Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er fögur lýsing á einlægri og innihaldsríkri trúarupplifun. Hversu langt þetta er frá hinni leiðinlegau og þröngsýnu bókstafstrú.. Þetta er unaðslegt að lesa, Steina. Hjartans þakkir!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2009 kl. 19:05

3 identicon

æl Steina.

Ja, A harmony to the nature is a wonderful things !

 Trú Von  og Kærleikiur, sem er þeirra mestur.

Kærleikskveðja á þig og alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 08:30

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gott að þú ert komin heim hjartans Steina mín og að allt var gott heima þegar þú komst. Þegar svo er verður minningin fegurri...

Guðni Már Henningsson, 12.4.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: www.zordis.com

Gleðilega Páska til þín og þinna kærleikans kona.

www.zordis.com, 12.4.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilega páska

Guðrún Þorleifs, 13.4.2009 kl. 05:53

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

 Bara að lesa þetta er yndisleg uppliifun. Þú talar svo til mín elsku Steina. Beint inn í hjartað

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.4.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2009 kl. 14:15

9 Smámynd: Dísa Dóra

Kærleikskveðja til þín og þinna

Dísa Dóra, 13.4.2009 kl. 22:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis hefur þetta verið magnað Steina mín.  Mikið skil ég vel að þú sér uppnumin.  Knús á þig elskuleg mín og kærleikskveðjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband