Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér
16.10.2008 | 09:44
Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér, með allt það sem er svo mikilvægt að læra.
Ég er einhvernvegin við hliðina á mér í dag, veit ekki hvort ég á að sitja eða standa, hvort ég er að fara eða koma.
Sat þó lengi úti í garði í morgun, með kaffið mitt og Lappa tryggan við fætur mér. Hann fann að það var þörf á að vera sem næst mér frá upphafi morguns til nú.
Ég reyndi allt sem ég gat að fá yfirsýn yfir hugsanir mínar. En verð þó að segja að það tókst bara að hluta til.
Það er margt að takast á við núna þessa dagana, svo ég verð ekki á blogginu.
Kem þó þegar allt er yfirstaðið, eða það sem er hægt að fá yfirstaðið.
Kærleikur til alls lífs og til allra þeirra reynslu sem okkur er gefin til að gera heiminn að betri stað til að vera, ekki bara fyrir einn, en alla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Athugasemdir
Öll höfum vid einhverntímann törf fyrir ad fá tíma og rúm fyrir okkur....tad er svo mikilsvert ad vid hlustum á tá köllun frá sálinni og kroppnum.
Gangi tér vel kæra Steina mín
Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 12:27
Ástarkveðjur
Guðni Már Henningsson, 16.10.2008 kl. 12:37
kærleikskveðjur - gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur og tekst á við.
Anna Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 12:46
Eigðu yndislegan dag Steinunn mín. Og gangi þér vel í því sem þú ert að takast á við. Hlýja til þín vina.
Kristborg Ingibergsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:46
flott mynd.. eigðu góðan dag.......
Margrét M, 16.10.2008 kl. 13:49
Vona að allt sé í lagi hjá þér. Gangi þér vel í því sem þú þarft að takast á við.
Sendi þér birtu og kærleik
Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 19:40
Gangi thér vel med thad sem thú tharft ad takast á vid. kærar kvedjur frá Frederikssund
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:16
Aðstæður haga því stundum þannig að hugurinn lætur ekki að stjórn.Þá held ég að það sé best að slaka á.Einföld fræði sem eru þó ekkert einföld.
Stórt famlag og allt sem í því fellst til þín og þinna
Solla Guðjóns, 16.10.2008 kl. 21:50
Vont að reikandi en það þarf bara að taka á þvi! Vertu þú sjálf og allt verður gott og rétt fyrir þig og þá sem skipta sköpun í þínu lífi!
Lífið er kærleikur og ég sendi þér allt mitt góða.
www.zordis.com, 16.10.2008 kl. 23:00
Bestu kveðjur...þetta fer allt eins og það á best að fara. Vittu til
Kærleikskveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 09:28
Allir góðir vættir geymi þig Steina mín. Knús og faðmlag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 19:05
Kæra Steina.
Ég sendi þér góðar kveðjur úr Mosó.
Í gær sendi ég mörgum vinum og kunningjum sendinguna skemmtilegu sem þú sendir mér með öllum skemmtilegu fígúrunum.
Ég hef fengið mörg skemmtileg viðbrögð við því.
Bestu kveðjur til þín og þinna góða kona frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 17.10.2008 kl. 19:56
Knús til þín og gangi þér vel í þessari úrvinnslu
Dísa Dóra, 17.10.2008 kl. 21:19
Bloggknús og góðar hugsanir og gangi þér vel við þetta "hvað sem það nú er" :)
Hólmgeir Karlsson, 19.10.2008 kl. 14:35
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:16
Kæra Steina, gangi þér vel með þín verkefni og það sem þú þarft að takast á við.
Kær kveðja frá Íslandi að þessu sinni
Guðrún Þorleifs, 20.10.2008 kl. 08:33
Hafðu það gott í "verkefnum" þínum kæra frænka og Guð blessi þig.
Ylfa Mist Helgadóttir, 21.10.2008 kl. 16:11
I'M With You!
Vilborg Eggertsdóttir, 21.10.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.