páfagaukapeningaleysisgleðibanki í októbersólinni

_mg_3022.jpg

Allt er eins og vanalega ! Ljósið skín innan frá og út en núna er  tíminn til að lifa það.

Ég geri allt eins og áður, nema ég hugsa um hverja vöru sem ég ætla að kaupa.

Ég hugsa ekki um það sem mig langar að eignast af alla vega vörum.

Engan Iphone í jólagjöf !

Við saumum gjafir til stúlkna okkar í Afríku og Tælandi.

Við gerum garðinn fallegan fyrir næsta sumar.

Engin ferð í haustfríinu.

Við ætlum í ZOO og við ætlum að vera saman í fallegu haustinu hérna.

Plönum engin ferðalög næsta sumar, en garðurinn er fallegur, og Lappi verður ánægður.

Við misstum enga peninga, við áttum heldur ekki neina peninga.

Við  fórum í yndislegt matarboð hjá vinum okkar í gærkvöldi, það var svo ljúft. Við erum þrenn hjón hérna í bænum sem borðum alltaf saman einu sinni í mánuði. Allt var eins ljúft  eins og í gamla daga._mg_3012.jpg

Við löbbuðum heim eftir matarboðið í smá rigningarúða, það var ljúft og fallegt og ró yfir okkur.

Við drukkum morgunkaffið okkar í rúminu í morgun. Við spjölluðum um gærkvöldið, við spjölluðum um vini okkar og ættingja á Íslandi, við sendum líka hlýjan hug heim til Íslands.

Við spjölluðum um hvað við ætluðum okkur að gera í dag.

Ég fór inn í hug hugleiðslunnar

Sól og Gunni fóru á eplaplantekruna að týna síðustu eplin.

Ég kom til baka frá hinum innra heimi og sópaði, vaskaði upp, hlustaði á músík , gaf dýrunum, labbaði í garðinum.

Ég settist í sófann og skrifaði Gordon bréf. Ég fékk mér hádegismat og skoðaði fréttir innanlands og erlendis. Ég skoðaði fréttir um Obama, og mér hlýnaði um hjartað.

Ég gekk aðeins út í garð aftur, og ákvað svo að fara í bað. Ég fór í baðið, og það var ósköp stutt, en vellíðan við að vera hrein .

Ég fór aftur á netið og horfði á fréttir frá ríkissjónvarpinu heima. Ég fékk mér vatnssopa. _mg_3031.jpg

Settist svo hérna niður og ákvað að setja smá niður inn á bloggið. Múmín er hérna á stólarminum við hliðina á mér, á borðinu stendur fallegur blómvöndur með appelsínugulum og dökk rauðum blómum í bláum vasa með vatni frá krananum okkar.

Það er gott vatnið í Lejre.

Klukkan í eldhúsinu tifar tikk takk og það eru tvær flugur alltaf að setjast á höndina á mér á meðan ég er að skrifa. Ég sé líka þegar ég kíki upp frá tölvunni og horfi út um gluggann að það eru fullt af flugum og sólin skín inn um gluggann.

Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera svona mikil sól í október. Það er meira en sól, það er svo milt veðrið. Ég er nú þakklát fyrir það.

Ég heyri svo margt, og ég get valið að verða hrædd og fara í panik, en í raun eru þetta bara tölur sem ég heyri sem svífa óraunverulega í loftinu, þær ná ekki alveg inn í mig. Því lífið er í raun um eitthvað mikið meira og dýpra. Ég ætla eins lengi og ég get að vera í núinu og taka því sem koma skal, ekki að vera í sorginni og hræðslunni fyrirfram.

Ég held að þetta bæði getir verið og verði verra.

Það er svo mikið að lifa upp til, þegar margir peningar eru, en núna er bara að vera.

Stundum þegar ég er að hugsa um lífið, upplifi ég það eins og leikrit. Kannski svona spuna sem við improviserum. Það koma upp fullt af óvæntum hlutum sem við á besta veg reynum að leysa og leysa eins vel og við getum. Fyrir utan sviðið eru áhorfendur sem fylgjast með og skoða hversu vel okkur tekst og ef ekki tekst vel, þá æfum við atriðið aftur og aftur og aftur.

Það eru í raun að mínu mati engir erfiðleikar í lífinu, en fullt af möguleikum til að verða betri manneskja.

Allt er í raun eftir því hvernig við veljum að sjá það.

Páfagaukarnir mínir eru úti í sólinni í búrinu sínu, þeir eru svo glaðir ...

Kærleikur heim og Kærleikur til alls Alheims.

_mg_3041.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegur dagur hjá þér kæra frænka.

Kveðjur úr höfuðborginni heima á Fróni gamla.

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Heilandi og hughreystandi að lesa þetta! Ljúfar kveðjur til Lejre.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

alltaf örlítið mannbætandi að lesa færslurnar þínar

Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sannarlega er ástæða til að gleðjast yfir mörgu.

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 12.10.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Dísa Dóra

Góð og sönn færsla um hin sönnu gildi lífsins

Dísa Dóra, 12.10.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

 

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Það er hugleisla út af fyrir sig að lesa bloggið þitt Steinunn mín. Takk fyrir að vera til :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:31

8 identicon

Takk fyrir að fá að lesa eftir þig.

Emma (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:32

9 identicon

Sæl Steina.

Frábær pistill og gott innlegg í NÚIÐ.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var med tér í allri færslunni ..Mikid var yndislegt ad lesa hana.

Mikid áttu fallegt umhverfi elsku Steina ,en umhverfid kemur frá hjartanu....

Stórt fadmlag til lejre

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2008 kl. 09:38

11 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg og sönn, svo raunveruleg tilvera konu sem er og upplifir!

Kærleikurinn sem þú sendir kemur aftur heim og fer hring eftir hring.  Takk þú ljúfa kona og kærleiksríka.

www.zordis.com, 13.10.2008 kl. 17:13

12 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert góð bæði fram og tilbaka.

Stærðarinar knús til þín

Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 18:43

13 identicon

Takk fyrir yndislegan pistil frænka, þú nærð alltaf að segja svo margt í svo fáum orðum.... segji eins og fleiri, var komin með þér í huganum.

kv. af fróni

Sólborg (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:40

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Langar ad senda tér vinarfidrildid sem hún Zordís sendi mér í morgunn og bankadi nett á gluggann minn...Tad yljadi.

Tú mátt alveg senda tad áfram ef tú vilt.

Fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 08:10

15 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Einstök og falleg færsla :)

Hólmgeir Karlsson, 14.10.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig yndislega kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 17:26

17 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Kæra Steina..... það gott og notalegt að hugsa til þín.   Hjá þér ríkir fegurðin jafnt ytra sem innra.

Kærleikskveðja úr Hveró:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband