Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og Blessunar á nýju ár.
25.12.2010 | 21:39
Megin Kærleikurinn vera í hjarta ykkar til gleði fyrir þá sem verða á vegi ykkar á komandi ári.
Hugrenningar um jólin sem börnum á öllum aldri hlakkar til af einni eða annarri ástæðu.
Jólin eru oftast gleðitími. Gleðitími þar sem við notum af og til, eitt lítið augnablik til að senda litla hugsun til frænda, frænku og vina hér og þar í heiminum.
Við skrifum jólakort til Siffa eða Sólborgu eða einhvers annars og á því augnabliki sem við sitjum og einbeitum okkur að því að skrifa, gerast svoítið yndislegt, við sendum Kærleiksorku til viðkomandi hvort sem við gerum það meðvitað eða ómeðvitað.
Við gerum jólagjafir til Margrétar, Boga Péturs og Guðna Már, eða einhvers annars og á því augnabliki sem við gerum það, þá streymir Kærleikur á innri svið, inn til þeirra sem við erum að kaupa eða gera jólagjöf til.
Kærleikurinn er Kristur,Buddha, Allah eða hvað við veljum að nefna þessa Alheimsorku.
Við sendum Kærleika um leið og við erum að sýsla með gjafirnar til vina og ættingja, við sendum KærleiksLjósið frá hjarta til hjarta til hjarta. Þannig gerist það sem er svo fallegt hér á jörðu, það gerist á innri plönum, en við upplifum það sem vellíðan og gleði hér á Jörðu í desembermánuði.
Það streymir Kærleikur frá hjarta til hjarta um allan heim sem tengir okkur hvert við annað, einn Kærleiksorkustraumur.
Ekki fá allir hugsun, eða gjöf, eða jólakort frá vini eða bróður, en allir fá hlut af þessari orku á sit orkusvið og fá þar af leiðandi hluta af öllum þeim Kærleik sem við, ég, þú, Sigrún systir, Dússa vinkona og hver sem er í heiminum sendir til annars, með smá hugsun sem er send um leið og sýslað er við gjöf eða kort.
Sjaldan streymir meiri Kærleiksorka um jörðina en í Jólamánuðinum.
Þessi mánuður er dásamlegur á svo mörgum sviðum, þó svo að sorgin sé þar líka og vonleysið eins og í öðrum mánuðum ársin, en sorgin og gleðin haldast alltaf í hendur, eitt getur ekki án annars verið í lífinu.
Þegar við erum svona lánsöm að vera umvafinn Kærleika hvors annars er mikilvægt að við munum öll eftir litlu bræðrum okkar og systrum frá náttúruríkjunum, sem fórna sér fyrir okkur á þessum jólatíma sem og öðrum tímum.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar og húsgögnin. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau. Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.
Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!
Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund: Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum þínum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem er á Jörðinni. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á, upplifa á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin, runnana og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.
Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum, í matvörum eða peningum heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.
Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu. Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.
Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur.
Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda!
Hvað þýðir það fyrir okkur ?
Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.
Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?
Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu ! Það myndi sennilega ganga mikið betur að viðhalda lífi á Jörð án okkar.
En eitt getur ekki án annars verið, svoleiðs held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni.
Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við verðum að vera til staðar fyrir hvorrt annað í virðingu og kærleika. En spurningin er hvort við getum gert betur en við höfum gert áður?
Við höfum tækifæri til að gera smá mun, smá hjálp fyrir þessa litlu bræður okkar og systur.
Það er í raun það sama og við gerum þegar við sendum smá kveðju til vinar, eða sendum einhverjum jólakort, eða bara póstkort eða þess vegan tölvupóst.
Þegar við njótum máltíðar, það getur verið kjöt eða fiskur, grænmeti eða kannski vatn eða bara eitthvað annað, lokum við augunum í augnablik.
Út frá hjarta okkar sendum við smá hugsun til þess, sem hafur fórnað sér fyrir okkur svo við getum notið þessarar máltíð og að lifað hér á jörð.
Við sendum litla hugsun sem er,
"Þakka þér fyrir að fórna þér fyrir mig"!
Kærleikur og Gleði héðan frá Lejre.
Steina 
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)