Að snertast í augnablik !
31.3.2007 | 09:06
Yndislegur laugardagsmorgunn !
Bráðum koma páskar og það er svo greinilegt í garðinum mínum. Páskaliljur kíkja upp úr moldinni um allan garð. Í dag ætlum við að dunda okkur hérna við hitt og þetta, aðallega að Vera að ég held. Ég þarf þó að undirbúa mig smá fyrir ferðina til Genf sem ég fer í lok apríl. Þetta er ráðstefna með fjölda manns frá öllum heiminum og þar verður fjallað um Alheimskærleikann!
Í vikunni átti ég samtal við eina sem er mér mjög kær. Við spjölluðum um litla afmælisbarnið hennar sem átti afmæli 26 mars og var að sjálfsögðu haldið upp á afmælið. Það er reyndar ekki í frásögur færandi nema að í þessu samtali uppgötva ég hluta af sjálfri mér sem ég finn að ég verð að takast á við. Mín kæra sagði mér undan og ofan af afmælinu . En það sem sló mig var að hún sagði mér ekki hverjir komu, heldur hverjir komu ekki! Þetta hugsaði ég um lengi eftir að símtalinu lauk. Það er svo oft að við erum svo upptekin af því sem við gerum ekki, náum ekki, í staðin fyrir að sjá hvað við náum og getum. Við þekkjum öll þetta með að sjá glasið hálf tóm eða hálf fullt. Eitt er að heyra þetta og nikka höfði og segja já þetta er alveg rétt. Annað er að gera eitthvað við því. Ég veit að ég á þetta mjög mikið til, og nú er tími til breytinga.
Þegar maður hugsar jákvætt er maður í jákvæðri orku nokkrum sentimetrum ofar í meðvitundinni og það hefur mjög mikið að segja í okkar daglega lífi hvernig við upplifum það sem gerist í lífi okkar og samfélagi.
Ég get líka tengt þetta við fréttaflutning, það er alltof sjaldan að það koma góðar fréttir í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Það er að mestu um allar þær hörmungar í heiminum, sem ég veit að er mikilvægt að við séum meðvituð um , en það er líka mikilvægt að við fáum góðar fréttir, að það sé fullt af góðum hlutum að gerast í heiminum. Til dæmis væri hægt að blanda þessu þannig að við enduðum á góðu fréttunum þannig að við getum haldið í þá von til næsta dags að það sé von þarna úti.
Það gerast fallegir hlutir hvar sem er í heiminum, einnig þar sem stríð er. Það gerast kraftaverk, það gerast undur. Af hverju er svona lítill fókus á það. Það er svo mikilvægt að vita, svo að okkur finnist þess virði að vera með til að hjálpa hérna á jörðinni að við fáum staðfestingu á því að hlutir geti gerst. Að það sé fólk að gera stóra hluti í því smáa sem skipta máli. Við vitum öll um Móður Teresu, Nelson Mandela og Kofi Annan. Það eru stórir hlutir sem þau gera/gerðu sem eru eiginlega of fjarri okkar lífi og möguleikum sem venjulegar manneskjur með það líf sem við höfum til að við getum líkt okkur saman við þetta fólk. En það gerist líka undur og stómerki í því smá, sem verður það stóra í lífi hvers manns. Það er svo mikilvægt að við vitum það líka , til að gera okkur meðvituð um það sem við getum gert sem bara venjuleg manneskja. Af og til þegar miklar hörmungar gerast. Þá hefur komið fréttaflutningur um hversu mikilvæg við erum hver öðru. En það væri líka svo mikilvægt að gera sér grein fyrir því í daglega lífinu. Þar gætu fjölmiðlar verið mikið meira með til að setja fókus á hversu mikilvæt það er að koma hvert öðru við, bæði nær og fjær.
Ég er sannfærð um það að flestar manneskjur á jörðinni hafa kærleika til náungans og finna til með þeim sem eiga erfitt. En því miður er fjarlægðin á milli okkar , ekki bara líkamleg fjarlægð en einnig ósýnileg fjarlægð svo mikil að við eigum erfitt með að nálgast hvort annað.
En bros og blátt glimt í auga gerir kraftaverk , að rétta hjálparhönd við minnsta verk, gerir líka að við í augnablik snertumst á örðu plani sem getur gert það að okkur hlýnar að innanverðu sem er alls virði.
Í dag ætla ég að brosa framan í alla sem ég mæti, nágrannana sem ditta í garðinum sínum og þeim hundaeigendum sem ég mæti á göngu með hundana mína. Ég sendi ykkur ljós inn í daginn og einnig þeim sem ekki lesa bloggið mitt.
Steina
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kæra Steina, bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur á þessum fallega morgni,
Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 09:14
sömuleiðis elsku vinur, til ykkar allra í fjölskyldunni frá okkur öllum í fjölskyldunni
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 09:58
Guð blessi þig í dag með nærveru sinni og fylli þig af kærleika sínum. Takk fyrir að koma við á síðunni minni!
G.Helga Ingadóttir, 31.3.2007 kl. 10:10
Það er svo miklu betra að horfa á það góða í tilverunni, sjá náttúruna opna sig með allri heimsins fegurð. Mannfólkið tekur sjaldan eftir undrinu sem hvílir í því sjálfu. Kraftaverk!
Hættu að horfa og sjáðu, hættu að heyra og hlustaðu! Nálgun við sjálfið opnar oft margar dyr og þar sem skuggin hvílir er ljósið í seilingu. Eigðu yndislegan dag ........
www.zordis.com, 31.3.2007 kl. 10:32
Ljós til þín sömuleiðis elsku frænka mín. Hér er rigning en það er gott því að þá fer snjórinn fyrr og vorið kemst þá líka fyrr að. Það er líka vindur. Hann er góður því að þá fer loftið á hreyfingu og verður frísklegt og gott. Þetta er því góður dagur hér á þessu fallega landi. Eins og dagurinn hjá þér vonandi heldur áfram að vera svona góður.
Ylfa frænka (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 10:35
Hádegisknús til þín
SigrúnSveitó, 31.3.2007 kl. 12:31
Mikið er þetta rétt sem þú segir! Við eigum að njóta þeirra sem koma í afmælið okkar, ekki sýta þá sem koma ekki! Þannig verður lífið miklu skemmtilegra.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:36
Þetta er gríðarleg vel settur saman og fallegur pistill hjá þér frú Steina, og reyndar allir pistlarnir þínir. Guð blessi þig og þína fjölskyldu um alla framtíð !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.3.2007 kl. 18:25
kveðja frá undirdjúpunum
Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 22:02
Fín og falleg hugleiðing...dauðlangar aftur til Danmerkur, þegar ég les um túlipanana! Páskar í Danmörk eru yndislegur tími
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 09:11
Takk fyrir fallleg skrif,þú vekur upp kærleik og allt hið góða í okkur hinum.
Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.