Það er svo gott að mætast í myndlistinni !

invitation solrød

Ennþá einn dásamlegur dagur, fullt að gera í skólanum. Allir að undirbúa lokaverkefnin. Boðskortin voru send út í dag.

Ég er voða upptekinn af skólanum þessa dagana. Ég vil segja ykkur smá um þennan frábæra stað.
Fyrir tæpum sex árum ákváðum við þrjú Morten, Lena og ég að tími væri til að opna listaskóla fyrir fólk sem ekki hefði sama aðgang að menntakerfi og aðrir einstaklingar í þessu landi. Til að fá inngöngu þurfti maður að hafa eitthvað sem gerði það að verkum að maður passaði inn í skólann.
Við byrjuðum með einn nemanda. Hann var svo krefjandi að það var enginn annar staður fyrir hann. en hann var og er mjög flinkur að teikna og mjög klár. Hann fengum við sem betur fer þrefalda borgun fyrir veru hans í skólanum sem gerði það að verkum að við gátum byrjað með skólan 4 ágúst 2002..

(Gleymdi að byrja á að segja að við höfðum samband við allavega kúrsus center til að athuga hvort þau vildu vera með í okkar draumi. Við vorum í sambandi við nokkra, en svo var það sem er stærsta FOF, sem var til í að taka sjens. Það sem þeir gerðu, var að sjá um peningamálin og allt það praktíska. Meðal annars að skaffa húsnæði.)

Við vorum með þennan eina nemanda í nokkurn tíma, en vorum samt alltaf tveir kennarar á hverjum degi. Þetta þýddi að annar kennarinn fékk engin laun. En hvað með það. Ég tók lán í húsinu, og Morten vann tvöfalda vinnu. Þetta gerðum við fyrsta árið.

Annað árið voru fleiri nemendur. eða 6 í allt. Þetta gekk rétt upp, en var mjög mikið stress að láta þetta hanga saman. við höfðum mikinn metnað fyrir skólans hönd. Það voru haldnar sýningar á góðum stöðum og við gerðum mikið út úr því að þetta væri á háu listrænu stigi. Best að taka það fram að bæði ég og Morten erum starfandi myndlistarmenn, Lena er sérkennari, og með áhuga á myndlist. En það var mjög mikilvægt að hafa pædagógiskan  vinkil líka.

Núna erum við með 10 nemendur og nokkra á biðlista. Við erum 6 kennarar, með mjög ólíkan bakgrunn. Þrír myndlistamenn, einn hönnuður, sem einnig vinnur í leikhúsum við að byggja upp leiksvið. Ein sem er kennari og ein sem er kunst þerapaut (veit ekki hvernig maður skrifar það á íslensku, vonandi er mér fyrirgefið) Lena sem var með í byrjun er farinn á eftirlaun. Við kennararnir í skólanum erum mjög ólík, en það er styrkur skólans.

Nemendurnir eru líka mjög ólíkir, sumir hafa verið lagðir í einelti, vegna útlits, sem hefur gert það að verkum að sjálfsmyndin er mjög léleg. Einnig höfum við tvo með lélega sjón, annar er núna að klára spil sem er verið að setja út á markaðinn. Við höfum líka fólk sem ekki hefur það of gott andlega. Fólk sem er minna gefið en á að teljast í okkar þjóðfélagi. Einnig höfum við fólk með asberger. Sem sagt litríka flóru bæði af kennurum og nemendum. ,
Ég upplifi að þetta sé  ein heild sem hver vegur upp á móti öðrum. það er pláss fyrir alla, og það er tekið tillit til hvers og eins.

Við höfum fengið mikla athygli undanfarið vegna þess að við flokkum ekki eftir fötlun eins og almennt er gert. Við skoðum hvern og einn sem manneskju, og ef þau hafa áhuga á að skapa og passa inn í  með hinum nemendunum., þá er hitt aukaatriði.

Skólinn hefur fengið menningar verlaun í Køge og hefur fengið mikla athygli hjá fjölmiðlum. Núna erum við að sækja um pening til að gera mynd um skólann.  

Það sem einnig er svo yndislegt er að við mætumst í að skapa en ekki í þeirra vöntun.

Núna erum við jafnvel að opna aðra deild, eða verkstæði fyrir þá sem eru langt komnir í myndlistinni. Þar verða ráðnir að öllum líkindum þrír kennarar, tveir myndlistarmenn og einn þroskaþjálfi. Þetta plan er á teikniborðinu. Einnig erum við að skapa bönd á milli þeirra sem vinna á þessu sviði hérna í DK. Þannig að við getum faglega stutt hvert annað, og jafnvel lært hver af öðrum.

Mín von er að með þessari vinnu verði meiri fókus á hvað þau geta en á hvað þau geta ekki og að þeirra réttindi og möguleikar verði þeir sömu og annara.
Við erum ekki búinn að setja nýtt efni inn á heimasíðu skólans síðan 2005, það verður gert í júní.
kunstskolenrammen.dk
Ljós og friður til allra, og jöfn réttindi til allra.  
invitationer køge sygehus t5

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábært að heyra, það er ekki auðvelt að vera brautryðjendur, ég efast ekki um að í framtíðinni verði fleirri slíkir skólar starfandi eins og þið eruð búin að byggja upp.  Til hamingju.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábært að heyra, það er ekki auðvelt að vera brautryðjendur, ég efast ekki um að í framtíðinni verði fleirri slíkir skólar starfandi eins og þið eruð búin að byggja upp.  Til hamingju.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábært að heyra, það er ekki auðvelt að vera brautryðjendur, ég efast ekki um að í framtíðinni verði fleirri slíkir skólar starfandi eins og þið eruð búin að byggja upp.  Til hamingju.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir að segja okkur frá skólanum þínum Ég var einmitt í dag að skoða síðu skólans og í framhaldi af því varð ég forvitin. Ég er nefnilega að leita að tækifæri fyrir skjólstæðing minn. Ég hef ekki fundið neitt þessu líkt hér á Jótlandi. Snótin hefur mikla teiknihæfileika sem ég sé sem hennar framtíðarmöguleika. Hún er Atypyiskur Autisiti og það eru bara ekki margir möguleikar fyrir þetta barn ( 16 ára núna) hér um slóðir. Þekkir þú einnhverja staði hérna meginn við sundið sem ég gæti skoðað?

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 18.4.2007 kl. 17:14

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hæ guðrún, hvað með Bifrost, Kunstskolen for Udviklingshæmmede. Niels Brocks Gade 10 A. 8900 Randers. Tlf. 86 42 43 13. Fax. 86 41 15 00 .

það er mjög góður staður, mæli með að þú hafir samband við þau.

annars eruð þið velkomin í heimsókn til okkar.

Ljós til þín og skjólstæðings þíns steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 18:24

6 identicon

Já, Steinunn mín, þetta er greinilega eitthvað sem þú komst til að vinna að! Vekja athygli á margbreytileika myndbirtingar okkar í efnisheiminum. Takk, hugsjónakona fyrir að vera sjálfri þér trú og lifa sannfæringu þína -- öll af sama ljósi!

vilborg-e (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, Steinunn mín, þetta er greinilega eitthvað sem þú komst til að vinna að! Vekja athygli á margbreytileika myndbirtingar okkar í efnisheiminum. Takk, hugsjónakona fyrir að vera sjálfri þér trú og lifa sannfæringu þína -- öll af sama ljósi!

Vilborg Eggertsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:16

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Eitthvað göldrótt í gangi núna á þessu bloggkerfi! Gæti verið að breytingar á orkustreymi vegna afstöðu himintunglanna, sólargosa eða eitthvað álíka sé að bögga þetta kerfi?

Vilborg Eggertsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, Steinunn mín, þetta er greinilega eitthvað sem þú komst til að vinna að! Vekja athygli á margbreytileika myndbirtingar okkar í efnisheiminum. Takk, hugsjónakona fyrir að vera sjálfri þér trú og lifa sannfæringu þína -- öll af sama ljósi!

Vilborg Eggertsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:23

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er við það að vera orðlaus út af skólanum ykkar, hef ekki heyrt af honum fyrr, en til hamingju með að hafa fengið þessa hugmynd og hrundið henni í framkvæmd. Var að skoða vefsíðu skólans og það er svo augljóst að einhver galdur er hér á ferðinni. Er hreinlega hugfangin.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 00:05

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Enn einn gullpistilinn frá þér mín kæra

Heiða Þórðar, 19.4.2007 kl. 01:54

12 Smámynd: www.zordis.com

Áhugavert og skemmtilegt.  Zad ad vera í kaerleiksríku umhverfi myndad af ólíkum einstaklingum hlítur ad teljast forréttindi, ad vera innan um skapandi fólk og verda hluti af fegurdinni.  Til hamingju med ad standa med sjálfri zér, zad maettu fleiri gera zad. 

www.zordis.com, 19.4.2007 kl. 07:07

13 Smámynd: Ólafur fannberg

skemmtileg lesning og gleðilegt sumar

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 09:33

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gleðilegt sumar kæra Steina

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 10:32

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér sýnist þið vera að gera góða hluti þarna Steinunn mín.  Og þar sem ljósið skín þangað leita göngumóðir.  Gangi ykkur vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 13:03

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt sumar Er búin að kíkja á Bifrost á netinu. Líst vel á það sem er gert á þessum stöðum en þarf að finna eitthvað nær. Það er partur af heildinni sem þarf að smella saman

Guðrún Þorleifs, 20.4.2007 kl. 05:31

17 Smámynd: Bragi Einarsson

ég verð að fá að líta á þetta hjá þér þegar ég verð á ferð í gamla herraveldinu! þetta er gargandi gott hjá ykkur

Bragi Einarsson, 20.4.2007 kl. 09:21

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri bragi, þú er hjartanlega velkominn

ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 13:41

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég verð að koma í heimsókn til þín í þennan frumkvöðla skóla. Sjálfur er ég með B.a. í listum og hef mikinn áhuga öllu sem því tengist. Þetta framtak sem þú sýnir með þessum skóla er aðdáunarverður, og mætti vel stofna einn slíkan hér á klakanum.

Fólk sem á við fötlun að stríða er stundum betra listafólk en það sem er heilbrigt, ég bendi á þá t.d. sem mála með fótunum einum. Sjálfur hef ég einmitt kennt fólki sem er með takmarkaða hreyfigetu myndlist, það var skemmtilegt starf og mun þægilegri nemendur en þeir sem eru "heilbrigðir". Guð blessi þig fyrir þetta framtak þitt Steina, þú mig að minnsta kosti í hjartastað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 13:43

20 Smámynd: SigrúnSveitó

Reyndi að setja inn þessa færslu í fyrradag...það heppnaðist ekki...en hér kemur hún:

Hæ Steina.

Vá, spennandi að heyra.  Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja þig út í hvað þú starfar...en nú þarf ég þessi ekki

kunst þerapaut er líklega það sem á íslensku er kallað listmeðferðarfræðingur...myndi ég halda.  Heyrði um slíka þegar ég var í verknáminu á geðdeild fyrr í vetur.

Eigðu gott kvöld, mín kæra.

SigrúnSveitó, 20.4.2007 kl. 17:41

21 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðsteinn, þú ert hjartanlega velkominn í heimsókn ! ég vildi svo gjarnan fá svona skóla til íslands, hafði einu samband við foreldarsamtök einhverfra, en það var ekki súper góð upplifun, en hver veit, ef einhver ykkar hefur áhuga á að starta svona skóla er ég öll að vilja gerð að hjálap,

ljós til ykkar frá mér.

gott að heyra frá þér sveitamær, synd að þú ert farinn til íslands, !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 17:57

22 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, við hefðum átt að kynnast meðan ég bjó í dk. Það hefði verið gaman.  En ef okkur er ætlað að hittast in real þá mun okkar tími koma.

Ljós til þín... 

SigrúnSveitó, 20.4.2007 kl. 19:00

23 identicon

En yndislegt, að fylgja hjartanu í því sem þú hefur áhuga á, ég dáist að þér.

kærleikur til þín og þinna

jóna björg (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband