Reiðulínan og pjátursstelpan mætast í syntese

 _mg_7750.jpg

Já, það er tími til komin að fara að sinna blogginu aftur. Öll sú hugsun hefur legið í dvala í sumar, þar sem ég hef verið á ferðinni í allt sumar, á milli þess sem ég hef unnið.

Ég fór til Íslands með sýningu eins og sést á fyrra bloggi og svo vorum Sól, Dimmalimm og ég í sumarhúsi við Límfjörðin sem var fallegt og yndislegt. Set myndir inn frá þeirri ferð.

Margt gott hefur gerst, en samt er lífið ekkert auðveldara en oft áður. Margt er í óvissu með lífið okkar hérna í kotinu, en margt er mikið öruggt.  Það er öruggt að ég sit hérna og nýt stundarinnar ein heima með öllum dýrunum mínum, það er öruggt að ég heyri í fuglunum úti í garði og það er öruggt að ég fæ mér hádegismat sem ég hef planlagt að verði góður._mg_7843.jpg

Það sem ég get ekki stjórnað, er óöruggt, en það sem ég get stjórnað er oftast öruggt. Eitt er það sem ég get stjórnað og hef nú stjórnað með öllum þeim kærleika sem ég hef í mér, er hvað ég bíð líkama mínum upp á. Núna í tæpt ár hefur hann fengið valið fæði sem passar honum vel til að fá á sig fallegt og heilsusamt form. Kroppurinn hefur misst um 30 kíló og okkur báðum líður vel með það. Við njótum nú betur samvista og gerum hitt og þetta okkur til gamans sem annar hluti af mér hefur átt erfitt með að sætta sig við, fundist það sóun á tíma og bölvaður hégómi. Þessi hluti af mér er oft ansi stífur og vill helst nota tímann í skynsamlega hluti sem kemur flestum að gagni. Þessi hluti hefur ráðið miklu undanfarin ár, en hefur fengið minna pláss núna á meðan ég leifi kvenlega hlutanum (femenin) að koma fram og sína sig smá sem í raun verður meira og meira.

Þetta krefur stundum rökræðna á milli allra hluta, en við erum nú komin á þá skoðun að allir eiga rétt á að fá pláss, og allir eru mikilvægir til að allt fari á besta veg og “ég” verði heil.

Kvenlega hliðin, elskar að skoða föt, og velta fyrir sér hvað passi vel saman, prufa föt í búðum og máta hitt og þetta saman. Pælingar um hárið og snyrtivörur eru komnar á borðið en er kannski ansi fálmandi. En allir þurfa að byrja einhversstaðar og æfa sig að á því sem nýtt er.

_mg_7922.jpg

Henni ströngu litlu fannst þetta alveg út í hött í byrjun og frá henni streymdi óánægja sem hafði áhrif á alla í kringum hana. Núna sættir hún sig við þetta, reynir að umbera þetta pjátur, en brosir samt út í annað af og til sem er tákn um kærleika til hennar pjátu sem finnst gaman af litum, fötum, fallegum hlutum og blómum. Henni finnst líka gaman að mála, teikna, syngja og dansa og hún gerir meira og meira af því. Þetta léttir stemminguna á öllum plönum svo í mér án alls utanaðkomandi er meiri friður en áður.

Hún stranga er minn styrkur og kraftur sem hefur hjálpað mér í gegnum allar mótbárur sem ég hef upplifað, hún hefur verið sú sem hefur mótað mig og gefið mér kraftinn, kraftinn sem getur allt, vil allt og kann allt. Hún hefur verið með mér á öllum mikilvægum augnablikum í lífinu, til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum. Það er henni að þakka að ég er sú sem ég er.

En allt hefur sinn tíma og núna er annar tími sem kallar á eitthvað annað sem er mikilvægt fyrir mig núna í þeim verkefnum sem nú taka við.  

Dag frá degi verð ég meira heil, með því að sameina og gefa pláss til allra í mér, ekkert er þar sem ekki á að vera, allt hefur jafnan rétt á sér og getur hjálpað á þeim stöðum sem “ég”  þarf á að halda. _mg_7960.jpg

Svona er “ég” spegilmynd jarðarinnar. Svona ert “þú” spegilmynd jarðarinnar

Allt á rétt á sér og allt gefur til heildarinnar.

Kærleikur og Ljós kæru vinir_mg_7964.jpg_mg_8033.jpg_mg_7914.jpg_mg_8133.jpg_mg_7758.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kærleikur til þín frábæra kona. Þú ert yndisleg mundu það alltaf.

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.8.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir innliti? á sí?una mína. Ég kom vi? hér og var? dolfallinn af fallegum myndum og skrifum.

Sporðdrekinn, 15.8.2009 kl. 16:04

3 identicon

Knús til þín fallega kona

Bobba (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alveg ertu frábær!!!

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 17.8.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamleg færsla! ást og kossar!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.8.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: Þ Þorsteinsson

   kveðja

Þ Þorsteinsson, 18.8.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf ertu jafn hugljúf og góð elsku Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband