Er jólakærleikurinn á undanhaldi
11.12.2007 | 15:20
Hátíð Kærleikans hérna í Danmörku
Er að nálgast hægt og hægt, finn svolítið fyrir því, í maganum og smá í hjartanu. Það er þó skrítið hvernig þessi fallega hátíð sem á að færa okkur saman, nær og nær hvert öðru fer allt í einu að verða um eitthvað allt annað
Við hugsum til ættingja, njótum samverustunda saman, við hlökkum til frídaga, morgna á náttfötum, borða kökur, konfekt, fara í göngutúra og finna Kærleikann sem Kristur boðaði fyrir yfir 2000 árum til hvers annars.
Við hérna á bæ elskum að fara í göngutúra með hundana/hundinn núna, á þessum tíma. Við förum alltaf í göngutúr á aðfangadagskvöld og smá kíkjum inn um glugga og sjáum kerti í gluggunum og ef glugginn er stór sjáum við smá meira af jólagleðinni hjá fólkinu hérna í bænum.Sumir dansa í kringum jólatréð, stundum glittir í jólasvein eða hvað sem er annað á bak við gluggatjöldin
Á jóladag förum við alltaf í skógartúr í skóginum okkar. Þar hittum við hina og þessa sem ganga einir eða í hóp, ef þau eru nógu mörg. Það er heilsað og brosað og við komum hvert öðru við.
Þetta er yndislegt og við njótum hverrar sekúndu yfir jólin. Núna í ár verðum við mörg saman, við erum heppin að hafa hvert annað.
Við verðum hjá Sigyn dóttur okkar og Albert og börnunum tveim. Þau búa rétt hjá okkur. Þarna koma Siggi sonur okkar, Steina frænka sem á heima í borginni með stelpurnar sínar og við þrjú. Ég er alveg viss um að þetta verður yndislegt.
Ég er veik þessa dagana og ligg þess vegna ansi mikið og horfi á sjónvarpið. Ég get setið og verið hissa yfir því hvað fjölmiðlar eru að segja okkur hvað okkur langar í, og hvað er það mest mikilvæga að fá í jólagjöf. Það eru ekkert smá gjafir sem er verið að tala um. Þá hef ég verið að velta fyrir mér hvað er orðið um okkur og jólin. Er jólakærleikurinn á undanhaldi, eru jólin ekki orðið um eitthvað allt annað en það sem við höldum. Við þekkjum alveg söguna um fæðingu Jesús sumir trúa henni aðrir ekki, aðrir segja söguna metafor.
En öll segjum við að þetta sé tími fjölskyldunnar og Kærleikans og og og, en er þetta ekki orðið í raun jól verslana, kaupmanna, þeirra sem græða peninga á kaupþörf okkar hinna. Þörf sem er í raun bara eitthvað sem kemur í augnablik, og við getum alveg látið líða hjá án þess að þurfa að uppfylla þessa þörf.
Hérna í Danmörku er 50.000 börn sem kvíða jólunum, vegna ofdrykkju foreldra sinna. Það eru líka fjölda heimilislausra, eldri borgara, einstaklingar sem kvíða jólunum. Þeir hafa engan til að taka þátt í þessari gleði sem við öll eigum að upplifa, og á oft að kosta svo mikið. Það eru sem betur fer fl. og fl. sem halda samkomur fyrir þá sem enga aðstandendur hafa, eða að einhverjum ástæðum geta ekki verið með vinum og vandamönnum.
Í Kristjaníu er haldin stór jólaskemmtun fyrir þetta fólk. Siggi sonur okkar hefur verið þar tvisvar að hjálpa á jólunum og notið þess. Ein af kennurum í vinnunni minni var að skilja í ár og börnin hennar eiga að vera hjá pabba sínum, hún var að velta fyrir sér að gera eitthvað allt annað en að fara í jólaboð þar sem hún er minnt á skilnaðinn og sagði ég henni frá jólaveislunni í Kristjaníu. Sennilega fer hún þangað.
Við vitum af börnum um allan heim sem eiga ekki fyrir mat, eiga ekki foreldra, enga framtíð, hvers vegna ekki að leggja hjálparhönd þar og kaupa í staðin minni gjafir handa þeim sem eru svo heppnir að lifa við vellystingar Gjafir eru ekki bara góðar af því þær eru dýrar, gjafir eru góðar af því að þeim fylgir Kærleikur. Ef jólin eru tíminn sem við hugsum um aðra, og eins og sagt er í Danmörku ”Tími Kærleikans” væri þá ekki gott að sýna það í verki, bæði til þeirra sem eru okkur næstir og þeirra sem hafa svo mikla þörf á.
Gefa þeim
Framtíð, Líf, Von, Hugsun.
Væri það ekki í anda Krists?
Í byrjun desember langaði mér í og ég taldi mér trú um að mig vantaði nýjan gemsa, helst rauðan,nýjan náttslopp og svona hitt og þetta. Nú hef ég fylgst með því sem gerist í samfélaginu, kaupa, kaupa , kaupa, eiga, eiga og eiga meira, séð hvað þetta er í raun eitthvað langt út í buskann, og hvað við og fjölmiðlar getum talið okkur sjálfum og öðrum trú um.
Okkur hérna vantar ekkert, við höfum í raun allt sem við þurfum og börnin okkar líka. Að sjálfsögðu er það hluti jólanna að gefa hvort öðru eitthvað sem gleður bæði þann sem fær og þess sem gefur, vegna þess að það er góð tilfinning að gleðja EN er nauðsynlegt að það kosti heilan bóndabæ ?
Hvað með að fyrir helming þess sem við gefum gjöf til barnsins okkar eða maka okkar eða þeim sem er okkur kær ,gefum við til barns úti í heimi sem á ekkert, eða styðja smábæi með að gera brunna svo bæjarbúar hafi aðgang að vatni. Gefa dýrum í útrýmingarhættu, að gefa einhverjum hjálparstofnunum sem við vitum að peningarnir fara til bætts heims.
Sennilega eru margir sem hugsa, því hef ég ekki efni á !
Ef við skoðum djúpt inn í hjartað , höfum við svo ekki alveg efni á því,
ég hef ..................
AlheimsLjós og Kærleikur til alls Lífs á Jörðu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
aaah hvað þetta er kósý pistill, en þar sem ég er á hraðferð verð ég að geyma að klára að lesa hann þangað til seinna. Skoða boðskapinn þá. En þú lést mig sakna Evrópu.
RSPCT
Tryggvi Hjaltason, 11.12.2007 kl. 18:57
takk fyrir góðan pistil Steina, það er sko margt sem þarf að íhuga varðandi jólin.
halkatla, 11.12.2007 kl. 20:06
Góður pistill Steina og takk fyrir hlýju orðin á blogginu mínu :)
Kærleikskveðja
Hólmgeir Karlsson, 11.12.2007 kl. 23:09
Það er nákvæmlega þetta! Ég á vinkonu sem er dasamleg og hún sagði mér eitt sinn að hún færi alltaf með barnabörnin sín út að leita að sönnum jóla anda. Mér finst þetta svo yndislegt að þegar jólaandinn er fundinn þá getum við trummsað hér heima, sett kanilolíu í loftið og smakkað búðarpiparkökur ......
Ég ætla að vera með tengdafjölskyldunni minni og halda jólin sem hvíla í hjartanu!
Julehygg og hilsen!
www.zordis.com, 11.12.2007 kl. 23:34
Held mína hátið vegna vetrarsólsstöðvanna, það samfélag sem ég óx upp í vakti mig til umhugsunar um hin svokölluð gildi jólanna og kærleiksboðskapar kirkjunnar, það var aðeins í orði en er ekki enn orðinn í verki. Tek ekki þátt í þessu lengur. Finnst það tvískinnungur að ætla loksins nú að fara að gera eitthvað fyrir þá sem hafa soltið heilu hungri allt árið um kring og flest öllum verið nok sama enda munar fólk ekkert um að svelta áfram, það þekkir ekkert annað.
En þennan boðskap trúi ég á:
Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
~ ~
Vilborg Eggertsdóttir, 12.12.2007 kl. 06:44
kæru öll, takk fyrir svör.
tryggvi, gaman að fá þig í heimsókn, vonandi rekurðu inn nefið seinna
anna takk
hólmgeir
zordis takk
kæra vilborg, ég get alveg á sumum stöðum skilið það sem þú skrifar, en ég held að það sé mikilvægt við höfum þessa hátíð, eða hvað það getur kallast til að minna okkur á jólahugsunina, í öllu því amstri sem flestir lifa í. flestar manneskjur eru góðar manneskjur, og ég held að það séu fáir sem hugsa að þeim muni ekkert um að svelta lengur, þau þekki hvort eð er ekkert annað. en fólk er að reyna að lifa upp til einhverra staðla sem eru í þjóðfélaginu, og svo líka við erum "bara" manneskjur. við förum í gegnum ákveðin þroska og á leiðinni í þessum þroska er ferli sem þarf að vinna á sem við þekkjum báðar út frá þeim fræðum sem við lesum, þetta ferli heitir ágirnd ! þetta er ekki eitthvað sem við getum hoppað yfir við verðum að lifa það og í gegnum mörg líf vinna yfir því.stærsti hluti mannkyns er á þessu stigi. það getum við séð á hvernig þjóðfélögin eru. þegar við svo erum komin þangað að við finnum ekki fullnæginguna við að fá hluti eða kynlíf þá förum við girnast eitthvað annað, og þá hefst sú andlega leit fyrir alvöru. ég held að ef fólk í hinum vestræna heimi fær ábyrgðartilfinningu fyrir þeim sem hafa minna, eiga ekkert og oft höfða börn og börn átök mest til flestra og þá er gott að mynda tengsl við viðkomandi heimshorn og tengja bönd heimshorna á milli með peningum sem líka er energi. og svo ef það eru margir sem fara í þennan prósess myndast ósýnileg bönd á milli þjóðfélaga um alla jörð sem er með til að tengja alla bræður og systur á Móður Jörð böndum á innri og ytri plönum.
Sem ég trúi að sé með til að hjálpa hinu Guðdómlega Plani Annað er þegar fólk opnar hjarta sinn með því að hjálpa öðrum þá gerist lika ferli sem er með til að lyfta energíinu á jörðinni. hver smáhlutur er með til að lyfta.
ég er alveg sammála þessum texta sem þú skrifa eftir JL en það gyldir á báða bóga, ef allir eiga að vera saman þarf að rétta bróður eða systur hjálparhönd og mæta honum/henni þar sem þau eru.
Kærleikur og Ljós il ykkar allra kæru bloggvinir
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 07:23
Alltaf sami friðurinn og kærleikurinn hér Steina mín. Já við þurfum að huga betur að sálinni svona á aðventunni. Í okkur sjálfum býr gleðin og hamingjan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 11:38
Steina.....ég sakna þín...
Guðni Már Henningsson, 12.12.2007 kl. 13:46
Annað aðventuljós til þín kæri bloggvinur Steina.
Bestu kveðjur úr Mosfellsbænum frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 12.12.2007 kl. 19:43
Frábær pistill hjá þér.
Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 03:26
Mjög góður pistill hjá þér og ég er svo sannarlega sammála því sem þú skrifar.
Ég reyndar er ekki kristin en alin upp í kristinni trú samt og held upp á jólin í dag sem friðar og fjölskylduhátið. Í minni fjölskyldu hefur sem betur fer tíðkast að gefa ekki dýrar og stórar gjafir enda finnst mér gjörsamlega komið út í öfgar þær gjafir sem verið er að gefa. Hér á bæ er nú 10 mánaða skott og ég hef heyrt á félögum sem eiga börn á sama reki að þar er skórinn settur út í glugga og jafnvel ekkert litlar gjafir sem fara þangað. Gjafir sem mér finnst svo dýrar og stórar að þær færu jafnlve ekki einu sinni í jólapakka hér á bæ. Hvað er nú það?? Ekki hefur barnið hundsvit á þessu og svo sannarlega finnst mér ljóst að börn í dag þurfa ekki á því að halda að fá svona ung í skóinn þegar dótið sem þau eiga kemst varla fyrir í hirslum þeirra (þrátt fyrir svo ungan aldur barnanna). Nokkuð mörg þessara barna eiga ekki einu sinni eldri systkyni heldur hafa foreldrarnir að ég held einingis látið glepjast af kaupæði og auglýsingum kaupmanna okkar.
Væri ekki nær að gefa þennan pening til ABC, UNIFEM, Rauða Krossins eða annarra samaka segi ég nú bara?
Kærleikskveðja til þín
Dísa Dóra, 13.12.2007 kl. 08:47
Þetta er umhugsunarverður og góður pistill.
Einmitt þetta með fjölmiðlana sem er að gera bæði börn og fullorðna hálf blind fyrir hvað jólin standa fyrir.
Foreldrar pæla sín á milli hvað þau eigi að gefa krökkunum....Krakkarnir spyrja hver annan færð þú dýra jólagjöf
Sjálf styrki ég Félag langveikra barna,Rauðakrossinn,SÁÁ og slysavarnarfélagið Mannbjörg.
Solla Guðjóns, 13.12.2007 kl. 12:38
Góður pistill, Alheimsljós til þín.
Svava frá Strandbergi , 13.12.2007 kl. 19:21
Gott að fá hugleiðingu þína í jóla- og prófstressinu. Mér finnst alltaf jafn erfitt þegar ég heyri frásagnir af börnum sem ekki fá jólagjafir, eiga foreldra sem sinna þeim ekki, eða eru frávita af drykkju, og las eina slíka um daginn, sem fékk mig bæði til að vera þakklát fyrir það sem í kringum mig er og vekur löngun til að reyna að leggja smá til þeirra sem eiga erfiðara. Margt smátt gerir margt stórt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.12.2007 kl. 19:26
Vilborg skrifaði:
"Finnst það tvískinnungur að ætla loksins nú að fara að gera eitthvað fyrir þá sem hafa soltið heilu hungri allt árið um kring og flest öllum verið nok sama enda munar fólk ekkert um að svelta áfram, það þekkir ekkert annað."
Mér finnst þetta ansi hart og kalt. Hvenær er það tvískinnungur að rétta fram hjálparhönd? Undanfarin ár hefur Hjálparstofnun kirkjunnar safnað fé hjá okkur Íslendingum í kringum jól og fyrir það fé hefur mátt byggja þúsundir brunna!!! Sem hafa hjálpað þúsundum manna!! Er það TVÍSKINNUNGUR??? Er það ekki hjálparstarf?
Jújú, texti Johns er ágætur popptexti, svo langt sem hann nær. Á meðan sá hinn sami skrifaði: "I hope someday you'll join us
And the world will be as one" var hann ófær um að sinna litla drengnum sínum sem ólst upp algjörlega án föður síns sem var upptekinn við að droppa sýru, reykja hass og boða heimsfrið. Sorrý, en ef hægt er að kalla eitthvað tvískinnung, þá er það þetta! Ef þú getur ekki haldið saman fjölskyldu, hugsað um eigin afkvæmi, hvaða andskotans rétt hefur þú þá til að boða sameiningu heimsins alls í krafti þess að vera poppstjarna! Það mætti halda að maðurinn hafi verið spámaður? Hippamenningin snérist um þetta allt saman en því miður týndist hugsjónin á sýrutrippi í leðjubaði á Woodstock, eins falleg og hugsjónin þó var og er.
Tjah.. það þarf þá greinilega lítið annað en að sniffa rækilega af reykelsinu, myrrunni og því stöffi öllu og þá er hægt að kallast slíkur.
Og ég neita því alfarið að FLESTIR íslendingar hugsi ekkert um hina þurfandi árið um kring! Hundruð barna hafa eignast heimili, fósturmóður og öðlast skólagöngu fyrir tilstilli fjárstyrks íslenskra einstaklinga. Og ég get sagt þér það Vilborg, að ég er ein af þeim fjölmörgu sem á ABC barn OG styrki líka starf SOS. Ekki bara um jólin heldur allt árið um kring. Og ég er ein af þeim fjölmörgu sem eru ekkert að vaða í peningum en setja þetta samt í forgang! Sleppa stöð tvö, Mogganum og DV til að fá að "bjarga ofurlitlu broti af heiminum!" Og mér finnst það gróf móðgun við mig og hina, að kalla þetta tvískinnung!!
Gleðilega miðsvetrar..sólstöðu..hátið eða hvað það nú var. Má ekki kalla það tvískinnung að vilja ekki sleppa jólahaldi en tala samt gegn boðskap þeirra?? Er það ekki svolítið eins og að þykjast vera grænmetisæta en borða hamborgara af því að á þeim er grænmeti...???
Elsku Steina, fyrirgefðu að ég blási á þínu kommentakerfi, mér rann bara verulega í skap við að sjá svona komment. Auðvitað snúast jólin um kærleika, a.m.k. mín jól. Þetta er hátíð ljóss og friðar og mitt algjöra hálmstrá í skammdeginu þegar myrkari hugsanir sækja að. Og þá er einmitt svo gott að minna sig á, hversu auðvelt er að rétta fram hjálparhönd, ef maður einusinni kærir sig um. Og jólin eru ekki verri tími en hver annar til þess.....
Knús, Ylfa
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 22:13
Góður pistill frá A til Ö.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.