Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

það ætti að gefa pláss fyrir kveðjubréf til dýra í Morgunblaðinu.

 Af hverju er Morgunblaðið ekki með síður fyrir minningargreinar til dýra frá þeim sem sakna ?
 Kannski útí hött, eða er það ?

Ég held aldrei að ég hafi fundið fyrir eins miklum söknuði og ég geri til ástinnar minnar hennar Iðunnar. Iðunn var ”bara” hundur. Hún bjó hjá okkur og lifði í 12 ár. Eins og mörg ykkar vita var hún svæfð í síðustu viku á fimtudaginn.
 Við vorum öll hérna saman , við og börnin. Síðustu dagana var allt síðast.
Síðasti göngutúrinn,
síðasta strandferðin,
síðasta nóttin ....
 Þetta var verra en orð fá lýst. við vorum öll svo hrygg .
Á fimmtudagsmorgninum vorum við hérna öll með henni. Ég byrjaði á að kveikja á kertum og biðja um hjálp fyrir okkur fjölskylduna, og hjálp fyrir Iðunni að fara yfir í hinn innri heim.
Hún lá á dýnunni sinni inni í stofu og við keluðum við hana til skiptis. Einum tíma áður en dýralæknirinn kom sátum við hérna öll. Ég sat á gólfinuð höfuðið hennar við brjóstið mitt og hin sátu hér og þar í stofunni, við sátum í hring í kringum kertaljósin. Það lagðist falleg þögn yfir okkur öll og við bara sátum í langan tíma. Ég hugleiddi, Gunni hugleiddi og Siggi hugleddi. Ég upplifði í fyrsta sinn frá því í vor þegar við vissum að tíminn væri að koma, tilfinninguna að þetta væri í lagi. Hún var tilbúinn, á okkar forsendum. Ég fann fyrir því að við vorum ekki ein, það fundu Gunni og Siggi líka. Við fundum öll fyrir því að það yrði vel tekið á móti henni, og þá gat ég á því augnabkiki sleppt.
 Hún vissi vel að þessu var lokið, og það var ró yfir henni.Á því augnabliki skein sólinn inn um gluggana, sem við öll upplifðum mjög jákvætt . Þegar dýralæknirinn kom var hann dásamlegur, þessu var fljótt lokið og við fundum að sjálfsögðu aftur sorgina hrynja yfir okkur. Við settumst og skoðuðum myndir af henni, og sögðum sögur. Við fengum okkur smá að borða  einsskonar erfisdrykkju. Við töluðum um hverning við ætluðum að jarða hana. Við fáum nefnilega öskuna hennar eftir viku. Við ákváðum að grafa hana í garðinum og planta Paradísareplatré bestu sortinni sem finnst ofan á leiðið hennar. En eins og þið vitið var Iðunn sú sem passaði eplagarðinn með ungdómseplunum hjá Ásunum. Og Paradísarepli er jú af því að hún er í Paradís.

Við sátum í barnaafmæli fyrir 12 árum. Ég var að skoða blöðin, sá auglýsingu um hvíta scheffer hvolpa til sölu. Ég átti bráðum afmæli og vildi fá hund í afmælisgjöf. Við hringdum þangað, sem var Norður Sjáland. Okkur var boðið að kíkja um helgina. Við tókum bíl a leigu. Vorum Kaupmannahafnarbúar og áttum ekki bíl. Þegar við komum þangað var okkur vísað í eldhúsið það sem var fullt af þessum líka dásamlegu hvolpum. Við kíktum á hina og þessa, en einn af þeim vildi bara ekki leyfa okkur að kíkja á neinn nema sig, hún hékk í skóreimunum okkar og buxnaskálmum og krafðist allrar athygli. Þetta var hún. Minnst af þeim öllum, eina sem var komin með bæði eyrun upprétt og ferlega frek. Konan á bænum sagði að hún yrði sennilega erfið að ala upp, því að hún væri svo sjálfsstæð. Það var mikill sannleikur, hún var alveg ferleg. Fyrstu þrjú árin var hún að gera okkur gráhærð. Við fluttum fljótlega í hús eftir að við fengum hana , húsið okkar hérna í Lejre. Það var eins gott því þvílíkan brjálæðing getur maður bara haft í stórum garði. Ef hún var ein heima, safnaði hún öllu sem hún fann eyðilagði það, setti í hrúgu á gólfinu og beið spennt eftir að við kæmum heim og svo sýndi hún okkur það stollt. Hún hoppaði út um gluggana ef það var möguleiki. Hún skrúfaði frá vatntninu á baðinu til að drekka, kunni bara ekki að loka fyrir það aftur. Hún hræddi alla póstmenn út af lífinu. Hún gat opnað útihurðina ef hún var ekki læst, ég vil taka það fram að útihurðin opnast inn á við. Hún einfaldlega setti fótinn inn undir hurðahúninn og þrýsti honum niður og gekk afturábak. Við fórum með hana á tvö hundanámskeið, ég held að þálfararnir gleymi henni aldrei, hristu bara hausinn. Ef henni var sleppt hlóp hún 10 kilómetra í burtu og æsti alla hina hundana upp. Og kom sko ekki til baka fyrr en eftir dúk og disk. Þegar Iðunn var eins árs, þá fengum við Sólina okkar.
 Þegar Gunni fór heim af spítalanum um kvöldið tók hann litla húfu með heim sem hafði verið sett á litla höfðið hennar Sólar þegar hún fæddist. Iðunn fékk húfuna og gat þefað og sleikt. Tveim dögum seinna keyrði hann Guðni Már vinur minn mig heim frá fæðingarheimilinu með Sólina. Hann og fjölskyldan hans sátu inni í bíl með í maganum hverning brjálaði hundurinn tæki barninu. Ég opnaði fyrir Iðunni húsið og lagði Sólina fram til hennar. Frá þessu augnabliki átti Iðunn Sigrúnu Sól. Hún passaði hana eins og sjáaldur augna sinna. Við notuðum alltaf taubleyjur, Iðunn reyndi eins og hún gat að stela þeim ef það var kúkur og svo þvoði hún þessi elska eins og hún ætti lífið að leysa bleyjuna.  Þegar Sól varð stærri og Iðunn eldri þá var Iðunn alltaf þar sem barnið var. Ef við vorum í göngutúr með þær og fólk ætlaði að skoða Sól þá gekk Iðunn í veg fyrir þau, til að passa. Hún passaði líka allar veikar kanínur sem við höfðum inni, og vorum að hjúkra af einhverjum ástæðum Hún sleikti kanínurnar og passaði upp á þær. Við vorum líka stundum með hænuunga hérna inni. Þá passaði hún líka. Þvoði á þeim bossann og fylgdist með þeim eins og þetta væru börnin hennar. Hún fékk líka nokkra ketlinga sem komu hingað af hinum ýmsu ástæðum, þeir voru allir aldir upp af Iðunni. Við vorum að rifja upp um daginn að þegar það voru önnur börn hérna og þau voru að borða , þá eins og gerist og gengur kemur mylsna og matur á gólfið. Iðunn tók bara upp það sem fór eftir Sól. Börn fengu að klifra og klípa hana og hún gerði ekkert, lá bara eins og stytta. Stundum urðu þessi börn ansi harðhent, og þá gaf hún frá sér smá urr, þá stoppuðum við leikinn. Iðunn tók Lappa að sér, hún ól hann upp og núna er hann hérna í hennar stað. Lappi hefur alltaf verið númer tvö, því hún hefur alltaf verið númer eitt. En núna er ég viss um að Lappi þegar hann fær það pláss sem honum ber, þá verður hann allra engill. Hann er núna ansi aumur yfir að Iðunn er farinn. Hann stendur fyrir framan húsið og passar og ég get séð það á honum að hann er óöruggur yfir að að hafa svona mikla ábyrgð. Enn hann er flottur og frábær og hann kemur til með að geta allt sem hann vill, þegar honum vex sjálfstraustið. Ég gæti skrifað heila bók um Iðunni og hversu frábær hún var. Þetta er bara brot af frábæru lífi sem ég, Gunni börninn okkar og barnabörn voru svo heppin að fá að vera hluti af í smá stund. Iðunn hefur kennt mér svo mikið og ég er óendanlega þakklát fyrir bæði það og þann tíma sem ég fékk með henni. Ég finn hana í öllu sem ég geri héna heima, hluti af orkunni hennar er hérna ennþá, ég finn trýnið hennar læðast inn undir olbogan minn þegar ég sest niður, sennilega fer hún alveg þegar ég get sleppt alveg.
Enn og aftur það ætti að gefa pláss fyrir kveðjubréf til dýra í Morgunblaðinu.
Sorg, er sorg hvort sem sorgin er til manns eða dýrs.

AlheimsLjós héðan frá Lejre 
 


Skilaboð til mannkyns frá dýraríkinu !!!


Takk kæru vinir og bloggvinir

IMG_1445

Kæru bloggvinir og vinir mínir. Takk fyrir þennan dásamlega stuðning sem þið hafið gefið frá ykkur. Eins og ég skrifaði til ykkar í athugasemdir þá spurði Siggi sonur minn hvort þetta væru allt vinir mínir sem væru að kommenta á bloggið mitt, því honum fannst svo mikill hlýhugur frá ykkur til þess sem er að gerast í kotinu okkar hérna í Lejre.

Eitthvað er ég rólegri núna en ég var, ég græt ekki alla daga, ég er bara ansi róleg. Ein sem vinnur í skólanum hafði áhyggjur af mér eftir einn daginn okkar saman, því ég var ægilega viðkvæm. Hún skrifaði svo mail til mín og bað um að fá að gera einhverskonar test á mér, án þess að ég væri til staðar til að tékka blómalyf. Ég var ekkert með hugann við eitt eða neitt, en skrifaði bara til baka JÁ.

Hún sendi mér svo tvennskonar náttúrulyf sem ég átti að taka 10 dropa af á tíma. Það hef ég svo gert, og svei mér þá ef ég finn ekki mun á viðkvæmninni.

Ég hef svo gert það daglega að heila Iðunni, til að gefa henni ró og tengja hana við hundasálina. Þetta geri ég til að bæði undirbúa hana og mig. Á þeim tíma þegar ég heila hana finn ég fyrir þessum gamla kropp, sem heldur lífsenergíinu inni, og ég finn sátt inni í mér fyrir því sem koma skal.

Við höfum rætt þetta fram og til baka, og stundum vil ég hætta við. Við höfðum diskotion um þetta um daginn , ég vildi bíða en Gunna fannst það alveg út í hött. Ég ákvað svo að sjá, og þá meina ég sjá hvernig hún hefði það. Við gengum túr með hundana og ég SÁ. Hún átti svo erfitt þessi ástin mín, hún gat ekki beygt sig til að kúka, heldur bara gekk áfram án þess að stoppa. Hún fann til í öllum kroppnum. Ég sá og ég er ekki í vafa að það sem við gerum er það einasta rétta. 

Ég hef haft allar þessar vangaveltur um hvað er í raun og veru rétt, er það rétt að gera þetta vegna þess að það er erfitt fyrir okkur að horfa upp á þegar dýrin þjást og að við höfum í raun ekki tíma til að vera eins mikið með dýrinu okkar eins og dýrið hefur þörf á þegar veikindi eru. Er ekki mikilvægt fyrir þróun hverrar tegundar að koma með eins mikla lífsreynslu og mögulegt er frá þessu veraldlega lífi. Við tölum um etisk rétt eða rangt, hvað er í raun etiskt rétt og rangt. Hvað er það besta fyrir dýrið og hvað er það besta fyrir okkur og hvað er það besta fyrir það heila. Allar þessar spurningar hafa hoppað fram og til baka í huganum mínum. Ég geri mér grein fyrir að eins og heimurinn er í dag, og eins og mörg dýr þjást og koma með mikla þjáningu upp í þá sameiginlegu sál, þá er þörf á þeim dýrum sem ekki þjást, sem koma með Kærleika, og Ljós sem öll dýr þeirrar tegundar njóta góðs af og færir þau áfram í þeirri þróun sem þau eru í.

Sum ykkar eru sennilega ekki inn á þessari hugsun, en við getum öll mæst í því að það er mikilvægt að koma frá þessu lífi hvort sem maður er manneskja, dýr eða planta, með Kærleika og harmony yfir í hvað sem maður trúir á.

Á fimmtudagsmorgun kemur dýralæknirinn og við verðum öll hérna, Gunni, Sól, Siggi Sigyn og ég. Ég ætla eftir fremsta megni að fylgja henni eins langt upp og ég get til Almættisins.

Ég heyrði einu sinni bónda segja frá því að þegar dýr deyr, þá á því augnabliki sem það er að deyja er skilningur dýrsins eins og manneskju, því á því aaugnabliki fyllist dýrið af dýrasálinni sem hefur alla þá reynslu samanlagt frá öllum dýrum þeirrar tegundar. Þá dettur mér í hug þegar við heyrum um apa í Japan sem byrja allt í einu að nota ákveðin áhöld sem þeir hafa aldrei notað fyrr, og svo allt í einu á svipuðum tíma byrja apar í Amason að gera samskonar hluti. Þetta er fyrir mér sú tenging sem er í þeirra sál.(bara smá útúrdúr).

Eftir að hún Iðunn okkar er farinn yfir , þá verður hún brennd, og við fáum öskuna. Svo ætlum við að grafa hana í garðinum okkar með öllum hinum dýrunum sem eru grafinn þar. Svo hefur Sól valið tré sem á að gróðasetja það sem gröfin verður.

Það er einhvernvegin gott að planleggja svona athöfn því maður finnur fyrir þeim kærleika sem býr í manni til hennar, og vil svo gjarna gera þessa athöfn sem er í raun og veru svo erfið, fallega.  

Sól hefur sofið alla vikuna niðri í stofu hjá Iðunni, hún vil eiga eins mikinn tíma með henni og mögulegt.  Ég hugsaði oft í byrjun að við hefðum átt að gera þetta fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekinn, en ég finn þó núna að þetta er góð leið, sorgin fer eiginlega yfir í þakklæti fyrir það sem hún hefur gefið okkur, allar þær frábæru minningar sem hún hefur gefið allri fjölskyldunni. Þetta fann ég ekki í byrjun, ég fann bara þessa svakalegu sorg, sem Iðunn fann líka. En núna á ég svo yndislegan tíma með henni. Hef legið með henni og Lappa á dýnunni í stofunni meira og minna í allan dag og kelað við þau. Þannig að þetta hefur verið dásamlegt.

Á sunnudaginn fórum við í síðustu strandferðina hennar, hún elskar strandferðir. Ég set í lokinn nokkrar myndir frá þeirri ferð. Veðrið var dásamlegt. 

Ég skrifa meira þegar þessu er lokið.

AlheimsLjós til ykkar allraIMG_1456

IMG_1472

IMG_1375

 

 IMG_1379

 IMG_1429IMG_1425


Það er sorg í húsinu okkar

IMG_1348

 

Við erum ósköp aum hérna í Lejre þessa dagana, lítið skrifað, enda hugurinn bundinn við annað.
Það kemur dýralæknir hingað heim á fimmtudaginn í næstu viku og þá verður Iðunn okkar elskuleg svæfð.

Við fórum með hana í skoðun í dag, með hnút í maganum, vildum að dýralæknirinn segði við okkur,að Iðunn elskuleg hefði það betra en við vissum. Dýralæknirinn er góður maður, hann sagði sem var, en að hann skildi vel það sem við upplifðum, en hvað á hún skilið af okkur, að við tökum ábyrgð.

Iðunn hefur það erfitt, finnur til alltaf, það verður betra fyrir hana í hundasálinni.

Við verðum hérna öll og kveðjum hana saman.
Iðunn yrði 12 ára í mars, og er ein af okkur. Hún er dásamlegust, enda hefur ákvörðunin verið erfið fyrir okkur,

Skrifa meira þegar þannig er

AlheimsLjós til ykkar


Þegar Ljósið loksins skín á lífið, þá gerast kraftaverk

IMG_1256

Ég hef áður skrifað blogg um skólann MINN, eins og ég hugsa hann af öllu mínu hjarta. Ég veit að þetta er ekki bara minn skóli, en ég hugsa hann svona.

Skólinn er fyrir fólk sem þarf  að taka meira tillit til en hjá sumum.

Það gerast stundum undur og stórmerki í lífinu, sem sumir taka ekki eftir, og sumum finnst ekki undur og stórmerki.

Í skólanum mínum gerast oft undur og stórmerki, það finnst ekki bara mér, en líka hinum sem eru áhorfendur.

Ég vil í þessu segja frá einu undrinu sem er að gerast fyrir augunum á mér á hverjum degi, stundum tek ég ekkert sérstaklega eftir því, en í dag tók ég eftir því, og aðra daga líka. Í dag fékk ég löngun að segja ykkur söguna um K .
K er á fjórða ári í skólanum, hann á að halda lokasýningu í júní, og vinnur að því hörðum höndum.

Áður er K byrjaði í skólanum kom hópur fólks frá skólanum sem hann var í . Þessi hópur var i raun desperat að leita eftir plássi fyrir hann. Við fengum að vita fullt um hann, og margt ekki gott. Hann var myrkur, var mín upplifun. Við fengum að vita hversu erfiður hann væri. Við ákváðum að sjá hvernig gengi.

IMG_1254

K byrjaði í skólanum, og hann var myrkur. Oft með fúlan svip, og leiðinleg komment til annarra nemanda. Hann átti það til að hvæsa að þeim. Þetta var ekki auðvelt. Einu sinni fóru samskipti milli hans og annars mjög illa, en því var bjargað fyrir horn, og við leigðum stærra húsnæði, þannig að hann fengi sér herbergi og að hann gæti verið fyrir sig, og hljóðin frá hinum trufluðu hann ekki, og að hinir gætu slappað af fyrir leiðinlegum kommentum frá honum. Þetta gekk allt saman á rólegu nótunum í nokkurn tíma en þó þurftum ég og kennararnir að breyta hinu og þessu í því hvernig við vorum gagnvart honum. Við þurftum að vera með allt á hreinu gagnvart honum, og aldrei að sýna óöryggi í því efni sem við komum inn á. Það þýddi ekkert að finnast eitt í dag og annað á morgun. Hann varð að læra að það var hægt að stóla á okkur og að það sem við sögðum stóðst. Þetta er ekki alltaf auðvelt.


Þegar K byrjaði í skólanum, og fyrstu tvö árin vildi hann aldrei koma með ef við fórum eitthvað.

Á föstudögum höfum við alltaf það sem kallast ”rundt om bordet” eða þar að segja við söfnumst öll saman og ræðum um hvernig okkur finnist vikan hafa gengið, og við tökum umræður um verkin sem þau eru að vinna að. Þetta var alveg pína fyrir K. Hann dansaði fram og til baka á stólnum og stundi út í það óendanlega.

Hann borðaði líka alltaf einn, og hann vildi ekki vera með í að borga í kaffikassann. Þetta var ekki alltaf auðvelt, fyrir okkur, eða hann.

IMG_1251

 

 

 

Þetta var líka mjög erfitt fyrir fjölskylduna hans . Þegar K byrjaði í skólanum hafði hann mikinn áhuga á að teikna, ”MANGA” stíl. Hann var ekkert sérlega duglegur að teikna, en hann hafði viljann.
Svona gekk þetta semsagt í langan tíma. Hann vann að fullum krafti við að verða betri í teikningunni,

Við keyptum MAC tölvu fyrir skólann með photoshop svo hann gæti unnið á sem besta máta.(núna höfum við fjórar) Við vorum svo heppinn að fá kennara sem er grafískur hönnuður og kunni allt á tölvur og gat farið inn í þessi verkefni. Á þann hátt ósk sjálfstraustið hjá K hægt og rólega. Við mættumst í verkunum hans og gátum rætt saman um ákveðið efni sem hafði allan hans áhuga.

Einn nemandinn átti afmæli, daginn áður en við áttum að fara í afmælið hringdi mamma K og sagði að hann ætlaði að fara með, ”því annars yrði hún svo leið” þar átti hann við nemandann sem átti afmæli. Við vorum mállausar ég og mamman. Þetta var eitt stig svo komu fl. og fl. hlutir sem gátu hreinlega fengið mann til að tárast. Hann fór að fara í túra með okkur. Það gekk ekki alltaf vel í byrjun, eða þar til við fundum út úr að við yrðum að vera rosalega skipulögð með hvert smáariði.

Hann fór að finna upp á að standa við hliðina á manni og halda hendinni um axlirnar á manni, VÁ !!!

Hann hafði á orði ef það voru ekki margir nemendur, hann saknaði þeirra.

Hann fór að borga í kaffikassann.

Hann fór að borða með okkur. 

Um síðustu jól þegar við höfðum rundt om bordet hélt hann smá ræðu, þakkaði fyrir gott ár, og góða samveru.

Í vor hringdi mamma hans í mig og sagði að K vildi bjóða okkur öllum heim. Lét hún fylgja að hún væri orðlaus, því þetta hefði hún aldrei upplifað, hann á einn vin, sem kemur ca einu sinni í mánuði og þeir leika sér saman í tölvunni. Hann átti annan sem dó tveimur árum áður.
Á þessum tíma voru byrjaðir tveir strákar í skólanum sem K var mikið með, Það var mikil tilhlökkun hjá okkur öllum. Við fengum vægast sagt frábærar móttökur, hjá allri fjölskyldunni. Pabbinn tók frí í vinnunni til að koma við og heilsa upp á okkur.K og tveir vinir hans fóru inn á herbergi og léku sér við tölvuna meira og minna allan tímann, stelpurnar fóru inn og höfðu gaman að. Foreldrarnir sýndu okkur landareignina og gáfu okkur fullt af plöntum til að planta í garðana okkar. Þetta var frábær dagur fyrir okkur og K. Mamma hans sýndi okkur mynd af honum frá því hann var 5 ára, brosandi og glaður, fallegur strákur. Svo sagði hún okkur frá sorglegri skólagöngu sem braut niður þennan litla dreng. Hann hætti að brosa, varð myrkur. Honum var strítt. Hann var öðruvísi. Hann kunni ekki að skrifa. Hann var útundan, hann átti erfitt með að tengjast, hann skildi ekki af hverju allir voru á móti honum. Þarna byrjar barátta hans og foreldranna. Þarna byrjar ferli um að allir eru á móti manni, og kerfið og allir vilja manni bara það versta.
Ég vil taka það fram að hann er ekki þroskaheftur, en hann hefur núna fengið greiningu sem með asberger sindrom.

Núna er hann á síðasta ári, en hann hugsar sig í skólanum endalaust. Hann vinnur hörðum höndum að lokasýningu, en hann sér sig í skólanum næsta ár, og þar næsta ár. Hann er glaður hlær, á vini, hlýr við alla nemendur og kennara.

Hann lokast um leið og það kemur einn út frá, en hann þarf tíma til að venjast nýju og treysta nýju.
Núna sit ég hérna og hef áhyggjur yfir hvort hann fái leyfi til að halda áfram næsta ár.Við viljum alveg hafa hann i fl ár, en við ráðum því ekki.

Er ekki öllum leyfilegt  að lifa í hamingju. Hann er hamingjusamur núna, hann hreinlega dansar af gleði, voru orð mömmu hans þegar ég talaði við hana í gær. En gleði hans er í höndum annarra, aðrir geta ákveðið hvort þessi hamingja fær leifi til að vaxa, eða ekki.

Þið getið séð myndir af verkunum hans hérna og vinnuaðstöðunni. Hann hefur sjálfur teiknað allar myndirnar, hannað persónurnar og allt það sem er á myndunum. allt birt með hans leyfi.

Þessi ferill er fyrir mér kraftaverk.
Það gerast svona dásamlegir hlutir á mörgum stöðum, en við tökum ekki alltaf eftir því.
Að mæta honum á stað sem báðir aðilar voru sterkir var rétt og færði okkur á þann veg sem við gátum mæst á sem manneskjur á fleiri fletum.

Hann gefur knús þegar við hittumst eftir frí.

Hvað er lífið þegar það er harmony, er það ekki þegar öll hlutverk eru tekin ? Hver mannvera hefur ákveðið verkefni á jörðinni, ekki hafa allir sama hlutverk, heldur höfum við hvert okkar hlutverk. Þannig sé ég mikilvægi þess að við öll séum hérna, K kennir mér jafn mikið og ég honum, það er mikilvægt að við skiljum mikilvægi hvers annars, sama hversu ólík við erum.

Er Lífið ekki dásamlegt.

IMG_1252


það er of snemmt að hugsa um jólin, það er hægt að hugsa um svo margt annað !

IMG_0036_1

 

Núna er komið myrkur úti. Það hefur verið svo gott veður í allan dag. Ég þvoði alla glugga, bæði að utan og innan, tók til í garðinum. Barnabörnin komi í smá pössun á meðan Sigyn verslaði, og þau tóku til í barnaleikhúsinu út í garði. Sópuðu og þvoðu með miklum tilþrifum.
Gunni og Sól fóru að pressa síðustu posjónina af eplamost, og eru á leiðinni heim núna. Hérna er lífið í rólegheitum,vinna sofa borða, passa börn, hugleiða, lesa, skrifa og hitt og þetta. Iðunn mín hefur verið ansi slöpp undanfarið. Ég sé það í augunum hennar að hún hefur það ekki gott, það verður sennilega ekki betra þegar það verður kaldara. Hún fær alltaf verkjarlyf  á hverjum degi og fl. sem á að byggja upp vöðvana hennar. Hún er líka með eitthvað í augunum, sem ég reyni að gefa henni kamillute við. Ef einhver veit um eitthvað gott við ígerð í augunum á sætum hundum endilega látið mig vita.
Ætla að slappa af í kvöld, horfa á sjónvarpið og drekka teið mitt.
Hérna koma nokkrar góðar setningar sem ég rakst á í dag þegar ég var að lesa um Jörðina okkar, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að lesa þetta, klók orð frá klóku fólki..
AlheimsLjós til ykkar allra.

Set myndir inn frá hinum og þessum hlutum sem ég hef séð með myndavélinni minni.IMG_0186_1

 

Today, more than ever before, life must be characterized by a sense of Universal responsibility, not only nation to nation and human to human, but also human to other forms of life.
Dalai Lama
 
The future of life on earth depends on our ability to take action. Many individuals are doing what they can, but real success can only come if there's a change in our societies and our economics and in our politics. I've been lucky in my lifetime to see some of the greatest spectacles that the natural world has to offer. Surely we have a responsibility to leave for future generations a planet that is healthy, inhabitable by all species.
(Sir David Attenborough, Broadcaster/Naturalist)

We need a new environmental consciousness on a global basis. To do this, we need to educate people…When future generations judge those who came before them on environmental issues, they may conclude “they didn’t know”: let us not go down in history as the generations who knew, but didn’t care.
(Mikhail Gorbachev, Founding President, Green Cross International)

If future generations are to remember us with gratitude rather than contempt, we must leave them more than the miracles of technology. We must leave them a glimpse of the world as it was in the beginning, not just after we got through with it.
(President Lyndon Johnson on signing of the Wilderness Act, 1964)

The future isn't what it used to be.                               (Arthur C Clarke,
 Author/scientist)

My interest is in the future because I am going to spend the rest of my life there.
(Charles F. Kettering, American inventor)

Taken together, our efforts are like drops of dew that slowly accumulate in the soul of the world, hastening the day when the entire Earth, with all its peoples and creatures, will enjoy harmony and fulfilment.
(Guy Dauncey, Author)

Treat the Earth as though we intend to stay here.                (Sir Crispin Tickell, Diplomat/Environmentalist)

In the end, our society will be defined not only by what we create, but by what we refuse to destroy.
( John Sawhill, Former President, The Nature Conservancy)

Out of intense complexities intense simplicities emerge.                    (Winston Churchill, Statesman)

Building a world where we meet our own needs without denying future generations a healthy society is not impossible, as some would assert. The question is where societies choose to put their creative efforts.
(Christopher Flavin, President, Worldwatch Institute)

Today's problems cannot be solved if we still think the way we thought when we created them.
(Albert Einstein, Scientist)

IMG_0675

 


Hafið fallegasta dag í heimi !

Foto 103

Fimmtudagamorgun. Sólin litla ný farinn í skólann. Ég ætla bara að skrifa smá morgunkveðju. Í dag sit ég við tölvuna í allan dag og skrifa og skrifa. Umsóknir, grein sem þarf að klára og síðasta hönd á heimasíðuna góðu fyrir The One Earth Group.
Sólin skín hérna úti og hundarnir mínar þefa úti á bletti eftir matnum sínum. Hendi honum alltaf út á allt tún svo þeir geti notað nebbann sinn.
Í gær var ég allan daginn í Kaupmannahöfn. Sigyn stóra stelpan mín fór með. Það var góður dagur.Var genginn upp á hné þegar ég kom heim.
Keypti mér tvær bækur , eina sem mig hefur langað í lengi. Kóraninn aðra sem ég sá þarna og kallaði á mig, Jerúsalem. Það er um sögu Ísrael, og þau átök sem hafa verið þar. Núna er bara að vona að ég fái smá tíma til að lesa á næstunni. Sé ekki alveg fram á það, en maður má alltaf vona.
Jæja, ætla að fara í gang með allt það sem bíður. Hafið fallegan dag, og næstu daga.
AlheimsLjós til ykkar allra,

Núið
Hefurðu nokkurn tíma reynt, gert, hugsað eða fundið eitthvað fyrir utan Núið? Eða heldurðu að þú eigir það eftir? Getur eitthvað gerst eða verið utan þess? Svarið liggur í augum uppi, eða hvað?
 
   Ekkert hefur nokkurn tíma gerst í fortíðinni; það gerist í Núinu. Ekkert mun nokkurn tíma gerast í framtíðinni; það mun gerast í Núinu.
   Það sem þið hugsið ykkur sem fortíð er aðeins minningar um liðið Nú, minningar sem setið hafa eftir í huganum. Þegar þið minnist hins liðna, þá kallið þið þessar minningar fram – og það gerið þið núna.
 
   Framtíðin er ávallt hugsmíð eða hugarburður, ímyndað Nú. Þegar framtíðin rennur upp, þá gerist það núna. Þegar þið hugsið um hana, þá gerið þið það líka núna.
   Fortíð og framtíð eiga sér því augljóslega enga sjálfstæða tilvist. Rétt eins og tunglið er myrkvað og gerir ekki annað en endurvarpa skini sólar, þannig eru fortíð og framtíð aðeins dauft endurskin af birtu, mætti og veruleik hins eilífa andartaks. Veruleiki þeirra er ,,fenginn að láni” frá Núinu.
 
   Mergur þessa máls verður ekki skilinn með huganum. Á þeirri stundu þegar þetta rennur upp fyrir ykkur, eiga sér stað umskipti í vitundinni, frá huga til Vitundar, frá tíma til núvistar. Allt í einu finnið þið fyrir öllu sem lifandi, einhverju sem Verandin geislar frá sér.
 
  Eckhart Tolle 

hérna kíki ég á ykkur í morgunnaugun !! og segi hafið fallegasta dag í heimi !! 

Foto 157


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband