Það er sorg í húsinu okkar
14.11.2007 | 19:40
Við erum ósköp aum hérna í Lejre þessa dagana, lítið skrifað, enda hugurinn bundinn við annað.
Það kemur dýralæknir hingað heim á fimmtudaginn í næstu viku og þá verður Iðunn okkar elskuleg svæfð.
Við fórum með hana í skoðun í dag, með hnút í maganum, vildum að dýralæknirinn segði við okkur,að Iðunn elskuleg hefði það betra en við vissum. Dýralæknirinn er góður maður, hann sagði sem var, en að hann skildi vel það sem við upplifðum, en hvað á hún skilið af okkur, að við tökum ábyrgð.
Iðunn hefur það erfitt, finnur til alltaf, það verður betra fyrir hana í hundasálinni.
Við verðum hérna öll og kveðjum hana saman.
Iðunn yrði 12 ára í mars, og er ein af okkur. Hún er dásamlegust, enda hefur ákvörðunin verið erfið fyrir okkur,
Skrifa meira þegar þannig er
AlheimsLjós til ykkar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:43 | Facebook
Athugasemdir
Knúsaðu Iðunni frá okkur og færðu henni okkar hinstu kveðju. Það verður léttir fyrir hana að losna frá kvölunum og ellinni. Myndum við ekki öll vilja fá að gera það, værum við í þeim sporum að kveljast og þjást og eiga ekkert annað eftir þá fáu ævidaga sem við ættum eftir að þrauka í hárri elli? Elsku Steina ég veit að þetta er agalega erfitt. Þú hefur haft hundinn hjá þér í langan tíma og átt með henni yndislega tíma. Ekki gleyma því að ef henni líður svona illa, þá líður þér líka illa.
Dauðinn er blessun og líkn fyrir þjáða en við hin sem eftir verðum syrgjum í eigingjarnri ást okkar á þeim sjúka, veika og þreytta.
Ég verð með ykkur í huganum á fimmtudaginn. Ég elska ykkur kæra fjölskyldan mín. Ekki má gleyma Lappa spræka. Gefðu honum líka knús.
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.11.2007 kl. 20:21
er með ykkur í huganum... klappaðu Iðunni á kollinn frá dýravini
Pálmi Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 20:34
Hjartans kveðjur og styrkur til ykkar fjölskyldunnar. Gangi ykkur vel á morgun! Ég ætla að hugsa fallega til ykkar og Iðunnar í dag og á morgun og alla aðra daga!
www.zordis.com, 14.11.2007 kl. 20:40
Samúðarkveðjur til ykkar, kæra fjölskylda. Iðunn er heppin að kveðja umkringd svona kærleiksríkum hópi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:46
Þetta er alltaf hræðilega erfitt. Að láta gæludýr frá sér er hreinlega að missa einn af fjölskyldunni.
Faðmlag til ykkar allra og strokur til Iðunnar frá mér og Ljónshjartanu.
Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:09
Innilegustu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar. Þetta er hræðilega sorglegt. knús, ljós og birta til ykkar.
Inga Steina Joh, 15.11.2007 kl. 05:33
í Janúar kvaddi ég minn 11 ára hund Dakóta, hann var með krabba í milti, hafði ekkert borið sig illa, en svo allt í einu, varð hann veikur, ég lét svæfa hann, ég sakna hans ennþá, og mun ávalt gera, að kveðja dýrin okkar er eins átakanlegt og að kveðja okkar mennsku vini og fjölskildu, sálfræðingar vilja meina að það gæti verið jafnvel erfiðara sakir þess að ekki skilja allir þessi tengsl milli mans og skepnu eins og dýravinir upplifa hana. Ég veit að þetta verður ekki auðveld ganga, en, hún er kærleiksganga, því þið sleppið elskunni ykkar yfir til almættisins. Knúsið hana fyrir mig.
Knús.
Linda, 15.11.2007 kl. 08:36
Iðunn er góður hundur. Og við vorum vinir. Þú ert besti vinur minn og taktu utan um þig frá mér. Ég elska þig Steina mín.
Guðni Már Henningsson, 15.11.2007 kl. 09:24
Samhryggist ykkur innilega, ég veit hve erfitt er að missa vin sem hefur verið svona lengi hjá manni, alveg eins og einn af fjölskyldunni, þannig var með hann Lubba okkar, skoskur Collie. Hann var 12 ára þegar hann varð undir bíl og dó. Við syrgðum hann lengi. Þið fáið samt að kveðja hana, það er gott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:48
ég finn rosalega til með ykkur - en það er þó gott að fá að kveðja, kærleikskveðjur til þín og þinna
halkatla, 15.11.2007 kl. 17:50
Kærleikur!
www.zordis.com, 15.11.2007 kl. 18:01
Om Mani Padme Hum
Kveðja, Leifur
OM , 15.11.2007 kl. 20:31
Elsku Steina. Samúðakveðjur til ykkar allra.
Kveðja Dæda
Seinunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:07
Mikið er ég viss um að Iðunn hafi verið heppin að eiga þig og þína fjölskyldu.
Þetta er svo sárt.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó
Karl Tómasson, 16.11.2007 kl. 01:21
Iðunn kveður ykkur innilega sátt og þakklát fyrir að hafa átt yndislega ævi með yndislegum og kærleiksríkum húsbændum.
Hef ykkur í bænum mínum elsku Steina nín.
Solla Guðjóns, 16.11.2007 kl. 10:23
Knús til ykkar
Dísa Dóra, 16.11.2007 kl. 10:58
Ást til þín elsku Steina....
Guðni Már Henningsson, 16.11.2007 kl. 13:45
Skil allt of vel hvað þið eruð að ganga í gegnum. Vona þó að allar góðu minningarnar muni í framtíðinni yfirskyggja sorgina núna. En ég veit líka að það gerist ekki strax. Það er það erfiða að eiga þessi yndislegu dýr, við þurfum að kveðja þau.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2007 kl. 22:20
Skrýtið annars, allt í einu þurfti ég svo mikið að fara á síðuna þína, skil núna hvers vegna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2007 kl. 22:22
æi þetta er sárt .fékk tár í augun þegar ég las , get ýmindað mér að þetta sé erfitt ... sendi ykkur samúðarkveðjur og knús úr Kópavoginum
Margrét M, 19.11.2007 kl. 14:07
Kæra Steina, ég skil sorg ykkar vel. Ég man eftir Iðunni sem litlum hvolpi hjá ykkur og auðvitað er hún fyrir löngu orðinn hluti af fjölskyldunni. En maður huggar sig við að þetta er henni fyrir bestu. Mínar bestu kveðjur til ykkar allra,
Hlynur Hallsson, 19.11.2007 kl. 14:22
Það er sárt að sjá á eftir ásvinum sínum, innilegar samúðarkveðjur til ykkar
Elín Björk, 20.11.2007 kl. 00:11
sonur minn (siggi) var að skoða bloggið mitt um daginn, hann hringdi í mig á eftir, hann hafði lesið allar þessar yndislegu athugasemdir sem þið kæru bloggvinir hafði setti inn til mín hann sagði: mamma er þetta fólk vinir þínir, humm góð spurning, sum ykkar eru persónulegir vinir mínir, en hin þekki ég bara héðan af blogginu. en þetta sýnir mikla samstöðu sem ég er hrærð og þakklát yfir.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 07:18
Það er hreinlega eins og að missa sinn nánasta að missa dýr, það eru miklar tilfiningar sem maður ber til vina sinna og enn sterkari þegar maður hefur átt þau svona lengi. Samúðarkveðjur frá mér til þín Iðunn.
Linda litla, 20.11.2007 kl. 18:05
Á miðvikudagskvöldi: Hugsa sérstaklega til ykkar á morgun! Knús.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.