Það er svo mikið af leðurblökum, man ekki eftir öðru eins!

 

Billede 2748Ég hef nú sjaldan upplifaða svona letilíf ! Ég hugga mig í garðinum á daginn, planta blómum, spjalla við álfa og huldufólk, nöldra í hundum og köttum, klappa þeim og strýk.

Á kvöldin förum við í göngutúra, annaðhvort í nágrenninu eða á staði aðeins lengra. Við hugleiðum og spjöllum, förum í bíó , út að borða og les, geri ekki myndlist !! Ég verð eiginlega að fara að huga að því.

Við vorum að koma úr kvöldgöngu með Iðunni, Lappa og Múmín. Það var fallegt að ganga og spjalla og hundar og köttur hlaupandi út um allt. Himininn var fallegur og það var mikið í ánni.

Það var svo mikið af leðurblökum, man eiginlega ekki eftir því að hafa séð svona margar leðurblökur á kvöldgöngunum. Gunni heldur að það sé gott tákn, því að þá er mikið af skordýrum og það er gott fyrir móður jörð. Billede 2785

Ætla að fara að leggja mig með góða bók. Sef með gluggann opin, þannig að við heyrum í leðurblökunum. Týndi nýjan blómvönd  sem ég setti í gluggan, það er svo fallegt að sjá og ilma.

Billede 2761

 Billede 2790Billede 2808Billede 2809

 

Margir hafa haft samband við mig um hugleiðslu, ég ætla að gera allavega tvær í sumarfríinu (ef ég hef mig í gang) og lesa þær inn á svo hægt sé að hlusta. Bæði fyrir börn og þá sem eru ný byrjaðir.

Hérna er ein smá æfing til að byrja með sem er mjög góð !

Sestu niður, á þægilegan hátt og fyndu frið og ró í líkama þínum og huga.Sittu svona í nokkrar mínútur og andaðu inn Friði , Ljósi og Kærleika og út öllum neikvæðum áhyggjum og hugsunum.

Segðu i huganum:

Ég er sálin

Ég er Guðdómlegt Ljós

Ég er Kærleikurinn

Ég er Viljinn

Ég er fullkomin eins og ég er, eins og sálin hefur skapað mig í þessu lífi

Sittu svo hljóð í smá stund og upplifðu þögnina.

 

Kærleikur og Ljós til ykkar allra.Billede 2745

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt!

Takk fyrir og hafðu það gott

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fallegar myndir, en hvað er þetta með að klukka?

Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar myndir!!

Bið að heilsa leðurblökunum. Nú þarf ég að fara að kaupa mér garðslöngu, það er alltaf sól og yndislegt en ´gróðurinn minn í garðinum mínum vantar rigningu.

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.7.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús&kærleikur til þín, fallega Steina

SigrúnSveitó, 11.7.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- takk kæra Steina fyrir að vera TIL!

Vilborg Eggertsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:55

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir þetta Steina mínbestu kveðjur.

Solla Guðjóns, 12.7.2007 kl. 00:03

7 Smámynd: www.zordis.com

Ledurblökur voru mun fleiri ádur fyrr ..... Kanski er vampírurnar komnar í meirihlutann .... Falleg blóm og fridur sem zú sýnir okkur!

www.zordis.com, 12.7.2007 kl. 00:31

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

..takk.. fer í jógatíma annaðkvöld!  Voða spennt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 03:55

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðan daginn!

Vona að sólin skíni hjá þér í dag. Hér er þurrt og örlar á yndislegum sólargeislum.

Knús til þín mín kæra.

Guðrún Þorleifs, 12.7.2007 kl. 07:29

10 Smámynd: Margrét M

fallegar myndir ...

Margrét M, 12.7.2007 kl. 15:41

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Yndisleg rós og takk fyrir pistilinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.7.2007 kl. 20:38

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sólskinsknús til þín og góða helgi!

Guðrún Þorleifs, 13.7.2007 kl. 06:26

13 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Já ég þarf að fara æfa mig að hugleiða það er bara verst að ég sofna alltaf, kannski er ég í alltof þæginlegri stellingu ;)

Lúðvík Bjarnason, 13.7.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband