Hitt og þetta, aðalega þetta.......

 IMG_0111

 

Haustið er komið og það er fallegt. Ég ,Sól og Lappi hittum Sigyn, Aron og Ljlju og fórum í skógartúr í skóginum okkar hérna rétt hjá.Haustlitirnir alveg frábærir, náttúran upplifis öðruvísi en stórborgin.
Það er allt önnur orka þar, enda allir litlu blómálfarnir sem gera létt og fínt energi til umhverfisins sem ekki finnst í stórborgunum. Ég upplifði miklar tilfinningar í kringum mig í henni New York, það var stundum erfitt að halda fast í sig, og verða ekki einhver annar þarna, og ég meina að stundum var það á mörkunum að ég gæti það. Ég held ekki að ég gæti lifað innan um svona margt fólk sem lifir við allavega aðstæður sem hefur svo áhrif á það sem er í kringum. Ég yrði sennilega margir aðrir og týndi sjálfri mér í öllu þessu dæmi. Mér finnst þó magnað að þarna er fólk frá öllum heiminum, sem lifir þó nokkuð í sátt og samlyndi hvert við annað. Það búa ca 8 milljónir bara á Manhattan. Þetta er syntesan af mannkyninu sem býr þarna.
Ég hef tvisvar áður verið þarna, síðast fyrir ca 16 árum. Þá man ég að maður gat alls ekki farið inn í Harlem, allavega ekki langt inn. Núna fórum Gunni, Sól og ég inn í mið Harlem án nokkurra vandræða. Við vorum þarna á markaði í svolítinn tíma, og það var mjög friðsamlegt. Við fundum ekki fyrir óöryggi á nokkurn hátt. Þannig  að hlutirnir eru orðnir miklu betri þarna en ég man eftir.Þarna lifa gyðingar, Kristnir og Íslamistar hlið við hlið án nokkurra vandræða ! Ansi áhugavert. Það sem ég var kannski mest þreytt á var allt þetta tal um peninga allsstaðar sem maður kom. Allt er um hvað hver þénar og notar af peningum. Allir vilja fá drykkjupeninga, fyrir allt.Allir vilja fá bita af kökunni, Lífshamingjunni, sem mælist í veraldlegum gæðum.Þetta var orðin ansi þreytt á.

Við erum að fara í matarboð hjá kolleftífinu hérna við hliðina á okkur í kvöld, það verður huggulegt.Við erum svona hægt og rólega að jafna okkur á ferðalaginu. Það er alveg órúlegt að það taki þennan tíma að komast í sinn eigin takt hérna heima. En þetta er sem betur fer allt að koma. Ég á frí í vinnunni næstu viku og það verður gott að geta notið tímann til að lesa og vinna að næstu sýningu.

Það er mikið að gera í vinnunni., við erum á fullu með þetta kvikmyndaprojekt, sem verður bara núna mjög fljótlega sett í gang. Einnig kemur skólinn fram í öðrum sjónvarpsþætti, þær upptökur hefjast fyrst eftir ca tvo mánuði.
Kæru bræður og systur, ætla að setjast smá og lesa áður en ég fer yfir. Gunni er úti að sópa og slá gras. Gera garðinn huggulegan. Set inn myndir frá í dag, og frá NY
AlheimsLjós til ykkar.IMG_0990

 IMG_0933


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það er notalegt að sjá svona hlýjar skógarmyndir núna í grámanum.   Sammála þér um blómálfana og jarðarverurnar, þær gefa góða orku, meðan mennirnir hafa miklu þyngri, og massívari nærveru, og oft erfiða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju nýju myndavélina þína!!! Neðasta myndir er yndisleg. Eins og þú veist líkleg þá er ég mjög hrifin af danska skóginum og allri þeirri dýrð sem þar er að finna.

Friður og ró veri með þér mín kæra bloggvinkona

Guðrún Þorleifs, 27.10.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldeilis flott, neðsta myndin.

Knús til þín og þinna

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: halkatla

við sem erum svona anti-peningalegasinnuð verðum bara að reyna að gleyma því að svona snýst heimurinn (en auðvitað vitum við hvrnig hann snýst í alvörunni þó við séum ekki stanslaust að tala um það )

þetta virkar sem æðislegt ferðalag, gaman að heyra að allt gekk svona vel

halkatla, 28.10.2007 kl. 04:07

5 identicon

Frábærar myndir, takk fyrir mig.

Ragga (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 14:07

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Samgleðst þér yfir haustlitunum, stóru trjánum sem laufið tollir á þótt það fölni og New York. New York og haustlitir eru lúxus sem ég er fegin að fá að njóta endrum og sinnum og hef reyndar sjaldan séð aðra eins haustliti og norðan við New York þegar ég fór í haustlitaferð upp á fjall fyrir 16 árum í New Haven í Connecticut með góðum vinum. En Skandinavía er líka flott á þessum árstíma, var svo ,,hundheppin" einu sinni að þurfa að millilenda í Stokkhólmi á leiðinni til Oslóar frá Keflavík í báðum leiðum. Sem þýddi 4 haustlitaferðir í sæmilegasta lágflugi yfir Skandinavíu á 4 dögum. Þvílík fegurð.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband