ég drekk morgunkaffi með þeim, móðgun, reiði og stolti.
26.1.2008 | 07:41
Morguninn læðist inn og rigningin lemur þakið, ring ring ring... ég er með kaffið mitt með mjólkurskúmmið, og hef gluggann sem mest opin til að heyra sem mest.
Lappi minn liggur hérna við hliðina á mér yndislegur og tryggur eins og alltaf.
Það er skrítið þegar tilfinningin reiðin og móðgunin kemur og lætur vita af sér. Veit ekki alveg hvað ég á að gera við hana. Ég varð móðguð og reið við vin minn í gær, en veit þó að best er að hugsa frá sálinni, en ekki tilfinningunni, það er ekki auðvelt. Ég veit að hann gerir það besta sem hann getur, og er þar sem hann er, mér ber að virða það, og skilja. En mér ber líka að virða og skilja mínar tilfinningar , hvað er best að gera. Ég get látið sem ekkert sé, látið bréfið liggja og látið eins og það hafi aldrei borist mér, ég get svarað bréfinu með öllum þeim tilfinningum sem ég hef, ekkert að skafa undan, ég get beðið smá og látið reiðina og móðgunina slappa aðeins af og falla í ró, fagur fiskur í sjó, með rauða kúlu á maganum,... ég get hugsað frá sálinni, hvað hugsar sálin, hvað er best að gera út frá sálinni.
Ég fer úr tilfinningunni, horfi niður og skoða málið, án tilfinninga. Hvað liggur í því sem hann segir, vega og meta, án tilfinninga. Er í raun mikilvægt það sem hann segir, eru það ekki bara orð sem innibera eitthvað sem vekur tilfinningar til lífs í mér, sem alltaf sveima um mig og bíða eftir að fá að koma fram í vitund mína, bíða eftir tækifærum eins og þessum, sem koma aftur og aftur..
Hann hefur sínar ástæður fyrir því sem hann gerirsegiroghugsar, ástæður sem hann sennilega þarf einhveratíma að takast á við og skoða, ennnnn það er ekki mitt vandamál. Mitt vandamál er hvernig ég bregst við. Hvað í mér verður móðgað, og reitt, hvað í mér þarf ég að skoða og finna út úr hvað veldur hverju og hvers vegna. Móðgun er systir stolts, hum, áhugavert, þarna er stolt sem þarf að takast á við, stolt yfir hverju ? Ef ég skoða þetta út frá því sem ég trúi, þá er tilfinningin stolt ekki ég , en hún er eitthvað sem ég hef, og hvað er best að gera við henni og því. Á ég að svelta hana, þá deyr hún, það væri möguleiki, eða á ég að senda svo mikið ljós inn í hana að hún eyðist upp í Kærleikanum, eða á ég að skoða orsökina fyrir því hvers vegna hún varð hluti af mér. Þar sem ég elska allt í mér og virði, skil orsök og afleiðingu þá vel ég skoða hvaðan stolt, reið og móðgun komu, hvar þær urðu samferðamenn mínir.Það gæti verið löng ferð að skoða, frá þessu lífi til næsta og næsta og næsta.. verð sennilega að skoða það í hugleiðslum á næstu dögum, með virðingu fyrir mér og öllu í mér.
Eitt veit ég að hann vinur minn, gerir mér mikinn greiða, því hvernig hefði ég fundið fram til þeirra: reiði, móðgun og stolts ef hann hefði ekki hjálpað mér til þess.....
Stolt er andstæða Minnimáttarkenndar
Reiði er andstæða Gleði
Móðgun er andstæða Skilnings, skilningur sem færir til frelsis...
Megi laugardagurinn verða ykkur fallegur og góður...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
Athugasemdir
Líka hjá þér elskan mín.
Manninn þinn.
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 11:26
Alltaf dettur þú niður á eitthvað til að skoða og skillgreina. Sjálf er ég að berjast viða að finna út úr hvernig ég get komið fram við ættingja sem olli mér sorg. Þar er ég bara alveg úti í móa í augnablikinu, en trúi að ég eigi eftir að finna leið sem ég get lifað sátt með. Lífið er fullt af verkefnum
Góða helgi mín kæra
Guðrún Þorleifs, 26.1.2008 kl. 12:30
Megi dagurinn færa þér gleði
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 12:32
Góður pistill og svo sannarlega rétt að við berum fullkomlega ábyrgð á okkar viðbrögðum við umheiminum.
Sendi góða strauma
PS Hef grun um að maðurinn þinn sé sami Gunni Palli og eitt sinn vakti mig um miðja nótt með að spila afmælissönginn fyrir mig á trompet Möööörrrrg ár síðan það var - híhí gef ekki upp hve mörg
Dísa Dóra, 26.1.2008 kl. 13:45
Endalaus verkefni sem við fáum, gangi þér vel að leysa þetta.
ljós..
jóna björg (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:03
Þú ert indæl.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 15:10
Mikið er hann fallegur hjá þér eldhúsglugginn Steina!
Ég las hjá þér um samsýninguna en er búin að gleyma ... væri kannski til í að vera með í vor ...
Þín skólasystir Sonja
Sonja (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:47
Ég skil þig vel með viðbrögðin og hef upplifað út frá tilfinningu, kvíða og vanlíðan en oftast reynt að ýta frá mér því sem tilheyrir ekki sjálfinu mínu og smá saman tekist á við mitt. Á sumum sviðum gengur vel en á öðrum sviðum hægar.
Kærleikur til þín
www.zordis.com, 26.1.2008 kl. 20:25
Í spilarnum mínum kom skemmtilegur jazz sem átti svo vel við textann þinn, tónarnir vöfðu sig svo skemmtilega um orðin þín og gæddi þau lífi, ég upplifði eitthvað fallegt sem kom við tilfinningarnar mínar. Og núna langar mig á kaffihús til að hlusta á fólk tala um tilfinningarnar sínar, tilfinningakaffihús, ætli það sé til einhversstaðar?
Maddý (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:01
Flott færsla, mér ein góð lesníng til hugargeymslu.
Takk.
Steingrímur Helgason, 27.1.2008 kl. 01:05
Yndisleg færsla. Þetta með að fara út úr tilfinningunni, og horfa á málin utan frá er mjög áhugaverð, ætli maður geti það í raun og veru. Hvernig tekst þú á við það Steinunn mín ? Það er svo nauðsynlegt oft, þegar hitamál bera mann ofurliði. Þá er það hreint og beint nauðsynlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 11:49
dísa dóra, gunni man líka eftir þér
sara, takk fyrir skilaboð.
sonja, gaman að heyra frá þér, vorum við ekki sama í mynd og hand ?
cesil, það er hægt að skilja sig frá tilfinningum sínum. það þarf fyrir það fyrsta að vera meðvitaður um það. þegar maður er það getur maður gert smá tilraunir hér og þar. til dæmis ef þú ert reið út í einhvern , þá gera tilraun með að fókusera á efnið að ofan, og einbeita sér að því að láta tilfinningarnar ekki komast að. með tímanum getur maður fundið hvaðan maður tekur ákvarðanirnar, frá hinu æðra égi, eða frá tilfinningum, sem oft hefta okkur í okkar innsýn.það er mikill tendens að það sé gott að láta tilfinningarnar ráða, það held ég að sé oft mikill misskilningur. það er nefnilega mundur á tilfinningum og innsægi.....
ef þú vilt vita meira lá heyra.
takk öll fyrir falleg komment.
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 20:08
Alltaf er ég jafn ánægður yfir því að eiga besta vin í heimi
Guðni Már Henningsson, 27.1.2008 kl. 22:46
Góð og athyglisverð færsla hjá þér Steina.
Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 01:12
Elsku Steina mín! Erum á leið út úr heimi andstæðanna eins og þú veist, Kannaðastu bara við tilfinninguna, hún er hluti af öllu sem er, - leyfðu henni svo að fara aftur til Alheimsins. Ekki held ég að við getum afneitað einhverjum hluta okkar, því þá erum við að aðskilja okkur en til að vera heil, þá samþykkja allt eins og það er hverju sinni, til þess þurfum við líka að vera meðvituð, sem mér finnst þú vera að vinna að.
- En Egóið okkar elskar -drama:o)
Vilborg Eggertsdóttir, 28.1.2008 kl. 03:55
Hæ elskan. Gaman að lesa pælingarnar hjá þér. Þekki alltaf svo margt af því sem þú skrifar. Gaman að því.
Knús til Lejre...
SigrúnSveitó, 28.1.2008 kl. 08:45
Allt sem við gerum og reynum og verðum fyrir verður okkur til gagns á einn eða annan hátt.
Frábær pistill.
Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 05:56
Ylfa Mist Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.