þegar allt fer í hring og maður mætir sér aftur í hringnum....

_MG_5983

Stundum er gott og skrítið þegar hlutirnir fara í eigin hring með eigin ákvörðunum og stefnu án þess að maður geti nokkuð gert til að hafa það öðruvísi. Þannig er dagurinn í dag og dagurinn í gær og þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég skúffuð, svekkt, leið og skúffuð, svekkt og leið og allt. Setti allt á annan endann eða þannig. Upp kom gamalt munstur sem minnir á sig af og til , bara til að minna á sig og benda mér á hvar þarf að taka til höndunum. Ég var skúffuð lengi, rökræddi við Gunna og aðra, en það var engin alvöru rökfræðsla, heldur máttlaus tilfinning um máttleysi mitt og skúffelsi sem ég setti í hin ýmsu orð til að gera það litríkara en það í raun var. Ég fékk þó samræðurnar upp á yfirborðið og út frá því komu hinar ýmsu skoðanir sem ég þurfti á að halda til að finna tilgang með öllu þessu sem mér finnst svo mikilvægt. Stundum er eins og það þurfi að setja allar tilfinningarnar á spilaborðið til að fá fram því sem er kjarninn í þeim hugsunum sem maður hefur.
Ég á ekki alltaf jafn auðvelt með að vinna með öðrum því ég er alltaf mörgum árum á öðrum stað og á erfitt með þann hraða sem aðrir eru á. Þetta hefur alltaf verið svona, en þegar maður vinnur einn með sjálfum sér kemur það ekkert sérstaklega mikið fram. Sem myndlistarmaður hefur það reynst mér ofsalega vel. Ég hef unnið sóló eða verið með í verkefnum þar sem ég hef kannski ekki alltaf orðið var við að allir eru á sitthvoru rólinu. Núna vinn ég í andlegum grúppum og þar finn ég rosalega fyrir þessum ólíka hraða og þörf fyrir að allt eigi að gerast fyrir mörgum árum. Þetta er holt fyrir mig, svo holt því þar veit ég hvar ég þarf að vinna með mig og í því umhverfi sem það kemur best fram er gott fyrir mig að vera. Ég vil helst vinna ein því þar er bara ég og engir áresktrar og ekkert sem truflar þær ákvarðanir sem mér finnst bestar og þann hraða sem mér finnst passa hverju sinni. _MG_5986
Á heimilinu eru að sjálfsögðu árekstrar sem fylgja því að vera svo nálægt sínum nánustu, en þar eru hlutirnir á öðru plani en þegar um annað samstarfsfólk er að ræða. Þar sem allt sem gert er, er í sjálfboðavinnu, engin laun sem hægt er að benda á með vísifingri. Nei bara áhugi og þörf fyrir að heimurinn verði betri en hann er. Þar þarf að prufa sig áfram og reyna að finna þær leiðri sem eru réttar fyrir manni en engin vissa. Þetta er ekki átakalaust, en í því er lærdómurinn fólgin. Ég er sannfærð um að grúppuvinna er stærsti andlegi lærdómurinn hjá hverri manneskju.

Ég byrjaði að vinna í  andlegum grúppum fyrir 5 árum og það hefur verið allt annað en átakalaust. Fyrir það fyrsta eru flestir á ólíkum stað en ég í sínu persónulega lífi, það er oftast bara þessi andlegi áhugi sem er sameiginlegur. Þetta hefur reynst mér erfitt. sérstaklega vegna þess að ég hef  haft sterkan vinahóp innan myndlistageirans. En engin af þeim hefur áhuga á því andlega á sama hátt og ég hef. Þess vegna hefur þörf mín fyrir að fara þessa braut oft verið á sterkum vogarskálum, á milli þess að vilja vera með til að þróa og hjálpa heiminum með hugleiðslu og andlegri vinnu og að vinna fyrir egóið mitt og sýna þau verk sem ég hef skapað, bæði ein og með öðrum. Sá heimur er heimur sem ég þekkti best._MG_5984
Það er svo mikið að góðum myndlistarmönnum í heiminum að ég sá fljótt að það kæmi ekkert skarð í hópinn þó ég einbeitti mér meira að því að boða út Kærleika til dýra og mannkyns. Boðskap um Eitt líf, Eitt Mannkyn, Eina jörð.Skapa Kærleika og heilun á milli manna og dýra.
Þó við höldum oft að það séu svo margir að gera þetta og það sé nóg, þá er það ekki rétt. Það eru margir en í hlutfalli við hversu mörg við erum á jörðinni þá er hlutfallið lítið sem markvisst vinnur að hinu Guðdómlega. Ef við skoðum ástandið í heiminum í dag, getur hver maður sé þá geysilegu þörf sem er á allri þeirri hjálp sem er möguleg til að við komumst sem mannkyn á hærra vitundarstig, og bara þegar við komumst þangað verður ástandið betra fyrir okkur sem mannkyn, dýraríkið og Jörðina í heild sinni með öllu því lífi sem þar er.
 Þannig að ég hef helgað mig þeirri vinnu 100000 prósent, og finnst ekkert í heiminum mikilvægara. Það sem gerir muninn á þeirri vinnu og því að vinna sem myndlistamaður að í þessari vinnu (ég lít á þetta sem vinnu) þá er ekki neinn beinn respons til baka fyrir því sem maður leggur í þetta eins og með myndlistina þar sem maður baðar sig í aðdáunarljósinu og egóinu á opnunum og því sem fylgir að vera myndlistarmaður sem er að sjálfsögðu líka erfitt á köflum.
 Þetta eru tvær þarfir sem ég í raun slæst við, hin innri þörf og hin ytri þörf. Þannig verður það örugglega oft í framtíðinni, en það er svo skrítið að það er einhvernvegin engin leið til baka. Þó svo að egóið hoppi upp af og til og vilji vera með og leika sér, og auðvitað gefi ég því líka sitt pláss þá er það sú hin innri þörf svo mikilvæg og sterk að það er engin leið að stoppa það.

Svoleiðis er það bara.
Fundurinn sem átti að vera í dag, var aflýst vegna veikinda, og það er bara gott. Þess vegna hef ég haft tíma til að drekka tvo bolla af góðu kaffi með skummandi mjólk, gengið um í garðinum mínum og séð allt sem er að springa út og heyrt fuglana syngja Skrifað þetta blogg, heimsótt nokkur af ykkur bloggvinum Núna hef ég  langan dag fyrir höndum þar sem  ég get hugleitt í sól og hita í garðinum mínum. Kannski farið í göngutúr með Lappa á ströndina. Farið með Gunna að ná í býflugurnar sem hann er að fara að kaupa eða bara lesið í bókinni sem ég var að fá The Animal Kingdom, A spiritual perspective....
Kærleikur og friður veri með ykkur öllum um helgina kæru bloggvinir og Gleðilegt sumar til ykkar héðan frá 20 stiga hita_MG_5995


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa þínar hugrenningar, takk fyrir mig. 

Eigðu góða daga og sendu okkur nokkur hitastig, það er skelfilega kalt hérna.   

Maddý (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gaman að njóra góða veðursins með þér ástin mín.

 Guni palli manninn þinn

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þegar á bjátar

þegar kuldinn hrellir sál

taktu þá utan um þig og þá sem þú elskar

Guðni Már Henningsson, 26.4.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Fullt af sumarknúsi til þín, elsku Steina. Takk fyrir allar yndislegu færslunar þínar og athugasemdirnar í vetur. Hlakka til að hitta þig, in real life, einn góðan veðurdag.

Knús... 

SigrúnSveitó, 26.4.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar blómamyndir elsku frænka. Við hættum við Spánarferð, eigum ekki fyrir henni, komum kannski frekar bara í síðasumarheimsókn til þín í fallega garðinn og leikum við býflugurnar.

Ást og söknuður,

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Já stundum dettur maður niður hringstiga, ég er svo sammála þér að það hjálpar mér best að heyra mig sjálfa tala um það og þá sé ég lausnina ansi fljótt og sársaukalaust Alltaf jafna fallegar hjá þér náttúrumyndirnar þínar, ég er bara ekki nógu dugleg að nefna það. Fannst alveg ótrúleg myndin af manninum með ljónið. Hugsaður þér að geta verið í svona nánu sambandi við dýrið, yndislegt !!!

Njóttu nú helgarinnar með Gunna, Lappa, býflugum, kaffi og hverju því sem hugur þinn gyrnist

Risa knús og klemmur

Sigrún Friðriksdóttir, 26.4.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eigðu góðan dag með þínum, heillin
 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir komment, sem alltaf eru vel þegin.

ylfa velkomin elsku frænka,

knús i krús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 14:29

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég held að það sé aldrei of mikið af góðu í heiminum.  FAllegar og styrkjandi hugsanir til jarðarinnar okkar og ljoð í formi lita sem þú geislar á flötinn veitir líka gleði og ánægju.

Kærleikur er keðjuverkandi.

www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 14:52

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra zordis, ég er alveg sammála þér, list á allan hátt er heilandi miðill,

hönd í lófa,

fallegar hugsanir,

huggandi orð,

strok á kinn 

og hjálpandi andi er með til að lyfta upp á æðra vitundarstig. músíkin er eitt helsta dæmi um miðil sem hefur verið með til að lyfta vitund mannsins á hærra stig.

það að gleðja með sköpun er leið að hjarta sem gefur gleði sem er með til að hækka vitund. þetta er allt svo satt og rétt.

Núna er ástand jarðar mjög slæmt og það þarf svo mikið til að lyfta því ástandi sem getur verið með til að eyðileggja svo mikið.

Ástandið í Mið Austurlöndum, er hræðilegt þar ríkir myrkur sem þarf að breyta í Ljós,. Ástandið á milli trúarbragða er hræðilegt, þar þarf mikið Ljós til að hafa áhrif á aðra þróun

Ástandið í dýraverndunarmálum, er slæmt, og dýrin þjást vegna framkomu okkar við þau.

Framkoma okkar hvert við annað er ekki alltaf falleg og góð 

Móðir Jörð er sjúk, það getum við vonandi öll verið sammála um.

Margir lyfta öxlum og segja svona hefur þetta alltaf verið, en það er að mínu mati leið til að taka ekki ábyrgð á þróun Jarðar og Mannkyns.

Ég vinn myndlist með þá hugsun að setja fram spurningar til mín og annarra.

Með því að lyfta meðvitund á þann hátt sem ég get með því verkfæri sem heitir myndlist. En mín reynsla er sú að í gegnum hugleiðslu sem beinir hinni Guðdómlegu orku á þá staði sem þurfa hjálp og Ljós til að fara frá myrkri til Ljós er kraftmesta leiðin. En eitt útilokar aldrei annað og þar af leiðandi er mikilvægast að hver vinni með sig til að verða að betri manni, og sú þróun getur dreift sér eins og hringir í vatni.

Ást til þín með löngu svari, og svari við því sem ekki var spurning

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 15:44

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mig langar að henda mér upp í hengirúm og hugleiða, takk Steina.

Eva Benjamínsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:06

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka fyrir yndislegar hugleiðingar.

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:13

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ljúfar hugrenningar

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 28.4.2008 kl. 13:38

14 identicon

Sæl Steina mín og takk fyrir kveðjurnar. Það er alltaf jafn líflegt í kringum þig.

skila kveðju til stelpnanna. hafið það sem best í góða veðrinu

kv. Heiða Björg

Heiða Björg (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:44

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þa var gott að lesa þessa hguleiðingu hjá þér..þú ert svo einlæg alltaf og segir svo satt. Þetta líf getur verið svo flókið en líka svo einfalt og fallegt.

Takk takk...

var líka að lesa þakklætisfærsluna hans Gunna

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 15:51

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

....og sjá fyrir mér garðinn ykkar, ástina ykkar og það sem þið eruð að gera. Framkallaði myndir í huga mér sem ég ætla að geyma. Þið eruð bara flott!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 15:53

17 Smámynd: Margrét M

blómlegar myndir hjá þér og gott að lesa hugrenningarnar...

Margrét M, 29.4.2008 kl. 09:04

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig, þetta er góð hugvekja, knús á þig inn í daginn Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:12

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Koss fyrir falllega færslu

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 19:47

20 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir góðan pistil hjá þér kæra Steina.

Svava frá Strandbergi , 1.5.2008 kl. 01:41

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið er ég sammála þér með það að grúppu vinna eða hópvinna hverskonar er einstaklega þroskandi, það er hverjum manni hollt að læra vinna með öðrum fólki að ég tali nú ekki um í jákvæðum og uppbyggjandi hlutum eins og þú gerir.

Njóttu dagsins og takk fyrir mig..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband