nýjar tölur í New Hampshire

img_1270.jpg

Ligg en í rúminu, nenni ekki að fara á fætur og inn í föstudaginn. Ligg með lappa við hliðina á mér og heyri í fuglunum úti í garði.
Sólin er farinn í skólann.Var að skoða fréttir frá USA, Obama vann í kosningunum í New Hampshire

Obama 39%
Clinton 34%
Edwards 18%

 http://blogs.guardian.co.uk/usa/2008/01/exit_polls_obama_and_mccain_ah.html

Það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist. Ég vona að Obama vinni, held að það sé gott að fá alveg nýja orku í þetta embætti.

Við erum að fara til Washington í júní, það verður spennandi.

Jæja ekki meiri pælingar um USA, ætti að fara að huga að því hvort ég vil standa upp inn í daginn því þá þarf ég að gera svo margt, og það er bara ekki alveg það sem ég nenni núna. Gæti sennilega óskað mér að kl. væri 4 og allir væru komnir heim. (núna hringja kirkjuklukkurnar átta)Við værum saman að fá okkur te og undirbúa kvöldmatinn. Á eftir byrjar X FAKTOR sem er svona einhverskonar leit að undrinu sem hefur verið falið og allir verða svo glaðir að heyra þvílíkan Pott syngja innan danskra landamæra.

Núna heyri ég að Ingiborg sem er kisan okkar og ansi mikil frekja opnaði kattadallinn hérna úti, hún nennir ekkert að bíða heftir mér til að fá matinn sinn finnur sennilega letina flæða héðan út um gluggann.
Þarf eiginlega að hugleiða, skrifa grein, fara í göngutúr með lappa og.....
Ég veit að flestir fara í vinnu á þessum blessuðu föstudögum, og ég lifi í þeim lúxus að hafa frí þriðju hverja viku, en ég er bara orðin svo góðu vön.
Í gamla daga þegar ég vann á Kópavogshæli vann ég oftast 16 tíma á dag. Kvöldvakt og morgunvakt. Þetta var bara svona vani og ekkert óeðlilegt við það. Fyrir utan það voru tvö smábörn sem þurfti líka að passa.
Þegar ég bjó á Hornafirði þá var líka unnið brjálæðislega, í fiski , elliheimilinu á næturvöktum og í búðinni. Þegar ég fór svo í nám, beittist viðhorf mitt til svona mikillar vinnu. Naut að grúska í myndlistinni og hafa tíma til þess.
Eftir að ég flutti til Danmerkur hef ég bara ekki unnið mikið, heldur vil ég hafa minni pening, en geta þá í staðin sinnt börnunum, dýrunum, myndlistinni og hinum andlegu málum. Ég held að ég hreinlega gæti ekki unnið fulla vinnu , ég myndi koðna niður. Ef þetta væri vinna sem hefði allan minn huga gæti ég það að sjálfsögðu alveg, en vinna sem ég yrði að hafa, en væri bara vinna, það yrði mér erfitt. Ég dáist að því fólki sem getur það, það fólk eru þær raunverulegu hvunndagshetjur. En því miður er það oft það fólk sem fær minnstu launin, þetta eru jú mikilvægust störfin. Þetta er  eins og er orðin klisja að segja svona. Í raun ætti að breyta þeirri þróun sem er í dag þannig að þeir sem vinna með fólk, ættu að fá hæðstu launin. Þeir sem vinna á elliheimilum, barnaheimilunum, skólunum. Þegar við erum orðin gömul sjáum við eftir að hafa ekki gert eitthvað í þeim málum þegar við höfðum möguleika á því
Var að spjalla við hana Sigyn mína í göngutúrnum í gær um að þegar ég verð orðin gömul þá er ekkert fólk til að passa okkur gömlu. Nema kannski það verði komnir róbótar.
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að hugleiða, opna augun inn í daginn.....

BLESS á ykkur öll


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.
        (Mér finnst þú aldrei bulla)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Sigyn Huld

Við þurfum bara ð eiga fullt af börnum svo að við séum save að við séum ekki ein í ellinni

Sigyn Huld, 11.1.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Verð að tjá mig um hvað þetta er fallleg og lifandi mynd ég er algerlega heilluð af henni.

Solla Guðjóns, 11.1.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugleiða já.....

.....langt síðan ég hef gert það. Bezt að taka smá tíma í það núna.

Takk ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þú ert nú meiri kellan, núna ætla ég að klípa í rassinn á þér og svo elda ég eitthvað gott í kvöldmatinn. Fæ mér kannski einn bjór eða svo á meðan svo er föstudagskvöld og þið horfið á imbann/X-Faktor. Ætli ég  skokki bara ekki í kvöld á meðan faktorinn er!
Mér finnst svona faktorar ekkert skemmtilegir. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: www.zordis.com

Á meðan líkaminn liggur latur svífur hugur þinn um víðan völl og spáir og spekulerar.  Á meðan hugurinn er ekki latur þá er í lagi!

Þú átt góðan "kall" sem elskar þig mikið geislunin þín hefur góð áhrif þótt þú sért löt!

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilegt og gæfuríkt ár óska ég þér og þínum.

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ það er svo gott að vera stundum smá löt og lúra á sitt eyra og hugsa. Ég er einmitt að pæla þetta með vinnuna...ég vil vinna, en ekki of mikið þannig að ég geti gert allt sem mér finnst skipta máli og haft jafnvægi í lífinu. Agalegt hvað sumir vinna mikið mikið mikið og hafa lítinn tíma til að vera með sjálfum sér í ró og friði eða þá fjölskyldunni sinni og vinum.

Knús á þig ljóskona.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband