skemalíf
15.1.2009 | 15:57
Kærustu bestu bloggvinir.
Langt er síðan ég hef skrifað eða kíkt á ykkur. Það er svo skrítið að maður fær samviskubit eins og þegar maður sinnir ekki kærum vinum sínum.
Allt er gott og Blessað að frétta frá kotinu. Ég sit hérna og hlusta á músík sem vinur minn Sævar flytur og sendi okkur. Unaðslega ljúft !!
Sól er búinn að vera lasin undanfarna daga og liggur núna og horfir á þriðju Harry Potter myndina í dag, blessunin.
Ég eins og svo margir finn að ég þarf eitthvað að strukturera tímann minn betur en ég hef gert oft. Þar að leiðandi kemur líka smá breyting á komur mínar hingað. Það hefur reyndar verið svona undanfarið þó svo ég hafi ekki skrifað það eða sagt.
Það er svo margt spennandi að gerast hjá mér sem að sjálfsögðu tekur líka tíma.
Ég er að koma heim til Íslands í nokkra daga í lok janúar ! Ég er að fara til London í byrjun Apríl. Vorið að koma í skólanum með lokasýningum, sýningarskrá og allt það sem fylgir lokaverkefnum hjá skólanum.
Ég er með sýningu í sumar á Íslandi, sem ég hlakka mikið til að vinna að. Kem þá AFTUR heim og verð á Ísafirði.
Svo eru nokkrar greinar sem ég þarf og langar að skrifa.
Svo var ég að panta mér tvær bækur sem ég er búinn að fá, sem mig langar að liggja og njóta undir teppi við brenniofninn næstu mörg kvöldin það sem af er vetrar. Bækurnar eru Western Esoteric Masters Series efter Helena Blavatsky og The Extraordinary Life & Influence of Helena Blavatsky. Ummmm dejligt
Einnig er eitt mjög spennandi verkefni framundan sem ég ásamt nokkrum öðrum er að vinna að og það er 1 júní !
Við köllum saman fjölda andlegra hópa frá Skandinavíu og verðum saman einn dag þar sem við hugleiðum og sköpum netverk okkar á milli. Ef einhverjir sem lesa þetta hafa áhuga, endilega látið heyra í ykkur.
Þannig að lífið er fullt af bæði notalegu og skemmtilegu.
Ég held að ég setji bloggið á um helgar, helgarblogg. Eins og þegar maður er áskrifandi á helgarblaðinu, ætla ég að reyna að skrifa um helgar einhverja pistla.
Ég held að það passi vel við það sem ég er annars að gera.
Ég byrjaði líka á námskeiði síðasta sunnudag. Þetta er námskeið um geisla sem byggja um allt líf á jörðu. Ég var einu sinni fyrir mörgum árum á viku námskeiði um þetta sama efni og var það ofsalega spennandi. Hundavinkona mín í næsta bæ (við göngum með hundana okkar saman) heyrði um þetta námskeið sem er haldið ekki svo langt frá Lejre, spurði hún hvort ég ekki vildi með. Sem ég auðvitað gerði.
Ég ætla líka að gera svolítið nýtt sem ég hef látið mig dreyma um lengi lengi, það geri ég á sunnudögum.
Kæru vinir, AlheimsLjós til ykkar allra.
Steina
Athugasemdir
Góðan bata með Sólina þína.
Sé að það er nóg framundan hjá þér
Ljós og friður til ykkar.
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 18:16
Hvað gerir þú á sunnudögum Steina mín? Þú gerir mann forvitinn.
Ég stefni að því að setja mig í samband við Guðna og við fáum okkur öll kaffisopa saman.
Það væri gaman að fá ykkur í Mosó og taka smá bíltúr um sveitina með ykkur. Guðni er nú gamall Mosfellingur.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 15.1.2009 kl. 21:55
mmmm Það er svo gott að liggja undir teppi með góða bók þegar vindurinn hamast á glugganum.
Hljómar spennandi þetta námskeið um geislana. Þú verður að segja mér nánar frá því.
Kærleikur og ást.
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:48
Gangi þér vel Steina mín! Verð í danaríki í byrjun febrúar - það væri gaman að hittast þá. Skil þig mætavel í öllu annríkinu mér líður svipað.
alheimsljós til þín
Anna Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:05
Elsku Steina mín, alltaf gott að lesa færslurnar þínar. Gott hjá þér að skella þér á þetta námskeið. Hlakka til að heyra í þér á laugardaginn Knús.
Kristborg Ingibergsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:12
Kæru vinir takk fyrir innlit og komment.
Kæri Kalli, endilega hafðu samband við Guðna og við finnum dag. Ég er á Íslandi frá 30 jan til 8 feb. Nokkrir dagar eru þegar uppteknir, en við finnum ábyggilega út úr því. Þetta með sunnudagana er svolítið á leyndóplaninu ennþá. Er kannski enn svolítið feiminn með þetta núna. En ef allt gengu vel, segi ég þér gjarna frá því. Ég hlakka mikið til að hitta þig Kalli minn.
Hrönn mín, þegar við einhveratíma hittumst segi ég þér frá geislunum. En ef þú lest dönsku (sem ég er viss um að þú gerir) þá sláðu upp á tölvunni.holismen
þarna geturðu fengið smá yfirlit í grófum dráttum um þetta spennandi princip
Anna mín.ég kem heim 8 feb, frá Íslandi, hvenær ert þú í dk. Ef ég er komin heim þá finnum við tíma til kaffisopa saman.
Bobba mín kæra, hlakka til að tala við þig á laugardaginn og sjá þig á Íslandi.
Ást og Kærleikur til ykkar allra.
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 07:04
Margt spennandi að gerast sem ég held að sé með nýja árið að gera! Það er svo mikil orka í umheiminum núna þrátt fyrir neikvæðan byl sem þýtur um heiminn. Nú er rétt að taka á móti neikvæðninni og umbreyta henni heiminum í hag.
Vona að Sólin sé betri, Íris mín Hadda er líka að flensast en öll að koma til.
Kærleikurinn í hæstu hæðum til þín og þinna!
www.zordis.com, 16.1.2009 kl. 20:28
Knús og kærleikur til þín, kæra Steina. *God bedring* til Sólarinnar þinnar.
SigrúnSveitó, 17.1.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.