Gleðilega aðventu allir nær og fjær !

Kæru bræður og systur !foto_454_740359.jpg

Núna er gleðileg aðventa !!!

Jólaboðið í gær var gott ! Svolítið rifist hátt, svo voru allir vinur.

Ég og Sól gerðum aðventukrans í morgun. Fórum út og týndum það sem þurfti í hann, mosa og greinar. Svo tók litla skottan yfir og spreyjaði smá glimmer hér og þar og svo varð til þessi fallegi aðventukrans.

Við höfum tekið því rólega í morgun, drukkið te og kaffi og bara verið. Við erum bæði þreytt eftir gærkvöldið. Gunni fór til Kaupmannahafnar og var með Sigga okkar.

Á eftir erum við að fara til Sigynjar og fjölskyldu. Þau eru með jólabasar á veitingastaðnum sínum á norður Sjálandi.

Ég man þegar við komum fyrst til Danmerkur, þá hringdi maður heim kannski á nokkurra mánaða fresti, það var nefnilega svo dýrt. Læt vera að segja frá því hversu oft Sigyn dóttir hringdi heim til Íslands til vina sinna.

Læt nægja að segja að við vorum spurð um það einu sinni í bankanum þegar við vorum að borga símareikning , hvort við rækjum fyrirtæki, híhí.

En núna í dag eru möguleikarnir svo miklir. Sól sat í morgun með vinkonu sinni Nínu. Ekki frásögu færandi, en þær voru að spila spil við vinkonu sína á Fjóni ! Þetta hefði verið óhugsandi á sínum tíma. Þær hringjast við mörgum sinnum í viku í gegnum Skypið og blaðra og spila og eru að kíkja á hinar og þessar dýraheimasíður saman.

Það hefði á sínum tíma sparað okkur um hundruði þúsunda að hafa þessa tækni, þegar Sigyn mín bjó heima.

Núna ætla ég og fá mér hádegismat áður en við keyrum norður eftir.

Kærleikur og Ljós til allra

Set inn smá myndir af boðinu í gær !

_mg_3142.jpgimg_3140.jpgimg_3152.jpgimg_3136.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gleðilega aðventu þú líka :)

jóna björg (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk elsku vinur, þú skilar kveðju til allra!!!

Guðni Már Henningsson, 30.11.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegur krans. Flottur arinn  Kærleikur til ykkar allra

Kristborg Ingibergsdóttir, 30.11.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Æ ég fæ alveg í magann yfir svona dansk - íslensku aðventu-matarboði. Flottur krans - ég setti einn upp í dag líka

kærleikur

Anna

Anna Karlsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband