Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn


img_0191.jpgSumum finnst það snemmt, en Sól og mér finnst tími til komin að safna könglum og huga að hinum árlega jólaundirbúningi. Á kvöldin þegar við göngum með hundana, Sólin mín og ég þá ræðum við allt milli himins og jarðar. Það er svo notalegt og það er þá sem ég finn fjölskylduhljóminn sem er mér svo mikilvægur í því annasama lifi sem ég nú lifi.

Á þessum tíma, tíminn milli hausts og jóla er tíminn sem maður safnar ýmsu fyrir jólaskraut, sem fæst sem gjöf frá móður jörð. Á göngutúrunum týnum við litla og ósköp venjulega köngla, en á einum sérstökum stað eru tré með risastórum könglum, þangað förum við reglulega til að sjá hvort tréð ekki vil gefa okkur einn eða tvo í söfnunina til skrautsins. Við finnum allavega lauf, við finnum ber sem við þurrkum, við finnum hnetur og ýmislegt annað skemmtilegt í skrautið.

Við týnum líka epli og það er nú svolítið leyndarmál með þessi epli sem eru bestu eplin sem ég fæ. Ekki það að okkur vanti epli við erum með eplaplantekru með yfir 100 eplatrjám og líka eplatré í garðinum okkar. En þessi epli eru sérstaklega góð, kannski af því að við stelum þeim, veit ekki. En þessi epli eru í garðinum hjá Anne,  á miðjum akri í gönguleiðinni okkar sem liggur vel falið í trjám og óróleika gróðri.

Anne er ekki heima, hefur ekki verið heima í tvö ár, svo við læðumst inn í garðinn hennar og týnum epli í vasana, það er gaman.

En aftur að jólunum, sem svo margir verða gáttaðir og stundum hneysklaðir og líka pirraðir yfir að maður skuli voga sér að finna tilhlökkun alltof snemma, að mati hvers ?

Ég á oft erfitt með að skilja það, að manni skuli ekki leyfilegt að hlakka fyrr en á einhverjum ákveðnum tíma sem er réttara en annar tími. Jólin sem eru eins notaleg og þau nú eru.

Við ræðum í göngutúrnum um hvaða gjafir við eigum að kaupa og á hverju ári viljum við búa il jólagjafirnar, þó svo að aldrei verði að því. Við erum búinn að kaupa efni í jólakort, sem við planleggjum að gera sjálf. Við tölum um hvaða mat við ætlum að gera, hvar við ætlum að vera og með hverjum. Ekkert að þessu er alltaf eins, reyndar aldrei það sama því við gerum alltaf eitthvað nýtt hvert ár og borðum aldrei sama jólamat ár eftir ár.

Þessi augnablik með Sól í uppbyggingu á jákvæðum sameiginlegum planleggingum er tími sem ég elska áður en hann fer, það gerist ekki oft, því oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn.

Við höfum þó á hverju ári eina hefð, og það er sama hefð og milljónir manna um allan heim hafa og það er að fá okkur alvöru lifandi jólatré !img_0118.jpg

Á hverju ár í mörg mörg mörg ár höfum við verið með lifandi jólatré og það hefur verið svo mikilvægt fyrir mig. Kannski af því að þegar ég var lítil var gervitré heima hjá mér, eða hvað veit ég. En minn metnaður hefur verið að það ætti að vera lifandi tré heima hjá mér.

Í fyrra læddust að mér einhver einkennileg ónot yfir þessu með lifandi jólatré. Ég spurði Gunna hvort við ættum ekki að kaupa gervitré, ekki að tala um og ég lét það liggja.

Ég hef hugsað og hlustað á þessa tilfinningu sem kom í fyrra í hugann minn. Ég skoðaði hvað það í raun var sem gerði að ég fékk ónot, svolítið lík þeim ónotum og þegar maður er að versla í matinn og skoðar í kjötborðið og sér fullt af ódýru kjöti af hinum og þessum dýrum og maður er svo að velja eitthvað að þessu með samviskubit í hálsinum yfir að vera á því augnabliki að styðja dýraofbeldi, það var einhvernvegin svona sem mér leið. Mér varð hugsað til allra þeirra trjáa sem verða að láta lífið fyrir viku eða fjórtán daga með alla vega bulli hengt á sig til að gera þetta skemmtilegt, fyrir mig, fyrir okkur.

Ég sagði fyrr lifandi jólatré, en er þetta ekki deyjandi jólatré sem við höfum standandi í stofunni okkar, sem verður hent út um leið og hlutverki þess er lokið. Grenitré sem ættu að verða margra ára úti í náttúrunni og þjóna því hlutverki sem þau nú gera að anda inn og anda út og hreinsa andrúmsloft jarðar. Drekka allt það vatn sem rignir niður og gerir vatn að flóði sem síðan verður að náttúruhamförum ef engin eru trén til að taka á móti magninu.

Það eru verksmiðjujólatré, sem lifa stutt, bara til eins gagns, að standa í stofu einhvers í nokkra daga til að viðkomandi hafi jólin í hjartanu og húsinu. Það er eitthvað svo rangt við þetta sem ég held að við hver og einn ættum að hugsa aðeins um, ekki bara gera eins og við alltaf höfum gert og vera hugsunarlaus, en gera okkur grein fyrir því að þetta val hefur ábyrgð. Við erum ekki að tala um eitt tré, í stofuna mína, við erum að tala um milljónir af trjám sem eru höggvin niður fyrir jólin. Við getum alveg lifað án “lifandi jólatrés” en við getum ekki lifað á matar og þar koma önnur lögmál þegar við stöndum við kjötborðið eða grænmetisborið að við veljum þó það sem er að hinu betra. Að við kaupum kjöt af dýri sem hefur haft það gott á meðan það lifði. Ég held að það sé svo mikilvægt að við verðum meðvitaðri um þau völ sem við tökum í lífinu, hvar sem er í lífinu. img_0090.jpg

En og aftur, ég hlakka til jólanna með ýmsu jólasýsli og kertaljósum og jólabíómyndum sem við horfum á, á hverju ári og höfum gert í mörg mörg ár og bara á jólunum jólaspenninginn og jólabaksturinn og jólakalandarinn sem er árlegur viðburður í Danmörku, göngutúrum í skóginum, með te og jólapiparkökum keyptum hjá bakaranum, fjölskyldukvöldum, vinakvöldum, spenningi hjá öllum sem hlakka til jólafrísins og jólagjafanna og þess að hitta fólk, vini og ættingja yfir góðum mat og gleði yfir hátíð sem finnst alveg langt inn í magann.

Ég hlakka til þess jákvæða sem oftast gerist þegar fólki hlakkar til og síðast en ekki síst að velja gervijólatré með Gunna og Sól sem er nú samþykkt.

Tíminn er nú svo skemmtilegur og afstæður . Sem dæmi get ég nefnt að á sama tíma og við söfnum jólaskrauti, týni ég rósir í garðinum mínum, næ í gulrætur, tómata, maís, agúrkur og fleiri dásemdir úr garðinum mínum. Vínberinn eru ekki alveg orðin þroskuð, kannski eftir nokkra daga og um helgina þarf að slá gras. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt.

img_0140.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband