Takk kæru vinir og bloggvinir

IMG_1445

Kæru bloggvinir og vinir mínir. Takk fyrir þennan dásamlega stuðning sem þið hafið gefið frá ykkur. Eins og ég skrifaði til ykkar í athugasemdir þá spurði Siggi sonur minn hvort þetta væru allt vinir mínir sem væru að kommenta á bloggið mitt, því honum fannst svo mikill hlýhugur frá ykkur til þess sem er að gerast í kotinu okkar hérna í Lejre.

Eitthvað er ég rólegri núna en ég var, ég græt ekki alla daga, ég er bara ansi róleg. Ein sem vinnur í skólanum hafði áhyggjur af mér eftir einn daginn okkar saman, því ég var ægilega viðkvæm. Hún skrifaði svo mail til mín og bað um að fá að gera einhverskonar test á mér, án þess að ég væri til staðar til að tékka blómalyf. Ég var ekkert með hugann við eitt eða neitt, en skrifaði bara til baka JÁ.

Hún sendi mér svo tvennskonar náttúrulyf sem ég átti að taka 10 dropa af á tíma. Það hef ég svo gert, og svei mér þá ef ég finn ekki mun á viðkvæmninni.

Ég hef svo gert það daglega að heila Iðunni, til að gefa henni ró og tengja hana við hundasálina. Þetta geri ég til að bæði undirbúa hana og mig. Á þeim tíma þegar ég heila hana finn ég fyrir þessum gamla kropp, sem heldur lífsenergíinu inni, og ég finn sátt inni í mér fyrir því sem koma skal.

Við höfum rætt þetta fram og til baka, og stundum vil ég hætta við. Við höfðum diskotion um þetta um daginn , ég vildi bíða en Gunna fannst það alveg út í hött. Ég ákvað svo að sjá, og þá meina ég sjá hvernig hún hefði það. Við gengum túr með hundana og ég SÁ. Hún átti svo erfitt þessi ástin mín, hún gat ekki beygt sig til að kúka, heldur bara gekk áfram án þess að stoppa. Hún fann til í öllum kroppnum. Ég sá og ég er ekki í vafa að það sem við gerum er það einasta rétta. 

Ég hef haft allar þessar vangaveltur um hvað er í raun og veru rétt, er það rétt að gera þetta vegna þess að það er erfitt fyrir okkur að horfa upp á þegar dýrin þjást og að við höfum í raun ekki tíma til að vera eins mikið með dýrinu okkar eins og dýrið hefur þörf á þegar veikindi eru. Er ekki mikilvægt fyrir þróun hverrar tegundar að koma með eins mikla lífsreynslu og mögulegt er frá þessu veraldlega lífi. Við tölum um etisk rétt eða rangt, hvað er í raun etiskt rétt og rangt. Hvað er það besta fyrir dýrið og hvað er það besta fyrir okkur og hvað er það besta fyrir það heila. Allar þessar spurningar hafa hoppað fram og til baka í huganum mínum. Ég geri mér grein fyrir að eins og heimurinn er í dag, og eins og mörg dýr þjást og koma með mikla þjáningu upp í þá sameiginlegu sál, þá er þörf á þeim dýrum sem ekki þjást, sem koma með Kærleika, og Ljós sem öll dýr þeirrar tegundar njóta góðs af og færir þau áfram í þeirri þróun sem þau eru í.

Sum ykkar eru sennilega ekki inn á þessari hugsun, en við getum öll mæst í því að það er mikilvægt að koma frá þessu lífi hvort sem maður er manneskja, dýr eða planta, með Kærleika og harmony yfir í hvað sem maður trúir á.

Á fimmtudagsmorgun kemur dýralæknirinn og við verðum öll hérna, Gunni, Sól, Siggi Sigyn og ég. Ég ætla eftir fremsta megni að fylgja henni eins langt upp og ég get til Almættisins.

Ég heyrði einu sinni bónda segja frá því að þegar dýr deyr, þá á því augnabliki sem það er að deyja er skilningur dýrsins eins og manneskju, því á því aaugnabliki fyllist dýrið af dýrasálinni sem hefur alla þá reynslu samanlagt frá öllum dýrum þeirrar tegundar. Þá dettur mér í hug þegar við heyrum um apa í Japan sem byrja allt í einu að nota ákveðin áhöld sem þeir hafa aldrei notað fyrr, og svo allt í einu á svipuðum tíma byrja apar í Amason að gera samskonar hluti. Þetta er fyrir mér sú tenging sem er í þeirra sál.(bara smá útúrdúr).

Eftir að hún Iðunn okkar er farinn yfir , þá verður hún brennd, og við fáum öskuna. Svo ætlum við að grafa hana í garðinum okkar með öllum hinum dýrunum sem eru grafinn þar. Svo hefur Sól valið tré sem á að gróðasetja það sem gröfin verður.

Það er einhvernvegin gott að planleggja svona athöfn því maður finnur fyrir þeim kærleika sem býr í manni til hennar, og vil svo gjarna gera þessa athöfn sem er í raun og veru svo erfið, fallega.  

Sól hefur sofið alla vikuna niðri í stofu hjá Iðunni, hún vil eiga eins mikinn tíma með henni og mögulegt.  Ég hugsaði oft í byrjun að við hefðum átt að gera þetta fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekinn, en ég finn þó núna að þetta er góð leið, sorgin fer eiginlega yfir í þakklæti fyrir það sem hún hefur gefið okkur, allar þær frábæru minningar sem hún hefur gefið allri fjölskyldunni. Þetta fann ég ekki í byrjun, ég fann bara þessa svakalegu sorg, sem Iðunn fann líka. En núna á ég svo yndislegan tíma með henni. Hef legið með henni og Lappa á dýnunni í stofunni meira og minna í allan dag og kelað við þau. Þannig að þetta hefur verið dásamlegt.

Á sunnudaginn fórum við í síðustu strandferðina hennar, hún elskar strandferðir. Ég set í lokinn nokkrar myndir frá þeirri ferð. Veðrið var dásamlegt. 

Ég skrifa meira þegar þessu er lokið.

AlheimsLjós til ykkar allraIMG_1456

IMG_1472

IMG_1375

 

 IMG_1379

 IMG_1429IMG_1425


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið það sem allra best !!! Það er yndislegt að sjá hvernig þið takist á við þetta kæra frænka. Takk fyrir innlitið á síðuna mína.

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Innilegar samúðarkveðjur !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 20.11.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan! Stundum rekst nefnilega saman hvað er best fyrir dýrin og hvað við höldum að sé best fyrir okkur. Það þjónar engum tilgangi að láta Iðunni þjást.

Guð geymi ykkur

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 18:46

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Elsku Steina mín, í hjarta þínu veistu - ALLT!  Leyfðu þér svo að fara í gegnum þetta ferli á þinn hátt. Þú veist líka að dýrin eru að taka á sig hluta af að umbreyta og heila með okkur hérna. Auðvitað fylgir hún ykkur svo áfram.

"What the caterpillar calls the end of the world,
the master calls a butterfly."  

Fegurð, tign og dulúð yfir myndunum þínum ~ Ekki er allt sem sýnist ~

Vilborg Eggertsdóttir, 21.11.2007 kl. 01:13

6 Smámynd: Margrét M

þetta eru örugglega erfiðustu spor sem hægt er að hugsa sér, Bomba mín er ekki nem rétt eins árs og ég hef tengst henni miklum bönum get rétt ýmingað mér að böndin séu sterk eftir árafjölda.... sendi ykkur ljós

Margrét M, 21.11.2007 kl. 09:14

7 Smámynd: Linda

Sæl vina, ég hugsa til þín og þakka þér fyrir að deila þessu með okkur, ég stíg aftur í huganum til þeirra engla sem ég hef þurft að kveðja og veit að allt er í lagi hjá þeim.  Ég sendi þér og þínum kærleiks kveðjur og styrk við því sem koma skal. Með Guðs blessun til ykkar allra.

Linda, 21.11.2007 kl. 11:20

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Sorgin er alltaf sár.Mér finnst það sýna mikla ást og kærleik að leysa Iðunni blessaða undan hennar ´þjáningum sem eru til lítils annars en að .jást meira.

Guð blessi ykkur öll.

Solla Guðjóns, 21.11.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Elsku Steina.  Þegar ég las um Iðunni núna þá kom upp í hugann hundurinn sem við áttum þegar ég var stelpuskott heima í sveitinni.  Hann hét Spori, við fengum hann þegar ég var 7 ára (hann er einmitt með á sveitamyndinni efst á blogginu mínu, þar held ég um hann) og hann var svo yndislegur hundur, sá albesti, þótti okkur.  Og mér þótti svo undur vænt um hann.  Hann varð gamall og fékk líklega fyrir rest heilablóðfall, en hann týndist og fannst svo í skurði hálf rænulaus, en þó ekki alveg.  Ég man hvað var sárt að þurfa að kveðja hann.  Hann var svo yndislegur og hafði svo fallegt bros. 
Svo ég get af öllu mínu hjarta sagt að ég veit hvað þetta er erfitt.  Sendi ykkur öllum ljós og kærleika.  Það góða er að nú þjáist Iðunn ekki lengur.

Knús

SigrúnSveitó, 21.11.2007 kl. 12:43

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ást.

Guðni Már Henningsson, 21.11.2007 kl. 15:42

11 Smámynd: halkatla

Þú ert svo mikil blessun fyrir þennan bloggheim Steina, ég er viss um að allir sem þú kemst í tæri við verða betri fyrir heiminn og heildina takk fyrir að deila þessari reynslu með okkur, þetta eru mjög fallegar myndir.

halkatla, 21.11.2007 kl. 16:43

12 Smámynd: www.zordis.com

Kærleikur til ykkar allra og megi faðmurinn umvefja ykkur ljósi heimsins.   

www.zordis.com, 21.11.2007 kl. 20:35

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku hjartans Steinunn mín.  Þú veist að Iðunn blessunin lifir áfram og fylgir ykkur, þó hún fari yfir móðuna miklu.  Ég hef sjálf séð hund sem var fyrir löngu farinn en fylgdi húsbónda sínum.  Ég ætla að segja þér þá sögu hér.  Það var svoleiðis að við vorum að æfa leikrit, ég sótti einn leikarann út í Hnífsdal, það var að vísu myrkur, en hvítur snjór yfir öllu og svo ljósastaur við húsið hans.  Þar sem hann kemur gangandi að bílnum, horfi ég á svartan hund valhoppa með honum alla leið, og við og við stökk hann upp að honum, eins og hundar gera þegar þeir vilja leika sér.

Ja svo þú ert kominn með hund, segi ég um leið og hann kemur inn í bílinn.

Hvað meinarðu segir hann undrandi.

Jún hundurinn sem elti þig alla leið að bílnum, sagði ég.

Hvernig hundur var það ?

Ég var dálítið hissa á spurningunni, en svara svo, nú þessi svarti stóri sem flaðraði upp við þig alla leiðina.

Veistu að ég átti þann hund fyrir löngu síðan, þegar ég var ungur maður á öðru landshorni.  Sagði hann þá.  En ég sá að hann gladdist við að vita af hundinum sínum, svona með sér.  Og þá hafa verið liðin yfir 30 ár frá því að hann átti hundinn.  Svo þú sérð að Iðunn mun ekki fara neitt í burtu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 20:52

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hej hvor smukke billeder fra dejlige Danmark

knus

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 22:13

15 identicon

Elsku Iðunn, gott verður fyrir hana að fara heim í hundasálina, þar mun henni líða vel, eftir mínum skilningi.

En ástæða þess sem allir eru svona yndislegir í kommentunum hjá þér ert ÞÚ! Þú dregur það góða fram í mér (svo ég sé nú ekki að tala fyrir alla hér). Það er alltaf erfitt að kveðja en eins og þú segir er alltaf hægt að breyta sorginni í e-ð gott eins og þakklæti.

ljós til ykkar og sérstaklega til Sólar á þessum erfiðu tímum

jóna björg (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:03

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 22.11.2007 kl. 13:36

17 Smámynd: Inga Steina Joh

Megi alheimsljósið lýsa ykkur og veita ykkur styrk á þessum tíma. Góða ferð Iðunn

Inga Steina Joh, 23.11.2007 kl. 06:36

18 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 14:04

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hugsa til ykkar og takk fyrir fallegu myndirnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.11.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband