Ég heyri og les þessa dagana ótta

Sólin skín fallega inn um gluggann á sólina mína sem er að fara í skólann !

_mg_3008_691302.jpg

Í gær fórum við í frábæra heimsókn til vina okkar sem fluttu á nýjan bóndabæ fyrir ári síðan.
Það sem gerir þetta svolítið öðruvísi en bara venjulega að flytja er að þetta eru fjórar fjölskyldur sem fluttu saman þangað, frá Kaupmannahöfn. Bóndabærinn er svo stór að það var hægt að deila honum niður í fjórar fínar íbúðir.

Við vorum ca 40 saman og borðuðum yndislegan hádegismat, við fengum okkur líka göngutúr í rigningunni á landinu sem fylgir bænum img_2999.jpg

Við sem erum í hugleiðslugrúppunni vorum þarna með mökum og börnum og öðrum sameiginlegum vinum.

Það sem sameinar okkur öll er áhugi á að gera heiminn betri en hann er og það gerum við með hugleiðslum, sumir með kennslu, fyrirlestrum, sálfræði tímum sem eru öðruvísi en gengur og gerist, skrifum, bæði  bækur og tímarit og margt margt fleira. Þetta var svo frábært og yndislegt að vera svona saman. Við ætlum að hittast svona einhvern jóladagana aftur.

Ég heyri og les þessa dagana ótta,

Ótta við að missa, ótta við hið óvænta.

 Ég óttaðist svona fyrir nokkrum árum, ég óttaðist að missa það veraldlega sem við áttum. Óttinn er erfið tilfinning og ég man þegar hann var verstur þá varð húðin í andlitinu á mér hörð og stíf og hjartað bankaði, því ég var svo hrædd um að missa það sem ég “átti”

Það var nefnilega þannig að Gunni átt yndislega búð í  miðbæ Kaupmannahafnar með  vini sínum. Vinurinn fór í krísu sem hafði áhrif á allt og gerði það, að við stóðum uppi með mikla skuld á okkar mælikvarða. Þá horfði ég á hræðsluna sem læddist inn í mig og ég gat á engan hátt stjórnað því. _mg_2993.jpg

Ég lærði á þessu tímabili þann mesta lærdóm sem ég hef fengið í þessu lífi, að sleppa stjórninni og bara vera. Ekki að láta allt gossa, en trúa á að ef ég geri það sem ég get, gerist það sem á að gerast og það er það besta fyrir mig.

Sjá þetta sem möguleika, en ekki erfiðleika.

Það er nefnilega þannig að þegar lífið verður erfitt, þá lærum við mest. Ég sé það sem möguleika á að verða betri til að lifa , en ekki sem vandamál.

Þetta er í raun ekkert flóknara en þegar maður æfir sig í að sippa, og maður flækist aftur og aftur í sippubandinu, en að lokum þegar við höfum flækst aftur og aftur þá verðum við meistarar í að sippa.

Við verðum meistarar í lífinu !

Sem dæmi um hvernig velmegun getur gert okkur blind fyrir möguleikum er Danmörk á þessum tíma. Það er rotnunarlykt allsstaðar.

Eplin rotna í garðinum, það er farið út í búð og keypt epli.
Sveppirnir rottna í skógarbotninum, það er farið út í búð og keyptir sveppir og þannig mætti lengi telja upp.  Það eru afurðir allt í kringum okkur sem mætti nýta mun betur en það er frekar farið út í búð og keypt.

Við Gunni höfum í nokkur ár undirbúið okkur undir þennan krísutíma með að gera garðinn okkar kláran. Við erum búinn að planta yfir 20 tegundum af berjarunnum og ávaxtatrjám til að gefa okkur af sér. Við erum með býflugur sem gefa okkur hunang sem kemur í staðin fyrir sykur. Við erum með eplaplantekruna sem gefur okkur eplamost fyrir allt árið. Það er í raun ansi spennandi að finna sínar eigin leiðir til að draga björg í bú (held að það heiti það) Við stefnum á að fá okku hænur næsta vor, sem gefa okkur egg og kjöt.

Það verður líka minna um utanlandsferðir, en Danmörk er dásamlegt land að eyða sumarfríinu í og fullt að skoða hérna. Við gætum til dæmis hjólað um sveitir og niður á strönd . kveikt bál á ströndinni á kvöldin og grillað.

Ég sé þetta sem möguleika á að meta það sem er nær, nær mér og öllu. Það verður tími til að vera nær, vinum, náttúrunni og andanum.

Ég er á að krísa sé líka góð fyrir menningu og kultur. Ég veit að það er mikilvægt að hafa peninga fyrir listina. En út frá því sem ég upplifi, þá má margt breytast þar. Hérna í Danmörku eru það í raun gallerístar sem stjórna hvað kemst að og hvað ekki. Hver er það sem stjórnar galleríistanum, það er kaupandinn. Fínt hugsa margir, en fyrir mér er það ekki algott. Því þá er þetta orðið um peninga, og það er á kostnað sjálfrar listaþróunarinnar. Með efnahagslegri krísu beitist þetta og þá gerast aðrir hlutir sem flytur áheyrslupunktinn í listinni.

Við höfum öll gott af að við séum minnt á að við lifum á annan hátt en í gegnum græðgina. Við kaupum til að finna að við séum lifandi, en nú gefst tækifæri á

að anda inn og

anda út og horfa í kringum okkur og njóta stundarinnar í því sem er nær, hér og nú og það gefur þroska sem er öllum holl._mg_2957.jpg

Peningar eru orka, það hefur einhversstaðar gleymst að orka þarf að fá flæði, því allir sem hafa haft möguleika á, hafa safnað orkunni saman í köggla (verðbréf, bankabækur, undir koddann) í staðin fyrir að láta orkuna gera það sem henni er eðlilegt, flæða frá einu markmiðinu til annars, svo allir geti snert orkuna og fengið hluta af henni. Þá eru bara þeir sem halda fastast, sem geyma eins og Jóakim. Það hlaut að fara illa ! Það var kannski það sem var besta út frá því hvar við erum sem mannkyn.

Kannski er það gott, það gæti leitt til þess að við veitum hvert öðru athygli og réttum hvert öðru hjálparhönd . Ef við sjáum að bróðir okkar eða systir á smátt með aur, minna en við, þá gætum við deilt því sem við höfum.

Við hendum 10 til 12 % af því sem við kaupum, margur gæti notað það.

Kannski verður það eðlilegur hluti af okkur í framtíðinni. Við vitum af einstæðingum, eða einstæðum foreldrum sem búa í nágrenninu, er nokkuð eðlilegra en að athuga hvort viðkomandi vilji fá fat með hluta af kvöldmatnum okkar til að gæða sér á. Við gætum í þessari kreppu náð hvert öðru, þá væri þessi kreppa til góðs.

Við þurfum að hætta að hugsa okkur sem ég, mig, mér, heldur erum VIÐ VIÐ Eitt með öllu !  


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: halkatla

Þetta er rosalega gott tækifæri fyrir fólk...

halkatla, 6.10.2008 kl. 08:29

3 identicon

Sæl Steina mín.

 Nú veitir ekki af svona góðri færslu inn í Íslenskst hugarástand.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

dásamleg færsla... lífsviðhorf sem ég reyni að temja mér:) takk fyrir að vera svona mikil fyrirmynd.

Birgitta Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 08:39

5 identicon

Þetta er svo rétt hjá þér í sambandi við óttann við eignamissi þetta er nákvæmlega svona hef farið að minnsta kosti tvisvar inn í þennan fasa og síðan náð að sleppa og við bæði hjónin. Við höfum farið á þann punkt. Þar skildist mér að fjölskyldan myndi standa uppi þrátt fyrir allan eignamissi og það væri það sem skipti máli. Það varð til þess að óttinn hvarf og maður gaf eftir stjórnina og það varð enginn eignamissir. Veit ekki hvað hefði gerst hefðum við haldið í óttann en hann er ekki góður fylgifiskur á þessum tímum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir góðan pistil.

Þröstur Unnar, 6.10.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Tækifærin leynast líka í mótlæti og erfiðum aðstæðum.

Takk fyrir þína færslu

Guðrún Þorleifs, 6.10.2008 kl. 09:35

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Leit hér inn eftir ábendingu frá Þresti vini mínum.  Takk fyrir frábæran pistil sem allir ættu að lesa núna á þessum tímum ,,kreppu".

Takk fyrir mig. Ía.

Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 09:35

9 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir þennan góða pistil eins og þín er von og vísa.  Það er svo sannarlega satt að kreppan getur kennt okkur að huga að nærumhverfinu og náunganum. 

Kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 6.10.2008 kl. 10:11

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk kæra Steina fyrir tessi yndislegu skrif og ég naut ad lesa...

Takk fyrir ad gefa mér tennann dag í gledi tví tad gerdiru svo sannarlega med tessum dásamlega pistli.

takk,takk Og stórt fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 10:26

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er eitt sem er víst að ótti læsist um fólk þessa dagana, það eru því miður svo margir sem eru háðir efnislegum hlutum, þeim finnst lífið búið ef þeir missa eignirnar. Ég og maðurinn minn erum að koma okkur upp öðru heimili í Fjallabyggð= Ólafsfjörður/Siglufjörður, þar ætlum við að gera það sama og þið, rækta sem mest við getum af grænmeti og kryddjurtum og svo var planið að fá sér hænur það eru hæg heimatökin því maðurinn minn er umhverfis og garðyrkjufræðingur.

Bestu kveðjur til þín og þinn Steina mín

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.10.2008 kl. 12:42

12 identicon

takk fyrir þetta steina ég er alveg sammála þér. Ég trúi líka á karma og held einmitt að á erfiðu tímunum læri fólk að meta það sem það hefur. Það er búið að vera svo mikið að gerast í heiminum síðustu ár að þetta hlaut líka að koma.

vonandi lærir fólk á þessu og þroskast með erfiðleikunum og að hugsa sér að fara svo langt að þurfa að hamstra mat í landi sem allt hefur verið til og miklu meira en það. 

Mér finnst þetta svo lærdómsríkt en þakka fyrir að fá að horfa á þetta í fjarlægð en samt svo nálægt.

kær kveðja til þín

jóna björg (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:13

13 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir þessi skrif þú ert yndisleg kona hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 6.10.2008 kl. 14:55

14 Smámynd: www.zordis.com

Mikilvægt að horfa í ljósið þegar þrengir að og gefa af sér!  Þú ert sannarlega ljósberi Steina, þakkir til þín ....

www.zordis.com, 6.10.2008 kl. 16:37

15 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir þetta Steinunn mín. Vonandi þjappar þetta fólkinu saman. Ég er svo hjartanlega sammála þér að lífið á ekki að vera ég um mig frá mér til mín, heldur VIÐ.

Knús og karm. Þú ert yndisleg manneskja.

Kristborg Ingibergsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:06

16 Smámynd: Hulla Dan

Góður pistill hjá þér.
Fólk ætti nefnilega aðeins að hugsa sig um.

Eigðu góðan dag.

Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 07:09

17 Smámynd: Solla Guðjóns

góður og hughreystandi pistill.´

Sólin skýn falllega á falllegu Sólina þína.

Knús á þig yndið mitt

Solla Guðjóns, 7.10.2008 kl. 13:19

18 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:22

19 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Vel mælt mín kæra - horfum á jákvæðu hliðarnar og byggjum okkur upp! Það er gott markmið.

Anna Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 16:36

20 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Steina bloggvinkona.

Ekkert er svo slæmt að ekki boði eitthvað gott.

Nú verða vonandi gildin okkar önnur. Fjölskyldan og okkar nánustu og umhverfi okkar.

Endalaust ljós til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 7.10.2008 kl. 21:33

21 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

I'M WITH YOU!

Vilborg Eggertsdóttir, 9.10.2008 kl. 15:53

22 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rétt, satt og spakt, elsku bloggvinkona. Keep up the good work and good words!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:50

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steina mín ég var einmitt að reyna að segja þetta sama í minni færslu áðan, en þú orðar það svo miklu betur og útskýrir.  Takk elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 11:29

24 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já, auðvitað er lífið fagurt allt í kringum okkur. Það er auðvitað mikil öryggistilfinning að vita að maður getur staðið í skilum og hún er eftirsóknarverð þessa dagana. Annað en það, -fyrir utan auðvitað að geta fætt sig og sína, er bara lúxus. Utanlandsferðirnar, merkjavaran, dýru bílarnir..... Allt lúxus sem við verðum líklega fegin í raun og veru að losna við og einfalda líf okkar.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband