Guð og fíllinn

00000childrenof1universe
Laugardagur, og alveg frábær laugardagur. Hérna er kalt, mjög kalt  það er eins og  mínus 20 gráður vegna roksins og einnig er smá snjór. Í dag byrjaði ég með litla myndlistarskólann fyrir Sólina og Lilju okkar. Sólin hefur verið að nuða um að fá að fara í myndlistarskóla sem er hérna í bænum. En hún er í fiðlunámi og í kór og þar sem ekkert er ókeypis hefur hún ekki fengið að fara í fl. en þetta tvennt. En í vor lofaði ég henni og Lilju að ég ætlaði að kenna þeim sjálf. Enda alveg fáránlegt að nota alla þessa menntun ekki í eitthvað sem kemur fjölskyldunni minni til góða. Sem sagt við byrjuðum í morgun. Þetta eru duglegar stelpur, en ég sé að það er mikil vinna framundan. Metnaðurinn fyrir að þetta eigi að vera eins og uppsetningin er yfirsterkari gleðinni við að skapa. Þetta verður spennandi. Eftir skólann fórum við öll á flóamarkað og við keyptum sitt lítið af hverju. Við keyptum m.a. ljós í annan hlutann af eldhúsinu.Tvö flott ljós sem ég hef haft auga á í nokkurn tíma. Þau voru silfurlit, en eru núna orðin rauð. (sprautuðum þau þegar við komum heim) Mjög flott. Sá eins ljós í Illum fyrir jól, þau kostuðu hátt upp í 10.000 ísl. stykkið. Það er svo sannarlega hægt að gera góð kaup hérna úti á landi.við keyptum bæði á 1500 islkr.

Annars er allt bara í rólegheitum hérna. Vinna, sofa, lesa og horfa á bíómyndir.
Langar að segja frá sögu sem Lisbeth vinkona mín frá Svíþjóð sagði mér um daginn. Við hittumst einu sinni í viku ásamt öðrum og hugleiðum saman. Einnig skrifum við greinar um hin og þessi málefni. Aðalega þó um pólitík út frá hinni innri sýn.
Við vorum að ræða um trúarbragðarstríðið sem herjar á milli Kristinna, Múslíma og Gyðinga. Þá sagði hún þessa frábæru dæmisögu sem er svo lík þeirri mynd sem ég sem barn upplifði og skildi þessi ólíku trúarbrögð.

Hún sagði : Guði getum við líkt við fíl sem er lokaður inni í lítilli hlöðu.
Þannig að það er ómögulegt að sjá Guð í heilu lagi.

Áður fyrr þegar það var ómögulegt fyrir manneskjur að upplifa Guð í heilu lagi og að skilja og upplifa heildarmyndina
Þá mynduðust ólík trúarbrögð út frá ólíkur sjónarhornum. Manneskjan opnaði eitt lítið gat inn í hlöðuna og rannsakaði varlega hvað það var inni í hlöðunni, eða það svæði sem hendin náði að skoða á fílnum. Höndin rannsakaði og skoðaði halan á fílnum og í einfeldni sinni hélt hún að þetta væri það, þetta er Guð ! Hinn eini sanni stóri sannleikur.
Ný trú myndaðist, Gyðingatrú ! Þetta var Abraham sem nú breiddi sannindin út um Guð sem er sá eini rétti.

Önnur manneskja, Múhammed leitar líka að sannleikanum um Guð á öðrum stað á öðrum tíma. Hann opnar líka smá gat á vegginn í hlöðunni. Hann þuklar með hendinni, finnur og upplifir, hinn eina sanna Guð, hann þuklar á rananum á fílnum. Hann upplifir að sjálfsögðu allt annan Guð en Abraham. Fyrir Múhammed er þetta hinn einu sanni Guð.Hann vill gera Islam að heimstrúarbrögðum.
Önnur trúarbrögð sjá líka hver sinn hluta af Guði. Það fer allt eftir því hvar þú opnar inn í hlöðuna og hvaða hluta af fílnum þau rannsaka.Þetta finnst mér svo rétt mynd af því hvernig ég held að þetta allt saman hangir saman.
Á þessu er hægt að upplifa hinn ótrúlega óendanleika í Almættinu.

Þetta er það sem ég skrifa í dag.

AlheimsLjós til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær saga.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ætlaði að segja það sama og segi það, frábær saga. Alheimsljós til þín.

Svava frá Strandbergi , 5.1.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þið Lísbeth eruð nú meiri kellurnar. Flott hjá þér darling.

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 01:35

4 Smámynd: www.zordis.com

Litli myndlistarskólinn hljómar spennandi það verður gaman hjá Sólinni þinni og vinkonu hennar að fá svona prívat kennslustund.

Sagan um fílin er alveg meiriháttar dæmisaga um hvernig sýnin til trúarbragða getur verið. 

þrettándakveðjur til lejre ....... 

www.zordis.com, 6.1.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Dísa Dóra

kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 6.1.2008 kl. 13:07

6 identicon

skemmtileg saga!

jóna björg (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir þennan pistill Steina mín.

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 6.1.2008 kl. 20:26

8 identicon

 Sæl Steina mín.

Þetta er góð saga,og umhugsunarverð fyrir marga,  sem alltaf eru að Garga.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:18

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já. athyglivert og hljómar sem jafnmikill sannleikur í mínum eyrum og margt annað gott :O)

Guð blessi þig mín fagra.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband