Fyrirgefningin /Aðskilnaður
30.12.2007 | 13:27
Næst síðasti dagurinn á árinu. Nýtt ár byrjar annað kvöld með nýjum möguleikum, nýjum ævintýrum.
Það er alltaf gaman af nýjum möguleikum, þó svo að það geti verið fjandi erfitt.
Einu sinni þegar ég var lítil, fannst mér erfiðast af öllu að biðjast fyrirgefningar. Það var kvöl og pína, því það var sko ekki auðvelt að viðurkenna að maður hafi hugsað eða gert rangt gagnvart öðrum og með því að biðjast fyrirgefningar þá er maður jú að viðurkenna óréttinn sem maður gerði.
Þetta var svona í raun fram eftir öllum aldri.
En svo tók ég mig saman á ulingsárunum og píndi mig til að segja fyrirgefðu stundum oftar en í raun var nauðin, eiginlega til að fá þetta inn í það sjálfsagða, og það gerir maður með því að endurtaka, endurtaka og endurtaka þangað til þetta gerist næstum því að sjálfum sér. Eitthvað hef ég samt ekki alltaf meint þetta að fyrirgefa því miklu lengur átti ég erfitt með að fyrirgefa öðrum. Ég gat að sjálfsögðu alveg sagt JÁ, en ég hafði oft á tilfinningunni að sá sem baðst fyrirgefningar meinti það ekki alveg frá hjartanu, og ég held að það hafi verið að ég tók á móti straumum sem ég þekkti sjálf og hafði í mér sem gerði það að ég fann þessa strauma. En þá sagði ég bara NEI ég get ekki fyrirgefið þér vegna þess að ég er viss sum að þú meinar þetta ekki. Púffff það urðu oft læti.
Núna reyni ég að segjajá ég fyrirgef þér þó svo að ég finni en þessa tilfinningu, að þetta er ekki heil beiðni. En þegar ég tek á móti fyrirgefningunni þá sendi ég góða strauma yfir til þess sem biðst fyrirgefningar sem hefur svo áhrif á okkar samskipti. Við hugsum sennilega oftast þegar við heyrum um að fyrirgefa , að fyrirgefa einhverjum sem gerir eitthvað beint til okkar. En það er hægt að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað sem hefur áhrif á líf okkar og eru langt í burtu. Það hefur örugglega sömu áhrif, því orka fylgir hugsun.
En ef við fyrirgefum þeim stjórnmálamönnum sem hafa gert hluti sem eru miður góðir, þá getum við fyrirgefið þeim.En er það jafn auðvelt og að fyrirgefa maka sínum eitthvað. Nei ég held ekki. Ef við kíkjum á þá reiði sem hægt er að sýna til trúarbragða eða stjórnmálamanna þá jaðrar það oft við hatur. Við sjáum fjölda dæma um það hérna í bloggheiminum. Manni verður oft illt í hjartanu yfir því hvað fólk getur látið út úr sér hvert við annað.
Ég hef heyrt um grúppu frá Ástralíu sem setti í gang fyrirgefningar viku sem er haldið árlega. Núna er fyrirgefningarvikan frá 20. janúar til 26. janúar.
Alveg frábær hugmynd. Efni fyrirgefningarvikunnar er
Fjölskyldan
Vinir og kunningjar
Samstarfsfólk
Stjórnmálamenn sem hafa ólíkar skoðanir en maður sjálfur
Manneskjur frá ólíkum trúarbrögðum og með ólík þjóðerni en maður sjálfur.
Þær manneskjur sem eru látnar og tilheyra einhverjum af þeim sem ég skrifaði hérna að ofan.
Sjálfum sér.
Þetta er alveg frábært framtak og mjög mikilvægt að senda svona orku út
Því að fyrirgefa er það sem heldur lífinu á jörðinni í gangi. Ef við fyrirgefum ekki þá tortímum við okkur og Jörðinni.
Fyrirgefning er andardráttur lífsins.
Anda inn mótaka fyrirgefningu
Anda út að fyrirgefa.
Að fyrirgefa er í raun að skilja og að skilja leysir upp neikvæðni milli manneskja, trúarbragða, þjóðfélaga.
Í gamla daga gat maður keypt sér fyrirgefningu hjá kirkjunni, og það kostaði mikið. Það var kirkjan sem gat ráðið hvort þú fékkst fyrirgefningu og komst til himna. Í kaþólsku kirkjunni færðu en þann dag í dag syndafyrirgefningu frá presti. Ég held að það að gefa öðrum fyrirgefningu fyrir hönd Almættisins sé að skapa sér karma sem maður er lengi að borga til baka. En ef þetta er gert í bestu meiningu þá gerir það vonandi greiðluna mildari. Ég held að allt það sem við gerum hvort sem við meinum vel eða illa fáum við til baka eða borgum við til baka og þegar það kemur að þeim reiknisskilum þurfum við númer eitt að fyrirgefa okkur sjálf. Allt sem þú gerir öðrum gerir þú sjálfum þér við erum eitt með öllu.
Eitt með Almættinu.
Fyrirgefning er líka proces sem færir til Right Human Relations (veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku), til sjálfrar þín, til annarra manneskju, annarra þjóðfélaga, annarra trúarhópa Fyrirgefning skapar góð samskipti. Og ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda í dag á okkar blessuðu jörð þá er það Fyrirgefningin/skilningur.
Aðskilnaður er sennilega það sem er andstætt fyrirgefningunni, Aðskilnaðurer að að skilja sig frá, öðrum, skilja þjóðir frá öðrum þjóðum að skilja sig í trúarbrögðunum frá öðrum. Fyrirgefningin er að færa saman. Aðskilnaður er það sem kemur og skilur eitt frá öðru. Skapar fordóma þjóðarstolt, aðskilda trúarhópa. Þetta er það að ekki skilja, ekki fyrirgefa. Þetta færir hugsanir mínar aftur í byrjun þar sem ég skrifa um það að ég vildi ekki fyrirgefa því ég var hrædd við að viðurkenna, eða kannski var ég hrædd um að missa mitt stolt. En í staðin fyrir að ÉG myndi missa, þá hefðum við náð sáttum sem er miklu ríkara en eitt og stolt mitt stolt hvort sem það er þjóðarstolt eða að vera stoltur að sjálfum sér er að skilja sig frá öðrum.
Hvað er stolt ísl. Orðabókin : dramb, hroki ofmetnaður stórlæti (sökum sjálfsvirðingar).
Áhugavert ekki satt því við íslendingar og margar aðrar þjóðir erum full af þjóðarstolti, bæjarbúastolti, trúarbragðastolti. Hvernig er hægt að komast frá þeirri hugsun sem liggur svo djúpt í mörgum þjóðum. Gömul hugsanaform sem hafa byggst upp öld eftir öld og verður að mínu mati myrkur massi yfir svo mörgum þjóðum. Sjáum til dæmis Ísrael, USA, Ísl, Palestínu, Danmörk og fl. þjóðir .
Sennilega væri gott að byrja í hinu smáa, til dæmis þegar við erum að rúnta á bloggheiminum og skoða hin og þessi blogg.
Að skilja.
Maður þarf ekki að vera sammála en maður gæti hugsað sig aðeins um og reynt að skilja.
Sennilega eru margir sem ekki hefðu þá neitt gaman af því að blogga því þeir nærast á neikvæðninni og breiða henni á eins marga og hægt er því miður. Þeir eru það sem halda uppi Aðskilnaðinum þeir sem fylgja ekki lögum Kærleikans.
Aðskilnaður heldur hræðslunni og reiðinni í lífi og það er svo mikið að því i þessum blessaða heimi. Heilu þjóðunum er haldið í óttanum til að stjórnvöld geti haldið í völdin. Þetta var líka fyrr á öldum þegar kirkjan hélt fólki í óttanum til að halda í völdin og í dag sjáum við þess dæmi í mörgum trúarbrögðum og einnig sjáum við þetta þegar okkur er haldið föngum í óttanum við að missa það sem við höfum að lífsgæðum. Þar er óttinn mestur hjá mér og þér. En það er hægt að breyta þessu neikvæða í jákvætt. Óttinn getur orðið að Frelsi með því að deila því sem við eigum og vera ekki hrædd við að missa. Því hvað er það sem við missum ?
Megi grunntóninn á Móður Jörð árið 2008 vera fyrirgefningin.
AlheimsLjós til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:01
Fallega hugsað og skrifað.
Bestu óskir um gleðilegt ár :)
Hólmgeir Karlsson, 30.12.2007 kl. 14:11
Takk fyrir góðan pistil og takk fyrir innlitin þín hjá mér þó ég bloggi lítið
Guðrún Þorleifs, 30.12.2007 kl. 16:15
Falleg grein og kemur þetta heim og saman við það sem maður hefur upplifað síðustu árin. Ein góð hugsun virkar betur en 100 slæmar og kjærleikurinn er eina svarið við vandanum sem heimsbyggðin býr við í dag. Gleðilegt nýtt á og megi árið 2008 verða kjærleiksríkt. Kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 30.12.2007 kl. 16:20
Takk fyrir þetta.
Fyrirgefningin er besta gjöfin sem ég gef sjálfri mér. Því þegar ég fyrirgef sjálfri mér og öðrum þá líður mér bara svo miklu betur og get gefið af mér jákvæða orku.
Meðan ég gat ekki fyrirgefið var gremja svo stór hluti af lífi mínu...og það var ekki gott.
Knús&kærleikur frá mér til þín
SigrúnSveitó, 30.12.2007 kl. 16:21
Gleðilegt nýtt ár atti það nú að vera
Alfreð Símonarson, 30.12.2007 kl. 16:22
Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár
Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.
Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.
AlheimsKærleikur til þín
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 18:40
Gleðilegt nýtt ár! Takk fyrir það gamla.
SM, 30.12.2007 kl. 21:10
Eigðu gleðileg áramót kæra frænka!
Ylfa Mist Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 00:09
Gleðilegt ár kæra Steina ! Og takk fyrir yndisleg viðkynni á árinu! Sérstaklega sýninguna okkar sem við verðum að endurtaka. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:09
Ef það væri meir af því að fólk gæti séð odd á oflæti sínu og náð jöfnun, geti séð hlutina frá sjónarsviði leikmannsins. Fyrirgefning er aldrei betri en þegar hún er hrein og kemur frá hjartanu, annað er sýndarmennska!
Megi kærleikurinn gefa okkur öllum meira jafnvægi og það tóm í hjartanu að geta haldið hrein inn í nýtt ár! Gleðilegt ár kæra Steina, megi möguleikarnir verða þér að gleði og gæfu.
Ég ætla að njóta síðustu klukkustunda af þessu ári, sem mér er farið að þykja vænna um en margt annað. Nú verð ég meir og lítil en vex sem nýtt blóm þegar klukkurnar byrja að gjalla okkur inn í nýja árið
www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 09:18
Góður pistill.
Megi nýtt ár veita þér gæfu, gleði og gott gengi - takk kærlega fyrir góða bloggvináttu þessa árs
Kærleikskveðja til þín
Dísa Dóra, 31.12.2007 kl. 10:32
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 15:47
Gleðilegt ár, mín kæra. Takk fyrir árið sem liðið er.
Kærleikur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:45
Mikið er ég sammála þér,í þessum bollaleggingum.Ég er að vinna í þessu og satt segir þú.
It ai´nt easy.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 05:18
Fyrirgefðu mér Steinunn.
Ég gleymdi að óska þér Gleðilegs nýs árs og
biðja þér blessunar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 05:21
Gleðilegt ár kæra Steina og takk fyrir öll falleg orð. Megi nýja árið verða þér gleði- og gæfuríkt
Kær kveðja,
Elín
Elín Björk, 1.1.2008 kl. 20:03
Gleðilegt ár elsku vinkona og megi almættið ausa blessunum yfir ykkur öll í Lejre.
Guðni Már Henningsson, 2.1.2008 kl. 12:13
Gleðilegt ár Steina mín og takk fyrir nýliðið ár.
Mjög góður pistill eins og þér er einni lagið.
Samt finnst mér orðið fyrirgefðu alltof oft ofnotað og vanvirt......of eins og það eigi bara að geta reddað öllu.
Solla Guðjóns, 3.1.2008 kl. 22:24
Æ kæra Steina mín...takk fyrir alla frábæru og kærleiksríku pistlana þína á árinu...það er svo hughreystandi að vita að það er til svona fólk eins og þú sem er líka svona eljusamt og duglegt að halda á lofti þessum gildum og viðhorfum sem skipta svo miklu máli fyrir okkur öll. Bara mjög fallegt eins og þú á myndinni Þinni.
Kær kveðja
Katrín
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.