Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

bloggleti

_MG_2504

Öskudagur. Gunni og Sól fóru á Bygaarden hérna við hliðina að slá tunnuna með namminu í.
Ég sit og er að skrifa hitt og þetta. Aðallega er ég að vinna að hugleiðslu sem ég er að þýða fyrir grúppuna sem ég er í. Ákvað að skrifa nokkur orð, er annars ekkert í bloggstuði þessa dagana.
Á laugardaginn var ég í skólanum mínum með Sól og hinum kennurum og þeirra börnum. Við vorum að gera tilraun með að vinna með Rakuleir og gler saman. Það verður spennandi þegar við brennum alla skúlptúrana í mars, apríl, þegar það fer að hlýna meira. _MG_2491

Eins og sum ykkar vita sennilega þá eigum við heima í litlum bæ rétt utan við Kaupmannahöfn. Á hverju ári þegar það er fastelvan þá hittast allir sem búa hérna í þessu samfélagi í kringum mig, á bóndabænum hérna við hliðina á okkur og bæði börn og fullorðnir eru í búningum. Það eru borðaðar heimabakaðar bollur og allt mjög gaman._MG_2420

Þar sem við búum er eiginlega lítill bær í stórum bæ. Því þetta er húsaþyrping sem er eins og bær í bænum. Þessi litli bær er alveg óskaplega fallegur, mikið af gömlum húsum, sem er mjög sjarmerandi. Það eru kannski 50 hús. Við erum mjög ánægð að búa akkúrat hérna og akkúrat í þessu húsi, ”Emelíuhúsi” Það er fallegt í kringum okkur, falleg náttúra. Stór skógur sem við förum oft í göngutúr í og svo falleg Lejreá sem er ca 2 mín. Gangur frá húsinu okkar. Þar er hægt að labba langan göngutúr meðfram ánni og inn í ”óbyggðir” 
_MG_2493
Á hverju ári heldur Bygaarden Fastelavn fyrir börnin og fullorðna í bænum okkar í stóra bænum . Á Bygaarden búa nokkrar fjölskyldur saman sem við höfum ansi mikið samband við, enda stutt á milli, og þetta er frábært fólk. Þarna koma fl. og fl. með hverju árinu til að taka þátt í gamaninu.

Set inn myndir frá í dag, nokkrar frá veislunni og líka frá lífinu í glugganum mínum.
En eins og fyrr sagði er ég ferlega löt að blogga þessa dagana, enda nóg að gera í raunverulega lífinu. Megi Ljósið vera í ykkur
s

_MG_2499

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband