sumt kemur bara og vill skrifast.
5.5.2009 | 20:33
Þessi orð kalla á mig og vilja skrifast.
Hef reynt að ýta þeim frá mér, því allt er of nálægt mér eins og er.
Oftast er best að skrifa um eitthvað þegar það er liðið hjá og maður er ekki í þeim tilfinningum á meðan farið er yfir það sem þarf að fara yfir.
En þessi grein vil út til þeirra sem á þurfa að halda núna, burtséð frá minni þörf og mínum tilfinningum.
Það segir mér að þörfin sé mikil fyrir umræðu og orð um þessa tilfinningu sem við berum öll í okkur meira eða minna, kannski meira núna þessa dagana en minna.
Hugtakið er hræðsla/ótti Ég finn þessa tilfinningu læða sér inn hjá mér þessa dagana í tíma og ótíma og ég upplifi ekki að ég geti varist henni. Veit þó að til er leið og tækni til þess, en á því augnabliki sem tilfinningin er þarna upplifi ég mig varnarlausa.
Ég hugsa sennilega of mikið og reyni of mikið að skilja það sem gerist í óttanum á skynsemisplaninu, á meðan ég ætti sennilega að vera að gefa óttatilfinningunni minni, þann kærleika og skilning sem henni ber.
Ég held að óttinn liggi yfir Móður Jörð núna og láti engan ósnortin. Ég finn eins og óttinn geri mig lamaða, sem verður til þess að ég get ekki hugsað skírt og rökrétt, en í staðin sveima hugsanirnar aftur og aftur í höfðinu mínu án upphafs, endis eða möguleika til að komast út úr aðstæðunum sem virðast óyfirstíganlegar.
Þetta er í raun mjög skrítið, ég næ ekki að vera herra yfir þeim, sennilega vegna þess að ég reyni að þvinga þær í burtu með rödd skynseminnar, vil ekkert vita af þeim sem hluta af mér, sem ég þó veit að er hluti af mér, þó ekki ég.
Ég óttast það, sem ég get ekki stjórnað, ég óttast að missa það sem ég á. Ég veit allt með skynseminni, en hún er ekki samstíga tilfinningunum.
Ég get misst, já, það veit ég. Það er hluti af því að vera á lífi. En það að missa getur verið það sem þarf til að fá eitthvað betra.
Ég óttast að missa heimilið mitt, já það er líka möguleiki á að ég missi heimilið mitt. En kannski er það ekki það versta sem getur gerst. Til að nýir hlutir geti gerst, verður að gefa þeim pláss. Ekkert er endalaut, ekkert í lífinu er endalaust, nema kannski lífið sjálft.
Ég hef verið í þessari skrítnu leiðslu undanfarna daga, sveiflast á milli vinnugleði með ný og spennandi verkefna til tilgangsleysis og örvæntingu yfir því sem ég get ekki stjórnað. Ég sé hlutina stundum að ofan og skil dýptina og tilganginn með öllu sem gengur yfir mig og okkur, en stundum upplifi ég það sama í tilfinningunni, óttanum, sem gerir mig máttvana og örvæntingarfulla. Ég get ekki, að mér finnst, valið hvaðan ég sé og upplifi, það kemur eins og að sjálfu sér.
Ég vildi svo mikið óska að ég gæti alltaf fókuserað að ofan á aðstæður og sægi hlutina í hinu stóra samhengi. Það myndi gera mér betur kleift að halda jafnvægi sem gerði mér auðveldara um vik að vinna þau verk sem kalla á hér og nú.
En kannski er það einmitt mikilvægt að ég upplifi mig máttvana og örvæntingarfulla, því það gerir mér kleift að skilja og læra það sem svo margir ganga í gegnum. Ég er hluti af óttaafli sem herjar á heiminn. Að vera hluti af þeirri tilfinningu, gerir að ég skil hana og skil þar af leiðandi aðra betur en ella.
Ef mér tekst að vinna á óttanum, verð ég meistari á því sviði og get þar af leiðandi verið öðrum hjálp í þeirri baráttu sem aðrir herja.
Eitt finn ég og veit, að það er mikilvægt fyrir mig og alla, að fá það besta út úr öllum erfiðleikum. Sjá erfiðleika, ótta, sorg, máttleysi eða hvað sem kemur sem möguleika til að vaxa. Hvað er mikilvægast fyrir mig að læra hér og nú. Hvað get ég nýtt mér þessa upplifun á sem bestan máta.
Sennilega er mestir lærdómurinn sem ég get fengið úr þessari tilvistarkrísu, að fara frá því að trúa á hinn innri heim, yfir í það að VITA og TREYSTA ! Það finn ég á þessu augnabliki, að er verkefnið.
Ég VEIT, ég treysti á að ef ég geri allt það besta sem ég get gert, þá er það sem gerist, það besta fyrir mig.....
Blessun og Kærleikur
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Elsku Steina
Skil mætavel líðanina en hef gert möntruna þína (sem þú sendir okkur hér á blogginu fyrir nokkru) að minni og verð að viðurkenna að þrátt fyrir að vera stundum svefnvana um nætur að hún hjálpar - svo að þrátt fyrir allt er ekki vitlaust að efla sjálfa sig með slíkum hvatningum. Man að þegar að erfiðast var í mínum eigin ranni að vitneskjan um að byrja á sjálfum sér til að geta gefið af sér var ómetanlegt veganesti. Megi sem flestir finna hinn innri styrk til að takast á við sjálfið og verða öðrum styrkur um leið.
Anna Karlsdóttir, 5.5.2009 kl. 21:04
Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 21:38
Fallegt og einlægt að vanda. Ég sjálf fékk staðfestingu á því að með því að treysta og opna fyrir jákvæðar væntingar eða finna að það verði séð um hlutina þannig að allt fari á besta veg er góð leið til að finna frið og taka á móti óvæntum leiðum almættisins eða alheimsins til að styðja við okkur.
Í veröld minni er allt af hinu góða.
Kærleikur og ljósgeislar til þín og þinna kæra Steina.
Sólveig Klara Káradóttir, 6.5.2009 kl. 18:45
Elsku Steina, allar þessar tilfinningar fylgja okkur sem betur fer, allt lífið á enda. Við erum manneskjur. Ef þú yfirvinnur þessar tilfinningar, þýðir það að jarðvistinni er lokið :)
Knús.
Ylfa Mist Helgadóttir, 6.5.2009 kl. 20:07
Ég á það til að sveiflast svona líka Steina mín. Ég er sammála þér að sennilega liggur óttinn eins og mara yfir samfélagi mannanna. Ástandið í heiminum er skelfilegt. Þarna er líka reiði. Reiði vegna þess hve gengið var á hlut þeirra sem ekkert slæmt gerðu, en eru engu að síður fastir í netinu, og miklu verr en þeir sem ollu skaðanum. Því þeir hafa örugglega gætt þess að "eiga" einhversstaðar eitthvað ef til þess kæmi. Þeir eru engir kjánar auraaparnir.
Knús á þig elskuleg mín og megi gæfan fylgja okkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:31
Kær kveðja
Guðrún Þorleifs, 7.5.2009 kl. 09:31
Kærleikur og knús elsku vinkona mín
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.5.2009 kl. 19:07
Einlæg lesning um tilfinningu sem er svo sönn hjá mörgum sem takast á við lífið á öðrum grundvelli en áður. Ástin og umhyggjan veit okkur sjálfum ljósbirtu þrátt fyrir að þær taki ekki frá okkur djúpar áhyggjur af atburðum.
Svo margt sem kemur í hugann við lesturinn og ég held að það sé okkur hollt að lenda á jörðinni og hugleiða stöðuna af rausnæji. Bleika skýjið heillar á svona stundum ......
Knús í daginn þinn.
www.zordis.com, 8.5.2009 kl. 06:38
ad treysta lifinu er setning sem hjalpar mer.
Las annars ahugaverda pælingu um ad madurinn a svo erfitt med ad lifa a fridartimum, tharf stoduga ogn nanast, og fer þa ad grufla um of i sjalfum ser...
SM, 8.5.2009 kl. 11:53
Takk fyrir þessi einlægu og fallegu skrif.
Ég skil þig svo vel. Ég var lengi eftir bankahrunið með eins og óskýranlegan hnút í maganum án þess að mér finndist ég vera með neinar of miklar áhyggjur af þessu. Þetta fylgir því svolítið að finnast sem maður hangi í lausu lofti eða bíði einhvers óvænts, sem maður veit ekki hvort verður gott, bærilegt eða ómögulegt.
Þegar þessi tilfinning náði tökum á mér leitaði ég í bænina, kyrrðina og friðinn. Þá fann ég að þetta mun allt fara vel hvernig sem það fer. Við eigum til að treysta um of á hið veraldlega í stað þess að treysta Guði fyrir velferð okkar. Hafa hann með okkur í gegnum erfiðleikana svo hann geti hafið okkur upp úr þeim.
Guð blessi þig.
Bryndís Böðvarsdóttir, 13.5.2009 kl. 23:31
Kærleiks ljós til þín.
Svava frá Strandbergi , 14.5.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.