munum eftir hinum á jólunum

Laugardagskvöld !img_3818.jpg
Sól og ég slöppum af og horfum á jólamúsíkþátt og Gunni spjallar við Einar bróðir sinn inni í eldhúsi.
það hefur verið mikið að gera yfir jólin. Á aðfangadag vorum við hjá Sigyn, Albert og börnum á N. Sjálandi. Á jóladag voru 9 fullorðnir og 7 börn í heimsókn. hjá okkur Það var alveg rosalega mikið fjör hjá bæði fullorðnum og börnum. Börnin spiluðu playstation og sungu með ABBA og við hin fullorðnu spiluðum. Þetta var mjög international hópur. Það var töluð íslenska, danska, þýska og franska.

Á 2. Jóladag komu Tumi, Ráðhildur og börn sem eru ekki lengur börn heldur afskaplega skemmtilegt ungt fólk. Við fórum með Ráðhildi og Tuma í skógartúr hérna í skóginum okkar í yndislegu veðri, set nokkrar myndir inn.

Í dag kom Einar bróðir hans Gunna og verður hann hjá okkur í nokkra daga.
Það er svo skrítið, eins og ég er lítið félagsleg manneskja þá er alltaf erill hérna hjá okkur. Alltaf fólk að koma og fara og það er æfing fyrir mig að vera með í þessu. Hún skrítna sem ég hef skrifað um áður, sem stal kettinum okkar og klippti runna niður og fl. Og fl. Er næstum daglegur gestur hjá okkur.

 Þannig er að hún hún var í heimsókn hjá okkur nokkuð fyrir jól, á 3. í aðventu. Við sátum og vorum að spjalla við hana. Hún talar mikið og liggur mikið á hjarta. Hún situr meðal annars og horfir á aðventukransinn og segir: ég hef ekki verið með öðrum manneskjum á aðventunni frá því ég var barn (hún er 62 ára) !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég hafði svo ákveðið að spjalla við vinkonu mína á skypinu og sagði ég það við nágrannakonu að ég þyrfti að tala við vinkonu mína og það gæti tekið tíma. Segir hún þá: má ég sitja, hlusta og fylgjast með ykkur í smá stund, það er svo notalegt að vera í kringum manneskjur og fylgjast með heimilislífi !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Að sjálfsögðu. Ég spjallaði við vinkonu mína í tæpan klukkutíma og nágranni sat og hlustaði og drakk kakó.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

 Eftir símtalið spyr ég hana svo, hvað hún ætli að gera um jólin, það verður smá þögn og svo segir hún : ég á erfitt með þennan árstíma.....ég er alltaf ein með kisunum mínum. Hummmm, ég fékk illt í magann !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Í 13 ár hefur hún búið við hliðina á okkur og hefur verið ein öll jól !!!

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég fann mikla vanlíðan yfir þessu. Spyr hún svo hvort hún megi bjóða okkur í eplaskífur daginn eftir og koma með þær yfir til okkar. Það var að sjálfsögðu í lagi.

img_3790.jpgDaginn eftir kemur hún hingað yfir og er í ansi miklu stressi, því hún kunni ekki að baka þær! Hún bað Gunna að hjálpa sér sem og hann gerði. Ég spurði hana hvernig stæði á því að hún hafði boðið okkur þegar hún kynni ekki að baka þær. Hún sagði að mamma hennar hafi verið svo dugleg að baka eplaskífur og þar af leiðandi hélt hún að hún gæti líka. Ég gerði grín af henni (í góðu) og sagði að svona nokkur færi ekki í arf, en þyrfti að læra. Við fengum þó yndislegar eplaskífur og fallegt kvöld. Við buðum henni svo í hrísgrjónagraut í hádegismat á aðfangadag og deildum þá gjöfum til hvers annars. Hún bað um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við þökkuðum feginn fyrir því að við höfðum mikið að gera fyrir kvöldið.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Á jóladag var henni boðið hingað með fullt af fólki og það var yndisleg upplifun fyrir okkur og hana. Hún var yndisleg og setti líf í boðið. Hún er skrítin, hún er öðruvísi en flestir en það er lífið að við erum ólík og öðruvísi.

Hún kom með gjöf fyrir heimilið, hún kom með spegil sem er yfir 120 ára gamall og gerður úr steypujárni og giltur. Ofsalega fallegur spegill sem föðurafi hennar hafði smíðað.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Núna hefur hún komið daglega og beðið um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við höfum að sjálfsögðu alltaf sagt já við. Lappi nýtur góðs af, við njótum góðs af og nágranni nýtur góðs af.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Já það er svo margt við þessi samskipti sem vekur mig til umhugsunar ! Hvernig er það hægt að einhverjir eru svo miklir einstæðingar að þeir eru einir á jólunum, áramótunum, hátíðardögum.
Hvernig stendur á því að ég í öll þessi ár hef ég ekki spáð í það að í litla húsinu í bakgarðinum mínum væri kona ein, á jólunum, Hátíð Krists. Er það ekki einmitt tíminn sem við komum hvert öðru við, erum tengd frá hjarta til hjarta.

Nágranni verður aldrei aftur ein alla jóladagana, það sjáum við um.

Gleðileg Jól kæru netvinir og takk fyrir öll yndisleg kommentin ykkar og jólakveðjur.

_mg_0.jpg_mg_4.jpg_mg_5.jpg_mg_6.jpg_mg_7.jpg_mg_8.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - þetta vekur mann til umhugsunar....

Fallegar myndir hjá þér - mér finnst svo fallegur þessi blái litur ;)

Kærleiksknús á þig

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku Steina, þú vekur mig alltaf til umhugsunar..ástarkveðjur og jólasnúss!!!

Guðni Már Henningsson, 27.12.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina mín, þú ert æði!!!

Vekur mann til umhgusunar.

Takk fyrir góða og ærlega pistla.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 27.12.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert engri lík Steina mín. Þakka þér fyrir að vekja mig til umhugsunar.

Njóttu lífsins meðan kostur er.

Kærleikskveðjur,

ein þakklát fyrir vináttuna

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er stórmerkilegt. Mér finnst að þú ættir að skrifa bók um þessa nágrannakonu þína og upplifanir þínar af henni og hvernig þær tengjast almennum mannlífspælingum þínum. Það er innblástur að kynnast fólki sem hefur allt aðrar forsendur, reynslu og hugarheim en maður sjálfur og manns nánasti hópur (sem er nær alltaf frekar líkur manni sjálfum varðandi almennt gildismat..) Gerðu þetta, elsku kvinna!

Faðmlög til ykkar.

PS: Myndirnar eru yndislegar. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.12.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tessi gamla kona..Gamla kona segi ég (ég er 53 og mjög ung sko)Tessi nágranni ykkar hefur aldeylis fengid gott um tessi jól bædi felagslega og andlega.Mikid voru tid gód vid hana.En svona adstædur vekja mann til umhugsunar tad er akveg víst.Vid höfum eithvad svo allt af öllu.Án tess ad gera okkur grein fyrir tví.

fallegar myndirnar tínar úr tokunni.

Hjartanskvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 04:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hve þetta er falleg frásögn.   Mikið er gott að þið skylduð ná svona vel saman.  Og nú dettur mér allt í einu í hug draumurinn sem þú sagðir okkur frá um manninn manstu.  Ætli þetta geti tengst því eitthvað?

Þú er alveg frábær manneskja elsku Steina mín og mikið hlakka ég til að hitta þig í eigin persónu næsta sumar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 12:11

8 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir allar þínar yndislegu færslur á árinu sem er að líða.  Þitt stóra hjarta.. og að vera þú. Hafðu það gott með fjölskyldunni þinni alla daga á nýju ári. Mundu hversu einstök þú ert, njóttu þess ljúfust.

Hlýkveðja umvafin kærleiksljósi til þín

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.12.2008 kl. 12:18

9 Smámynd: www.zordis.com

Það er gott að eiga góða granna að sem búa yfir gjafmildi og kærleik. Ég brosti þegar ég las um eplaskífurnar en ég var að enda við að baka pönnsur af því að amma gerði það svo vel! Það gekk nú bara ótrúlega vel og heimilisfólkið kvartaði ekki.

Njóttu verunnar og fólksins þíns í kærleikanum!

www.zordis.com, 28.12.2008 kl. 17:33

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jóla og kærleiksknús...blái liturinn á myndunum er guiðdómlegur og heilandi. Góður litur að hugsa um núna..svalandi og tær. Takk fyrir yndi og kærleik á árinu Steina mín...les alltaf pistlana þína þó ég kvitti ekki alltaf fyrir mig.

Bless!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 22:20

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nágrannakonan greinilega dregst að ykkur og það er frábært og gefandi að lesa um það hvað þið reynist henni vel....sorglegt samt að hugsa til þess hvað sumir eru miklir einstæðingar, það er eiginlega hámark fátæktarinnar að eiga enga fjölskyldu og enga vini, þið eigið samt blessunarlega nógan kærleik að gefa öðrum....mig er farið að langa til að koma í heimsókn

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.12.2008 kl. 13:39

12 identicon

takk fyrir að minna mig á steina mín og gleðilegt ár

jóna björg (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:49

13 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ef þetta er ekki í anda jólanna veit ég ekki hvað. Virkilega gaman að lesa um fólk sem lítur ekki á það sem vandamál að elska náungann. Guð blessi þig og þína!

Gaman að skoða myndirnar þínar.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.12.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Yndislegt

Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 20:39

15 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta vekur sannarlega til umhugsunar, en einmanaleiki kemur reyndar að innan og stundum getur maður verið mest einmana í fólksfjölda. Mér finnst ekki verst að vera ein á jólunum en það er auðvitað yndislegra ef fólk lætur sig varða um mann - sú tilfinning er best. Fólk á að láta sig hvort annað varða.

Kærar þakkir fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og gleðilegt ár, elsku Steina!

Anna Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:26

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamleg saga af þessu sameiginlega ferðalagi ykkar grannkvennanna. Jóla og áramótakveðjur til ykkar allra, líka grannkonunnar! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 16:06

17 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár ljúfust og takk fyfir yndislegu bloggin tín

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 1.1.2009 kl. 09:29

18 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Gleðilegt ár !

Þ Þorsteinsson, 1.1.2009 kl. 11:58

19 Smámynd: Hulla Dan

Þetta vekur mann nefnilega til umhugsunar!

Gleðilegt ár til ykkar og Lappa. Hlakka til að eiga aðgang að þessari fallegu síðu næstu a.m.k 365 daga.

Kærleikskveðjur og gleði til ykkar.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 17:37

20 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Elsku Steinunn, það er ástæða fyrir því að þið urðuð nágrannar. Guð er góður Gleðilegt ár til ykkar allra.

Kristborg Ingibergsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband