Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
hugurinn flytur fjöll eða grefur gröf, þitt er valið
11.11.2009 | 15:18
Svona getur það nú verið, maður kemur og maður fer. Ég er hérna smá stund, svo koma aðrir tímar með annan fókus sem þarf að sinna.
Það eru mikil átök allsstaðar þar sem ég tala við fólk, en það sem er gott við það er að þá koma aðrar hugsanir inn í meðvitundina, hugsanir sem engin getur tekið frá þeim sem hugsar, það koma líka draumar, draumar sem engin getur tekið frá þeim sem dreymir.
Draumar geta verið sterkur kraftur, bæði jákvæður kraftur og líka neikvæður. Munurinn liggur í því sem liggur á bak við drauminn. Hvaða hugsun er á bak við drauminn, er eitthvað sem við öll ættum að skoða sem látum okkur dreyma,. Hvaðan kemur draumurinn og hverjum er hann ætlaður. Er draumurinn góður fyrir einn eða fyrir heildina. Við erum þar sem mannkyn, að við ættum að láta okkur það varða hvaða áhrif draumar okkar og hugsanir hafa, á okkar líf og annarra.
Orka fylgir hugsun. Hugsun, eða draumar eru eitthvað sem getur haft áhrif á bæði okkar líf og annarra. Við þurfum að vanda okkur í þeim hugsunum og draumum sem við leyfum koma upp á yfirborðið. Það er hægt, en það krefst meðvitraðar æfingar. Það felst í því að skoða þá hugsun sem kemur, sem annar, sá sem hlustar. Hugsunin/draumurinn kemur upp, við skoðum hana, reynum að finna hvaðan hún kemur og hvað hún vill, þá meina ég virkilega að einbeita sér að henni og reyna að skilja hver innsti tilgangur hennar er.
Það er alltaf tilgangur! Einn tilgangurinn getur verið að hugsunin vil bara hugsast ! Þar á ég við að við erum með fullt að hugsunum sem koma aftur og aftur og vilja bara hugsast. Þessar hugsanir eru einskonar vanahugsanir sem trufla skýra hugsun. Þessar hugsanir eru til trafala og gott er ef við reynum að róa þær, fá þær í burtu. Þær koma aftur og aftur, vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir að við erum ekki þessar hugsanir, við höfum þær bara og við getum stjórnað þeim, en ekki láta þær stjórna okkur. Best er að byrja á að þjálfa sig á því að stjórna þessum hugsunum og senda þær upp í Ljósið. Það er mikilvægt að muna að við höfum þessar hugsanir, við erum þær ekki.
Aðrar hugsanir, eins og til dæmis hræðsla sem margir þjást af nú til dags.
Hvaðan kemur hræðsluhugsunin, hvað erum við hrædd við ?
Mín upplifun er sú að hræðslan kemur frá undirmeðvitundinni sem alltaf vil okkur vel, en er okkur líka oft til trafala.
Það þarf að róa undirmeðvitundina, og vinna með henni. Við getum talað við undirmeðvitundina, við getum valið að vinna með henni en ekki á móti henni. Undirmeðvitundinn er öll sú reynsla sem við höfum frá þessu lífi og fyrri lífum. Þarna er mikla visku að fá sem getur hjálpað okkur mikið í öllu sem við gerum. En undirmeðvitundinn býr ekki bara yfir visku, hún man líka allt það hræðilega, erfiða og sorglega sem við höfum upplifað í öllum þeim lífum sem við höfum haft og að sjálfsögðu vil hún verja okkur fyrir þess slags áföllum.
Verum meira meðvituð í sambandi við undirmeðvitundina, það gerir allt auðveldara, verum meira meðvituð um þær hugsanir sem við hugsum, þær hugsanir sem við sendum út í heiminn, þær hafa áhrif, þær senda frá sér það sem er hugsað og ef um slæmar hugsanir er að ræða, sem er sennilega 8o prósent af þeim hugsunum sem eru sendar út, þá er ekki svo skrítið að heimurinn sé eins og hann er í dag, eða hvað. Góðar jákvæðar gleðihugsanir hafa líka áhrif, það eru þær hugsanir sem er svo mikil þörf á í heiminum og þar getum við öll lagt eitthvað af mörkunum.
Verum meðvituð um að senda góðar hugsanir út reglulega, þær safnast svo saman og hafa áhrif á framvindu mála í heiminum, sjáið bara til .
Set hérna inn sjálfsþekkingarhugleiðslu fyrir þá sem vilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)