hver er hún tilfinningin sem heimsækir mig þessa dagana
9.12.2008 | 08:01
Klukkan er sjö mínútur í átta og morgunútvarpið malar í bakgrunninum. Þeir tala við Stein Bagger sem er í L.A með marga marga peninga. En auðvitað er þetta bara einn annar útvarpamaður sem er að plata hlustendur, hann er í plötuskapi.
Ég er einhvernvegin svo glöð núna. Ég var glöð í gær, ég finn gleðina ennþá í maganum og hjartanu.
Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir mig glaða.
Ég er ekki ennþá búinn að pakka gjöfunum og senda til Íslands til minnar kæru fjölskyldu. Var að minna Sól á það áðan að við þyrftum að gera það í kvöld.
Ég er ekki búinn að setja skrautið upp. Það bara komin aðventukrans og rauð kerti inn í húsið og jólaljós fyrir utan og að sjálfsögðu er herbergið hennar Sólar eins og ekta jólastofa.
Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég gef börnunum mínum í jólagjöf. Var að spyrja Sól áðan hvort ég ætti að kaupa jólagjöf handa Gunna í dag, hún var alveg með ákveðna hugmynd sem erfitt verður að uppfylla: jólapeysu með blikkandi ljósum. Ég sagði nú að þetta væri ekki alveg praktískt þegar við værum ekki með svo mikið af peningum, að kaupa peysu sem bara er hægt að nota á jólunum. Hún benti mér nú á að það væri líka hægt að vera í henni við julefrokost. hummm
Ég er ekki glöð af því að húsið er hreint og fínt fyrir jólin, nei hér er allt einhversstaðar annarsstaðar en það á að vera, en svona geta nú hlutir fundið sér nýja og aðra og kannski betri staði, sem fara þeim betur og það borgar sig ekkert að vera að blanda sér í það.
Ekki er gleðin yfir því að ég hafi peninga inni á reikningnum mínum fyrir þessum tveim ferðum sem ég er að fara í eftir áramót. Sá áðan að það hafði verið tekið út fyrir hótelinu í London yfir 600 dollara. En svona er það, ef maður þarf, þá þarf maður.
Klukkan er núna fjórar mínútur yfir átta og ég finn ennþá gleðina í maganum, þó svo að ég telji allt upp sem er ekki í röð og reglu.
Ég er hvorki fræg, falleg eða rík, ég er bara ósköp venjuleg kona í sveit með fjölskylduna sína og dýrin sín, en þó finn ég lukku í maganum. Lukkan er ekki yfir neinu, en þó getur alveg verið að hún komi yfir því sem ég tel vera svo sjálfsagt í lífinu. Eitthvað sem ég tek ekki eftir og bara er þarna með sinn vilja og ég tek bara sem er sjálfsagt.
Ég varð glöð í gær yfir að ég kláraði tvær greinar sem ég var nokkuð ánægð með. Ég var líka glöð yfir fundinum í gær með hugleiðslugrúppunni og Gordon. Yndisleg hugleiðsla , yndislegt efni sem við stúderuðum saman öll í samveru. En það er einhvernvegin ekki það sem gerir mig alveg svona glaða, held ég, því ég var líka svona glöð í gærdag.
Ég er líka að fara að hitta ástina mína, hana Sigyn á eftir í Kaupmannahöfn, ég er glöð yfir því, en þó held ég ekki að það sé það.
Þetta er svona róleg þægileg gleði sem lúrir eins og á yfirborðinu og er alveg að koma. Ég finn hana ólga smá núna þegar ég heyri Kim Larsen syngja jólalag um Jesú og afmælið hans.
Ósköp er þetta notalegt, hann liggur þarna svo fallega á gólfinu hann Lappi minn, öruggur um að ég sé ekki að fara neitt og að við tvö séum að vera saman í dag í þeim rólegheitum sem passar okkur svo vel
Ég verð eiginlega að fara með hann í göngutúr áður en ég fer í borgina.
Sennilega eru þetta jólin sem ég er með í maganum. Jólin eru í raun ekki um neitt utanað komandi en tilfinning sem er þar frá því ég var litla barnið og hlakkaði til að eiga jól og gleði með fjölskyldunni minni. Fá bækur sem yljuðu mér fram í janúar. Sögðu mér sögur um framandi heima og ævintýri.
Ég hef ekki alltaf haft þessa tilfinningu á þessum tíma, sennilega ekki frá því að ég var barn. Jólin hafa í mörg ár verið um annað en þessa jólatilfinningu sem ég finn núna. Í raun hafa jólin verið erfið á svo margan hátt. Sennilega hefur hugurinn verið fastari við efnið en við það andlega. Matur hefur verið það sem hefur tengt mig við jólin og fyrir nokkrum árum gott vín og góður matur, sem er í sjálfu sér í lagi en ekki þegar það er það sem jólin verða um. Ég held að þessi tilfinning núna sé á léttari plani en áður.
Gleðin við, að bara vera, án þess að fókusera á hvað á að borða, drekka og borða drekka. Núna veit ég að auðvitað kem ég til að borða og drekka vatn, en það er ekki það sem þessir dagar eru um.
Núna veit ég einhversstaðar inni í mér og yfir mér að Kærleiksorkan er meiri á þessum tíma svífandi og það er kannski hún sem ég finn og nýt að vera í þessa dagana. Kærleiksorkan sem allir eru að senda og hugsa til hvers annars.
Sennilega er það sú tilfinning sem er Jólin. Krists tilfinningin, já
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Ljúft hjá þér. Ég er búin að vera með jólagleði í huga mínum og hjarta síðan ég var á Íslandi í lok október. Bara Yndisleg tilfinning
Guðrún Þorleifs, 9.12.2008 kl. 10:19
Jólapeysu með blikkandi ljósum smitaðist af smá kæti sem flæddi um mig varð svo hugsað til Góða Dátans Svejks og hvað honum hefði dottið í hug að gefa í jólagjöf. Takk fyrir greinina Steinunn og lifðu heil
Máni Ragnar Svansson, 9.12.2008 kl. 10:48
Ég er líka einstaklega glöð í dag.Snjórinn,ljósin kuldinn úti,hlýjan inn,allt er svo falllegt og notalegt.
Fallleg og skemmtileg skrif hjá þér ylja lika.
Gleði og kærleiksknús til þín.
Skemmtilega og falllegar myndir hér neðar af Sólinni þinni sætu.
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 15:52
Falleg frásögn að vanda, mér finnst ég upplifa stemminguna svo vel í gegnum þig og skil þig líka svo vel.
Njóttu aðventunnar í allri sinni rómantík fjölskyldunar í sinni mynd.
Ljós og friður fylgi ykkur dag sem nótt.
Sigríður B Svavarsdóttir, 9.12.2008 kl. 15:55
Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 17:59
Sannarlega jákvæður og yndislegur pistill hjá þér Steina mín. Nú ætla ég að hugleiða og leita og finna gleðina í mínum maga. Þú slærð á spennuna og ég er þakklát fyrir þig. Hafðu það sem best og njóttu aðventunnar elskuleg. Hugsa til þín, takk fyrir ljósið í myrkrinu. kkv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:00
Smá leiðrétting...þú ert víst falleg og rík... og ég er líka glaður, það er gott að taka til í tilfinningum sínum, raða þeim þar sem þær eiga að vera og skilja þær. Ég ætla að fá mér ýsu á eftir.
Guðni Már Henningsson, 9.12.2008 kl. 19:38
Kærleikskveðjur
Kristborg Ingibergsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:49
kvitt
Þ Þorsteinsson, 9.12.2008 kl. 23:41
Það er gott að vera glaður
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:24
Gleðiknús til þín frá mér
Sigrún Friðriksdóttir, 10.12.2008 kl. 23:05
Ég ætlaði að leiðrétta þig en sé að Guðni var fyrri til. þú ert víst falleg, rík og svo ertu fræg. Í minni tilveru amk.
Þú ert með jólasvein í maganum. Æ það er svo gott.
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.12.2008 kl. 15:38
Öll sú fegurð sem þú dælir til okkar endurspeglast í sjálfinu þínu sem segir mér að þú sért falleg, rík af umhverfi og hugsunum og frægðin er kanski ekki það sem við viljum. Vera þekkt af kærleiksorðum og góðum hug er málið!
Hátíðarmallaþúsundfiðrildajólatilhlökkunarknús!
www.zordis.com, 11.12.2008 kl. 20:10
Hjarta mitt kippist til.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:48
Dísa Dóra, 13.12.2008 kl. 20:13
Ég er svo glöð yfir þessari fallegu hugvekju um gleðina! Þú er svo sannarlega falleg því þú geislar af hreinum kærleika og visku á óeigingjarnan hátt.
Með kæru þakklæti fyrir öll gullkornin og ylinn sem orð þín hafa vakið innra með mér
Sólveig Klara Káradóttir, 13.12.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.