maðurinn sem plantaði trjám !

_mg_2963.jpg

Núna er huggan í hámarki á sunnudegi, á morgun er hinn stóri fundardagur !
Þannig að nú er um að gera að njóta þess að vera í fríi og gera það sem mig langar.

Mig langar að skrifa smá blogg, hlusta á músík, og bara slappa af.

Sló garðinn áðan, sem var góð líkamsæfing í klukkutíma.

Gunni og Sól eru á eplaplantekrunni, að týna og týna epli svo að við fáum sem mest af eplamost fyrir veturinn.

Alexandra Manlei situr í stólnum hérna á móti mér og horfir á mig með sýnum djúpu augum. Hún hefur alltaf verið svo, svona.

Þegar við fengum hana fyrir 13 árum, þá var hún nokkra mánaða og svo horuð með einhvern augnsjúkdóm og full af orm og flóm. Einhverjir höfðu fundið hana og annan kettling í plastpoka troðið inn í göturist í Kaupmannahöfn.

Það var hringt í okkur og við beðin að taka hana, og að sjálfsögðu gerðum við það. Hún var fyrsta kisan af mörgum. Allar fundist hingað og þangað á einverubraut, nema Múmín hann kom frá tryggri fjölskyldu. Það er þó ekki hægt að finna það á honum. Hann er skrítinn, en sætur.

Núna er Alex, drottning  drottninganna og hún virðir mig fyrir sér og hugsar sennilega eitthvað sem ég vil ekkert vita. Er hún ekki flott ?_mg_2971.jpg

Núna í gær var liðin mánuður síðan ég borðaði sykur og hveiti og margt annað óholt. Kílóin hverfa og ég verð léttari í lund.

Ég finn tildæmis að næmni mitt eykst, ég finn samband mitt við líkamsdivuna aukast dag frá degi. Ég finn eins og sambandið frá því innsta sé opin straumur í gegn um kroppinn, án eiturefna sem stoppa og trufla. Það er erfitt að útskýra það í orðum, en einhver glóð sem hefur alltaf skinið, nær í gegn og mér er fært að ná geislum hennar, vegna hreinleika kroppsins.

Ég er svo þakklát á hverjum morgni að þessum áfanga er náð. Einu sinni stoppaði ég með að drekka áfengi á sama hátt. Áfengið truflaði þróun hugans og líkamans. Áfengið var alltaf lengi í kroppnum sem hafði áhrif á hugleiðslunar mínar. Það var ekkert auðvelt í huggulandinu þar sem allt byggist á að fá sér bjór saman , að stoppa. En það gekk. Það er 5 til 6 ár síðan.

Ég var svo hamingjusöm þegar þessi löstur var yfirunninn.

Svo var það sykurinn, ég er nefnilega sykurgrís, en núna er það líka fortíð og það er svo góð tilhugsun.  Ég helt í raun, einhversstaðar að ég yrði bara að lifa við þetta, ég tæki bara á þessu í næsta lífi.
En svo var ekki !

Á eftir þegar þau koma heim, ætlum við á ströndina, kannski böðum við. Það er nefnilega svo fallegt veður.

Ég set hérna inn alveg ofsalega fallega mynd, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að horfa á hana.

Kærleikur til ykkar !

_mg_2702.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska svona róleg heita daga...... og það er enn hægt að slá gras hjá ykkur, alveg frábært. Ég er líka í heilsuátaki, borða núna bara fæðu sem inniheldur lágan sykurstuðul, er miklu orku meiri fyrir vikið....bestu kveðjur til ykkar

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg frásögn, mikið vildi ég geta skilið svona spor eftir mig.  Takk fyrir þetta Steinunn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2008 kl. 17:16

3 identicon

Ohh, hvað ég væri til í að hætta að borða sykur, minna máli með hveiti en ég hef einusinni gert það og var án sykurs í mánuð, leið mun betur en nammigrísinn ég er bara of mikill sukkerjunkie..ferlegt.. þó ég viti að mér líður betur en ég fer aldrei í meiri þráhyggju en þegar ég má ekki borða sykur.

Einn daginn mun mér takast þetta ég er þess fullviss, þarf bara að vera fús held ég..

knús

jóna björg (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dáist að þér! Blessi þig Steina mín og alla þína

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Karl Tómasson

Stjörnuljós, tunglsjós, sólarljós, stefnuljós, bakkljós, götuljós, umferðarljós.

Bókstaflega heimsljós til þín.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 28.9.2008 kl. 19:46

6 Smámynd: www.zordis.com

ég prófaði að taka allt hvítt úr minni fæðu og ég létti bæði lund og þyngd!

held að það sé kominn tími á endurtekningu!  Njóttu dásamlegrar huggunnar!

www.zordis.com, 28.9.2008 kl. 20:20

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Ýndislegt video Steinunn mín. Takk fyrir mig. Knús til þín.

Kristborg Ingibergsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Hulla Dan

Vá dugleg. Þetta ætla ég að gera einhver daginn

Æðislegur köttur sem þú átt. Eg á eina svona líka. Þær eru óskaplega líkar.
Mín er stórfurðuleg og bæði hrýtur og prumpar.

Knús til þín

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 07:49

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Er ekki svo mikid fyrir kisulórurnar....Finn bara enga tilfinningu til teirra svo skrítid sem tad nú er.Ætti ad taka tig til fyrirmyndar med sykur og hveiti,Er samt nokkud dugleg í gymminu núna.

Yndisleg myndin sem tú settir inn bara svo dásameg......

Ég skellti mér á Krammermarkadinn í Mørkøv í gær og festi kaup á flottu bordi í morgunverdaradstöduna mína.Nokkud ánægd med kaupin.

fadmlag til tín  inn í gódan dag

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 09:25

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

jamm...er einmitt að hreinsa til hjá mér...búin með íbúðina og nú er musterið tekið í gegn og lestirnir settir til hliðar og út við ystu sjónarrönd. Það kemur sem betur fer að því að maður hættir að fresta og segja seinna!! Dagurinn í dag er akkúrat rétti dagurinn fyrir mínar breytingar og spor inn í nýja framtíð.

Og mikið er ég hugglulega lukkuleg með það.

Ljós og knús til þín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 14:28

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oh.... ég át einmitt nammi fyrir ALLAN PENINGINN um helgina. ÚFF... hvað ég er TIMBRUÐ af því!

 Mig vantar detox... fer kannski bara til Póllands í allsherjar hreinsun!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.9.2008 kl. 14:57

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk, elsku Steina, þú kannt að gefa. Og ég er svoooo þakklát.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:22

13 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Tek ofan fyrir þér. Las viðtal í vikunni við merkilega konu sem hefur komist yfir ýmsar fíknir en matarfíknin var henni langerfiðust. Hún útskýrði það svo að það væri vegna þess að allir þurfa að borða og því sé erfiðara að breyta matarvenjum en hætta að drekka áfengi eða hætta að reykja.

Ég þarf svo sannarlega að taka á þessum þætti tilverunnar, er algjör köku-, rjóma- og ísfíkill

Mér leikur forvitni á að vita hvað hafi verið vendipunkturinn hjá þér, og hvaða aðferðir þú notaðir? Ef þú einhverntímann ert í stuði til að svara þessu væri það örugglega fín bloggfærsla.

Kær kveðja frá hjúkrunarfræðingnum

Sólveig Klara Káradóttir, 29.9.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband