Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
Frelsi
23.7.2013 | 09:56
Það er nefnilega svo skrítið að þegar ég er að skrifa, þá er eins og ég sé að tala við sjálfa mig, í gegnum hendurnar, það flæðir orðaflæði að ofan í gegnum fingurna mína.
Ég hef átt ansi annasamt vor og sumar. Hef verið á miklum ferðalögum í útlöndum, með námskeið og annarri vinnu. Ég var í og í kringum New York í 10 daga, fór svo til Massachusetts og var hjá vinum mínum þar í viku hvíld eftir vinnuna í NY og til að undirbúa mig fyrir verkefnin í Kanada. Ég var svo á ferðalagi í viku um Kanada, með nokkur námskeið.
Allt þetta var algerlega dásamlegt, en líka mikið álag. Það sem var athyglisvert, var að allar áhyggjur um mataræði, að borða rétt eða rangt, var bara ekki þar. Á öllum þeim stöðum sem ég var, var einstaklega holt, lífrænt og gott fæði, sem gerði að ég gat verið á toppnum alla daga, gaf mér alla þá orku sem ég þurfti á að halda. Andlega og líkamlega var ég í himnaríki, ekkert sem truflaði mig, ekkert sem kom mér úr jafnvægi, ekkert sem freistaði mín.
Ég kom heim til Danmerkur og tilfinningaálag tók við. Að stoppa á listaskólanum, eftir 11 ár sem skólastjóri, tók á hugann og tilfinningarnar. Hver kveðjuveislan á eftir annarri, með miklum og óhollum mat og drykkjavörum, sem ég tók þátt í, enda er mikilvægt fyrir mig, að vera með, í þessari kveðju við kennara og nemendur.
Við höfum einnig verið á fullu að byggja upp nýja skólaverkefnið okkar, Gro Akademi og lífræna kaffihúsið okkar, Gro cafe, hér í bænum, mikið álag, mikil vinna. Ég hef vegna allra þessara verkefna ekki alltaf verið meðvituð um það sem ég er að borða, sem fyrir mér, stundum hefur skapað ótta, enda búinn í mörg ár að vigta og mæla allt sem ég set ofan í mig. Það hefur verið mín öryggisleið í mörg ár, ég gat alltaf borðað án meðvitundar, bara ef það var leyfilegt á listanum, ég fitanið ekki, það var málið.
En nú er ég komin í sumarfrí og hef þessa dagana, komist í jafnvægi aftur, bæði andlegt og líka líkamlegt.
Ég væri að ljúga ef ég segði að allt væri núna sæla og ég hefði fulla stjórn á því sem ég hugsa, borða og geri. Það er langt frá sannleikanum, en ég er nær miðjulínunni, en ég hef oft verið áður.
Ég hef uppgötvað þann stað sem sannleikurinn liggur fyrir mér núna, eða þar til ég uppgötva nýjan sannleka, það er stórt skref og eins og ég sé það, erfiðasta skrefið af öllum skrefum. Það er miðjan, línan, að vera línudansarinn í mínu lífi, á milli, allra öfga.
Til að útskýra þetta nánar, þá get ég sagt að ég hef oft átt erfitt með að fara andlegu leiðina, í venjulegu lífi. Ég hef oft hugsað með sjálfri mér, að það væri miklu auðveldara að lífa í Ashram í Indlandi, eða að lifa með öllum þeim í sambýli, sem hugsa eins og ég, ekki satt?
Það væri miklu auðveldara, heldur en að lifa á báðum stöðum, þar sem alla tíð er eitthvað sem getur freistað manni út af brautinni.
Ég sé það sama með matarhegðun. Það væri miklu betra og auðveldara að lifa eftir algerlega settum reglum, það sem ég vigta og mæli allt sem ég borða, svo mín hugsun, hefur ekkert að segja, allt undir control, ekkert sem ég þarf að óttast. Eins og barn, sem alltaf er haldið á og lærir aldrei að ganga, en meiðir sig þar að leiðandi aldrei.
Eða, vera í hömlulausu áti, alla daga. Ég hef eingöngu séð, þessar tvær leiðir, í báðum málefnum. Andlegu leiðina og matarleiðina.
En inn í hugann er að koma inn ný hugsun, línudansarinn! Það er erfiðasta leiðin, je minn eini, það er svo sannarlega ekki auðveld leið. Að læra að ganga á línu,á milli beggja öfga, sem hafa verið lífsförunautar mínir alla tíð.
Ég finn að hluti af minni lífsbraut, er að kenna og miðla, því sem ég hef upplifað sjálf, því sem ég skil, út frá mér, því sem ég sé, í því lífi sem ég lifi.
Til að geta miðlað því, þá verð ég að vera á línunni, ég verð að læra að lifa það að vera andleg og mæta því sem ég mæti, til að verða sterkari og meðvitraðri sem manneskja. Ég verð að skilja lífið, ekki bara andlegu hliðina, hana skil ég og elska, en mannlegu hliðina, að flytja andann í efnið, það er það sem þetta snýst um hjá mér í mínu andlega lífi.
Það væri svo auðvelt að vera andleg alla daga, lifandi í hugleiðslu og bæn alla daga, en það er ekki sú leið sem mér er ætluð í þessu lífi. Mín leið er að lifa andlega, í lífinu, með öllum öðrum, línudansari.
Það sama á við um matarlífið. Ef ég aldrei læri að lifa sem línudansari, er ég aldrei herra yfir mínu lífi, ég lifi í reglum, eða óreglum, stjórnað af einhverju öðru, en því æðsta í mér.
Þetta hefur verið einhver sá erfiðasti lærdómur hjá mér, en ég trúi því algerlega að mér takist þetta verkefni, ekki með reglum sem ég set mér, ekki með því að ég þurfi að vera þetta og þetta þung, en með því að vinna með mér en ekki á móti mér. Að mér takist að læra, hvað er gott fyrir mig að borða, hvað þarfnast líkaminn, hvað þarfnast hugurinn, línudans. Erfiðasta verkefnið mitt í þessu lífi held ég. Ég vona að sjálfsögðu mér takist þetta fljótt, en ég er líka opinn fyrir tímanum, sem þetta tekur, ef ekki í dag, þá morgun, ef ekki á morgun, þá hinn daginn......mér tekst það!
Ég gæti, slepp, tekið upp reglurnar og farið niður í kjörþyngd á stuttum tíma, en, ég finn það svo djúpt inni í mér, að það yrði bara tímabundið, því ég verð sem manneskja í jafnvægi á öllum plönum, að skapa jafnvægi í frelsi, ekki í fjötrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)