máttur hugleiðslunnar

med2

Góðan og fallegan eftirmiðdaginn, hérna er veðrið svo fallegt, sólin skín og það er spáð 20 stiga hita um helgina. Öll ávaxtatrén eru í fullum blóma. Dásemdar líf !

Það sem ég vil skrifa um núna er í raun blanda af mörgu, en ég vona á einhvern hátt að ég komi að lokum að einni niðurstöðu.

Ég vil skrifa um feril sem ég hef haft núna í 6 ár. Það byrjaði með að ég mjög spontant byrjaði í skóla sem heitir Esoterisk Skole Scandinavian. Þetta er tveggja ára nám og byggir að mestu á teori, þar að segja vitneskju um teosopisk efni. Fer ekki lengra út í það hérna. En stór hluti af náminu er að hugleiða. Það var bæði helgarnámskeið eingöngu með og um hugleiðslu og hvern dag bæði skólaárin byrjuðum við á að hugleiða.
Þetta hef ég svo hægt og rólega tekið sem hluta af mínum daglega rytma. Í fyrstu hugleiddi ég þegar ég kom heim frá vinnu seinni partinn og sagði alltaf við aðra og mig að ég hugleiddi á hverjum deigi, en það var í raun ca fjórum til fimm sinnum í viku. En þegar ég jú sagði alltaf að ég hugleiddi á hverjum degi fékk ég samviskubit yfir ekki að hugleiða á hverjum degi. En þannig var það. En þegar ég var búinn að vera eitt ár í skólanum var ég á viku námskeiði í Svíþjóð, þar sem einungis var boðið upp á grænmetismat, fann ég hversu vel mér leið af þessari fæðu, að þegar ég kom heim hélt ég því áfram, og hef gert það síðan . Það eru nú 4 ár síðan. Hafði frá því ég var 20 ára (ansi mörg ár) dreymt um að vera grænmetisæta vegna þess að ég átti erfitt með að borða dýr.  

Í þrjú ár hef ég hugleitt á hverjum degi, oftast tvisvar á dag. þegar ég fer í vinnu hugleiði ég frá kl 5,30 til hálf sjö og svo seinni partinn þegar ég kem heim tek ég hálf tíma hugleiðslu fyrir dýrin. Um helgar og í fríum aðeins seinna. Þetta er orðiðð lífsnauðsinlegt fyrir mig. Hluti af þessari hugleiðslu tækni er að fókusera, þar að segja að maður verður meira og meira þjálfaður í að fókusera. Það sem ég vil skrifa um hérna er um að fókusera :o)) ég fókusera meira á líkamann minn og er meira meðvituð um hann en ég hef nokkurtíma áður verið. Það er að sálfsögðu fl. hlutir sem ég gæti valið að skrifa um þar sem hlutirnir hafa breyst , en núna vel ég þetta efni. Það fyrsta sem ég þurfti að ganga í gegnum sem var mjög erfitt fyrir mig, að líkami minn hafnaði öllu sem heitir áfengi, ég gat hreinlega ekki sett það inn fyrir mínar varir, ég fékk höfuðverk við að dreypa með tungunni í glasið. Þetta var erfiður biti fyrir mig. Hérna í DK er mikil hefð fyrir rauðvínsdrykkju, og bjórdrykkju við öll tækifæri. Eins og á Íslandi er boðið upp á kaffi hér er boðið upp á bjór eða vín. Ég barðist fyrir að mér fannst rétti mínum til að drekka í mjög langan tíma, Eyðilagði mörg kvöld fyrir mér. En drekka vildi ég. Mér fannst ég svo útundan ef ég var ekki með þegar það voru samkomur. En að lokum gaf ég mig. Og ákvað að héðan í frá drekk ég ekki !
Ég vil ekki ljúga, þetta hefur oft verið erfitt. Mér hefur oft fundist ég utanvið, og hef bara farið snemma heim. En með tímanum vandist ég þessu. Og þegar við bjóðum  gestum heim gleymi ég oft að bjóða upp á vin eða öl. Nú finn ég ekkert fyrir þessu. Spái aldrei í hvort ég er með eða ekki með. Vakna aldrei með timburmenn. Frábært en þetta tók samt allt sinn tíma.
16494
Svo fór ég að fá tilfinningu fyrir að kaffi var heldur ekki svo gott fyrir mig, Ég beið í svolítin tíma með að gera eitthvað í því. Svo einn laugardag áttum við ekki kaffi og þá var það eins og sjálkrafa að sú ákvörðun var tekinn, Ég drekk ekki kaffi, en ég drekk te í lítravís. Þetta var ekkert erfitt

.Svo kom það næsta. Og það var kæru vinir mjög erfitt. : hvítur sykur !! Ég hef alltaf verið sykurgrís, en hef alltaf vitað að það er ekki gott fyrir mig. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef barist við kílóinn alla tíð. Ekki af því ég borða svo mikinn mat, en kökur, allt sætabrauð og nammi. Það hefur verið í eyturneysla alla tíð. Én ástæðan fyrir því að ég ákvað að REYNA að hætta að borða hvítan sykur var sú að ég fann að orkan hjá mér var mjög lág eftir að ég hafði borðaða hvítan sykur.
Ég hef alla tíð fundið að ég hef nánast orðið þunglynd eftir að ég hef borðað nammi. En þarna fór ég að vinna í þessum málum. Við keyptum inn hrásykur, þannig að í brauð eða köku notuðum við hrásykur og spelt í staðinn fyrir hvítan sykur og hvítt hveiti. Og í staðinn fyrir að kaupa nammi um helgar bökum við brúnköku, með súkkulaði á, en 75 % súkkulaði. Það bragðast alveg himneskt! Við gerum okkar eigin saft, með berjum úr garðinum og hrásykri.Við erum svo heppinn að vera með okkar eigin eplaplantekru þannig að við höfum eplamost allt árið sem er ekki með nein aukaefni. Hrein afurð. Þetta var pínu mál í byrjun, því það er ekki bara að fara út í bakarí og kaupa sætabrauð, en við reynum að gera þetta þannig að við öll ”huggum” okkur við þatta saman. Ég fann einnig að döðlur og þess háttar hlutir varð ég að borða í hófi. Það sem gerðist nú var alveg frábært.
sliten
Ég hafði í gengum nokkur ár verið með miklar hjartatruflanir. Ég hef farið í allavega rannsóknir en ekkert hefur verið fundið. Þannig að þetta hefur verið hluti af krísu heimilisins að ég hef haft þennan kvilla, sem hefur háð mér mikið. þegar ég var sem verst dró ég mig afsíðis og hugleiddi og þá stoppaði þetta. Eftir að ég hætti að drekka áfengi minkaði þetta mikið, en stoppaði ekki. En núna eftir ég reyni að passa mig með hvítan sykur finn ég greinilega mun. ef ég “svindla” finn ég strax aukabönk í hjartanu., er þetta næstum alveg horfið. Þvílík dýrð og dásemd.

Þannig að núna fannst mér að nú væri ég hætt því sem ég ætti að hætta. Milli jóla og nýárs, höfðum við fjölskyldan yndislegan tíma. Vöknuðum seint og borðuðum, ekki alltaf morgunmat. Þannig að ég fékk mér ekki alltaf yougurt um morguninn, sem ég gerði alltaf. Þá fann ég að ég hafði ekkert slím í hálsinum, aha, ég hef frá því ég var barn, (þetta vita þeir sem þekkja mig) haft mikið slím í hálsinum, oft mjög mikið sem gerði það að verkjum að stundum þurfti ég að ræskja mig allann daginn. Gat það verið að ég hefði óþol fyrir mjólk, það væri vel þess virði að athuga. Losna þá við þessar ræskingar og höfuðverk því fylgjandi. Ég hætti að fá mér yougurt, eða mjólkurvörur. Og viti menn, hálsinn minn er hreinn og án slíms alla daga. Nú hugsa örugglega margir, að það sé einkennilegt að ég ekki hafi fundið þetta fyrr þegar vandamálið er svona stórt. En þegar maður alls ekki er fokuseraður á sjálfan sig, tekur maður ekki eftir hvort það er eitt eða annað sem veldur þessu, svona er það bara.

Það er hugleiða er að hlusta á Guð, það æðra eða hvað maður vil kalla það. En að sitja í sínu innra gerir það líka að verkum að maður eykur vitund sína. Maður verður næmari á bæði allt innra og allt það ytra. Maður verður næmari á það sem maður segir, gerir og hugsar, hvort það er rangt eða rétt. Þú verður næmari á aðra, og allt umhverfi þitt. Þú verður næmari á hugsanaflutning. Eins og framtíðarspámenn segja við komum ekki til með að hafa síma eða tölvur í framtíðinni, við notum hugsanaflutning. Maður verður næmari á musik, kvikmyndir og allt það sem er abstrakt. Maður upplifir aðra vídd sem var óþekkt áður.
angelight3

Það þarf að sjálfsögðu ekki að hætta þessu öllu til að hugleiða, en þetta var leiðin sem ég varð að velja.

 
Munur á bæn og að hugleiða er að þegar þú biður þá talar þú við Guð

Þegar þú hugleiðir þá hlustarðu.

 Hérna er falleg mantra sem hægt er að segja við sálina sína.

 

                                   Lad sjælen beherske min ydre form

Og livet og alle hændelser.

Lad kærligheden sejre.

                                                                   Lad alle mennesker vise Kærlighed.

 

 

Laus  þýðing:

Lát sálina drottna yfir mínu ytra formi

og lífinu og öllu því sem gerist.

Lát Kærleikan sigra

Lát allar manneverur sýna Kærleika.


Ljós og friður til ykkar í netheimi


Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

oft búinn að vera á leið að breyta mataræði en alltaf eitthvað sem breytir þeirri ásetningu

Ólafur fannberg, 11.4.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Vá, mögnuð lesning.  Ég hef sjálf góða reynslu einmitt af bæn og hugleiðslu, en bara stórkostlegt að fá þína reynslu beint í æð!

Ástarþakkir fyrir það

SigrúnSveitó, 11.4.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta ætti ég að tileinka mér...hef oft palt i hugleiðslu en veit ekki hvernig maður ber sig að?  Ferðu með möntruna þegar þú hugleiðir?

Takk fyrir og ljós til þin

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Nei Anna, ég fer ekki med thessa montru, en nokkrar adrar fer ég mer. thessi mantra er ad mínu mati gód til ad kontakte sálina sína. en á medan hún er sogd tel ég mikilvægt at loka augunum og einbeita sér. ég er viss um ad thad er hægt ad nálgast hugleidsur ef madur vill, ég gæri alveg hjálpad til thar. en thad er mjog mikilvægt ad thad sé rétt hugleidsla. thad er líka til midur gódar. ef áhugi er fyrir hendi get ég athugad thessi mál ! og fundid fram thad sem gott er, og reint ad thýda yfir á islensku. hef bara á dønsku.

ljós til ykkar allra og falleg komment.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 08:16

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mikið væri gaman að fá nokkrar hjálpandi möntrur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 09:39

6 identicon

Best að vera kurteis og kvitta fyrir sig . Takk fyrir góðan pistil og góða áminningu, hef ekki hugleitt í góðan tíma en nú er komin tími á. En má ég spyrja hvað kallarðu miður góða möntru? Ég væri líka alveg til í að fá að prófa aðrar ef þú ert með. Ég hef alltaf kyrjað 'Nameó rengikjó'og stundum chantað 'Babanam kevalam'

Hvar lærðir þú rétta hugleiðslu, ég er forvitin, langar að dýpka þetta hjá mér. Takk 

jóna björg (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:40

7 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Spark í rassinn... takk fyrir að minna mig á... það er ýmislegt sem maður getur gert fyrir sjálfan sig bæði líkamlega og andlega.

Lúðvík Bjarnason, 12.4.2007 kl. 16:12

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 ég tala um hugleiðslur sem geta verið miður góðar, að mínu mati. þar er ég að hugsa um þau energi sem við látm streyma í gegnum okkur í hugleiðslunni. eru það lág energi eða energi á hærra plani. mín skoðun er sú að þetta geti verið vand með farið vegna annarra afla sem reyna að komast inn og jafnvel hafa áhrif. þess vega held ég að maður verið að vanda vel það sem maður velur.

Ég hef verið í skóla í tvö ár þar sem ég lærði að huglaiða. ég hef einnig verið a´fl. námskeiðum og svo síðustu árin hef ég verið með í gruppu sem ég hugleiði með einu sinni í viku, og erum við í netverki með 60 hópum frá öllum heiminum seim heitir  World Service Intergroup. þeir eru með heimasíðu með fullt af upplýsingum um hugleiðslur og fl. Einnig hef ég haft andlegan mentor í 2 ár sem leiðbeinir mér á allan mögulegan hátt.

Eitt sem ég veit að hjálpar heiminum er Den store invokation hana segi ég í hugleiðslunum mínum . Sendi hana með núna á ísl. dk og ensku. Annars get ég eftir helgi komið með fl mantrar. En þessi sem ég set inn núna er að mínu mati hjálp fyrir allan heiminn

Ljós til ykkar.

The Great Invocation 
From the point of Light within the Mind of God
Let light stream forth into the minds of men.
Let Light descend on Earth.

From the point of Love within the Heart of God
Let love stream forth into the hearts of men.
May Christ return to Earth.

From the centre where the Will of God is known
Let purpose guide the little wills of men –
The purpose which the Masters know and serve.

From the centre which we call the race of men
Let the Plan of Love and Light work out
And may it seal the door where evil dwells.
Let Light and Love and Power restore the Plan on Earth.

Frá ljóssins dýrðar lind í vitund Guðs,lát ljósið streyma inn í mannsins sál.Lát ljósið lýsa þessa vora jörð,frá kærleiks ljúfu lind í hjarta Guðs,lát kærleik streyma inn í hjarta manns.Komi Kristur aftur jarðar til,frá máttarstöð er miðar vilja GuðsLát markmið stýra veikum vilja manns,markmið það er meistararnir sjá.Frá máttarstöð er birtir mannlegt líf,lát markmið lífs og ljóss þar fullkomnast,svo innsigli það dyr hins illa valds.Lát kærleik ljós og æðri mátt efla áform Guðs á jörð.

Vi er et lyspunkt i et større lys.Vi er en stråle kærlighedsenergi i strømmen af Guds kærlighed.Vi er et punkt af offerild i ilden af Guds vilje.Og således står vi. Vi er en vej ad hvilken mennesker kan nå frem.Vi er en kilde til styrke der hjælper dem at stå.Vi er en stråle af lys der skinner på deres vej.Og således står vi. Og stående således, vend omog træd på den måde menneskers vejeog kend Guds veje.Og således står vi.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 16:17

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir góðann pistil   

Guðrún Þorleifs, 12.4.2007 kl. 16:40

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Steina mín, þetta er fallegt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 17:33

11 identicon

Takk fyrir þennan pistil Steinun, mér finnst upplífgandi að lesa um fólk sem lifir í andansheimi, og fer ekkert dult með það.

Ég hef sjálfur aldrei lært að hugleiða en geri það engu að síður. Hef einmitt fundið fyrir öllu þessu sem þú talar um með matarræðið, en er því miður ekki hættur neinu af þessu, en er þó meðvitaður um þessa þætti lífsins. Þeirra tími mun koma reikna ég með.

Mig langar að benda þér á smá sem ég var að lenda í :
http://spliffrichards.wordpress.com/2007/04/12/fre%c3%b0legheit/

Takk aftur kærlega, þetta var einkar fallegur pistill og innblástursfyllandi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:07

12 Smámynd: www.zordis.com

kær kveðja til þín, gaman að lesa einlægar færslur!  Ég elska steina og tala oft við mitt ytra umhverfi, breytt matar ÆÐI gerir margt og hefur gert ýmislegt fyrir mig en ég er enn föst í ýmsum viðjum sem kemur vonandi með aukinni nærverju sjálfs og tilveru minnar!  Sendi þér smúts á góðu kvöldi!  Kaffikvöldi!

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 21:49

13 Smámynd: halkatla

vá heillandi lesning

ekki að ég sé eitthvað dugleg að hugleiða en ef ég mætti koma með ábendingar um "möntrur" þá finnst mér mjög gott að hugsa um eitthvað úr Davíðssálmum þegar ég er að tjilla/hugleiða, en það er ekkert vegna trúarbragðanna heldur af því að það gefur manni trú og mátt.

Ég hef fundið það sama og þú Steina varðandi áfengi, ég skil enganvegin afhverju ég missti alltíeinu allt þol fyrir því, það tengist kannski eitthvað því að ég hætti að borða kjöt?

Allavega, hafðu það gott

halkatla, 13.4.2007 kl. 09:48

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég held að þegar maður verður næmari, t.d. borðar ekki kjöt, þá hækkar energíið í líkamanum, sem gerir að það kemur óþol fyrir öðrum efnum sem eru miður góð fyrir líkamann. einnig held ég að haldist í hendur að maður verður næmari fyrir því sem maður ekki þolir.

Ljós til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 12:52

15 Smámynd: Margrét M

megirðu eiga sem besta helgi

Margrét M, 13.4.2007 kl. 14:20

16 identicon

Takk fyrir þetta :) Veitir víst ekki af að senda ljós og góða orku út í heiminn. Það væri æðislegt að fá möndrur til að prófa mismunnandi og sjá hvort ég tengist þeim betur. 

jóna björg (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:30

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir

Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 17:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband