Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Gratitude will bring more into our lives immediately.

 

 

help GiveHelpBEr ansi þreytt eftir daginn í dag. Við erum að ljúka skúlptúrönn og í næstu viku verður byrjað á málaraönn. Við fórum yfir hluta af verkunum í dag, sem var mjög spennandi. Á morgun förum við svo yfir restina af verkunum frá skúlptúrönninni. Nemendurnir eru mjög duglegir og gera frábær verk. Þetta er blandaður hópur af fullorðnu fólki sem á við ýmis vandamál að stríða. Sumir eru með létta einhverfu, einnig eru nokkrir  asberger, og svo eru þeir sem eru með lélega sjón, og nokkrir sem eiga við andleg vandamál að stríða. Enn öll eiga þau það sameiginlegt að vilja skapa. Þetta nám er fjjögur ár, eftir þessi fjögur ár getur maður fengið eitt ár meira sem fer í að einbeita sér að sinni eigin þróun, og læra að vinna meira sjálfstætt Fyrir fimm árum byrjuðum við þrjú með þennann skóla. Fyrstu mánuðina vorum við með einn nemanda og svo hægt og rólega komu fleiri. Núna eftir 5 ár, höfum við ekk pláss fyrir fleiri nemendur  Það eru 6 kennarar. Kennararnir eru hinum ýmsu hæfileikum gæddir. Tveir eru með kennaramenntun, ein er hönnuður og senograf (veit ekki hvað það heitir á íslensku) og svo erum við þrjú sem erum myndlistamenn. Þessi ólíki kennarahópur og ólíki nemenda hópur gefur mikið til skólans. Allir vega upp á móti hver öðrum. samkenndin á milli nemenda er alveg yndisleg. Núna þegar við erum orðin svona mörg og það er ansi mikið að hlutum fyrir utan kennsluna sem er mikilvægt t.d. fundir með sveitafélögunum, fundir með félagsfræðingum og fl. það er núna mitt nýja hlutverk sem skólastjóri . Það er alveg nýtti fyrir mér að vera í svona starfi , en mjög spennandi. Frá upphafi höfum við verið hluti af FOF sem má líkja á einhvernhátt við námsflokkana. Þetta er risa stór stofnun í allri Danmörku. Við komum með þessa hugmynd til þeirra á sínum tíma og þau slógu til. Þau hafa núna í 5 ár staðið að mestu fyrir öllu sem heitir ekki kennsla og uppbygging á kennslu. En núna tek ég við því sem  þau hafa gert. Skólinn hefur í gegnum tíðina fengið mikla athygli fjölmiðla hérna í DK, vegna þess að þetta er öðruvísi tilboð fyrir fólk sem á í erfiðleikum en annars er á flestum stöðum í heiminum. Okkar mottó hefur verið að allir eigi rétt á menntun, það þarf bara að mæta þörfum þessa fólks.Núna er skólinn að öllum líkindum að stækka í fl einingar sem verður mjög spennandi .

Ástæða þess að ég er á þessari braut er sennilega að þegar ég var 17 ára byrjaði ég að vinna á Kópavogshæli. Ég var þar að vinna meira og minna þar til ég byrjaði í Myndlista og handíðaskóla Íslands, 28 ára. Ég var mjög ánægð að vinna á Kópavogshæli, á margar yndislegar minningar þaðan.latex ENN aðbúnaður bæði vistamanna og starfsmanna var ekki sæmandi. Möguleikarnir voru ekki margir, þó vil ég meina að við höfum gert það besta úr því sem var. Launinn voru hræðileg, og allt of fátt starfsfólk með of marga einstaklinga að passa. Svona er aðbúnaðurinn ennþá á mörgum stofnunum í Danmörku. Það hefur verið mikil umræða í gangi um þessi mál vegna heimildarmyndar sem kom í sjónvarpinu sem tekin var upp með faldri myndavél. Ég tek það fram að ég sá ekki þáttinn, enn fannst ömurlegt að sjá umræðuna í sjónvarpinu. Þar var allavega í byrjun hrópað hátt um þessa satista sem sáust í sjónvarpinu, og hefur það örugglega verið ömurlegt. En ef skoðað er vil ég meina að vandinn liggi ekki þar, vandinn liggur í þjóðfélaginu sem ennþá sér þetta sem felustaði sem ekki er lagt mikla peninga í eða sérlega góða ramma fyrir hvorki starfsfólk eða vistfólk. Það eru ekki margir sem endast í þessum störfum, (er ég þá að tala um þá sem vinna með þá sem eru mest fatlaðir) Launin eru lág og vinnan mjög erfið bæði líkamlega og ekki síst andlega. Þarna á þessum stofnunum endast helst þeir sem eru ófaglærðir. Einnig koma inn starfsmenn sem vinna við afleiðingar, oft mjög ungt fólk, sem er á leið eitthvað annað. Mín skoðun er að það þarf að gefa því starfsfólki sem er fastráðið meira svigrúm til að endurmennta sig og miklu betri laun. Þetta er mjög vanmetir starf ! Þau þrjú ár sem ég var í framhaldsnámi í Dusseldorf vann ég við afleysingar á stofnun fyrir mikið fatlaða hérna í Kaupmannahöfn.( Ég var í Dusseldorf á þeim tíma sem prófessorinn minn var þar, annars bjó ég í KBH). Á þessari stofnun  var með mjög veikt fólk og það stafsfólk sem var fastráðið voru öll ómenntuð fyrir utan yfirmanneskjuna, sem sjaldan kom inn á deildina. Þetta voru allt konur, sem höfðu enga aðra starfsreynslu. Starfsfólkið fannst mér mjög gott við heimilisfólkið, en álagið var oft mikið, og ef það hefði verið falinn myndavél við nokkrar aðstæður sem upp komu, hefði fjandinn verið laus! Ég er alveg viss um að allt þetta fólk gerði eins vel og það gat. Það er ábyrgð yfirmanna að sjá til þessa að allt sé eins og það á að vera og að starfsfók sé með þá kunnáttu sem til þarf. Ef ég hugsa til baka til Kópavogshælis, þá var það það sama sem gerðist þar. Við vorum  með alltof mikla ábyrgð  miðað við hversu litla þekkingu við höfðum. Ég upplifði að við vorum með fárveikt fók, sem hefði átt að liggja á spítala, með krabbamein, sem var sent heim liggur við daginn eftir uppskurð, þar sem við tókum við þeim og gerðum eins vel og við gátum, sem auðvitað var ekki nógu gott. Hvað hefði gerst ef það hefði verið falinn myndavél þar ? Það starfsfólk sem kom fram í þessari dönsku heimildarmynd var allt rekið, nema þeir sem voru yfir deildinni !! Ég gæti haldið áfram í langan tíma, en ætla að stoppa hérna. Við eigum að vera meira þakklát fyrir þá vinnu sem þetta ófaglærða fólk gerir en við erum. Þau ættu að fá topplaun fyrir þessa vinnu, það mundi örugglega skila sér .......
Ljós og kærleikur
Steina


We are the creators of our universe

 

Fyrir nokkru var haldin söfnun í Danmörku til að kaupa lyf fyrir þá sem eru með AIDS í Afiríku. Það söfnuðust mjög miklir peningar, ca 56 milljónir danskar krónur. Í Afiríku eru margar milljónir með Aids. Mér reiknast til að fyrir þessa peninga sé hægt að kaupa 4 pillur fyrir hvern veikan! Hvað svo ?

 Við í skólanum erum að vinna sýningarverkefni með Billy frá Afiríku. Við höfum haldið marga fundi í gegnum eitt ár um hvernig samvinna okkar á að vera. Billy er mjög athafnamikill maður, sem brennur fyrir þjóðinni sinni. Það sem er gengum gangandi í hans verkefnum er að kenna afríkubúum að bjarga sér sjálfir. Hann er ný búinn að fá risastóran styrk til að byggja upp svínabú í Afiríku, og hluti af þessu verkefni er að nokkrir innfæddir koma til Danmerkur og fá menntun í að vinna með svín. Eftir tvö ár hérna fara þeir heim og færa vitneskjuna áfram til annara í Afiríku. Þetta er bara eitt af mörgum verkefnum sem hann er með í gangi.

Við í skólanum verðum með árssýningu á verkefnum nemanda skólans. Í gegnum Billy höfum við komist í samband við klaustur í Afríku þar sem fatlaðir búa. Nemendur okkar (sem eru fatlaðir) og þessi hópur frá Afiríku sem einnig eru fatlaðir ætlað svo að sýna saman á þessari sýningu. Þeir peningar sem svo koma inn af seldum verkum fer svo til kolleganna í Afiríku. Við viljum með þessu móti setja fókus á þann hóp afiríkana sem aldrei er minnst á. Ég ber mikla virðingu fyrir Billy og dáist að lífssýn hans !

Ég er líka þakklát þegar ég vakna á morgnana og sé hversu heppinn ég er að hafa möguleika á að njóta umhverfisins í kringum mig ! Svona leit út í morgun í garðinum mínum !Billede 670

Ljós til ykkar allra
Steina


We all work with one infinite power.

 

Sigrún Sól komst loksins heim, hún kom heim í gær. Ulla kom og náði í mig, og við keyrðum svo saman til Kisserup og náðum í Sól. Það var mikill snjór, og mjög fáir bílar á ferðinni, mest gröfur. Við höfðum það svo huggulegt í gærkvöldi ég og Sól, með heitum vöfflum, og lestur góðra bóka. Sól er að lesa, biblíuna, sem er endurskrifuð (einu sinni ennGrin) af Johannes Möllehave. Hann er prestur, heimspekingur og rithöfundur. Þessi  biblía er yndislega myndskreytt, og barnavænleg. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei sjálf lesið biblíuna, enda fékk ég aldrei svona bók eins og Sól á, sem er á allan hátt aðgengilegri fyrir börn. Við lágum svo lengi upp í bóli í morgun, með hunda og kisur.Billede 523

Það er víst bannað á flestum heimilum að hafa dýr uppi í rúmi, en það er ekki bannað hérna. Við njótum þessa morgunstunda. Við sjáum dýrin eins og bræður okkar og systur, sem er mjög mikilvægt að við gefum eins mikinn kærleika og okkur er mögulegt. Ég veit að það má túlka á margan hátt, t.d. að kærleikurinn sé að þeir viti sitt rétta pláss í samanburði við okkur manneskjuna, það er eflaust líka rétt. það eru nefnilega svo margir sannleikar í lífinu. En fyrir okkur er það að þau eru hluti af okkar heimilislífi, eða eins og mögulegt er. Auðvitað gerum við okkur grein fyrr að þetta eru dýr en ekki manneskjur, en við erum mjög meðvitum um þá ábyrgð sem við höfum tekið okkur þegar við fengum dýrin.  Ábyrgðin er að veita þeim allan þann kærleika sem okkur er mögulegt á meðan þau lifa. Annað sem er mjög mikilvægt og margir gleyma það er að þegar maður fær sér dýr, þá hefur það fyrir mér verið þar til dýrið deyr að eðlilegum orsökum. Ég hef oft verið með ketti sem ég hreinlega hef ekki getað vanið af að pissa og kúka inni, og það hefur verið alveg ferlegt. En þó svo hugsunin hafi komið að láta bara lóga kettinum, því það er eitthvað að honum, hef ég ekki getað fengið mig til þess. Þetta hefur líka alltaf lagast að lokum. Við áttum þó Þrúði í mörg ár ( þar til það var keyrt yfir hana) sem alltaf skeit inni á veturna. Hún skeit mest á rafmagnsleiðslu. Þetta var ekki gaman, en þegar það kom vor og hún fór að vera úti, gleymdi maður þessu öllu.  Við erum þó ekkert alveg heilög hérna, við höfum í mörg ár verið með hænur og kanínur Gunni hefur slátrað í frystirinn. En hugsuninn þar var að það var bara borðað kjöt af dýrum sem hafa haft gott líf. Og okkar dýr höfðu haft gott líf. Gunni og Sól borða kjöt, en ég og Siggi höfum verið grænmetisætur. Núna erum við ekki með neinar hænur, vegna fugla inflúensunnar og kanínurnar eru stroknar. Okkur langar þó í hænur og kanínur aftur.20stór060121153124_1

Ef þið hafið áhuga á dýraverndun og hvernig maður getur hjálpað, þá hvet ég ykkur til að kíkja á heimasíðuna okkar deavekingdom.dk. Okkar markmið er að hjálpa dýrunum í þeirra þróun, sem oft er þyrnum stráð, bæði hjá villtum dýrum og husdýrunum.Skoðun okkar er sú að við getum á mjög einfaldan hátt hjálpað. Bara að kíkja á heimasíðuna.

Jæja best að fara að koma sér í gang á fallegum sunnudegi.

Ljós og kærleikur til ykkar steina


snjór, snjór og aftur snjór !!

 

3582461e4fac4cc9bf0e91a229883f12_sne Hérna í Danmörku er ennþá allt á kafi í snjó ! fólk er beðið um að fara ekki út á á vegina að keyra, það er klaki á öllum vegum, og svo snjóar enn. Sól er föst í Kisserup, þetta er fjórði dagurinn. hún er orðin ansi leið, og vil komast heim. Ég hringdi á nokkrar leigubílastöðvar í morgun, en þeir vildu ekki keyra. Náði svo ég í lokal Bjarna sem er leigubílastöðin (einn maður) hérna í Lejre.1553515-8af646a9066425a76113bc254ff45b19

Hann ætlar að sjá til hvernig verður í dag og ef það lagast eitthvað vil hann hringja í mig og við keyrum til Kisserup og náum í Sólina litlu. Gunni komst með lestinni, sem var bara klukkutíma of sein. Hann þarf að gera mat fyrir Íslendinga sem ætlað að þorra sig í nótt úti á Amager. Það er svo skrítið að það er ekki svona slæmt í Kaupmannahöfn, næstum því enginn snjór. Ég hringdi í Beggu í morgun, sem býr í Osted sem er bara 4 kílómetra héðan og sagði henni að ég hafði verið úti með hundana og það hefði verið haglél, og rétt á eftir fór að snjóa, hjá henni var engin snjókoma. Þetta er svo staðbundið. Við ætluðum í 10 ára afmælið hennar Kollu í dag, en það verður sennilega ekki úr því. Vonast bara eftir að geta náð í Sól í dag.
Sem sagt íslenskt vetrarveður, eins og ég man frá Íslandi.
ljós til ykkar.
Steina

1554304-c186579dcea59f47dede53c3b713d3de


Sophocles: Wisdom is the supreme part of happiness.

Það er mjög skemmtilegt þetta blogg land, hef verið að kíkja á hina og þessa í morgun og fyrir mér virkar þetta eins og púlsæð Íslands, þarna er allt á milli himins og jarðar, og jafn margar skoðanir á hinum ýmsu málum. kom mér skemmtilega á óvart.
Hérna er en allt á kafi í snjó. Sól dóttir okkar er er föst í Kisserup vegna ófærðar, sem er lítill bær ca 4 kílómetra hérna frá . Hún fór til vinkonu sinnar í fyrradag og hefur ekki komist heim. Vonandi kemur hún heim í kvöld. Gunni er á fullu að undirbúa þorrablót íslendinga í Kaupmannahöfn, hann er kokkur og sér um matinn. Þetta hefur hann gert í mörg ár með henni Gunnu okkar, en hún flutti til Íslands í sumar eftir 17 á í danaveldi. Núna er Gunni eini kokkurinn, en það verður ábyggilega ok, það koma óvenju fáir á blótið í ár. Í fyrra komu ca 500 en í ár koma 250 . Við verðum sem sagt einar heima mæðgurnar annað kvöld. Ég hef ekki farið á þorrablót í mörg ár, fór reyndar bara tvisvar hérna fyrir mörgum árum. Þetta er ekkert fyrir mig, sem ekki borða kjöt, og ekki drekk áfengi. Ég hef heldur betur notið þess að vera í vetrarfríi, hef lesið bókina eftir Paulo Coelho," Alkymisten", Þetta er ein af bestu bókum sem ég hef lesið, mjög okkult. Alheimssálin, móður jörð, talapati, og fleira dásamlegt. Hvet fólk til að lesa hana ! Einnig hef ég notað tímann til að hugleiða, sem ég geri tvisvar á dag, en núna hef ég getað gefið mér lengri tíma fyrir hverja hugleiðslu. Þetta er orðin stór þáttur lífi mínu. Seinni hugleiðslan er um að senda kærleik og ljós til allra dýra á Jörðinni, tek ég vanalega eina dýrategund fyrir í einu, og fókusera öllu því sem ég get til þessa dýrs. Núna hef ég fókus á fílnum, sem ég meina að hafi það mjög erfitt, m.a. vegna inngripa manneskjunnar á þau svæði sem þeir lifa. Þeir fá minna og minna pláss til að vera á, og oft lenda þeir í átökum , vegna þess að þeira fara inn á akra hjá bændum til að leita sér fæði og bændurnir skjóta á eftir fílnum til að fæla hann í burtu, en oft fer illa og fíllinn lendir fyrir skotinu..

Einnig hafa verið mikið um leyniskyttur,sem hafa herjað á fílinn, Þeir sækjast mest eftirelefant fílabeinstönnunum, sem hefur valdið því að þeir fílar sem hafa stórar og flottar tennur eru næstum ekki til lengur. Í Sri Lanka vantar 90 prósent af karlfílunum fílabein, Í Asíu eru karl fílarninr hreinlega í útrýmingshættu. Sem dæmi ná nefna að í Indverskum National garði er bara einn karlfíll á hverja 100 kvenfíla.Ég hef miklar áhyggjur af hvernig fer fyrir fílnum og öðrum dýrum sem lifa villt. Líf þeirra byggir á að afla sér fæðu og vatns. núna þegar veðurfarið á jörðinni er að breytast svona mikið, þá verður erfiðara og erfiðara fyrir þessi dýr að fínna vatn, Fíllinn þarf að að fara yfir ennþá lengri svæði til að finna vatnsból. Í Afiríku hafa stjórnvöld gert mikið til að bjarga því að Afiríkanski fíllinn deyji ekki út. Stjórnvöld hafa sett á stofn verndaða garða þar sem hefur verið tekið á móti fílum. Oft eru það fílsungar sem finnast og geta á engan hátt bjargað sér sjálfir. Þeim er svo hjálpað þar til þeim er svo sleppt út á vernduðu svæðin, með öðrum sem hafa haft sömu örlög. Þetta er alveg frábært framtak. enn vandamálið er hjá þessum friðuðu svæðum að þeir hafa það mjög erfitt fjárhagslega . Það hefur verið reint að bjóða efnuðum veiðimönnum að koma og veiða fílana, inni á þessum svæðum fyrir að sjálfsögðu góðan pening . En þar sem það hefur verið ólöglegt að síðan 1990 að versla með fílabein í öllum heiminum, þess vegna vilja veiðimenn ekki vera með, því þeir vilja fá fílabeininn með heim. Maður getur spurt sjálfan sig hvort er betra pest eða kólera. Tilboðið er mjög desperat og sýnir bara hvernig ástandið er.

058big Ég geri mér fulla grein fyrir því að dýr deyja út, en spurningin hjá mér er, hver er orsökin, er það vegna þess að við sem manneskjur höfum ofnýtt alla resursa, og það er komið þvílíkt ójafnvægi í náttúrunni að það er skortur á vatni, og þegar það verður skortur á vatni, verður skortur á fæðu fyrir viltu dýrin á jörðinni


Svona mætti lengi halda áfram, enn ég ætla út með hundana mína Lappa og Iðunni.
Ljós og kærleikur héðan Steina


William Saroyan: Good people are good because they've come to wisdom through failure. We get very little wisdom from success, you know.

iðunn pissar 462 copy

 

Það er allt á kafi í snjó !!! Gunni gat ekki mokað snjóinn af bílnum í morgun, og þurfti að taka lestina. Ég hef aldrei upplifað svona í Danmörku. Það hefur oft verið snjór, en aldrei svona mikið. Er ennþá í vetrarfríi ! Nýt þess. Er að lesa alveg yndislega bók eftir Paulo Coelho . Bókin heitir á dönsku Alkymisten sem þýðir gull gerðarmaðurinn á íslensku. Ég er mikil bókahestur, er alltaf með margar bækur í gangi í einu. Ég heyrði fyrst um þennan höfund nýlega þegar ég var hjá Beggu vinkonu minni. Hún var með bunka af bókum eftir hann, og þegar ég tjáði að ég aldrei hefði lesið neitt eftir þennan rithöfund gaf hún mér þessa bók. Þvílíkt konfekt !! Er því miður að verða búinn með bókina, en er ákveðin að komast yfir fl. bækur eftir þennan höfund.Talandi um að lesa mikið, þá er gaman að segja frá því að fyrir nokkrum árum horfðum við fjölskyldan mikið á sjónvarp, á næstum allt sem kom í sjónvarpinu. við fengum svo nóg að glápi, og völdum á tímabili að hafa ekkert sjónvarp, sem mér og Gunna fannst bara fínt. Frétti svo hjá nágrönnunum að Sól litla gekk á milli húsa til að fá að sjá sjónvarp. Þetta var á því tímabili sem kronprinsen og Mary giftu sig. Fengum við hjóninn illt í magann og keyptum sjónvarp. Núna horfum við bara á ákveðna þætti, einn er á fimmtudögum "Vores Planet" mjög vel gerðir þáttur um jörðina okkar, og svo horfum við á sjónvarp á föstudögum, þá er sjónvarps hugga á heimilinu. Af og til sjáum við fréttir. Sól hefur vanist þessu, og ef hún man eftir barnaefninu og vil sjá það, er það ekkert vandamál, það er ekki þannig að það sé bannað, en sjónvarpið stjórnar henni eða okkur ekki meira.Ég finn mikinn mun á samveru okkar efir þetta, eftirmiðdagurinn og kvöldin verða lengri, og við erum að gera hluti saman. Við lesum saman, Sól heklar, prjónar og les. Hlutir sem ég aldrei kenndi stóru börnunum mínum, því kvöldin fóru í sjónvarp og aftur sjónvarp. Vildi að ég hefði gert þetta fyrr. Jæja best að fara með hundana út í snjóinn að leika.Billede 478

 

 

 

 

 

 

p.s Gunni var að hringja og sagði mér að í útvarpinu væri fólk varað við að vera á ferðinni á eigin bílum sérstaklega var varað við mótorveginum !! ekta íslenskt vetrarveður !!!!

Blessi ykkur

Steina

 

                                                      Billede 3382                    


   

  


 

 

 

Þetta er svo fallegt fékk þetta sent frá Ylfu Mist

Loforð Guðs:

Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein,

og blómumskrýddir gullstigar alla leið heim.

Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,

á göngunni til himinsins helgu borgar.

En lofað get ég þér aðstoð og styrk,

og alltaf þér ljós þó leiðin sé myrk.

mundu svo barn mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.....

                                                                   ..

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband