Fegurðin í náttúruríkjunum
16.4.2009 | 14:18
Er allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt. En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.
Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.
En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.
það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.
Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki !
Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.
Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.
Hugrenningar mínar fara til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.
Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.
Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!
Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.
Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum, í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum. Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.
Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.
Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.
Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?
Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !
Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka, fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira
Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:
Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !
Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Svo sannarlega! Svo sannarlega!
Gunnar Páll Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 20:46
Elsku besta Steina mín, þegar maður hugsar um það, þá er þetta alveg rétt hjá þér, við getum ekki lifað án dýranna, en þau geta alveg lifað án okkar og sem meira er jörðin okkar væri betur komin án mannanna svo illt sem það nú er. Hún væri ómengaðri hreinni og friðsamari. Maður getur bara grátið yfir skilningsleysi, miskunnarleysi og græðgi mannskepnunnar. Ég verð oft svo reið þegar ég hugsa um það. Vildi að við gætum breytt því ástandi, en við höfum ekki leyfi til þess. Þar verður hver og ein manneskja að upplifa sjálf að breytinga er þörf. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 09:28
Svo sannarlega rétt hjá þér Steinunn mín. Takk fyrir hugleiðsluna. Það er það minnsta sem maður getur gert að þakka fyrir sig Og þakka fyrir fórnina, áður en maður tekur til matar síns.
Kærleiksknús
Kristborg Ingibergsdóttir, 17.4.2009 kl. 17:17
Kærar þakkir fyrir þetta Steina - ÉG MUN HAFA ÞAÐ Í HUGA þegar ég snæði næst.
Anna Karlsdóttir, 18.4.2009 kl. 13:13
Takk
Lúðvík Bjarnason, 19.4.2009 kl. 20:06
Innlitskvitt og kærar kveðjur.
Guðrún Þorleifs, 20.4.2009 kl. 00:42
Fallegur pistill sem fær mann til að hugsa.
Blessi þig Steina mín!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 10:10
Takk fyrir allt tetta Steina mín.
Hjartanskvedja frá okkur í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 07:33
JVá, já, þetta er eitthvað sem ég tek sem sjálfsögðum hlut. Hugsunin mín nær ekki lengra en að ég fæ mat í búð, sem að fyrir mér er of dýr. Ekki var ég eitthvað að hugsa um að þetta dýr, sem að er nú í pakka, hafi eitt sinn verið á lífi. En það þarf aðeins eina manneskju til að gera mér grein fyrir hinu augljósa. Ég mun prófa þessa 3 sekúndna reglu næst þegar ég borða kjöt. Takk fyrir þetta.
kærleikskveðjur
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:31
Sæl Steina.
Já,sköpunin í allri sinni mynd er svo samofin að allir ættu að sjá það,
en við erum svo upptekin af sjálfum okkur
að allt annað fellur fyrir fótum okkar.
Þetta var góð grein hjá þér.
Kærleikskveðja á alla familíuna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:52
Þ Þorsteinsson, 25.4.2009 kl. 14:54
Þetta er alveg mögnuð vakning hjá þér elsku Steina mín, - svo sannarlega kominn tími til að sjá heildarmyndina!
Takk hjartans dúllan mín :-)
Vilborg Eggertsdóttir, 27.4.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.