KÆRLEIKURINN, Íslam, Kristindómurinn og Gyðingatrúin.
28.10.2007 | 16:14
Sunnudagur, allt í ró og friði hérna í sveitakotinu. Sólin uppi að leika sér, ný komin úr skógartúr með nágrönnunum. Gunni að týna epli á eplaplantekrunni. Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta, er núna að hlusta á mjög góðan cd sem við keyptum í New York, með nokkrum blindum mönnum sem syngja gospel, alveg frábær tónlist, sungin með mikilli innlifun.
Hef mikið verið að hugsa um hvernig standi á þessi miklu reiði á milli trúarbragða. Hef séð á blogginu ýmis skrif um þessi mál, og fæ einnig sent ýmislegt efni héðan og þaðan um þau mál. Þetta er í raun mikið áhyggjuefni, kannski meira áhyggjuefni en loftslagsbreytingarnar. Alla vega núna geta margir hlutir gerst sem hafa miklu meiri áhrif á framgang mála í heiminum. Við horfum upp á bræður okkar og systur í öðrum heimshlutum lifa í nauð og stríði, og okkur finnst við lítið geta gert annað en að styðja hjálparstofnanir sem sinna þessu blessaða fólki.
Margt gerist vegna trúarbragða, vegna þess að sumir trúa á annað en aðrir, það myndast hatur til þess sem hugsar og trúir á annað.
Það er ákveðið skilningsleysi til þess sem er öðruvísi, og ekki vilji til að gefa eftir fyrir kannski ákveðnum fordómum fyrir því óþekkta. Þetta er hjá Kristnum, Íslam og Gyðingum. Þetta er mjög áberandi hjá þeim sem skrifa og tala og telja sig mest trúaða. Hvað er kristindómurinn í praxis ? Ég hef í minni barnatrú alltaf hugsað það að vera kristin er að:í fyrsta lagi elska skaltu Guð sem skapaði þig; í öðru lagi, nágranna þinn eins og sjálfan þig. Og allt sem þú vildir,að aðrir geri þér, skalt þú gera öðrum.
Hvernig stöndum við okkur í þessu þegar á reynir. Er það ekki oftast tóm orð þegar við heiðarlega kíkjum inn í hjartað okkar og skoðum ! Við erum best við þá sem eru eins og við, hugsa eins og við. Þannig held ég að við flest séum. Er ég þá ekki bara að tala um kristna, en einnig hin trúarbrögðin.En ef við skoðum þetta nánar, með Kærleika til meðbræðra okkar og systra. Ef hann er svo lítill sem raun ber vitni, hvernig ímyndum við okkur að við getum komist lengra í þróuninni sem manneskjur. Ég er á þeirri skoðun að við erum hérna á jörðinni til þess meðal annars að finna lausn á þessum málum. Hvernig höldum við að við getum þróað samlíf okkar hérna á jörðinni, ef við horfum einungis í eigin lófa og höldum að það sé miðpunktur og sannleikur veraldar. Ef allir gera það, hvar lendum við þá? Hvað er það besta fyrir heildina, er það ekki þannig sem við eigum að reyna að hugsa, hugsa okkur ekki sem einstakling, en sem heild, hluta af öðru. Margir myndu hugsa, ef við gerum ekki neitt, yfirtaka bara hinir, fyrir mér er það í raun sandkassaleikur, því ef allir hugsa þannig, endum við í stórátökum hvert við annað, og í þeim átökum eru öfl sem hafa unnið og fá í raun það sem þau eru að berjast fyrir og við í okkar barnslegu einfeldni hoppum með á reiðibylgjuna. Ég held að tími sé komin til að við alvarlega hugsum okkur um hvernig við hver og einn getum verið með til að hjálpa í þróuninni til hins góða.
Því í raun er það það sem er erfiðast, er að byrjaá sjálfum sér. Það er svo auðvelt að skrifa fram og til baka um kenningar um hina og þessa sem í raun snerta ekki mann sjálfan inn á það persónulega.
Það að kíkja inn í eigið hjarta og skoða hvað það er sem betur má fara í sér sjálfum, er að mínu mati eina leiðin í þeirri byrjun sem þarf að fara í gang. Að kunna kenninguna, Biblíuna ,Kóraninn og Toraen, er bara fræði. Fræði er alltaf hægt að kunna utan að og slá um sig með hinum og þessum fræðum , en að lifa það alveg frá hjartanu, það er það sem er erfitt, en þá leið eigum við jú að fara, eins og Kristur fór.
Ég get nefnt eina sem að mínu mati gekk alla leið í að þjóna Guði, eða eins og hún segir í dagbókarskrifum sínum, þjóna Jesús.
það er Móðir Teresa. Hún gekk alla leið, hún þjónaði ekki bara kristnum bræðrum sínum, hún þjónaði þeim sem á þurftu að halda ! Ég veit að það er ekki alveg raunhæft að miða sig við hana, en ég held að það sé mikilvægt að skoða þá sem við finnum og sjáum að hafa gert rétt að okkar mati og vinna okkur í áttina að því. Það er áhugavert að það er í raun margir hlutir sem þessi trúarbrögð eiga saman, og það gæti kannski verið útgangspunktur í þessum pælingum, í staðin fyrir að einblína á það sem þau ekki eiga sameiginlegt : Það er einn Guð, hjá þeim öllum, það er er það einn Guð sem hefur skapað heiminn,, það gerðist hjá þeim öllum á 6 dögum, allar byrja þær í Mið Austurlöndum (þar sem er svo mikið stríð á milli þeirra núna).Kristnir og Gyðingar þar sem kallast Ísrael.
Íslam í Mekka og Medina sem í dag er Saudi Arabien. Hjá ollum þessum þremur trúarbrögðum er talað um hin eina Guð sem komunukerar við okkur.
Í öllum þrem trúarbrögðum skapar Guð fyrstu manneskjurnar sem koma í heiminn. Adam og Evu.
Í Kristinni trú og Gyðingatrú skapar Guð þau i Paradísararðinum á Jörðinni. Í Islamskri trú eru þau sköpuð í himninum, en eru svo sett niður á jörðina.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Adam og Evu freistað af Satan til að borða af eplinu í Paradísargarðinum.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Abraham mikilvægur , hann er sá fyrsti sem trúir á aðeins einn Guð.
Abraham, eða Ibrahim í Islam kemur í beinan legg fra Adam og Evu. Hann lifði sem beduin í Ur í Kaldæa þar sem núna er Iraq. Í kringum 1800 fyrir Krist fær hann skilaboð frá Guði um að hann á að eignast son. , og þar með verða forfaðir til þeirra afkomenda. En eins og við öll munum frá biblíusögunum var Sara konan hans orðin gömul, of gömul til af fá börn, eða það heldur hann og hún. Þess vegna eignast hann barn með Hagar sem var ein af þrælunum hans. Og það er svo hennar og Abrahams sonur sem verður sá sem kemur með Íslam, hann hét, Ismail. Ansi áhugavert ekki satt ?
Seinna kemur svo í ljós að Sara getur alveg eignast börn, því hún eignast Isak, sem er forfaðir Gyðinganna !.
Móses var í öllum þremur trúarbrögðunum, Hann er sá sem flytur gyðingana út úr Egyptalandi
Hann er sá sem tekur á móti boðorðunum 10 í Sinai eyðimörkinni og hann er sá sem færir Gyðingana inn í Israel.
Þetta er í raun bara þunn upptalning af því sem þessi trúarbrögð eiga meðal annars sameiginlegt, en gefur samt mynd af einhverju sem er sameiginlegt, sem fyrir mér er mjög áhugavert.
En eins og ég sagði áður, eru fræði bara fræði, en Hjartað og Kærleikurinn er það stærsta og besta sem er hægt að vinna út frá, og er að mínu mati leiðin fram í Eitt Líf, Ein Jörð, Eitt Mannkyn.
Þetta bréf Páls til korintumanna er mjög umhugsunarvert, og að mínu mikill sannleikur í því:
Kærleikurinn mestur.
1. Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
2. Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekkingu,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
3. Og þótt ég deildi út öllum eigum
mínum
og þótt ég framseldi líkama minn, til
þess að verða brenndur;
en hefði ekki kærleika
væri ég engu bættari.
4. Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
5. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin.
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
6. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum.
7. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
8. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir
lok
og tungur, þær munu þagna, og
þekking, hún mun líða undir lok.
9. Því að þekking vor er í molum og
spádómur vor er í molum.
10. En þegar hið fullkomna kemur, þá
líður það undir lok, sem er í
molum.
11. Þegar ég var barn, talaði ég eins og
barn
hugsaði eins og barn og ályktaði eins
og barn
En þegar ég var orðin fulltíða maður,
lagði ég niður barnaskapinn
12. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í
ráðgátu
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum,
en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er
sjálfur gjörþekktur orðin.
13. en nú varir trú, von og Kærleikur, þetta
þrennt
en þeirra er kærleikurinn mestur.
Ég tilheyri engri einni trú, en ég trúi á Guð, það góða, Kærleikann og það sem hjartað segir mér hverju sinni að er Sannleikur fyrir mér.
AlheimsLjós til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt 29.10.2007 kl. 07:13 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 21:44
Takk fyrir þennan góða pistil. Alheimsljós til þín.
Svava frá Strandbergi , 29.10.2007 kl. 00:10
Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
Í Guðs friði
Guðni vinur
Guðni Már Henningsson, 29.10.2007 kl. 09:59
Góður og þarfur pistill Steinunn mín.
Ég viðurkenni að ég tek stundum djúpt í árinni þegar ég ræði um trúmál. En það er af því að ég fyrirlít það ljóta sem gert er í nafni trúar. Ég fyrirlít líka hræsnina og falsið, þegar fólk er platað til að gera ákveðna hluti, til að þjóna einhverjum metnaði þeirra sem fólk hefur veitt umboð til að ráðskast með tilfinningar þess.
Ég hef ekki og mun aldrei gefa neinum jarðneskum manni slíkt umboð. Ég vil sjálf leita míns andlega lífs, og ég trúi á hið góða í heiminum, við getum kallað það Guð, eða ljós og kærleika sem umvefur allt. Það er bara hugtak, til að ná utan um það góða sem ég vil eiga í mínu hjarta.
Mér finnst fólk stundum rosalega kærulaust að trúa skilyrðislaust því sem því er sagt. Treysta öðru fólki fyrir sínum heilugustu tilfinningum. Þá á ég við presta og aðra prédikara. Ég held að stundum sé það af minnimáttarkennd, eða þörf á að láta leiða sig, án þess að þurfa að taka ábyrgðina sjálfur. Og það er vont. Því slíkir leiðast stundum út í að láta hafa sig í hvað sem er í nafni þeirrar trúar. Jafnvel að deyða aðrar manneskjur. Slíkt er alltaf hættulegt. Maður þarf að vera sjálfur ábyrgur fyrir því sem maður gerir. Það er aldrei hægt að gefa slíka ábyrgð á annann mann, eða stofnun. Því á efsta degi stöndum við frammi fyrir gjörðum okkar, og það er ekki auðvelt, hafi maður brotið þau lögmál, sem okkur eru heilög. Þá þýðir ekki að benda á einhvern annann og segja hann sagði mér að gera þetta. Þú stendur einn og þarft að svara fyrir þær gjörðir alveg sjálfur. Þannig virkar lögmálið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:42
Falleg mynd af skóginum!
Og frábær pistill, er svo algerlega sammála þér, skil ekki þessa reiði út í hvort annað. fór að spá hvort þetta sé ekki að mörgu leiti út af því að þegar fólk hefur fundið sína leið þá vill það svo að aðrir upplifi það góða sem þeir hafa upplifað og halda að það henti öllum, og allir að verja sína leið því enginn vill velja vitlaust?!?
Það eina sem ég skil ekki er þegar fólk segist vera trúlaust, trúi ekki að fólk trúi á ekkert sér æðra, sem auðvitað þarf ekki endilega að vera Guð, náttúran þess vegna.
Perónulega trúi ég á Guð en tilheyri engri sérstakri trú, tek það sem mér finnst gott úr hverri trú, sama hver hún er. En ef fólk velur að fara í trúarhóp og því finnst það hjálpa sér þá bara gott, við erum öll misjöfn og þurfum mismunandi leið til að finna okkur í æðri mætti og mismunandi leið til að þroskast.
Að öllu jöfnu finnst mér að allir í skóginum eigi að vera vinir :)
ljós & kærleikur til þín mín kæra
jóna björg (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:30
Þetta var flott grein hjá þér. Þetta er einmitt það nauðsynlegasta sem trúarbrögð þurfa að gera í dag, finna sameiginlegan grunn til að geta talað saman.
Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:06
Hef oft vellt fyrir mér hvort það vonda í heiminum stafi ekki af mistúlkun og rangfærslum ólíkra trúarbragað og þau notuð sem skjálkaskjól fyrir vondum verkum græðginnar.En auðvita á ég ekki að ætla neinum slíkt.....en reynslan sýnir annað.
Virkilega góður pistill.
Faðmlag til þín.
Solla Guðjóns, 29.10.2007 kl. 21:35
"Ég hef í minni barnatrú alltaf hugsað það að vera kristin er að:í fyrsta lagi elska skaltu Guð sem skapaði þig; í öðru lagi, nágranna þinn eins og sjálfan þig. Og allt sem þú vildir,að aðrir geri þér, skalt þú gera öðrum."
ég verð að segja að þín barnatrú er bara nokkuð góð - og meira en það
yndislegur kaflinn hans Palla p um kærleikann, eitt af mínum uppáhöldum í bókinni góðu
halkatla, 30.10.2007 kl. 13:56
Innlitskvitt með bæn um Guðsblessun til þín og þinna
Linda, 31.10.2007 kl. 01:24
Frábær pistill hjá þér. Trúarbrögðin hneppa fólk oft í fjötra guðsótta. Ég hef enga trú á því að við þurfum að óttast guð. Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.11.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.