Það sem ég elska við lífið er hversu marglitt það er.
19.5.2009 | 21:34
Ég hef hitt svo margt dásamlegt fólk í gegnum árin sem hafa verið með til að víkka meðvitundina mína.
Ein af þeim hefur komið upp í hugann minn undanfarið. Hún var ekki lengi samferða mér, en ég kynntist henni svolítið. Mér er oft hugsað til hennar og er þakklát fyrir að hafa þó haft þennan litla tíma með henni.
Ég hitti hana í landi, sem ég var í. Við unnum saman af og til en þó ekki mikið. Hún var algjörlega einstök í öllu því sem hún gerði svo einstök a. Hún var falleg og einstök. Hún hefur ábyggilega sett spor sín á alla sem urðu á vegi hennar.
Hún hafði algjörlega sinn eigin takt í lífinu, takt sem ekkert gat fengið hana frá.
Einu sinni bauð hún mér í mat. Það var gaman að koma inn á heimilið hennar sem var ótrúlega fallega skipulagt. Hún var safnari, hún safnaði vínilplötum, helst áskrifuðum. Hún átti líka allar sínar plötur í cdum. Plöturnar voru raðaðar upp eftir stafrófsröð. Ein eftir aðra í fallegum takti í hillunum. Þetta voru margar plötur og margir cdar, kannski 1000, kannski 2000 ég veit það ekki. Hún átti margar áritaðar, mjög margar.
Hún hlustaði líka á músíkina eftir stafrósröð. Eina eftir aðra eftir því hvar í stafrófinu þær voru.
Hún bauð mér upp á yndislegan grænmetisrétt úr matreiðslubók eftir Linda McArtney, ekki af því að ég var grænmetisæta, nei af því að hún var komið að þessum rétti í þessari bók. Hún var komin að stafnum L á þessari síðu. Hún var sjálf ekki hrifinn af bjór, en ég sem betur fer því samkvæmt bókinni var bjór með þessum rétti og það var borið fram.
Allt kryddið í hillum var raðað með svo mikilli natni í hillurnar hennar að það var unun að skoða inn í skápana hennar, sem hún sýndi mér með mikilli gleði.
Hún átti mikið og fallegt safn af bókum, sem ég fékk leyfi til að skoða. Hver einasta bók var sett í plast, til að verja þeim fingraförum. Hún las bækurnar sínar eftir stafrósröð, Yndislegt og svo fallega skrítið.
Hún átti líka alveg magnað safn af póstkortum sem frábært var að skoða og detta inn í þessa ferðaheima. Hún fékk bæði sent frá fólki sem hún þekki og ekki þekkti í þetta fallega safn sitt.
Hún sagði mér fallega sögu sem ég sé sem fallegt verk. Hún hafði einu sinni átt í heitu ástarsambandi við mann. Hún elskaði hann mjög heitt, tjáði hún mér. Einn daginn sagði hann henni að sambandinu væri lokið og því var ekki breitt. Hún fylltist mikilli sorg en varð þó að lifa við þann söknuð sem við tók.
Það voru mörg ár síðan þetta hafði gerst og hún hafði ekki hitt neinn síðan sem fyllti plássið í hjartanu hennar.
Hún sýndi mér svo möppu með fullt, fullt af ljósmyndum af stigagöngum. Allir stigagangarnir voru ólíkir og sögðu hver sína sögu. Ég spurði hana hvað þetta eiginlega væri. Þá sagði hún mér að í öll þessi ár sem liðin voru frá því að hann hafði sagt henni upp hafi hún fylgt honum eftir. Í hvert sinn sem hann flutti í nýja íbúð, fór hún og tók mynd af stigaganginum þar sem hann bjó þannig var hún hluti af lífi hans og fylgdi í hans fótspor.
Þetta var ekki það eina sem hún gerði í skema, allt hennar líf var fyrirfram ákveðið, þá meina ég allt.Svona getur lífið verið fallegt og skrítið
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hæ Steina mín, langt síðan ég hef kvittað hérna á blogginu þínu. Takk fyrir færsluna, skemmtileg færsla um "öðruvísi" konu. Það er svo mikið af "öðruvísi" fólki og svo gaman að fá að kynnast fólki sem hugsar öðruvísi en ég, því þar get ég sannarlega lært eitthvað.
Stórt knús til þín, fallega yndislega Steina.
Ég fékk konu í heimsókn um helgina sem reyndist vera vinkona þín, hún Bobba. Yndisleg alveg.
SigrúnSveitó, 19.5.2009 kl. 21:43
Bestu kveðjur til ykkar kæra Steina og til hamingju með morgundaginn
Hlynur Hallsson, 19.5.2009 kl. 21:51
Yndislega sérstök, skipulag getur verið gott og ég gæti tileinkað mér þessa skrítnu og skemmtilegu konu í þeim efnum.
Kærleikskveðjur til þín Steina.
www.zordis.com, 20.5.2009 kl. 08:27
Ég er líka skipulagður!!!
Guðni Már Henningsson, 21.5.2009 kl. 15:33
~ ~ vilborg
Vilborg Eggertsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:18
Hmmm...
Já. Það er margt skrýtið í kýrhausnum!
Skemmtileg frásögn af þessari, tjah... sérkennilegu konu! :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2009 kl. 02:31
Falleg frásögn. Gott að meta það fágæta hjá náunganum, sama hve ólíkt það er okkur sjálfum eða því sem við eigum að venjast. Hugsa að í okkar þjóðfélagi séum við of fljót að dæma og viljum fella fólk inn í ákveðna fyrirfram ákveðna ramma.
Þú ert svo lagin við það elsku Steina að sýna okkur fram á annað á hlýlegan og fallegan hátt ogauðvelda okkur meiri víðsýni.
Ljós til þín
Sólveig Klara Káradóttir, 23.5.2009 kl. 21:57
ætla aðeins að fara blogga aftur knús inn í daginn þinn
Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.