga í Lejrekotinu

Ummm dejlig dag !!!
Ég byrjaði daginn á að fara á ruslahaugana í bæ cirka 45 mín hérna frá okkur.  Ég keypt fullt af barnabókum og öðrum spennandi hlutum. Dóttir vinkonu okkar er mikill lestrarhestur og ég fann góðar bækur fyrir hana í jólagjöf. Ég fann bækur fyrir Sól, nokkrar sem hún fær á morgun í aðventugjöf. Fimm bækurnar og fleiri klassísk ævintýri. Munið þið ekki eftir “Fimm bókunum”?

Ég keypti líka mjög fallega kertastjaka fyrir ömmu Sólar hérna í Danmörku. Sól er nefnilega svo heppinn að hafa ömmu hérna í Danmörku. Sú mæta kona hefur ákveðið að það sé hennar hlutverk. Amma Sólar heitir Marianna og vann á barnaheimilinu sem Sól var á.
Marianna og Allan maðurinn hennar bjóða okkur alltaf í mat á Þorláksmessukvöld og þá fær Sól jólagjöf frá Marianna. Við höfum haldið í þessa fallegu hefð í mörg ár og er það yndislegt.

Önnur hefð sem er ofar mörgum öðrum hefðum hjá okkur. Það er hinn stóri bökunardagur hjá Gunna og firekløverne. Það er Sól og vinkonur hennar þrjár: Andrea, Cecilia og Vera. Þá baka þær með Gunna jólakökur, það er mikið fjör. Ég held þó að í ár hafi þær gert þetta að mestu sjálfar.

Ég set inn myndir teknar í dag af þeim á þessum góða degi.

Stundum hugsa ég að ég vildi óska að þær yrðu alltaf svona eins og þær eru núna. Þær verða 12 ára á næsta ári, en lifa svo sannarlega í heimi barnsins og ævintýranna. Þegar þær eru saman klæða þær sig upp í hin og þessi hlutverk og leika leikrit, syngja og dansa. img_3577.jpg

Stundum fara þær í bæinn í þessum búningum og eiginlega performera fyrir bæjarbúa. Í sumar fóru þær í búningum og spurðu alla sem þær mættu hvort þeir tryðu á álfa, í þessum leik varð eiginlega keppni um hvort áfar myndu lifa af, hvort það væru fleiri sem tryðu, eða sem ekki tryðu og álfarnir unnu að lokum til mikillar gleði fyrir þær, því fleiri sögðust trúa á álfa, en ekki.

Kærleikur til barna og Jóla og munum að passa upp á barnið í okkur....

img_3560.jpg img_3564.jpgimg_3570.jpgimg_3589.jpgimg_3596.jpgimg_3599.jpgimg_3614.jpgimg_3622.jpgimg_3620_753758.jpgimg_3628.jpgimg_3631.jpg


hitt og þetta frá Lejrekotinu

_mg_3519.jpgVið Lappi sæti vorum að koma úr göngutúr, ósköp huggulegt, eins og vanalega, með allar þrjár kisurnar í halarófu á eftir okkur, Alex var síðust allaf á varðbergi gagnvart ógnum heimsins, Ingeborg í miðjunni, veit ekki alveg hvar í hirakíinu hún er, enda nýjust og Múmín eins og þeytibrandur, fyrstur, ætlar ekki að missa af neinu.

Við mættum manni á göngu með herralausan hund, við reyndum að sjá hvað stæði á hálsbandinu hans hvutta, en vorum bæði með gömul augu og sáum lítið. Að lokum gat maðurinn glimt í eitthvað sem líktist símanúmeri. Hann tjáði mér þó að hann gæti ekki tekið hvutta heim, þar sem hann væri með tvo hunda heima sem myndu fara í trylli, eins og Lappi minn var í, á því andartaki. Það var svosem auðséð að hvutti ætti ekki að koma heim til mín. Það skildust leiðir og sem betur fer fylgdi hvutti eftir vænsta kostinum sem voru ekki Lappi og ég.

Við hittum hesta og fallegt útsýni og vorum bara sátt þegar við komum heim, með kisurnar eina eftir annarri í halarófunni.

Það var alveg frábær ferð til Malmö á föstudaginn með góðri myndlist og góðu fólki. Þeir myndlistarmenn som voru að sýna í Kunsthallen voru:
Doug Back, Canada,Ralf Baecker, Germany,Kerstin Ergenzinger, Germany, Serina Erfjord, Norway, Jessica Field, Canada,Voldemars Johansons, Latvia, Diane Morin, Canada, Kristoffer Myskja, Norway, Erik Olofsen, Netherlands,Bill Vorn, Canada

Ég kom frekar seint heim, en við höfðum það gott fjölskyldan um kvöldið.

Á laugardaginn vorum við bara, við dúlluðum okkur við hitt og þetta, við Gunni fórum í langan göngutúr með Lappa, sem var alveg yndislegt á meðan stóra barnið klæddi sig í hin skrítnustu föt fyrir kvöldið. Okkur var nefnilega boðið í matarklúbbinn með þeim sem við borðum svo oft með. Sól hlakkar alltaf alveg rosalega til að hitta þetta fólk, því ein hjónin eru foreldrar einnar bestu vinkonu Sólar._mg_3536.jpg
Kvöldið var einu orði sagt frábært, mikið talað og spáð í lífið og tilveruna.

Frægð og frami og karríer voru þó mest á vörum okkar. Ein hjónin eru bæði rithöfundar og voru að senda frá  sér handrit, nokkrum dögum áður. Við vorum sammála um það öll, að það að velja sér listabraut er engin sælubraut, en á einhvern hátt lífsnauðsynleg okkur sem vorum þarna um kvöldið.

Ég hlakka svolítið til á miðvikudaginn, þá ætlum við að hittast sem komum til sýna saman á Ísafirði í sumar. Það eru , Morten Tillitz, Ole Broager, Ráðhildur Ingadóttir og ég. Ég hlakka til þessarar ferðar og að vinna að þessari sýningu. Reikna með að byrja í janúar þegar jólagleðinni líkur.

_mg_3548_2.jpg

Ég ætla að ljúka þessari færslu með smá um eina mjög góða vinkonu mína. Stundum heldur maður að hún sé engill, en sem betur fer hefur hún líka þrjóskusvið í sér sem gerir hana mannlega og stundum óþolandi.
Hún heitir Bente. Bente á engin börn en góðan mann sem hún elskar mikið. Bente og maðurinn hennar áttu gamla kisu sem hafði flutt inn til þeirra fyrir mörgum árum og elskuðu þau þess kisu afar heitt. Í sumar dó blessuð kisan þeirra og það var mikil sorg á heimilinu hjá þeim. Eftir einhvern tíma ákváðu þau svo að fá sér aftur kisu og fóru á stúfana að skoða. Þau fóru á svona stað sem er með heimilislaus dýr og sáu þar þessa yndislegu kettlinga. Þeir voru fjórir og hver öðrum fallegri. Bente gat ekki fengið sig til að skilja kettlingana frá hver öðrum. _mg_3499.jpg

Hvað gerir maður þá.

Jú Bente ákveður að taka tvo kettlinga og platar svo mömmu sína sem er gömul kona til að taka tvo. Mamman er ekki alveg á þessu, en eins og ég sagði er Bente líka mjög þrjósk og fær talað mömmu sína til að taka tvo, með því skilyrði af ef mamman ekki magtar þetta þá taki Bente þá.

Það er nú svo að það er ekki auðvelt fyrir gamlar konur að vera með kettlinga upp um allar gardínur og borð svo að sjálfsögðu gafst gamla kona upp.

Bente spáði í að finna einhverja sem hún þekkti til að taka þessa tvo dásamlegu kettlinga, það voru þó nokkrir sem vildu það gjarnan, en Bente fannst leiðinlegt að skilja þá frá hver öðrum og ákvað að taka þá heim til sín.

Núna er líf og fjör hjá Bente og manninum hennar með fjóra sprellandi hálfstóra kettlinga. n1633923829_642.jpg
Hérna er mynd af þessum elskum og nokkrar aðrar sem ég tók nýlega.
Kærleikur til alls lífs


hver er hún tilfinningin sem heimsækir mig þessa dagana

foto_466.jpgKlukkan er sjö mínútur í átta og morgunútvarpið malar í bakgrunninum. Þeir tala við Stein Bagger sem er í L.A með marga marga peninga. En auðvitað er þetta bara einn annar útvarpamaður sem er að plata hlustendur, hann er í plötuskapi.

Ég er einhvernvegin svo glöð núna. Ég var glöð í gær, ég finn gleðina ennþá í maganum og hjartanu.

Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir mig glaða.

Ég er ekki ennþá búinn að pakka gjöfunum og senda til Íslands til minnar kæru fjölskyldu. Var að minna Sól á það áðan að við þyrftum að gera það í kvöld.

Ég er ekki búinn að setja skrautið upp. Það bara komin aðventukrans og rauð kerti  inn í húsið og jólaljós fyrir utan og að sjálfsögðu er herbergið hennar Sólar eins og ekta jólastofa.

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég gef börnunum mínum í jólagjöf. Var að spyrja Sól áðan hvort ég ætti að kaupa jólagjöf handa Gunna í dag, hún var alveg með ákveðna hugmynd sem erfitt verður að uppfylla: jólapeysu með blikkandi ljósum. Ég sagði nú að þetta væri ekki alveg praktískt þegar við værum ekki með svo mikið af peningum, að kaupa peysu sem bara er hægt að nota á jólunum. Hún benti mér nú á að það væri líka hægt að vera í henni við julefrokost. hummm

Ég er ekki glöð af því að húsið er hreint og fínt fyrir jólin, nei hér er allt einhversstaðar annarsstaðar en það á að vera, en svona geta nú hlutir fundið sér nýja og aðra og kannski betri staði, sem fara þeim betur og það borgar sig ekkert að vera að blanda sér í það.

Ekki er gleðin yfir því að ég hafi peninga inni á reikningnum mínum fyrir þessum tveim ferðum sem ég er að fara í eftir áramót. Sá áðan að það hafði verið tekið út fyrir hótelinu í London yfir 600 dollara. En svona er það, ef maður þarf, þá þarf maður.foto_468.jpg

Klukkan er núna fjórar mínútur yfir átta og ég finn ennþá gleðina í maganum, þó svo að ég telji allt upp sem er ekki í röð og reglu.

Ég er hvorki fræg, falleg eða rík, ég er bara ósköp venjuleg kona í sveit með fjölskylduna sína og dýrin sín, en þó finn ég lukku í maganum. Lukkan er ekki yfir neinu, en þó getur alveg verið að hún komi yfir því sem ég tel vera svo sjálfsagt í lífinu. Eitthvað sem ég tek ekki eftir og bara er þarna með sinn vilja og ég tek bara sem er sjálfsagt.

Ég varð glöð í gær yfir að ég kláraði tvær greinar sem ég var nokkuð ánægð með. Ég var líka glöð yfir fundinum í gær með hugleiðslugrúppunni  og Gordon. Yndisleg hugleiðsla , yndislegt efni sem við stúderuðum saman öll í samveru. En það er einhvernvegin ekki það sem gerir mig alveg svona glaða, held ég, því ég var líka svona glöð í gærdag.

Ég er líka að fara að hitta ástina mína, hana Sigyn á eftir í Kaupmannahöfn, ég er glöð yfir því, en þó held ég ekki að það sé það.

Þetta er svona róleg þægileg gleði sem lúrir eins og á yfirborðinu og er alveg að koma. Ég finn hana ólga smá núna þegar ég heyri Kim Larsen syngja jólalag um Jesú og afmælið hans.

Ósköp er þetta notalegt, hann liggur þarna svo fallega á gólfinu hann Lappi minn, öruggur um að ég sé ekki að fara neitt og að við tvö séum að vera saman í dag í þeim rólegheitum sem passar okkur svo vel

Ég verð eiginlega að fara með hann í göngutúr áður en ég fer í borgina.

Sennilega eru þetta jólin sem ég er með í maganum. Jólin eru í raun ekki um neitt utanað komandi en tilfinning sem er þar frá því ég var litla barnið og hlakkaði til að eiga jól og gleði með fjölskyldunni minni. Fá bækur sem yljuðu mér fram í janúar. Sögðu mér sögur um framandi heima og ævintýri.

Ég hef ekki alltaf haft þessa tilfinningu á þessum tíma, sennilega ekki frá því að ég var barn. Jólin hafa í mörg ár verið um annað en þessa jólatilfinningu sem ég finn núna. Í raun hafa jólin verið erfið á svo margan hátt. Sennilega hefur hugurinn verið fastari við efnið en við það andlega. Matur hefur verið það sem hefur tengt mig við jólin og fyrir nokkrum árum gott vín og góður matur, sem er í sjálfu sér í lagi en ekki þegar það er það sem jólin verða um. Ég held að þessi tilfinning núna sé á léttari plani en áður.

foto_467_746724.jpg

Gleðin við, að bara vera, án þess að fókusera á hvað á að borða, drekka og borða drekka. Núna veit ég að auðvitað kem ég til að borða og drekka vatn, en það er ekki það sem þessir dagar eru um.

Núna veit ég einhversstaðar inni í mér og yfir mér að Kærleiksorkan er meiri á þessum tíma svífandi og það er kannski hún sem ég finn og nýt að vera í þessa dagana. Kærleiksorkan sem allir eru að senda og hugsa til hvers annars.

Sennilega er það sú tilfinning sem er Jólin. Krists tilfinningin, já


jólahugga í Lejre

Halló frá Lejrekotinu.foto_460.jpg

Frívika framundan, eða næstum því.  Ég fer þó á fund á fimmtudaginn og á föstudaginn fer ég með skólanum í jólaferð til Malmö í Svíþjóð.

Ég og Sól erum hérna saman í huggu, eins og svo oft áður. Gunni er í mannapartý hérna við hliðina. Það hittast cirka 30 kallar, alltaf á þessum árstíma, keppa í mannakeppnum, borða baunasúpu , fullt af kjöti og drekka einhver ósköp af snaps.

Þannig að ég og Sól njótum þess að vera hérna með smá kvennasælu.

Við fórum í dag að sjá leiksýningu í leiklistarskólanum sem Sól er í. Það var mjög gaman. Á eftir fórum við í verslunarmiðstöð í Hóraskeldu og keyptum smá aðventugjafir til hvers annars. Þegar við komum heim fórum ég og Sól að horfa á bíómynd og höfum gert það síðan.
Það er mikið um að vera í þessum jólamánuði. Við eigum eftir að klára gjafirnar til Íslands og senda þær. Við eigum eftir að baka eitthvað og klára það konfekt sem við vorum byrjuð á.

Við förum í jólaboð í einum matarklúbbnum sem við erum í. Einn saumaklúbbur, sem verður hjá mér á miðvikudaginn.  Ég ætla líka að skrifa einhverjar greinar sem ég þarf eiginlega að byrja á á morgun.

Eins og flestir erum við langt á eftir þeirri áætlun sem við vildum vera á.  Við sendum sennilega engin jólakort í ár, það er þó ekkert nýtt því ég næ því aldrei.
Einu sinni sendi ég jólakortin í janúar !

foto_462_744642.jpg

Á morgun ætlar Gunni á jólaball með Sól og barnabörnunum, ég verð heima að vinna.

Ég sé fram á kvöld með hverjum jólakalandernum á eftir öðrum,.Þannig er það alla desembermánuði á þessu heimili. Sól sappar frá einni stöðinni á aðra til að ná þessum herlegheitum. Jólakalander er skemmtileg og góð hefð hérna í Danmörku sem allir fylgjast með í hérna í danaveldi.
Set inn vídeó með smá frá tveimur julekalender :
Mikkel og Guldkortet og The Julekalander, sem er uppáhaldið okkar hérna. Það var sýnt fyrir mörgum árum hérna og við erum miklir aðdáendur þessa þátta og njótum þess að sjá þá endursýnda núna.

Sá þriðji sem ég set inn, er snilld !!!  Jul på Vesterbro, við eigum það meira að segja á dvd !!

Jólin eru á svo margan hátt svo dásamlegur tími, en ég veit þó að það eru margir sem ekki hafa það gott á þessum tíma. Það er fleiri og fleiri fjölskyldur sem ekki eiga pening fyrir mat  eða jólagjöfum hérna í Danmörku. Margar fjölskyldur eru að missa heimilin sín á þessum tíma, bæði hér og þar. Þetta er líka erfiður tími fyrir fjölskyldur sem hafa eitthvert áfengisvandamá á heimilinu og það eru margar fjölskyldur.

Einnig eru margir sem láta lífið fyrir okkur á þessum tíma, svo við getum haft góðan mat á borðum, þeim megum við ekki gleyma að þakka.

Verum góð hvert við annað á þessum tíma, brosum til hvers annars og gefum hvert öðrum allt það jákvæða sem við eigum í okkur.

Hugsum aðeins út fyrir okkur sjálf, til annarra. Falleg hugsun gerir kraftaverk, það er gott að hafa í huga.

Það eru jólin !

Kærleikur í hjartanu til Lífsins !

 

 

 

 


Var að skoða myndir af skottunni minni, frá því fyrir 3 árum !

20061106141353_7_743731.jpg20061106145834_2.jpg20061106145925_3.jpg20061106191844_6.jpg20061106193123_4_743738.jpg20061106195551_3.jpg20061106195818_5.jpg20061106195931_6.jpg20061106203743_5.jpg20061106152011_2.jpg

Við erum öll í einu orkufelti, sjáið bara vísindi !!!

foto_455.jpg

Kæru bræður og systur, mánudagur til gleði !!! Hef daginn fyrir mig með skrifum og að læra ensku betur.

Langaði að sýna ykkur þetta frábæra vídeó ! Mæli með að þið gefið ykkur tíma, þetta er mjög, mjög magnað.

Hafið fallegan og yndislegan dag öll sem eruð hluti af mér og ég af ykkur.


Gleðilega aðventu allir nær og fjær !

Kæru bræður og systur !foto_454_740359.jpg

Núna er gleðileg aðventa !!!

Jólaboðið í gær var gott ! Svolítið rifist hátt, svo voru allir vinur.

Ég og Sól gerðum aðventukrans í morgun. Fórum út og týndum það sem þurfti í hann, mosa og greinar. Svo tók litla skottan yfir og spreyjaði smá glimmer hér og þar og svo varð til þessi fallegi aðventukrans.

Við höfum tekið því rólega í morgun, drukkið te og kaffi og bara verið. Við erum bæði þreytt eftir gærkvöldið. Gunni fór til Kaupmannahafnar og var með Sigga okkar.

Á eftir erum við að fara til Sigynjar og fjölskyldu. Þau eru með jólabasar á veitingastaðnum sínum á norður Sjálandi.

Ég man þegar við komum fyrst til Danmerkur, þá hringdi maður heim kannski á nokkurra mánaða fresti, það var nefnilega svo dýrt. Læt vera að segja frá því hversu oft Sigyn dóttir hringdi heim til Íslands til vina sinna.

Læt nægja að segja að við vorum spurð um það einu sinni í bankanum þegar við vorum að borga símareikning , hvort við rækjum fyrirtæki, híhí.

En núna í dag eru möguleikarnir svo miklir. Sól sat í morgun með vinkonu sinni Nínu. Ekki frásögu færandi, en þær voru að spila spil við vinkonu sína á Fjóni ! Þetta hefði verið óhugsandi á sínum tíma. Þær hringjast við mörgum sinnum í viku í gegnum Skypið og blaðra og spila og eru að kíkja á hinar og þessar dýraheimasíður saman.

Það hefði á sínum tíma sparað okkur um hundruði þúsunda að hafa þessa tækni, þegar Sigyn mín bjó heima.

Núna ætla ég og fá mér hádegismat áður en við keyrum norður eftir.

Kærleikur og Ljós til allra

Set inn smá myndir af boðinu í gær !

_mg_3142.jpgimg_3140.jpgimg_3152.jpgimg_3136.jpg


Smá föstudagskveðja frá Lejrekotinu

foto_431.jpgÉg segi nú bara eins og svo margir, loksins komin helgi !!!!
Það er einhvernvegin svo dimmt og drungalegt þessa dagana. Það kom snjór í nokkra daga og þá var eins og birti í sinninu, en svo fór snjórinn og núna er 7 til 8 stiga hiti. Sit hérna við opinn gluggann með tvö af blessuðum dýrunum mínum við hliðina á mér.

Á morgun koma kennararnir í skólanum í jólaboð. Við ákváðum að vera snemma í því, það er nefnilega alltaf svo mikið um að vera í desember og þá er erfiðara að finna tíma sem allir geta hist.

Ég meira að segja hlakka til á morgun, það er ekki alltaf sem ég geri það þegar ég á að vera með mikið af fólki.

Ég og Sól höfum verið að taka aðeins til í kvöld fyrir morgundaginn, en ákváðum að fara frekar snemma í ró og vakna bara fyrr í fyrramálið og halda áfram að taka til.

Húsið er annars á hvolfi ! Gunni er að setja upp arinn í eldhúsinu og það er nú svona með gömul hús að það er ekkert að bara setja upp arinn í eldhúsinu. Það kom nefnilega í ljós að veggurinn þar sem arininn átti að vera var ónýtur og þurfti að rífa niður og byggja svo upp. Þannig að húsið ber þess greinilega merki. Ég var að vona að arininn yrði komin upp á morgun, en það næst ekki. En næstu helgi ætti allt að vera klappað og klárt.

Ég kem sennilega heim til Íslands í febrúar, mamma mín verður 70 ára, alveg ótrúlegt til þess að hugsa það er svo stutt síðan ég var 5 ára og hún aðeins eldri.

En svona er þetta víst, tíminn líður......

Ég hlakka til að sjá landið mitt.

Set inn þessa fallegu sögu :

    Sporin í sandinum

    Nótt eina dreymdi mann draum.
    Honum fannst sem hann væri á gangi
    eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
    himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
    Við hverja mynd greindi hann tvenns-
    konar fótspor í sandinum, önnur hans
    eigin, og hin Drottins.

    Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,
    Leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
    tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
    Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum
    Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.
    Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók
    það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

    “ Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að
    fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér.
    En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum
    lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum.
    Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja
    mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

    Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.
    Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt.
    Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu
    – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor –
    Var það ég sem bar þig “.

Kærleikur til ykkar frá konunni í Lejre


krísuástand inni í maganum

_mg_3103.jpgSólin er ennþá veik, en þó eitthvað að lagast. Við höfum tekið svolítið til í dag, en annars dúllað okkur.
Fórum þó í göngutúr með lappa tappa og var það átakalaust.

Á morgun er ég að fara að hitta hana Steinu frænku í Kaupmannahöfn og ætlum við á sýningarrölt og spjallilabb um borgina.

Annað kvöld fer ég heim til Jan að hitta hugleiðslu grúppuna. Borða saman tala saman og kl. 8 er Worldwide Conference Call fyrir alla meðlimi WSI. Þetta er risa stór hópur frá öllum heiminum. Við ætlum að tala saman, hugleiða saman og deila upplifunum saman. Það verður nú gaman.

Það gerðust undur og stórmerki áðan sem fékk Sólina til að brosa út að eyrum, það snjóaði !!!!! Nokkur snjókorn sem liggja enn.

Það tala allir um efnahagskrísuna allsstaðar, líka hérna í Danmörku.

Ég skil vel óttann við að þurfa að breyta lífi sínu, líka við að missa allt. Það er ekki þægileg tilfinning þegar fólk heldur sig komin á góða braut og fjarlæg er hugsunin að þetta taki enda.

Ég skil vel það að vilja vera öruggur með líf sitt, öruggur með framtíðina, öruggur með fjölskylduna sína. Öruggur með allt það sem veitir okkur það öryggi sem gerir lífið þægilegt og fyrirsjáanlegt.
Þegar erfiðleikar steðja að mér, þá vil ég flytja til Ísland. Það er í raun sama hvers eðlis þessir erfiðleikar eru, mín hugsun er alltaf að nú vil ég flytja heim. Búa í litlu sjávarþorpi  og lifa einföldu og fallegu lífi með allt “öruggt” í kringum mig.

Einu sinni vildi ég alltaf flytja til Þýskalands, en það er önnur saga._mg_3105.jpg

Ég hef líka þessa hræðslu í mér að missa það sem gefur mér öryggi. Missa manninn minn, missa börnin mín, missa dýrin mín og svo framvegis.

En ekkert er í raun öruggt neinstaðar og ef þeir hlutir gerast að maður missir það sem maður telur vera öruggt, sem gefur þá tilfinningu eins og fótunum sé kippt undan manni, þá er það í raun oftast atburður sem gefur meiri dýpt í manneskjunni, vekur upp tilfinningar sem sennilega oft hafa legið í dvala en skerpast á þessu augnabliki og verða svo lifandi.

Eina öryggið sem er mikilvægt að finna og byggja upp, er öryggið inni í sjálfum sér. Það öryggi getur engin fjarlægt þegar því hefur verið plantað í hjartað, af manni sjálfum.

Allir erfiðleikar eru til að þroska okkur, vekja okkur og skerpa okkur, ef við notum tækifærið og nýtum okkur það sem er að gerast.

Ég held að í raun séu erfiðleikar það besta sem mætir okkur á lífsleiðinni. Ég er aldrei meðvituð um það á þeirri stundu sem erfiðleikarnir standa yfir , en eftir á, þegar ég fer í gegnum tímabilið í huganum, er ég alltaf þakklát og ég get séð að þetta var enn ein lífsreynslan til að gera mig að betri manneskju en ég var fyrir atburðinn.

Að missa peninga er hverjum holt held ég.

Ég hef misst fullt af peningum (á mínum mælikvarða)  og það var alveg hræðileg tilfinning. ÉG hef nefnilega verið aurapúki. Vildi helst ekki lána neinum krónu. Sparaði í budduna mína og passaði aurana mína. En ég fékk lexíu sem var stór fyrir mig, missti nokkrar milljónir rrrrrrrrrrrrrrr hvað það var erfitt ég panikaðist alveg upp í eyru.

En ég lifði af, auðvitað.

Það var á einhvern hátt léttir eftir þessa lífsreynslu og aðallega léttir við þá hugsun að peningar eru ekki mikilvægir, þeir eru aukaatriði í því lífi sem ég lifi.

Ég þarf að sjálfsögðu peninga til að hafa fyrir daglegum hlutum, en ekki meir en það.

Ef ég hef fjölskylduna mína og mig er allt gott !

Tíminn sem við lifum í núna, held ég að sé tímabil þar sem þroski mannkyns tekur stórt stökk. Það þarf alltaf stór áföll svo að við missum takið og í sameiginlegri alheimsorku lyftum okkur yfir á hærra plan.
Það er nauðsynlegt að það gerist. Annað hvort er leiðin niður á við til græðgi, eigingirni og sjálfshyggju (við vorum á góðri lei þangað) eða leiðin upp á æðri plön með samvinnu, sjálfsskoðun og nærveru.
Við erum í raun þvinguð þangað af öðrum öflum sem er ansi skondið “,græðgisöfl, neikvæð öfl” (meiri peninga, meiri peninga, meiri peninga)

Þannig að neikvæð öfl eru með til að hjálpa okkur til að þroska okkur upp á æðri plön.

Á morgun byrjum við hérna í kotinu á því að kveikja á kerti í garðinum okkar við leiðið hennar Iðunnar okkar.

Á morgun er eitt ár síðan hún fór frá okkur yfir í Hundasálina. Ég sakna hennar á hverjum degi.
Í gær fann ég litla hjartaöskju í skúffu, í öskjunni voru hár af henni sem við klipptum af henni látinni. Ég setti þau upp að nefinu mínu og andaði ilminum hennar inn í mig. Ég er svo þakklát fyrir þau 13 ár sem ég hafði með henni ástinni minni.img_1347.jpg

Kærleikur til alls Lífs img_1348_733490.jpg


mbl.is 5000 bílar úr landi?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband