Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Eftir hundrað ár og súrkál finn ég tíma til að setjast niður og gefa frá mér hljóð.
25.6.2009 | 20:24
Heimasætan nýr farinn út úr húsi með nágrönnunum á leið til Stokkhólms í lúxusferð á flottu hóteli og næturgisting á eyðibýli á leiðinni.
Nágrannar okkar eru alveg hreint frábærir. Við erum í miklu og góðu sambandi við þau öll. Ræddum um það um daginn að við ættum eiginlega að byggja glergöng á milli okkar! Þetta er kolleftiv með nokkrum fjölskyldum og þrjár af fjölskyldunum fara af stað. Sól er mikil vinkona barnanna og þar af leiðindi var henni boðið með. Aldeilis frábært. Hún kemur heim á sunnudagskvöldið eða mánudagsmorgun.
Gunni er úti í skóla að elda mat fyrir þá nemendur sem eru að klára skólann til að fara áfram eitthvað annað.
Ég sit hérna við opin gluggann, bíð eftir þrumum og eldingum sem búið er að lofa í kvöld. Ég sit undir teppi þreytt og sæl eftir undanfarnar vikur sem hafa verið frábærar og erfiðar.
Í dag var lokasýning í listaskólanum með fullt af glöðum gestum sem nutu frábærra verka nemanda. Á morgun hef ég frí en vinn svo mánudag og þriðjudag og er svo komin í sumarfrí, yndislegt. Hérna er hægt að sjá heimasíðu skólans
Um síðustu helgi var prufudagur í nýja skólanum, SKOLEN FOR KREATIVITET OG VISDOM. Nýtt og ótrúlega spennandi verkefni sem Ulrikka vinkona mín og ég erum að setja í gang. Skólin er ætlaður fyrir börn frá 6 til 9 ára í einum bekknum og 10 til 14 ára í hinum. Við vinnum að sköpun í mörgum formum. Við hugleiðum, segjum ævintýri, syngjum, spilum tónlist, málum, teiknum, vinnum með leir, ræðum heimspeki, finnum fram það innra og túlkum það fram í það ytra. Engin sköpun er röng og öll sköpun er leyfileg. Við gefum tíma til að skoða og finna fram það sem vill koma fram í því formi sem passar hverjum og einum. Sum hugsun kallar á ákveðna leið til að vera séð og sú leið fær hjálp til að verða sýnileg.
Við höfðum 7 börn í hverju holli og dagurinn var alveg hreint frábær. Ég var svo sæl og sátt á eftir og við báðar tvær. Hægt er að sjá heimasíðuna hér .
Ulrikka og ég höfum unnið að þessu verkefni undanfarna sex mánuði og nú er þetta að verða raunverulegt. Fólk er mjög hrifið að þessu og nú er bara að vona að við byrjum með tvo fulla bekki í haust. Þetta er til að byrja með á fimmtudögum og sunnudögum en að sjálfsögðu reiknum við með að þetta verði meira í framtíðinni. Þrjú barnaheimili hafa haft samband við okkur til einhverskonar samvinnu, en við ætlum að skoða það eftir sumarfríið. Spennandi spennandi.
Núna hef ég nokkra daga til að vinna að sýningunni á Íslandi . Ganga frá kúnstskólanum fyrir sumarfrí klára þar sem klára þarf þar og loka, þar til 3 ágúst.
Við erum í þeirri frábæru aðstöðu eftir 7 ár að vera með fullt hús og nemendur á biðlista og fólk sem vil kenna á biðlista líka. Lúxus :o)
Sól og ég komum nú heim til Íslands, þann 4 júlí verðum eitthvað pínu lítið í Reykjavík, einn dag að mig minnir. Fljúgum svo til Ísafjarðar verðum þar til 10 Júlí, förum svo til Reykjavíkur og verðum í viku. Ég veit eitt, að ég ætla að heimsækja æskuslóðirnar og sýna Sól það umhverfi sem ég ólst upp í annað er ekki ákveðið.
Ég hef af og til skrifað um barnaheimilið sem Sól var á þegar hún var lítil. Ég vann þar líka þegar barnaheimilið var að byrja og þess vegna var Sól svo heppin að vera ein af fyrstu börnunum á þessu barnaheimili. Þetta barnaheimili er bóndabær og algjörlega einstakur ataður. Það er þar sem við fengum Lappa, Múmín kisuna okkar og núna Dimmalimm. En um daginn varð barnaheimilið 10 ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl. Öllum börnunum sem höfðu hætt til að byrja í skóla var boðið að koma og eiga kvöldstund og nótt á bóndabænum. Morgunmatur var líka og þar gátu foreldra verið með. Margt á þessum barnaheimili voru hlutir sem við foreldra sáum um, til dæmis hreingerning og garðvinna. Frábær staður með mikilli ábyrgð á foreldrum barnanna. Gunni og ég vorum mjög aktiv þarna og að sjálfsögðu stóð Gunni fyrir matnum og hann var líka með í tjaldi til að passa börnin um nóttina.Það er svo frábært að Sól ennþá eftir 6 ár, elskar barnaheimilið sitt og hún gat varla beðið eftir að dagurinn stóri rynni upp. Þetta var mikil upplifun og gaman að sjá allt þetta fólk aftur.
Á bóndabænum eru fjöldin allur af dýrum og umhverfið algjörlega yndislegt. Byggingarnar og hugsunin á bak við staðinn er allt lífrænt. Ég set inn nokkar myndir af deginum.
Annað að frétta að Dimmalimm er fallinn vel inn í hérna á heimilinu. Hún er aldeilis frábær hundur svo fyndin og skemmtileg. Ég hef haft hana mikið með í vinnuna og þar er hún elskuð heitt af öllum og nemendurnir voru bara fúlir í dag þegar hún kom ekki með. Ég lofaði að eftir sumarfríið tæki ég hana með af og til svo þau gætu haldið sambandi við hana áfram. Lappi litli er alveg frábær við hana svo lítið félagslyndur sem hann er, tekur hann öllum hennar árásum bara með stakri ró.
Hún er algjör morgunkúra. Á morgnana þegar við vöknum þarf ég að bera hana niður hálf sofandi setja hana út á gras til að láta hana pissa og kúka og hún hangir með hausinn í nokkurn tíma áður en hún nennir að gera eitthvað. Mjög öðruvísi en ég er vön með hina hundana, þar sem við þurftum að rjúka niður eldsnemma með þá til að vera á nógu fljót áður en pissað var.
Ég vona kæra fólk að þið hafið það alveg yndislegt öll og sólin nái að skína á ykkur oft á dag bæði hin innri sól og hin ytri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
gólfmottann Dimmalimm
8.6.2009 | 11:16
Skyndileg breyting á fyrirparti dagsins gaf möguleika á göngutúr með Lappa Kóng, Múmín prins og Gólfmottunni henni Dimmalimm ! Veðrið yndislegt og engin á ferli nema við. Mottan var kát að vanda og skoðaði hvern krók og kima á leiðinni, en að lokum skulfu litlu fæturnir undir henni svo sú gamla tók hana upp á arminn upp brekkuna að húsinu.
Mottan var þó ekki alveg á að fara inn þegar ég setti hana niður þegar við vorum komin í garðinn heldur hljóp hún bak við hús og reyndi að fela sig. Hún er svo fyndin litla skottan.
Í gær átti heimasætan afmæli, hún varð 12 ára. Við buðum nánustu vinum og frænkum. Það var mikið fjör og mikið gaman.
Allir mögulegir leikir voru leiknir og hoppað á trambolíni og við hin "fullorðnu" spjölluðum um allt milli himins og geyma.
Gunni og ég vorum ansi sein með allt, vorum að byrja að elda þegar gestirnir komu kl 11 hehe.En ekkert mál allir fóru í sving með okkur, vöskuðu upp, hjálpuðu með eldamennskuna og voru með til að gera allt auðveldara. Það er svo mikið að gera hjá okkur báðum að við erum eins og heilasoðin bæði. Fengum svo góðan mat og bakaraköku sem við höfðum pantað daginn áður hjá lokalbakaranum. Drukkum te, kaffi, vatn og eplamost.
Ekkert nammi fyrir börnin, hafði keypt ægilega góðan ís, en gleymdi að bjóða hann gestum. Á morgun byrjar vinutörn. Lokasprettur fyrir lokasýningu í skólanum. Dimmalimm gólfmotta kemur með í skólann og hjálpar mér að kenna og setja upp sýninguna. Heimasíða nýja skólans er komin upp, mjög flott að mínu mati, hérna kemur Link inn á síðuna : http://skolenforkreativitetogvisdom.dk/.Ég hef engan tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, en vonandi er mér fyrirgefið. Set inn nokkrar myndir frá afmælinu í gær og óska ykkur alls hins besta .....Kærleikur og Ljós
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)