skrítin upplifun sem ég vil deila með þér...

_mg_6020.jpgÞað er orðið haustlegt hérna í Danmörku. Ég fór með vettlinga á höndunum í morgun þegar ég fór í vinnuna.

Á morgun er þessari vinnutörn lokið, vikufríið mitt byrjar á mánudaginn og ég hlakka mikið til. Ég er að klára uddannelssplanen í skólanum þessa dagana. Þar að segja að útfylla alla pappíra sem eru margir fyrir hvern nemanda í ungdomsuddannelsen sem er svo sent til námsráðgjafa sem fylgir hverjum nemanda, foreldra og sveitarfélaga. Ég sendi það síðasta út á morgun með bréfi um hvenær við fundum fyrir hvern og einn nemanda. Þetta er heilmikið batterí og ég verð svo feginn þegar ég er búinn að þessu.

Það hefur ekkert sérstakt gerst undanfarið nema ég hef það betur en ég hafði það áður. Ég hef haft góðan tíma með þerapístanum mínum og það var til að hjálpa mér að skoða hlutina ofan frá og þá er allt auðveldara.

Ég hef voða mikið verið að hugsa um atburð sem gerðist einu sinni fyrir mig.

Mig langar að deila því með ykkur, því ég hef verið að huga um hvað þetta hafi verið.
Þannig er að ég var á heimavistarskóla í tvö ár frá því ég var 15 ára til 17 ára.

Þetta gerðist þegar ég var 16 ára.

_mg_6033.jpg Það var eitt kvöld að mikil læti voru á vistinni, það gerðist hlutur sem ég vil ekkert fara út í hérna, enda hefur það ekkert með frásögnina að gera. En við á herberginu mínu vorum í mjög miklu uppnámi og grétum þessi ósköp og gátum ekki fallið í ró. Skólastjórinn kemur og talar við okkur og reynir að róa okkur. Kemur hann svo að rúminu mínu og segir mér að fyrr um kvöldið hafi gerst undarlegur hlutur. Hann hafi verið inn í eldhúsi að drekka kaffi. Hann var einn, af hverju veit ég ekki. Þá er bankað á dyrnar hjá honum. Ég vil taka það fram að skólinn er langt frá öllum mannabyggðum og til að keyra upp að skólanum þarf að keyra dágóðan spotta frá þjóðveginum.

En sem sagt hann opnar dyrnar og fyrir utan stendur maður. Hann biður um að fá að koma inn.

Hann biður um að fá vatn að drekka, sem hann fær.
Það eru svið á borðinu og hann spyr skólastjórann hvað þetta sé. Skólastjórinn verður undrandi á þessari spurningu, en segir honum að þetta séu svið. Hann bíður honum að smakka og mig minnir að hann hafi þegið það.

Svo spyr maðurinn hvort það sé stúlka þarna í skólanum sem komi frá Vík í Mýrdal sem hafi stafinn S sem fyrsta staf í nafninu sínu. Svo lýsir hann nokkrun veginn hvernig ég leit út. Hann nefnir m.a. að ég hafi græn augu og að mamma mín hafi I sem fyrsta stafinn í nafninu sínu (sem passar) Svo kemur hann inn á ýmis mál frá fjölskyldu minni sem ekki var á almanna vörum og fáir vissu.
Skólastjórinn segir að svo geti vel verið, en hvað það er sem hann vilji henni. Hann sagðist nauðsynlega þurfa að tala við hana um mjög áríðandi hlut._mg_6016_726550.jpg

Skólastjórinn sagði að það væri ómögulegt, þar sem hún væri farinn að sofa, en hann gæti komið að degi til ef það væri svona mikilvægt.

Spyr þá maðurinn hvort hann megi skrifa bréf til mín og hann /skólastjórinn vilji færa mér það. Segist hann að sjálfsögðu vilja gera það.

Bað þá maðurinn um blað og penna og skrifaði mér bréf.

Hann gefur svo skólastjóranum bréfið, kveður og hverfur út í nóttina.

Skólastjórinn gaf mér svo bréfið og sagði um leið að þessi maður hafi haft mjög sérkennileg augu.
Mér fannst þetta allt hið undarlegasta mál. Ég las bréfið en man ekki allt sem stóð í því, en ég man að það var skrifað með bláum kúlupenna.
Ég man heldur ekki allt sem hann skrifaði, en það sem ég man, var að hann sagði að ég hefði verið í draumunum hans í langan tíma og að hann vildi svo gjarnan gera eitthvað fyrir mig. Ef ég vildi gæti hann smíðað handa mér húsgagn. Einnig var símanúmerið hans í bréfinu, til að ég gæti hringt í hann.

Við fengum allar stelpurnar að lokum svefntöflu til að geta sofnað eftir mikil átök og ekki man ég fleiri smáatriði.

Ég reyndi að hringja í þetta númer, en það var ekki mögulegt að fá samband við þennan mann.
Ég hugsaði ekki oft um þetta, gleymdi þessu reyndar í mörg ár en undanfarið hef ég hugsað mikið um þetta og spáð í hvað þetta hafi verið og hver þetta hafi verið.

Gaman væri að heyra ykkar komment um þessa skrítnu upplifun sem ég hafði.

Núna ætla ég að gera mér gott te og fara svo í göngutúr með Lappa sæta.

Kærleikur til alls lífs og þín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Elsku Steina það er svo yndislegt að lesa bloggið þitt. Þú ert góð manneskja. Kærleiksljós til þín.

Svava frá Strandbergi , 13.11.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Dettur helst í hug að þessi  - maður - sé úr einhverri annarri VÍDD. Því er haldið  fram að í raun höfum við svör við öllu innra með okkur, því við erum jú, - Allt sem Er - .

Þetta eru meiriháttar umbreytingar tímar núna, talað um næstu fjögur ár, þar sem öllu verður umbylt, - þau eru nú reyndar byrjuð.

~ ~ vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: www.zordis.com

Gangi zér vel og nú styttist í vikufríid zitt!

Gaman ad vita hvadan skilabodin koma en Vilborg er hér med ásaettanlega skyringu og ég held ad vid fáum oftar en ekki sterk skilabod sem eiga ad styra okkur eda vara okkur vid.

Studningur sem zú getur sótt zegar zér hentar!

www.zordis.com, 13.11.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Ótrúleg saga hjá þér Steina mín.

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:08

5 identicon

Mögnuð saga hjá þér Steina, enda svo sannarlega dularfullt. Já það gæti verið að þið deilið einhverju saman á ómeðvitaðan sem hann komst að, einhvers konar undirtenging. Eða bara tilviljun? En það er nú frekar ólíklegt. En maður veit aldrei. Þetta var hinsvegar eflaust mjög einkennileg upplifun.

Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 02:51

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta er allt hid einkennilegasta mál.Ég hallast á ad hann hafi komid úr annari Vídd eins og Vilborg segir.Yndisleg frásögn hjá tér.Takk fyrir ad deila tessu med okkur.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem er merkilegast við söguna er að hún leitar á þig núna.  Það var ef til vill alltaf meiningin, að þú kæmist í samband við hann, þegar tíminn væri réttur.   Ég myndi í þínum sporum hugleiða á manninn næst þegar þú sest niður.  Biddu hann að koma fram og segja þér hvað hann vill.  Það gæti komið eitthvað út úr því, ég hef þá trú.  Annari vídd, öðrum heimi öðrum tíma, skiptir ekki máli.  Hann hafði erindi við þig, sem þarf að komast til skila mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Líney

spúkí,en allavega þú færð kvitt og knus frá mér

Líney, 14.11.2008 kl. 09:51

9 identicon

Vá. Þetta er nú skrýtið. Af hverju skyldi hann hafa verið að leita af þér? Og hvernig vissi hann að það var S í nafninu þínu og I í nafninu hennar mömmu þinnar. Ætli hann hafi leitað sér upplýsinga eða sé svona dulrænn og það sé ástæðan fyrir sérkennilegu augunum hans? Hver ætli sé tilgangur þessa skilaboðs til þín í dag? Ég held að við séum alltaf að fá skilaboð til okkar á hverjum degi sem að við ættum að taka eftir, og þetta er eitt af þeim.  Hvernig getur þú nýtt þér þessa sögu? Og áttu að nýta þessa sögu til að hjálpa þér, eða kannski eitthverjum öðrum í lífi þínu sem þarf á því að halda?

kærleikur til þín

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:45

10 Smámynd: Margrét M

eigðu gott vikufrí 

Margrét M, 14.11.2008 kl. 14:13

11 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Elsku Steina

Mig langar ekki til að vera forlagatrúar en hallast samt að því að þið hafið ekki átt að hittast. Vinkona mín grænlensk sendi mér einu sinni afskaplega fallega vísu á dönsku um að fólk kemur inn í líf manns þegar maður þarf á því að halda. Ég er því miður ekki lengur í Danmörku og hafði svo sem í nógu að snúast þessa þrjá daga sem ég staldraði við. Laila vinkona mín sem býr á Selsö marken (rétt við Skuldelev) krafðist þess að ég gisti sem ég og gerði. Það var voða gaman, en ég var á ráðstefnu alla dagana. Það væri gaman að hitta þig næst þegar ég verð á ferðinni á þessum slóðum.

kærleikur

Anna

Anna Karlsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:32

12 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært að lesa bloggið þitt.  Hafðu góða daga.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, takk fyrir yndisleg komment sem hefur verið áhugavert að lesa.

kærleikur og knús frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 16:08

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þetta er ótrúleg saga!

Eins og einhverjir segja, kannski var maðurinn úr annarri vídd, hvað sem það nu er, líklegt þykir mér þó að þið eigið eftir að hittast aftur. Kannski rambar hann fyrir tilviljun inn á bloggið þitt og les þetta, hefur svo samband við þig og sendir þér fallegt húsgagn! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 17:15

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk Steina mín fyrir einlæga sögu. Það fyrsta sem mér finnst vanta er það sem kom ykkur í mikið uppnám í herberginu en þér finnst það ekki tengjast sögunni. - Annað að skólastjórinn varð að róa ykkur niður með svefntöflum svo þið gætuð sofnað. Millikaflinn er einsog þú hafir fallið í trans og upplifað þessa sögu í transinum einsog draum sem maður vaknar af. Mér hefur verið sagt að miðlar muni ekkert hvað þeir segja í transi, en hér manstu þetta mjög vel. - Þetta er alveg magnað og þú ert einstök manneskja.

Ef þú hefur nokkur tök á því að falla í trans, reyndu þá núna endilega að finna þennan góða vin með grænu augun, sem skrifaði þér bréfið með bláa blekinu og vissi fyrsta stafinn í þínu nafni og í nafni móður þinnar. Vík í Mýrdal er mér kær en það er önnur saga.

Kærleiksljós til þín og gangi allt vel.kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:51

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er magnað.

Kannski gaf hann þér gjöf út í lífið sem þú þarft á að halda núna eða að þú ert að átta þig á þessari gjöf.

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 12:36

17 Smámynd: Hulla Dan

Vá spúkí.
Elska svona sögur. Hreinlega nærðist á þeim þegar ég var yngri. Trúi því statt og stöðugt að eitthvað sé til sem við vitum ekki um. Afhverju ættum við líka að vita um allt?
Í hvaða heimavistaskóla varstu?

Knús á þig mín kæra

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband