það má ekki gleyma því að vera boðberi lífsins

foto_384.jpg

 Ég held svei mér þá að ég sé með þeim leiðinlegustu manneskjum í heiminum.

Ég elska að gera ekki neitt, að fara ekki neitt, að vera bara heima með Lappa lús og hinum óargadýrunum. Ég hef oft haft áhyggjur af þessu, en núna sé ég og hef oftast sætt mig við, að svona er þetta bara.

Vanalega á haustin förum við fjölskyldan í ferðalag til útlanda, en ekki núna. Ferðin okkar til Washington í sumar kostaði mikið. Sólin litla fór til Íslands í sumarbúðir í sumar, það kostaði líka mikið. Við fórum bæði til Íslands, ég síðastliðið vor til Sigrúnar systir í Bolungavík í fermingarveislu, Sólin litla fór að sjálfsögðu með. Gunni fór í sumar að hitta fólkið sitt.

Við höfum sem sagt ekki efni á einn einni ferðinni og ég er bara svo feginn !!_mg_2701.jpg

Í staðin nýt ég danska haustsins sem er svo fallegt með sterku samspili ljós og skugga sem skapast þegar sólin lækkar á lofti.

Ég er inni í fríviku frá vinnunni minni. Ég vinn sem sagt tvær vikur og er svo í fríi eina viku. Svo er ég í fríi alla mánudaga. ÉG veit að þetta er lúxus, en þetta er líka val. Ég þéna þar af leiðandi ekki eins mikið og ég gæti, en ég hef tíma til að sinna öðru  en vinnunni minni. Vinnan mín er að sjálfsögðu mjög spennandi en vinnan mín er ekki  það sem lífið mitt snýst um.

Frívikuna mína nota ég mikið til að hugsa, lesa og vinna myndlist þegar það brennur við.
Að sjálfsögðu nota ég líka meiri tíma í hugleiðslur á þessum frídögum en ég geri annars aðra daga. Ég fer líka í lengri göngutúra með Lappa töffara og það finnst honum ekki leiðinlegt.

Við vorum að koma úr einum slíkum áðan. Við hittum þrjá hunda, tveir sem vildu ekki leika við hann enda gamlir og þreyttir. Þeir eru á svipuðum aldri og Iðunn okkar var. Ég man eftir þeim sem hvolpum, þegar Iðunn var hvolpur.

_mg_2726.jpgSvo hittum við einn hressan og sprækan sem var skrítinn eins og Lappi. Þolir ekki hunda í bandi og hundaeigendur sem halda krampakenndu taki í hundana sína.
Svo við hundaeigendurnir vorum sammála um að leifa þeim að leika sér.
Þeir léku sér ekki lengi en pínu. Við gengum áfram meðfram Lejreá og hittum ekki neinn, nema dádýr  fugla og íslensku hestana sem við heilsum alltaf á íslensku og stundum fáum við leifi til að þefa af feldinum þeirra sem gefur myndir af landinu okkar. Ef þið skilduð ekki vita það þá er Lappi 75 % íslenskur hundur._mg_2731.jpg

Lappi er alveg frábær hundur. Hann er hlýðin með eindæmum, ekki vegna þess að hann er svona vel upp alin, nei af Guðsnáð vil hann gera allt svo að við séum ánægð með hann. Þannig að við getum haft hann lausan í göngutúr án þess að hann hlaupi í burtu og þegar við köllum á hann kemur hann um leið. Ef við hefðum verið algjörir hundæðissjúklingar þá gæti hann beðið stilltur og prúður fyrir utan hvað sem er án þess að vera bundin og beðið eftir okkur. img_2742_666392.jpg

En við erum ekki svona týpur og erum þess vegna bara ánægð með að hann sé svona í sínu guðlega eðli.
Við mættum líka hóp af eldra fólki sem gengu með skíðastafi ? Skrítið, en það var svolítið flott að sjá þau úr fjarlægð því allir vorum með eitthvað rautt í fötunum sínum.

Núna erum við sem sagt komin heim og sitjum úti í sólinni , ég með kaffið mitt og Lappi liggur undir borðinu.

Í dag ætla ég að gera plan fyrir fund sem verður hérna á sunnudaginn hjá the one earth group og senda það út til stjórnirnar.

Ætla líka bara að vera.

Í gærkvöldi gerðist svolítið fallegt sem mig langar að segja ykkur frá. Ég var að koma frá fundi í Kaupmannahöfn. Ég var að keyra á götu á Amager þegar ég sé lítinn fugl liggja á götunni og vera að baksa eitthvað mjög hjálparlaus. Ég parkeraði bílnum og hljóp út sem betur fer áður en einhver kom á bíl og keyrði á greyið.
Ég tók fuglinn upp og hann gat greinilega ekki flogið.

Ég inn í bíl með fuglinn og keyrði með hann heim. Hélt á honum með annarri hendi og stýrði með hinni.
Sem betur fer var hann alveg rólegur alla leiðina heim en það tekur mig ca 45 mín að keyra heim.
Þegar heim kom var Gunni vakandi og við kíktum á fuglinn saman. Hann var ekki vængbrotin, og það virtist ekkert vera að honum.

Ég ákvað að prufa að fara út með hann og sjá hvað gerðist. Hann sat sem fastast á hendinni á mér. Ég prufaði varlega að hrista hann af mér og tæla hann upp i tré.

En nei hann sat sem fastast. Ég rölti aðeins um og spjallaði við hann og sýndi honum þessi nýju heimkynni. Hann horfði með athygli á þennan nýja heim. Ég reyndi áfram að lokka hann á flug en þá gekk hann bara upp á öxlina á mér og var þar í langan tíma.Set hérna fyrir neðan tvær myndir sem Gunni tók af fuglinum í lófanum mínum áður en hann fór að rannsaka nýjar slóðir

Þetta var ansi óraunverulegt en mér fannst þetta vera fallegt. Að lokum flaug hann upp í tré og ég stóð svolitla stund og einbeitti mér að honum.

Varð mér þá ljóst að þetta var boðberi frá dýraríkinu. Boðberi um að það sé mikilvægt að ég haldi fólkus á það sem mér er svo mikilvægt í þessu lífi og því má ég  ekkigleyma.

Að ég er þeirra boðberi ...........

Kærleikur til ykkar allra.

img_2739.jpg

img_2738.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Falleg færsla að venju.
Dásamlegur fugl. Hann er sennileg ánægður með nýja umhverfið sitt. Það er ekki mikið um fegurð á Amager.

Kærleikur til þín

Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég sá fyrír mér oggulítinn fugl en hann er stór og spengilegur!

Skil þig vel með að vilja vera heima og hafa það náðugt í verkum.  Núna hlakka ég til að fara frá Íslandinu og hverfa í mitt öryggi og faðma familíuna.

Þú ert verðugur fulltrúa dýranna!

www.zordis.com, 9.9.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert örugglega boðberi ljóssins, Steina mín!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Fallegt :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: SigrúnSveitó

pimp myspace profile

 

SigrúnSveitó, 9.9.2008 kl. 21:59

7 identicon

Fuglinn hefur kannski verið í einhverju sjokki og þá kemur þú með þínar bjargandi hendur og bjargar enn einu sinni lífi ....

Maddý (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þú ert ekki leiðinleg Steina kleina..nema bara stundum og ég er búinn að gleyma þeim stundum....Þú ert best elsku systir...

Guðni Már Henningsson, 9.9.2008 kl. 22:40

9 identicon

Sæl Steina mín.

Falleg færsla eins og þín er von og vísa.

Kærleikskveðjur til allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 00:59

10 Smámynd: Margrét M

það er naðsynlegt að sinna einhverju öðru en vinnuni því peningar eru ekki allt , það er miklu skemmtilegra að hlúa vel að sér og sínum

Margrét M, 10.9.2008 kl. 10:27

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nú ertu búnað eignast nýjan fiðraðan vin:)

Kossar og knús.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.9.2008 kl. 10:51

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona koma skilaboðin, og einungis þeir sem hafa hreint hjarta  og kunna að hlusta, skilja þau og meðtaka.  Þannig er lögmálið.  Knús á þig Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 11:26

14 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:08

15 Smámynd: Dísa Dóra

Yndisleg færsla og þú hefur örugglega eignast fuglsvin fyrir lífstíð núna

Dísa Dóra, 10.9.2008 kl. 16:34

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Síðan þín orðin flott og miklu betra að fletta henni eftir að þú minkaðir myndirnar.

kveðja til þín.

Þröstur Unnar, 10.9.2008 kl. 20:30

17 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kærar kveðjur til þín í sveitina. Gaman að kíkja á sýninguna þína. Takk fyrir

Guðrún Þorleifs, 10.9.2008 kl. 20:42

18 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Takk fyrir færsluna. Thad er alltaf gaman ad lesa um thig og thitt fallega líf. Thad var gott ad thú bjargadir fuglinum, hann á ørugglega eftir ad eiga gott líf í Lejre-skógi vid ána. Hann var heppinn ad hitta thig. kær kvedja frá Frederikssund

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:59

19 Smámynd: Karl Tómasson

Góð kona, á réttum tíma, réttum stað, alltaf og fyrir alla. Menn og málleysingja.

Meira er ekki hægt að fara fram á.

Bestu kveðjur úr Mosfellsbænum frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 11.9.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband