Litfríð og ljóshærð og heitir Sigrún Sól
19.5.2008 | 19:10
Hún er ástin mín fallega....
Hún er sumarblómið mitt sem kom um sumarið í fallega brakandi sól
Við gáfum henni nafnið Sól, því hún með sitt fallega vesen kallaði á nafnið sitt.
Hún er yndið mitt á morgnana, þegar við vöknum saman , fáum okkur morgunmat og ræðum lífið og tilveruna á meðan morgunverkin eru kláruð
Hún er yndið mitt á kvöldin þegar ég fæ að halda í litlu höndina hennar og finna hitann og orkuna streyma frá henni yfir til mín
Hún er yndið mitt alla daga, með því að vera eins og lítill álfur á blómi með brosið sitt fallega
og vitund sína sem vil að
allir séu góðir við alla,
allir elski alla
allir komi öllum við.
Hún safnar öllu, og fyrir henni er allt lifandi,
engu má henda.
Hún safnar stráum.
Hún safnar steinum.
Hún safnar kuðungum.
Hún safnar pappír.
Hún safnar blómum
Hún safnar öllu sem hugsast getur.
Þegar hún varð 10 ára óskaði hún sér blóma í afmælisgjöf.
Hún á núna fullt af blómum
Hún ættleiddi órangutanga unga í haust, þar notar hún hluta af vasapeningunum sínum mánaðarlega. Hún fylgist með litla unganum sínum Kesi á heimsíðunni hjá Nysru Menteng í regnskóginum stóra.
hún var svo agnar smá þegar hún kom í heiminn.
Þó maður sé smár, getur maður fyllt heiminn með Kærleika, Yndi, Fegurð...........
Það gerir hún
Hún saumar föt og töskur handa litlu stúlkunum okkar í Afríku og Tælandi.
Ég er svo innilega þakklát fyrir þessa litlu stúlku sem er smátt og smátt að verða unglingur.
Ég er þakklát fyrir allt það sem hún hefur kennt mér á bara þessum fáu árum sem hún hefur verið hjá okkur.
Ég held að maður getir aldrei sagt nógu oft við börnin sín og um börnin sín hversu mikilvæg þau eru manni og hversu heitt þau eru elskuð.....
Hún Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er afskaplega fallega skrifað hjá þér.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2008 kl. 19:14
Fallegt ljósið þitt litla! Það er svo ótrúlega margt sem þau kenna okkur og sýna okkur með nærverunni.
Kærleikskoss yfir hafið!
www.zordis.com, 19.5.2008 kl. 19:28
Vá stelpan er einsog sannkölluð Sól! Yndisleg alveg hreint.
Verð að minnast á það í framhjáhlaupi; myndin þín í höfundarglugganum er æðisleg! Knús á þig og þína elskan
Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 19:52
Æi hvað þetta er yndislegur pistill hjá þér frænka !! Er nú bara farið að langa kíkja í heimsókn til ykkar og kynnast ykkur "betur". Hver veit hvort maður framkvæmi það í framtíðinni.....
Sólborg Halla (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:01
Ástin mín Steina á Sólina skilið.... Gunni minn Palli á líka Sólina skilið
Guðni Már Henningsson, 19.5.2008 kl. 20:04
Falleg stelpa með guðdómleg augu
Til lukku með Sólina þú átt hana örugglega skilið.
Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 20:21
Ég segi nú bara: Hvað hún er heppin þessa litla Sól (bráðum stóra Sól) með foreldra sína og það að vera svona heittelskuð. Mikið sérdeilis er þetta falleg og lifandi mynd af henni. Karakterinn skín í gegn.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:22
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 20:23
En fallegt....ég á eina Sunnu sem gjarnan er kölluð sól...
ég er líka svona heppinn með dætur, miklar hugsjóna konur sem trúa því að það megi breyta heiminum til góðs með því að sýna kærleik öðrum manneskjum og lifa sjálfar samkvæmt því...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:27
SVO Á MAMMAN AFMÆLI Á MORGUN ÞRIÐJUDAG. HÚN FÆDDIST ÞANN 20 MAÍ 1960 OG VERÐUR FALLEGRI OG FALLEGRI MEÐ ÁRUNUM.
Gunni Plli kokkur. Kallinn hennar Steinu.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 20:51
Dísa Dóra, 19.5.2008 kl. 21:03
Mikið var þetta fallega sagt um fallega stúlku, minnir mig á hvað ég á líka yndisleg börn. Litlar fallegar sálir sem kenna okkur svo mikið.
Soldið krúttlegt: sonur minn 8 ára kom heim um daginn með vin sinn, fór með hann inn í herbergið sitt og svo heyri ég í vininum "en þetta er ekki alvöru slanga, þetta er bara bangsi" og minn segir "Jú víst, allir bangsar eru lifandi, á ég ekki Flotta slöngu?"
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN (ef ég skildi gleyma að kíkja hér inn) Ég efa ekki um að hann verði þér frábær.
ljós, knús og alles
jóna björg (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:10
Sólrík og kærleiksríks færsla. Yndisleg stelpan þín.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:19
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLISDAGINN ÞINN ELSKU KÆRA BLOGGVINKONA...knús og kossar ásamt hjörtum stútfullum af einlægum kærleik frá mér til þín.
Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 00:41
En yndisleg færsla, hjá yndislegri konu.
Elsku Steina, til hamingju með afmælið. Megi sólin skína á þig og í hjartanu þínu í dag og alla aðra daga.
Knús og kærleikur.
SigrúnSveitó, 20.5.2008 kl. 00:46
- var að spá í út af hverju álfarnir í klettinum, hér rétt hjá þar sem ég bý í Hafnarfirði hefðu verið að fagna með líka þessum undurfagra flautuspili og dansi, jafnvel tréin dilluðu sér og grasið ásamt mosanum brostu á leyndardómsfullan hátt svo kliður fór um fuglana.
- eða hvernig gátu þau öll vitað að Steina ætti afmæli?
Jú, VIÐ ERUM ÖLL EITT, - heyrði ég þau segja með hjartastöðinni sinn.
Vilborg Eggertsdóttir, 20.5.2008 kl. 01:58
Alltaf jafn salarnærandi að kíkja í hlýja bloggkotið þitt Steina mín. Til hamingju með afmælið mín kæra og megi allar góðar vættir og kraftar blessa þig og vernda alla tíð.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2008 kl. 03:00
Elsku Steina, til hamingju með daginn þinn í dag! Megir árið þitt verða yndislegt og fallegt!!!!
Njóttu dagsins og þeirra sem þig elska.
www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 05:59
Það hlaut að vera afmælisdagurinn þiinn Steina mín..meira að segja hérna uppi á íslandi skín sólin og morgunandvarinn er svo frískandi og glaður, allt bara fyrir þig. Mínar hjartans óskir um yndislegan afmælisdag....kærleikur í krukku og óendanlega mikið af lukku
Og hún Sól ykkar er bara fallegust!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 07:01
Hurra for deg som fyller ditt år!
Ja, deg vil vi gratulere!
Alle i ring omkring deg vi står,
og se, nå vil vi marsjere,
bukke, nikke, neie, snu oss omkring,
danse så for deg med hopp og sprett og spring,
ønske deg av hjertet alle gode ting
og si meg så, hva vil du mere? Gratulere!
Høyt våre flagg vi svinger. Hurra!
Ja, nå vil vi riktig feste!
Dagen er din, og dagen er bra,
men du er den aller beste!
Se deg om i ringen hvem du vil ta!
Dans en liten dans med den du helst vil ha!
Vi vil alle sammen svinge oss så gla'
og en av oss skal bli den neste - til å feste!
Til hamingju með afmælið Steina!
Heidi Strand, 20.5.2008 kl. 07:26
Yndisleg stúlka hún dóttir þínþað eru hrein forréttindi að eignast börn.
En Steina mín innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn Guð blessi þig og varðveiti alla tíð í Jesú nafni
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.5.2008 kl. 07:37
Til lukku með daginn Steina
Ólafur fannberg, 20.5.2008 kl. 07:57
Til hamingju með daginn afmælisdaginn þinn.....megi hann verða góður dagur fyrir þig .
Margrét M, 20.5.2008 kl. 08:15
Til hamingju með afmælið Megi dagurinn færa þér sól og sælu.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 08:22
Innilega til hamingju með afmælið elsku Steina. Vona að þú fáir fallegt blóm í garðinn eða góða bók í afmælisgjöf. Knús úr sól og sumri (loksins) á fallegu Vestfjörðum. Sjáumst voooooonandi fljótlega aftur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 08:36
Innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn elsku Steina Megi hann verða þér góður eins og framtíðin öll
Dísa Dóra, 20.5.2008 kl. 08:48
Hún Sól er glæsileg stúlka
Til hamingju með daginn mín kæra bloggvinkona, megir þú eiga yndislegan dag og framtíð alla
halkatla, 20.5.2008 kl. 09:18
Ofboðslega falleg stúlka.
Til hamingju með daginn og njóttu hans nú vel.
Ragga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:19
Sól er gullfalleg stúlka
Innilegar hamingju óskir með Afmælið og hafðu góðan afmælisdag Elskuleg
Flott fæðingar ár er líka 60 módelið
Brynja skordal, 20.5.2008 kl. 09:47
Elsku Steina mín til hamingju með Sólina þína, og innilega til hamingju með afmælið mín kæra, og til hamingju með manninn þinn, sem greinilega elskar þig út af lífinu. Þetta er allt svo fallegt og gefandi, að maður klökknar og hjartað slær aðeins örar. Þið eruð æði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 09:51
Til hamingju með daginn!
SM, 20.5.2008 kl. 11:28
je minn eini, elsku kæri bloggvinir, takk fyrir allar yndislegu kvejurnar, bæði sem sendar eru til mín prívat, á ykkar bloggsíðum og hérna hjá mér. þúsund þúsund takkkkkkkkk
Blessi ykkur öll á þessum góða degi.
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 11:29
Til hamingju með afmælið kæra Steina. Njótið dagsins. Besti kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.5.2008 kl. 11:42
Elsku Steina....til hamingju með daginn og njóttu hans út í ystu æsar....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:36
Til hamingju með daginn Steina mín.
Sólin er yndisleg og Sólin ykkar Gunna yndislegust.Það er varla hægt að lýsa ást okkar til barnana okkar hún er öllum tilfinningum sterkari.
Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 14:48
Mikið afskaplega er hún falleg, stúlkan
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 17:01
Þessi færsla er eins sú hjartnæmasta sem ég hef lesið.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 19:08
Til hamingju með afmælið.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 20.5.2008 kl. 19:25
Til hamingju með Sól og til hamingju með daginn þinn kæra Steina.
Takk fyrir þessa fallegu og innilegu færslu, þú ert engri lík.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 20.5.2008 kl. 20:07
Innilegar hamingjuóskir með daginn og Sólina þína:)
Með bestu kveðju úr Hveró.
Linda
Linda Samsonar Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 21:14
Innilegar hamingjuóskir með daginn og Sólina þína:)
Með bestu kveðju úr Hveró.
Linda
Linda Samsonar Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 21:15
Innilegar afmæliskveðjur til þín, enn og aftur, kæra Steina!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:30
Elsku besta vinkona....hamingjuóskir á afmælisdaginn þinn....þúsund faðmlög og milljón hjörtu til þín..
Guðni Már Henningsson, 20.5.2008 kl. 23:59
Til hamingju! Það er gaman að gleðjast! :)
Lúðvík Bjarnason, 21.5.2008 kl. 11:04
kæru kæru öll, svo mörgum sinnum að ég get ekki talið það TAKKKKK fyrir yndislegar kveðjur sem ég las jöfnum höndum í gær, varð svo feimin að ég læddi mér ofan í skúffu í blá sokkunum mínum og var þar og vildi vera lengi lengi, með orðin ykkar skrifað á ennið mitt, hugsaði um það að aldrei hef ég fengið svona margar afmæliskveðjur. í skúffunni fann ég hugsun læðast inn hér og þar í tíma og varð þar vör við ykkar augnablikshugsun til mín á mínum degi. ég er enn í skúffunni og hugsa og hugsa og hugsa meira.
það er gott að vita að skrifin mín hafði áhrif á einn og tvo.
þannig hugsa ég líka um myndlistina mína, bara ef einn sem sér sýninguna mína, bregst við reiður, fúll illur glaður hrærður á valdi falinna minninga, kátur hlær fær gæsahúð, þá er allt þess virði, að skrifa er líka að skapa, þannig sé ég það sem ég geri í þessu lífi., skapa aðstæður, hugsun og allt hitt
Kærleikur, Ljós og Bless til ykkar allra
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 15:19
Steinunn:
Það eignast margir börn og allt með það.
Það eru þónokkrir sem eru þakklátir fyrir það.
EN það eru afar fáir, sem kunna svo sannanlega að setja þessar hugsanir í formið fyirir okkur hin.
Þúsund þakkir fyrir þennann pistil.
Þú setur í orð, hugsun margra.
Megi þú og þín Sól veita birtu og yl sem lengst.
með viriðingu og þökkum
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 11:30
Steina mín mikið er þetta fallegt hjá þér um Sólina þína. Ég hitti stelpurnar í kvöld og skila kveðju til þeirra. hafið það gott Heiða
Heiða Björg Scheving, 22.5.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.