hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt
13.1.2008 | 21:11
Við erum upptekin af friði, og Við viljum vel, Við gerum oftast vel, eða eins vel og Við getum. Við erum meðvituð um það sem gerist í heiminum, kannski meira en Við oft erum um það sem gerist í okkur sjálfum. Það er auðveldara að hafa skoðun á Abdulla í Tyrklandi, en að hafa skoðun á sér. Það er auðveldara að finnast hvað Abdulla á að gera, til að gera rétt, en skoða hvað Við sjálf eigum að gera til að gera rétt. Við höfum skoðanir á hvað hinir og þessir í Palestínu eiga að gera, og Við höfum líka skoðun hvað þeir í Ísrel eiga að gera. Við skrifum fram og til baka til hinna og þessara með skoðun sem er á eina hlið, en það vantar hina hliðina, það finnst manni ekkert athugavert við. Hinir skoða hina hliðina og skoða ekki þessa hlið, og þeim finnst ekkert athugavert við það. Hvað gerist ef við skoðum hina hliðina ? Það hrynja borgir, það hrynur mynd, það þarf að byrja upp á nýtt, og kanski skifta um skoðun, og kannski finnast eitthvað annað. Að skipta um skoðun og finnast eitthvað annað er leið til þroska og víðsýni. Það er ekki það sem sumum finnst, því gömul hugsun er að halda fast í sína skoðun, því þá er hún rétt, og þú ert sterkur !
Er það rétt?
Er maður þá ekki hið andstæða.....
Við heyrum oft um Kærleikann, en skiljum við Kærleikann, hvað er Kærleikur?
Er Kærleikur það sem við upplifum til maka, barna, föður , móður....eða er Kærleikur eitthvað sem er meira en tilfinning til föður og móður. Kærleikur er eitthvað sem liggur dýpra og ofar og innar og ytra en það Kærleikur er tilfinning sem fæstir hafa upplifað, en við öll rembumst við að finna. Við leitum og leitum, í bókum, í bíómyndum, í kærustum, ... en við leitum ekki þar sem Kærleikurinn er . Hann er í mér og hann er í þér. Kærleikurinn er eins og Alheimstónn sem smýgur í allt og alla, en við eigum erfitt með að finna þennan tón, við erum oftast fyrir neðan, en stundum fyrir ofan. Til að finna þennan rétta tón, göngum leið hina bröttu leið upp upp upp á fjall, sem aldrei virðist taka enda, við klifrum og skerum okkur, föllum og meiðum okkur. Við höldum áfram á einhverjum innri krafti sem við ekki alltaf skiljum en látum kraftinn stjórna förinni. Einhverntíma langt langt inni í framtíðinni þegar við höfum lifað allt og skilið allt, verið allt,hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt.. þegar við höfum Vísdóminn þá finnum við Kærleikann í allri sinni dýrð, við skiljum Kærleikann, við erum Kærleikurinn, þá getum við hætt að leika Kærleikann.
BlessYou
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Falleg og góð færsla
Takk fyrir þetta
Hlýjar kveðjur
Dísa Dóra, 13.1.2008 kl. 22:00
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 22:06
Fallegt hjá þér að hafa orðið kærleikur með rauðu. Og svo er þetta svo fallega skrifað ástin mín.
Gunnar Páll Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 22:07
Virkilega gott að lesa. Að halda í þann hvíta og sanna kærleik í sjálfinu er það sanna fyrir viðkomandi. Ég týndi kærleikanum mínum í gær og leið mjög ílla, ég er öll að koma til og vona að ég geti unnið með kærleikann minn og miðlað honum áfram.
Kærleiksblik
www.zordis.com, 13.1.2008 kl. 23:00
Kæra Steina bloggvinkona ég óska þér og þínum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka þér einnig og sérstaklega góða bloggvináttu á gamla árinu.
Öll þín fallegu skrif á þinni síðu þakka ég þér og einnig fyrir góðar kveðjur til mín á minni síðu, þær eru sannarlega kvetjandi og gefandi.
Skrif þín um fyrirgefninguna, kærleikann, vináttuna og ekki sýst dýravináttuna eru öllum holl lesning.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 13.1.2008 kl. 23:06
Kærleikskveðjur
Sigrún Friðriksdóttir, 13.1.2008 kl. 23:17
Góð lesning .. Kærleikskveðja
Hólmgeir Karlsson, 13.1.2008 kl. 23:38
Knús.
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 19:36
Sem svo oft áður vekur þú mig til umhugsunar um eitt og annað.
Takk fyrir góðan pistil
Solla Guðjóns, 14.1.2008 kl. 21:33
Kærleikurinn er allra mestur.
Ég er búinn að flakka um bloggheima kæra Steina og biðja nokkra um að vera með okkur í sýningu á ný. Ég sendi þér meil um málið þegar ég hef fengið viðbrögð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.1.2008 kl. 09:39
Eins og oftar á ég bara eitt orð til þín: Takk!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.1.2008 kl. 13:34
Takk fyrir góðan pistil Steina mín.
Í dag átti ég í fyrsta sinn tækifæri á að fara með litlu fóstur Rósinni okkar í listaskólann. Það var skemmtilegt að koma og sjá hvað hún er að gera þar. Sannarlega annað en teikningarnar hennar. Ég spjallaði við kennarann hennar og kom inn á hve ég vildi óska að hún kæmist á góðan listaskóla eins og ég vissi að væri á Sjálandi. Ertu að meina Rammen? Það er skóli sem er hátt skrifaður í listaheiminum, hann er á heimsvísu. Veistu að skólastjórinn er íslensk? Já, ég vissi það og var alveg að rifna úr stolti fyrir þína hönd
Þar sem ég er að skreppa í rigninguna í Póllandi um helgina nota ég tækifærið og óska ykkur góðrar helgi.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 16.1.2008 kl. 20:42
Sæl Steinunn mín.
Ein albesta færsla sem ég augum litið í langann tíma. Haltu áfram á sömu braut.
Góður guð veri með þér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:21
kæru øll, takk fyrir gód komment.
gudrún, takk fyrir ad segja mér thetta, vard mjøg glød ad heyra. sagdi +llum fr´qa skólanum um thetta, og allir eru gladir. hvada listaskóla varstu ad heimsækja á jótlandi !
kæri gudsteinn, thetta verdur gaman ! hlakka til ad vinna med thér aftur
Blessi ykkur øll, vinnan kallar
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 09:29
Þetta blogg hérna ætti nú líka að vera lesið og numið á heimsvísu....
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 17:16
Steina mín, ég heimsótti Kunstskolen i Sönderborg. Gaman að þessar fréttir skyldu gleðja ykkur svona. Oft gleymist að hrósa og láta vita af því sem gott er. Ég var svo stolt af þér þarna að mér leið næstum eins og stjörnu
Guðrún Þorleifs, 17.1.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.