ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er

_mg_1049.jpg Ég og Lappi fórum í göngutúr í morgun í dembandi rigningu. Það var gott, ég var í stuttum buxum með rauða regnhlíf með hvítum doppum. Lappi var eins og alltaf svartur og hvítur.

Við mættum einum hundi sem var með svo stóra grein í munninum,  greinin var stærri en hann. Við mættum líka manninum sem var með honum, hann hafði bláa regnhlíf.

Við sáum líka fugl með langa og flotta vængi, eins og svifflugvél, hann var flottur og mig grunar að hann hafi vitað það, því hann flaug aftur og aftur í kringum okkur.

Annars er þetta ekki það sem ég vildi segja Ég vil segja ykkur að á laugardaginn er besti dagur heimsins, dagur sem allir ættu að taka þátt í og sýna þakklæti sitt til bræðra okkar og systra ! Það er dagur dýranna

Til minningar um hinn mikla mann og verndarengil dýranna Frans frá Assisi .

Dýraverndunarsamtök um heim allan halda þennan dag heilagan og
hátíðlegan !

Þetta eru tímamót sem við ættum aðeins að staldra við og hugsa Við ættum að hugsa um það sem við gerum fyrir þau elsku hjartans dýrin og hvað þau gera fyrir okkur.

Er jöfnuður á sem við getum verið stolt af.

Sýnum við þeim þann Kærleika og þakklæti sem þeim ber.

Einu sinni talaði ég við konu um dýrin og það að þeim er fórnað fyrir okkur ! Hún leit á mig og sagði, “en Steina dýrin fórna sér fyrir okkur”  og það fannst henni sjálfsagt.
Það fannst mér skrítið, þetta er að mínu mati ekki fórn, þetta er rányrkja, og oftar en oft ill meðferð sem rekin er áfram af græðgi í auð sem fengin er á kostnað þeirra.

animals.gif Stundum skammast ég mín fyrir hvernig við mannkyn látum stjórnast af stundargræðgi, án hugsunar um að við erum öll eitt, tengd hvert öðru. Líka dýrunum og gróðrinum, og vatninu og loftinu.

Ég hugsa líka um, að án okkar myndi dýraríkið og plönturíkið geta lifað í sinni eigin tilveru hérna á jörðinni en án dýraríkisins og plönturíkisins gætum við á engan hátt lifað hérna á jörðinni.
þannig að hver er háður hverjum.

Hver hefur allt sitt undir hverjum, og hvernig þökkum við fyrir það.

Ég skrifaði um daginn, um það að þakka fyrir sig, um það að þegar við neitum matar, að við sendum smá þökk í huganum til þess sem hefur látið lífið fyrir þessa máltíð. Það kostar okkur ekkert, en gerir okkur meðvituð og hversu dýrmæt þessi fæða er, hversu mikil fórn liggur í hverjum bita, það er líf , sína tilveru, sem hefur yfirgefið þessa jörð svo við getum neitt images_685872.jpgþess.

Það væri mikið gert fyrir dýra og plönturíkið ef við á degi dýranna tökum upp þann sið að segja Takk ! Kannski gætum við stofnað samtök sem segja Takk, fyrir til dýra, plantan og vatnsins og loftsins!
Eða hvað ?

Í morgun heyrði ég viðtal við rithöfund sem er að gefa út bók. Ég man ekki hvað bókin heitir , eða hvað rithöfundurinn heitir. En hún sagði svolítið merkilegt sem fékk mig til að hlusta.
Hún hafði á meðan hún skrifaði bókina notað mikinn tíma til rannsókna, rannsókna á sögu þrælahalds í Danmörku. Hún skoðaði hvernig fólk varð mjög auðugt á þrælahaldi, þrælahaldið var ekki hérna í Danmörku en í fjarlægum löndum sem voru í eigu Danmörku.

_wsb_310x278_wanda_cover_cr.jpg Í þessu þrælahaldi varð sem samt ákveðin hópur óhuggulega ríkur. Það var aldrei talað um það eða skrifað í þeim bréfum sem hún las frá þeim tíma. Sennilega vegna þess að þetta talaði maður ekki um. Fjarlægðin gerði það líka, að þetta snerti fólk ekki, þau fengu bara sína peninga.

Enn það sem ég hjó eftir var að hún líkti þessi við hvernig við förum með dýrin sem við borðum. Rányrkja á dýrum, þar sem stórbændur  troða eins mörgum hænsnum, svínum, beljum, refum og og og, á eins lítið pláss og mögulegt til að geta framleitt eins mikið og mögulegt og eins ódýrt og mögulegt. Hver vinnur og hver tapar ! Við kaupum þetta ódýrt, og hann gerir þetta eins ódýrt og mögulegt. Það er bara blessað dýrið sem er fléttað inn í þessa gróðahugsun og fær ekkert fyrir það sem það fórnar.

Við segum alltaf, jú en við verðum að fá kjöt, já ég veit að margir þurfa kjöt, en við borðum orðið of mikið kjöt og við borðum hvaða kjöt sem er, án þess að hugsa um hvaðan kjötið kemur og hvernig það hefur verið framleitt. Við horfum í veskið . Og í staðin fyrir að kaupa aðeins dýrara kjöt af dýri sem hefur fengið gott líf, þá veljum við oftast að kaupa mikið kjöt fyrir sem minnstan pening. Þessi hugsun er sú hugsun sem við ættum að skoða og endurskoða.

Við borðum fimm sinnum meira kjöt á hvert mannsbarn en við gerðum í kringum 1950. Þessi mikla aukning er talin halda áfram að aukast á næstu árum. Þessi aukning hefur ekki bara áhrif á dýrin og þeirra líf eða heilsuna okkar, Þetta hefur líka mikil áhrif á loftslagsbreytingarnar á jörðinni. Það vita sennilega ekki margir, en út frá rannsóknum hjá Fod and Agriculture Organization,red eru dýraframleiðendur ábyrgir fyrir18 % af  co2 í andrúmsloftinu. Annað sem er svo ömurlegt er að við HENDUM 10 til 12 % af þeim matvörum sem við kaupum. Þetta er engin virðing fyrir því sem lifir. Og þegar við hugsum það aðeins lengra, þá getum við flutt það yfir á okkur sjálf.

Við höfum enga virðingu fyrir því sem lifir, við höfum enga virðingu fyrir okkur. Því við erum öll hluti hvert að öðru. Það er ekki bara ég sem segi það, það er vísindalega sannað, og hana nú !

Ég ætla nú ekki að fara út í einhverja upptalningu á þessum málum, en það passaði bara inn í það sem ég var að skrifa og er að mínu mati til umhugsunar um það hvert við viljum láta þessi mál þróast, og eins og ég skrifa það erum við sem ráðum því það erum við sem veljum það sem við kaupum og hvað við veljum að styrkja m aurunum okkar.

Ég vona að sem flest ykkar verði með hugann við laugardaginn og sameinist okkur í TAKK

Til heiðurs Frans frá Assisi set ég þessa bæn inn til okkar allra

Bæn heilags Frans frá Assisi

 Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns

að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er

að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er

að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung

er að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er

að ég megi flytja trú þangað sem efi er

að ég megi flytja von þangað sem örvænting er

að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er

að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er

Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður

að skilja fremur en að vera skilinn

að elska fremur en að vera elskaður.

Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna.

Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu.

Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs.

Amen
images-1_685874.jpg



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa færslu. Takk fyrir birtun. Það er hugleiðsla að lesa færslurnar þínar. Svo mikill sannleikur og viska.

Emma (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir frábæra færslu....Takk takk

Gudrún Hauksdótttir, 30.9.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Steina.

Ég elska áhuga þinn á dýrum og í raun varð það til að vekja áhuga minn á þér sem bloggara og manneskju.

Oft eftir það hef ég svo lesið margar undurfallegar færslur þínar um manngæsku þína og allt lífið.

Allt fylgist þetta nefnilega að. Það er heila málið.

Þú ert engri lík.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.9.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég elska dýr. Líka þau sem ég borða! Þegar ég sé fallegt lamb í íslensku náttúrunni, lamb sem hleypur um fjöllin og kroppar í lyngið þá hugsa ég oft um það hversu lánsöm ég er að fá að borða svona heilnæmt og hreint kjöt að hausti. Kjöt af fallegu lambi sem hefur notið síns stutta lífs. Eins og þú segir; það skiptir máli hvaðan kjötið okkar kemur. Ég gleymi aldrei bragðinu af fleskestægen sem við Halli keyptu í supermarket í DK og Gunni eldaði. Það bragðaðist eins og dullusvað. Það var ekki flesk af hamingjusömum grís!

Ég skal hugsa af þakklæti til dýranna á laugardaginn með þér elsku frænka. (þori varla að segja það en ég ætla einmitt að taka slátur þann dag! Ég mun þakka almættinu og alheimssálinni fyrir lífsfórnina sem þá verður mín lífsbjörg!)

Elskaðig, Ylfafrænka

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.10.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég mun fara aftur yfir bænina á laugardaginn.

Solla Guðjóns, 1.10.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Heidi Strand

Þakka þér fyrir mjög falleg færsla og bæn.

Heidi Strand, 1.10.2008 kl. 13:42

7 identicon

Þetta er uppáhalds bænin mín og sú auðmjúkasta sem ég hef séð,  er nú ekki komin svo langt að ég geti alfarið lifað eftir henni en í áttina er nú samt eitthvað smá allavega :)

jóna björg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:30

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegt að lesa færsluna þína Steinunn mín. Ég var hrærð eftir lesturinn. Ég ætla að muna eftir laugardeginum. Þessi bæn er svo falleg. Knús til þín elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:41

10 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk takk

Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 17:46

11 identicon

Vá, ég skammast mín aðeins. Ég hugsa ekkert um hvað ég er að éta þegar ég kaupi kjötið í búðinni. Fyrir mér er þetta bara eitthvað kjöt. Eftir að ég las þessa færslu gerði ég mér grein fyrir því að ég er að borða lifandi veru, sem var fórnað fyrir mig. Nú framvegis mun ég alltaf þakka fyrir.

Ég sendi kærleik til þín

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:16

12 Smámynd: www.zordis.com

Á þessum degi fer mikið af fólki með dýrin sín í messu til að fá blessun.  Ég trúi því að bænin ein blessi okkur og ég ætla að umvefja mig laugardeginum og þakka. 

Ég er mjög þakklát og vona að við getum sent samhug út í umhverfið til blessunar!

www.zordis.com, 2.10.2008 kl. 13:02

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að fá svona birtu og sókn eftir kærleika og betri heimi í færslunni þinni. Ekki veitir af eins og íslenska þjóðmálaumræðan er nú, - allir að tapa sér í henni.

Mun verða tjúnuð á þetta stórmikilvæga mál á laugardaginn, ekki spurning. Og vonandi sem flesta aðra daga...

Hjartans kveðja til þín og þinna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:40

14 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ohhh ég ætlaði bara að skjótast inn hér og kasta á þig kveðju  en alltaf þarftu nú að vera með þessar flott færslur sem koma við mann. Það er mikill sannleikur í því sem þú ert að segja og við erum komin svo LAAANGT fram úr okkur sjálfum í ofurneyslu að fæstir gera sér nokkra grein fyrir því. Og "oppvekkende" samanlíking með þrælahaldið. En yndislegt var samt að fá að fara með þér og Lappa í göngutúr í stuttbuxum með rauða svepparegnhlíf.

Mér þykir svo vænt um þig vinkona

Sigrún Friðriksdóttir, 3.10.2008 kl. 22:01

15 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:46

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 5.10.2008 kl. 07:23

17 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir þessa færslu.  Svo sannarlega góð áminning fyrir mann.

Kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 5.10.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband