þögn er núna friður !

Foto 259Sunnudagur jahá, svona er oftast gott að vera.
Góðar fréttir las ég í blaðinu í dag, það á að setja inn nýtt námsefni í skólanna hérna í Danmörku. Mjög mikilvægt að mínu mati, ”Hvernig á að passa og fara vel með dýr” Þetta gerði mig glaðari í dag enn í gær.

Annars er lífið bara rólegt, er að undirbúa mig andlega á að koma heim til íslands, það er aldrei bara auðvelt, en ætla nú ekkert nánar út í það.
Fórum í sund í morgun og syntum og við syntum, það er svo gott að hugsa þegar maður syndir.
Hugsaði um syndir,
hvað þær þýða og hvernig við dæmum þær og ekki dæmum?
Er synd að hata nágranna sinn?
Já það höfum við lært.
En að hata nágranna sinn í næsta bæ?
Það er sennilega mikið bannað,
en í næsta landi ?
Það hlýtur að vera jafn mikið bannað og að hata barnið sitt? Þegar við erum eitt, hver hluti af hinum.
En við hugsum aldrei um það, okkur finnst alltaf allt i lagi að hata hina sem eru öðruvísi í öðrum heimsálfum, kannski sumir meira en aðrir. _MG_2749

Það er synd að ljúga, um það getum við öll verið sammála. En við ljúgum sennilega öll meira og minna af og til, og oftast tökum við ekki eftir því, það er svona element sem er rótgróið í mér og þér.
Við segjum: það er allt í lagi með svona hvíta lygi, og er það ekki einhversstaðar smá sannleikur í því eða hvað ? Þegar við notum hvíta lygi, hvað þýðir það ? Við viljum ekki særa náungann. Við þorum ekki alveg að segja það sem okkur finnst.

Er það þá ekki athugandi að athuga hvað þar þarf að athuga.

Ef við veldum að segja alltaf sannleikann út frá þeim stað sem við erum í þeim skilningi og þroska sem við höfum, þá held ég að við særum oft. En ef við værum komin á hærra vitundarstig, sem við mannkyn erum á leið nú. Ef við hefðum Kærleikann til alls og allra, þá gætum við sagt sannleikann án þess að særa, en með skilningi og virðingu fyrir hverjum og einum, og i gegnum okkur streymdi Kærleikurinn til þess sem við er mælt. Þá særir maður engan. Það er sennilega löng leið, en við þurfum að undirbúa okkur , við erum einhveratíma í framtíðinni þar, og þar verður gott að vera.

Sá líka sorglega frétt í dag. Öll hundaheimili og kattaheimili eru full af dýrum sem engin vill eiga, sá líka að á hverju ári erum 15.ooo hundum lógað í Danmörku því eigendurnir verða þreyttir á þeim. Þetta er núna, en ég get séð og fundið að samkenndin verður meiri og meiri með dýrunum og náttúrunni. Það að umræðan er svona mikil, er tákn um vöknun hjá okkur á þessum minni bræðrum okkar og systrum.
En stundum finnst mér of langur tíma þangað til og þá tek ég eftir hlutum eins og í gær þegar ég  var í borginni stóru . Við keyrðum yfir á Nørrebro, þar á eyjunni á milli stórra vega, lá lítil svört kisa, ekki stærri en meðal lófi. Hún var ekki hérna lengur. Það var svo skrítið að sjá að hún var ósýnileg þeim sem fram hjá gengu, en þó hefur hún einu sinni haft líf sem skipti öllu máli, jafn miklu máli og lífið mitt og þitt. Móðir Jörð var jafn mikil móðir hennar og þín og mín, en samt var hún ósýnileg þeim.Friður veri með þessari litlu kisu, sem núna er í kisusálinni með Þrúði og Vésteinni._MG_2712

Ég er að drekka lakkríste, það er alveg ljómandi. Gunni er að klippa greinar úti. Sólin er með Nina og Cecilia niður á Lejreå að veiða fisk með greinum, bandi en engum önglum.......
Friður verið með ykkur á sunnudagskvöldi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður sunnudagur hjá þér, mm já lakkrís rótar te er mjög gott.

hafðu góða vinnuviku sem er framundan. 

jóna björg (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:22

2 identicon

Kveðja

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:26

3 identicon

sorry, átti nú ekki að vera svona snöggt...... ætlaði að segja, kveðja frá mér til þín kæra frænka, er búin að eyða góðri stund í að lesa bloggin þín aftur í timann, fæ alltaf svo notalega strauma frá þér þegar ég les skrifin þín...... Þú ert yndislegur penni !!

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það er mikið sem við eigum eftir að læra og sumir meira en aðrir og það koma oft tímar sem ég efast um að það náist nokkur tíman. En það vakti eitthvað í mér að lesa færsluna þína, það er gott að vita að það er fólk þarna úti sem er að reyna að lifa í kærleikanum en ekki í sjálfselskunni.

Klem til þín frá nágrannalandinu

Sigrún Friðriksdóttir, 9.3.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: www.zordis.com

Svo fallegar spekulerasjónir.  Að hugsa um syndir að synda og þann velvija til dýranna, líf í lífi og ást á líf!

Þú ert einstök!

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Heidi Strand

Fallegur pistill og góð hugvekja.

Heidi Strand, 10.3.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Brynja skordal

Yndislegur pistill gott að lesa En já mikið er ég sammála með þetta um dýrin auðvitað á að taka það inn í fræðslu í skólum ekki spurning með það Æj já þetta er svo sorglegt hvað það verður mikið um svona gæludýr sem sumir taka að sér og svo ekkert gaman lengur fæ bara sting í magann að hugsa til þess að henda þeim bara eða sleppa þeim eitthvað í burtu sendi knús til ykkar

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég vildi að íslenskir skólar tækju þetta upp líka....kenna börnum að annast dýr, frábært en takk annars fyrir ljúfan pistil.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.3.2008 kl. 01:00

9 identicon

Alltaf áhugaverðar vangaveltur hjá þér kæra Steina kleina, góða ferð til Íslands og kveðja til ykkar allra frá okkur á Ak.  YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvenær kemurðu Steina mín ég þarf að ræða við vættina og biðja um gott veður og ennþá betri færð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Friður yfir þessar færslu

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Alltaf jafn fallegar færslurnar þínar.

Svava frá Strandbergi , 10.3.2008 kl. 13:31

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Alltaf er góð vakning í pistlunum þínum

Mig langar svo akkúrat núna að senda þér gott faðmlag

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 15:44

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt eins og alltaf hjá þér. Ég elska þessar stemmningsmyndir þínar. Góðir straumar til þín frá Reykjavík!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:50

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir dásamleg komment, sem eru svooooo notaleg. og elsku yrsa mín kæra, knús til ykkar líka. sólborg frænka notalegt að sjá þig reka inn nefið hjá mér. kæra cesil ég kem vestur minnir 18 mars !!! ætla að kíkja í kaffi til þín.ollasak, faðma þig líka í huganum...

allar þið yndislegu konur blessi ykkur allir vættir

góða nótt 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 20:58

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hey! Það er ekkert erfitt að koma til Íslands! Bara yndislegt. Mundu... BARA góðar hugsanir ;o) Hlakka til í næstu viku elsku frænka

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 09:15

17 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Flottur pistill.

Góðar hugsanir á allt og alla, líka nágranna.

Sem fyrrverandi afgreiðslustúlka á bar, kom það fyrir að fúll og leiðinlegur viðskiftavinur skeitti skapi sínu að mér, virkaði best að brosa út að eyrum og segja....Var það eittkvað fleira Virkar nærri því alltaf vel

Vertu velkomin á vinnustofuna mína, Túngötu 17

Marsibil G Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:56

18 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ hvað var notarlegt að lesa þetta. STÓRT knús til þín Steina :)

Hólmgeir Karlsson, 12.3.2008 kl. 00:17

19 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir mig og góða ferð til Íslands

Guðrún Þorleifs, 12.3.2008 kl. 18:50

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Steinunn mín, þá er þetta alveg að skella á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband