Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Um skapandi hugsun í pólitík og almennri hugsun
31.3.2011 | 10:15
Fyrir tæpu ári síðan var ég beðin um að skrifa grein um ástandið á Íslandi í internationalt/alþjóðlegt netfréttablað. Ég hef aldrei birt það hérna á blogginu, en hef þó haft það á facebook. Í morgun fékk ég þá hugmynd að setja það líka inn hérna. Bloggið er líka gott, því má ekki gleyma.
Ljós og Kærleikur til alls
Steinunn Helga Sigurdardóttir
Denmark/Iceland
In Iceland, my home country, the crisis has been and is extremely violent. The population has experienced a natural catastrophe, which has a huge influence on the farmers in the southern part of the country, and not least on their domestic animals.
As we recall, Eyjafjallajökul has been active for a longer period, and ash, lava and soil have destroyed the fields and the environs on the entire southern part of the country. Nobody yet knows the extent of the damage this has caused for the agriculture in this area.
The other crisis is the wrecked Icelandic economy, which happened with a bang about 2 years ago. The impact on the countrys economy of the fraud and greediness of a few people was so catastrophic that it will take generations to rebuild the economy of the country again.
It has been interesting for me to follow this process as a person from outside, who nevertheless feels so involved in the country. It was as if the population woke up from a longer dream in fairy-tale-land, where everything was possible just moments before, but now no longer.
The population woke up in the middle of a nightmare, and the nightmare continues. For months, hundreds of people gathered outside the Parliament building every Saturday; equipped with pots, pans and wooden spoons and with beating hearts and fear of loss, they tapped a sound together in the hope that the politicians would wake up and do their part in saving what could be saved.
What differed from what I have seen before, elsewhere, was that most of them were artists, people who had lived a bit away from the rest. They were their own masters and you can definitely say that politics did not play a big role in their lives.
My own background is the artistic milieu in Iceland, and therefore I know the space well in which you are totally distanced from politics, but where any expression related to life, death, politics, aesthetics and the human condition happens in artistic ways.
But now it seemed the time had come, the time for something new, the time to be a part of the community and pass on new ideas, which could be used to build something different from before.
After a while, in the cold of winter, with mittens, winter coats and icy faces outside the parliament building, armed with pots and pans and the will to change for the whole and for oneself, they succeeded in getting the old government out, the government which was part of catastrophe descending on the whole country. And they succeeded in getting a new government, which could put the pieces together and attempt to reconstruct what was left, in the ruins.
It became a great victory for the green parties in Iceland.
But the story did not end with everybody living happily forever after. The problem was/is big and reconstruction will take a long- long time.
On the 29th of May 2010 municipal elections were held in Iceland and this did not happen quietly.
In Reykjavik a new party saw the light of day, The Best Party.
Following a period where the citizens of Reykjavik had been exceedingly dissatisfied with the old system, because of the wrecked economy and corruption among other things, The Best Party won with a majority of 34.7 % of the votes in the local elections and thus became the biggest party in Reykjavik. Jon Gnarr Kristinsson, the new mayor in town, has on his CV: stand-up comedian, actor and radio-host and now mayor!
The Best Party differs a lot from what we have seen before. Most of the other members are artists and therefore in contact with new ideas, which is very obvious in the goals of the party.
It started as a JOKE,
with an idea,
with love for ones town,
with love for ones country.
That joke became serious when the citizens, very unexpectedly, turned their hopeful faces towards The Best Party. It was a desperate action to take such a radical decision, to give your vote to something so fundamentally different, but it was also a decision that the old had to go to make space for the new.
It was not because the party promised the earth, it was because it touched something in the population, which it was ready to receive, in desperation.
The mission of The Best Party is among other things to eliminate fear and anger from society and to create a platform which facilitates a different kind of dialogue!
They have decided always to be helpful and accommodating and always to strive to find positive solutions in all cases.
They work very consciously from the creative thought and from positive energy, to be optimistic rather than pessimistic.
They strive to see possibilities rather than limitations!
The Best Party takes responsibility for the whole and includes nature.
I would like to give an example of this. In the Danish newspaper Politiken Jon Gnarr says: We have exceptional possibilities to create something truly unique, because we are placed close to the edge of the wilderness, which is not easy to find in Europe. And which, due to rapid climate changes, becomes more and more exposed at this time. Because of the changes, icebergs from Greenland come to Iceland more often, and with them also polar bears. Last year three polar bears arrived in this way, and as the law dictates, they were shot and killed with a riffle. I think that is sad. Next time a polar bear arrives in Iceland, we are going to receive it in a very friendly way. We will attempt to find the resources and the technology to catch it alive and to have some kind of facility in the zoo, where it can live.
He comes up with more fine ideas about constructing an area in the landscape, where polar bears can live in peace and quiet, and Iceland is big enough for that!
From what goes on in Iceland I can see the creative energy all over, it assists in lifting the consciousness of the population from the level of greed to the level of ideas and in that way to create new possibilities to live in a different way.
Suddenly when everything collapses it becomes possible to think in new ways. That is what it takes.
With its 300.000 inhabitants living on the island, Iceland is a small country. Iceland is known for its fantastic nature and for its artists.
It is not only Jón Gnarr, the new mayor of Reykjavik, who has been visible in national and international politics. It is also Björk who is world famous for her music.
Björk is now on a mission to save the natural resources in her country, Iceland, from investors, who she suspects, will exploit the financial crisis in Reykjavik.
For a longer time I have been following the development going on in Iceland, and I am convinced that if it goes the right way and the population uses the resources at its disposal, something quite unique will emerge from which other countries can learn a lot.
It is extraordinary that in such a small country as Iceland, where we live consciously next to our neighbours, elves, trolls and lives from the inner dimensions, and where more than half of the population is innovative and creative, that exactly there the biggest catastrophe happens, that the whole country collapses and that the possibility to create something new materialises.
It will be exciting to follow what happens in the near future. It is obvious that all Icelanders are forced to wake up and to act, and it is interesting that the artists are doing it first. They take responsibility for the country because of their love for it and because of the creative energy they live in.
The creative energy has always been present everywhere in Iceland, and the link between nature, the nature elements and the human being has always been strong. For centuries we have cooperated with devas and elves, but now the time has come to think on a larger scale to influence the whole world, because what happens in Iceland has the attention of the whole world.
It is my hope that the hard time my people are experiencing will contribute to creating something which will be of use to everybody, in small and in bigger ways anywhere in the world.
Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, ones family, for ones town, for ones country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of Gods Hand.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hafði Einstein ADHD
12.3.2011 | 15:28
Vorið er loksins að koma hérna í Danmörku og smá léttist lundin sem betur fer, fyrir mig og umhverfi mitt. Núna væri tildæmis tilvalið að hengja út þvott, en ég nenni því eiginlega ekki, vil heldur nota tímann hérna á laugardegi og blogga smá. Það er svo langt síðan síðast. Ég hef oft viljað setjast niður og skrifa, en hef haft svo mikið að gera, bæði í vinnunni minni og öðru.
Það er mikið að gera í vinnunni, sem er bara gott, því að á meðan missi ég ekki tíma sem væri erfitt fyrir þá sem hafa sitt viðurværi af kennslu í listaskólanum.
Á tímabili leit þetta mjög illa út, sveitarfélögin eru að spara og spara og það þýddi að þeir vildu ekki borga fyrir skólagöngu sumra sem höfðu verið hjá okkur lengi. En núna er eins og eitthvað sé að birta til, sem er okkur öllum, nemendum og kennurum í hag.
Ég sé þróun í heiminum sem vekur hjá mér bæði ugg og undrun.
Haft var samband við mig vegna hóps af ungu fólki sem þurfti að skaffa skólapláss, þetta voru á milli 20 og 30 nemendur og öll voru frá einu sveitarfélagi. Við vorum beðin að taka að okkur kennslu þessa unga fólks. Öll voru þau með greininguna ADHD.
Ég upplifi mjög mikla fjölgun á ungu fólki með greininguna ADHD og ég finn að einhver innri áhugi hjá mér er vaknaður fyrir þessum hópi einstaklinga.
Einhversstaðar stendur um ADHD: ADHD er skammstöfun fyrir Attention deficit hyperactivity disorder/ ofvirkni, truflanir á athygli, virkni og hvatvísi. ADHD truflar daglega starfsemi einstaklingsins á mörgum sviðum og getur einnig haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl þeirra og sjálfsvirðingu og margt margt fleyra er að finna um þessa greiningu.
Ég skil að sjálfsögðu vel létti foreldra þegar greining fæst hjá barninu þeirra eftir oft áralanga baráttu fyrir aðstoð og skilning umhverfisins á barninu. Skilning bæði frá skólakerfi og öðrum sem í kringum barnið eru.
En ég get ekki annað en velt fyrir mér þeirri spurningu, að eitthvað sé mikið að í öllu þessu dæmi. Fyrir mér er eitthvað sem ekki passar og það er þess vegna sem ég undanfarið hef haft miklar vangaveltur um þessi mál!
Við höfum í raun ótrúlegan fjölda af börnum í heiminum sem eru á lyfjum og þar af leiðandi eru þau ekki fullkomlega þau sjálf, sem gerir að þau missa úr ákveðna þróun í þeirra eigin þroska og vakningu sem manneskja.
Ég get ekki varist þeirri hugsun að ef þróuninn heldur svona áfram, þá eigum við ekki bjarta framtíð sem mannkyn hérna á jörðu.
Ég hugsa þess vegna með sjálfri mér, er önnur leið? Er eina leiðin til að barnið geti passað inn í samfélagið að gefa því lyf/rítalín, svo það sé á einhvern hátt ekki það sjálft, en þannig að við sem samfélag eigum auðveldara með að láta það passa inn í þá ramma sem við höfum búið til, sem eru þeir rammar sem við öll eigum að lifa eftir og passa inn í hversu ólík sem við erum og hversu ólíkar sem okkar þarfir eru.
Er það barnið sem er til vandræða, eða er það samfélagið sem er til vandræða?
Ég þekki marga með greininguna ADHD, bæði fullorðna og börn. Þeir sem ég þekki, sem eru fullorðnir hafa ekki fengið lyf í sínum uppvexti, en lifað í þjóðfélagi sem var ekki eins og þjóðfélagið er í dag. Það voru minni barnaheimili, það voru oft minni samfélög, það var meiri nærvera á milli fólks, það voru minni skólar, það voru færri í bekkjum, það var pláss fyrir að vera sá sem maður var, hvernig sem maður var. Þetta fólk lifir allt ágætis lífi eins og annað fólk. Það hefur fundið sínar eigin leiðir til að takast á við þá kaos sem er í heiminum í dag og í kringum þau. Þó þekki ég dæmi þar sem fullorðnir með ADHD fá rítalín, hreinlega til þess að geta lifað eftir þeim kröfum, kössum og formum sem samfélagið hefur í dag, þó með sorg yfir að geta ekki passað inn "eins og aðrir" .Mjög margt af þessu fólki er skapandi í sínu lífi sem er þeirra leið til að halda einbeitingu á einhverju. Það að skapa getur verið fyrir marga leið til að halda sér í sér.
Kröfurnar frá samfélaginu til bæði foreldra og barna voru ekki eins og kröfurnar eru í dag.
Ég las um daginn mjög áhugaverða grein um rannsókn sem gerð var við University of Michigan and Eckerd College
Þessi rannsókn sýndi fram á að þeir sem voru með greininguna ADHD reyndust hafa mun meiri sköpunargáfu en sá hópur sem ekki voru með greininguna ADHD.
Að lesa þessa grein gladdi mig mjög, því þessu hef ég verið að halda fram á fundi eftir fundi með yfirmönnum sérskóla hérna í DK.
Þeir sem eru með greininguna ADHD eru mjög viðkvæmir orð sem ég ekki er alveg sátt við. Við gætum kannski notað íslenska orðið að þetta séu mjög "næmir" einstaklingar. Danska orðið er sensitiv og á ensku sensitive ! Það að sansa mjög sterkt/upplifa mjög sterkt.
Sem myndlistamaður, kennari og manneskja er þetta fyrir mér mikill kostur, mannkostir sem svo einkennilega er orðið stórt vandamál sem þarf að gefa lyf við.
Eitt sem einnig hefur vakið athygli mína eru rannsóknir sem gerðar voru í Hollandi að mig minnir. Þar kom fram að börn með greininguna ADHD sem fengu útvalin mat án sykurs og ýmissa annarra óhollra efna voru á stuttum tíma án ADHD einkenna. Þetta segir bara það sem ég hef haldið fram, þessi börn eru of næm/sensitiv fyrir þeirri óhollustu sem oft á tíðum eru í matvælum. Sem er bara en ein sönnunin fyrir því að þarna eru á ferðinni einstaklingar sem eru á einhvern hátt á hærri/fínni eða annarri tíðni en margir aðrir og eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir þeim hávaða og úrgangi sem við vitum að er að kaffæra okkur og Jörðina okkar.
Af hverju er þetta svona? Jú við höfum ekki pláss og við höfum ekki tíma, fyrir það sem er öðruvísi, við höfum ekki pláss og tíma til að sitja aðeins lengur með hverjum og einum sem þarf á aðeins meiri hjálp að halda til að geta haldið einbeitingunni að verkefnum sem vekja ekki áhuga. Við höfum ekki möguleika á að einstaklingar getir setið aðeins afsíðis svo umhverfishljóð ekki trufli þá einbeitingu sem þarf.
Ég veit að málin eru misjöfn, en er ekki komin tími til að við stoppum aðeins og hugsum okkar gang í þessum málum. Hvað kostar það samfélagið þegar svona margir einstaklingar fá ritalín, eða aðrar pillur.
Hvað kostar það samfélagið þegar foreldrar ekki ráða við verkefnið einir og sem oft á tíðum kostar þau vinnutap og stundum langtímaveikindi.
Við skulum heldur ekki gleyma að mjög oft enda þessi börn í vondum málum, eiturlyfjum, og glæpum. Hvað kostar það samfélagið og okkur sem mannkyn að missa þessi börn.
Væri ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann?
Væri ekki ráð að breyta kennsluháttum hjá þessum börnum, einbeita sér að því sem þau geta, en ekki því sem þau geta ekki. Hvað með að setja metnað í listsköpun, hugmyndasköpun og fleira sem nú er vitað að gerir þau sterkari til að vaxa sem manneskjur.
Ég veit og hef séð daglega í mínu starfi sem skólastjóri í myndlistarskóla að þegar nemendurnir ráða við þau verkefni sem lögð eru fyrir þau, gerast kraftaverk. Þegar þau finna að þau eru sterk og skapandi í sínu eigin orkuflæði þá gerast kraftaverk.
Ég er ekki að tala um eitt og eitt dæmi frá skólanum mínum, nei ég er að tala um hvern og einn einasta af þeim nemendum sem við höfum.
Við þurfum með þau börn sem á stuðningi þurfa að halda, að finna aðra leið, leið sem er skapandi og getur breist og þróast út frá þeim þörfum sem hvert barn hefur. Jú ég veit að það kemur til með að kosta, en ég held að þegar allar hliðar málsins eru skoðaðar þá kostar þetta ekki meira en sú leið sem er valin núna.
Þetta gerir kröfur til kennara að vera sjálfir opnir og skapandi og það hlýtur að vera verkefni sem allir metnaðarfullir kennarar vilja taka þátt í.
Ég get ekki annað en hugsað um, hverjir eru það sem græða á því formi sem við höfum í dag, og eins og ég sé það, þá eru það lyfjaframleiðendur og þeir sem eru á þeirra vegum.
Stundum í þessum hugsunum mínum fyllist ég sorg yfir öllum þeim einstaklingum sem við missum, vegna þess að við orkum þau ekki. Við orkum ekki að þurfa að takast á við það sem er krefjandi, við orkum ekki að takast á við það sem krefur meira en það venjulega. Það er í raun orðið svo slæmt að við orkum ekki sorgina, við viljum líka setja lyf á hana til að þurfa ekki að takast á við það fólk sem er í sorg og þar af leiðandi er þeim boðið lyf við sorginni.
Alla tíð í mankynssögunni hafa verið litríkar manneskjur sem hafa brotið ramma samtíðar sinnar. Persónur sem hafa hugsað út fyrir þá ramma sem fyrir voru, sem hafa verið brjálaðir, skrítnir furðufuglar að samtímans mati. Þetta fólk fékk ekki lyf, en var með til að skapa söguna og setja sitt spor á þróun mannkyns. Þetta fólk hafði það ekki alltaf auðvelt, en var mjög mikilvægt fyrir þróun á hinum ýmsu sviðum. Mér dettur í hug, Einstein, Vincent Van Gogh, H.C. Andersen, Beethoven og fleiri og fleiri.
Það eru núna tímar sparaðar í heiminum, það veit ég héðan frá Danmörku og því sem ég heyri og les frá Íslandi. En er ekki tími til þess einmitt núna að skoða hvað er það að spara, hvar er í raun stærsti kostnaðurinn. Hvað kosta lyf í dag fyrir samfélagið ? Er til önnur leið sem er með til að hjálpa einstaklingnum til að verða heill í sér, sem er betri en lyfjaleiðin, fangelsisvist, glæpir, eiturlyf, einelti.
Er hægt að þjálfa upp einbeitingu hjá börnum með ADHD ?
Ef svo er Hvernig?
Jú það er hægt, ég trúi og veit að það er hægt að þjálfa upp einbeitingarkunnáttu.
Hvað gerist ekki þegar við erum að skapa, eftir okkar eigin vilja og hugmynd, er það ekki einbeiting. Hvað ef sköpun væri sett efst á kennsluskránna hjá börnum með ADHD eða aðrir sem eiga við svipuð vandamál að stríða, sem gerir að einbeiting er erfið?
Hvað með einfaldar hugleiðsluæfingar, þær veit ég að hjálpa mikið við að halda og þjálfa einbeitingu?
Gerum okkur nú þann greiða að setja spurningarmerki við þá þróun sem er í dag og skoðum aðrar leiðir, hugsum samfélagið upp á nýtt, fyrir okkur og börnin okkar.
Kærleikur til ykkar kæra fólk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)