Blóð MERAR !!!
29.3.2007 | 13:52
Enn einn frídagurinn ! Ég er svo lánsöm að að hafa möguleika á að lifa í þeim frið sem ég vel hverju sinni ,núna. Ekki eru allir svona lánsamir í okkar blessaða heimi.
Ég fékk vinkonu mína í te/kaffi í morgun og ræddum við allt milli himins og jarðar. Mannréttindamál, dýraverndunarmál, og það að vera manneskja.
Sólin gat ekki vaknað í morgun og fékk hún leyfi til að vera heima í dag.
En þar sem ég er svona heppin að geta einhverju ráðið í lífi mínu, geri ég mér einnig grein fyrir hversu mikil ábyrgð það er að hafa þessi hlunindi. Ábyrgð fyrir bræðrum mínum og systrum sem ég deili þessari jörð með. Þessi ábyrgð fylgir því að vera árvökul yfir því sem gerist á jörðinni, bæði nær og fjær. Þetti geri ég eftir bestu getu.
Hugur minn hefur þó að mestu undanfarið verið hjá blessuðum dýrunum, sennilega vegna þess að þar er neyðin mest. Það eru sem betur fer fleiri og fleiri sem verða meðvitaðri um hvert annað hvar sem er í heiminum sem eiga við hörmungar að stríða. En sem komið er eru það ekki sérlega margir sem berjast fyrir réttindum dýra, það er hægt að sjá á því hve mikið dýrirn þjást.
Ég hef áður sagt frá því að ég skrifa reglulega fréttabréf sem sent er út til hóps af dýraverndunarsinnum sem einnig trúa á kraft hugans, um dýr og meðferð á dýrum. Síðasta bréfið sem ég skrifaði um var hestinn.
Ég hélt að hesturinn hefði það nokkuð gott þar til ég fór að leita heimilda. Það sem hafði mest áhrif á mig var það sem ég get kallað kaupa og henda kúltúrinn, sem við þekkjum vel með mörg smádýr, kanínur, mýs, ketti og fl.
Hesturinn er draumadýr margra barna. Í Danmörku, eru það sérstaklega stelpur sem óska sér hests. þar sem hesturinn er ekki svo svakalega dýr eins og áður, eða fólk hefur meiri peninga en áður, þá gefa margir foreldrar eftir þeirri bón. Í Danmörku eru einnig margir bændur, frístundabændur sem bjóða upp á aðstöðu til að hafa hestinn. Oft er það skilyrði sem foreldrar setja börnunum sínum að þau eigi þá sjálf að passa hestinn, þrátt fyrrir að við vitum að það er oftast of stór ábyrgðað setja á börnin. Það eru eflaust mörg börn sem passa hestinn vel, en það eru líka dæmi um að það erum margir sem gera það ekki. Eftir ákveðin tíma missa svo börnin áhugan á hestinum, og hvað gerist þá. Oft er hesturinn seldur til nýrra eiganda sem er að sjálfsögðu ok, Oft er hann seldur til þeirra sem lifa á að kaupa og selja hross. En því miður eru margir hestar svo illa farnir að þeim er slátrað. Á Íslandi erum við alinn upp við að hestum er slátrað, og kjötið borðað. En hérna í DK hef ég aldrei séð hestakjöt selt. Það sem oftast bíður þessara hesta er löng löng keyrsla til fjarlægra landa þar sem þeim er svo slátrað. Við erum að tala um allt upp í sólarhring eða meira. Er þetta meðferð sem er réttlætanleg ? Ég rakst einnig á frétt sem sjokkeraði mig mikið og ég hef aldrei heyrt um áður. Það er kallað BLÓÐ MERAR. Ég er alinn upp í sveit, en hef aldrei heyrt svona dæmi, en það felst í að:
Hryssum sem notaðar eru til blóðgjafar vegna vinnslu efnis eða lyfs úr blóðinu á vegum Ísteka ehf eða annara framleiðenda.Blóðtaka þessi hefst 40 dögum eftir fyljun og teknir eru fimm lítrar úr hryssunni í einu, með viku millibili í 5 til 7 skipti. Blóðmagn hryssu er 25-35 lítrar og má því segja að hryssan sé blóðtæmd á þessum fimm til sjö vikum. Blóðtökurnar hefjast venjulega í ágúst og lýkur eftir tæpa tvo mánuðui en þá er hryssan um það bil hálfgengin með og framundan er erfiðasti hluti meðgöngunnar og köldustu mánuðir ársins. Enginn vafi leikur á því að blóðtaka þessi er mikið álag á bæði hryssu og folald, eins og mörg sorgleg dæmi sýna. Talið er að nokkrar hryssur drepist árlega vegna blóðtökunnar og þær hníga iðulega niður við blóðmissinn og láta jafnvel folöldum. Þá er einng verulegt áhyggjuefni hvernig hryssunum reiðir af, þegar þær loks fá frið til að safna blóði og kröftum á ný Ég á erfitt með að skylja að eigendur hesta taki þátt í þessu ! það staðreynd að merar hafa drepist af sjálfri blóðtökunni og sýnir það hversu harkaleg meðferðin er og mikið álag fyrir þær, þar sem tekið er blóð, sem samsvarar öllu blóðmagni þeirra, á fimm vikum. Og þær eru notaða til blóðtöku ár eftir ár. Auk þess er fylfull merin oft fylsuga og framleiðir allt að 20 lítrum mjólkur á dag. Segja má því að afkastageta merarinnar sé þanin til hins ítrasta. Uppl: Dýraverndunarfélag Íslands
Úr blóðinu er ekki framleitt lyf til lækninga, heldur hormón sem stillir gangmál dýra svo hægt sé að slátra á hvaða tíma sem er og menn geti fengið nýslátrað allt árið. Hér er því ekki um eiginlegar dýratilraunir að ræða, heldur beina framleiðsluaukningu. Hvað er að því að fylgja náttúrulögmálunum sem við höfum gert í örófi alda. Á vorin fæðast lömbin, kálfarnir, folöldin, á vorin vaknar nýtt líf. Mín meining er að hvað sem hver segir þá hlýtur þetta að stressa hryssuna mjög mikið og að þjóð með allar þær alsnægtir sem hugsast getur, hlýtur að geta fundið aðrar leiðir en af ofnýta þau dýr sem er á okkar ábyrgð. Ég veit að Dýraverndunarfélag Íslands hefur skrifað um þessi mál, en ég veit ekki hvort það hefur hjálpa.
Eitt er það með hvalinn sem er í hafinu í kringum Ísland, líka er það hesturinn sem er þjóðareinkenni Íslands, Útlendingar dásama Ísland , Íslenska hestinn, Íslenska náttúru. Hvað er það sem er mest virði þegar lengra er litið en á morgun. Það er...........
Ljós héðan frá mér.
Steina
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Athugasemdir
Lesturinn á þessu bloggi þínu elsku Steina mín fer afar illa í mig, fæ ónot í magann og þungt að anda. Hvernig getur einhver mannlega/guðleg vera meðhöndlað dýrin svona - eru öll hluti af okkur sjálfum. Því erum við að gera okkur þetta ?
Vilborg Eggertsdóttir, 30.3.2007 kl. 01:08
já þetta er hræðilega óhuggulegt. ég hef verið í netsambandi við dýraverndunarfélagið og fengið þessa upp. staðfestar. mig minnir meira að segja að það sé annar möguleiki fyrir hendi til að framleiða þetta hormón, er er bara ekki gert. þeð eru einnig dýralæknar sem gera þessar blóðtökur. en á því sem ég les finnst mér ég geta túlkað að þetta sé ekki þeirra stolt. kæra
vilborg þetta er svo óskyljanlegt vegna þess að þetta eru bræður okkar og systur! mér dettur oft í hug meðferð hvítamannsins á svarta manninn, þá leit hvíti maðurinn á svarta manninn sem dýr og meðferðin var oftast í samræmi við það, vonandi eftir 100 ár þegar við höfum verið með til að setja nægilegt ljós í heiminn þá lærum við að elska og virða dýrirn sem þau eru.
ljós frá mér í morgunsárið
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 05:11
aldrei heyrt þetta en finnst þetta e-ð skrítið og finn til með hryssunum. Sá Fréttablað Búnaðarsambands Suðurlands þar sem þetta er auglýst, menn geta grætt heilar 17.000 kr. á þessu...
SM, 30.3.2007 kl. 11:20
Þetta er alls ekki réttlátt! Maður heldur einmitt að hestarnir séu tiltullega öruggir fyrir þessu en auðvitað standast slíkar hugmyndir ekki rannsókn. Ég finn virkilega til með þessum hryssum sem og öllum öðrum dýrum sem þjást vegna mannsins.
En kærar kveðjur til þín og megi þetta verða upplífgandi dagur
halkatla, 30.3.2007 kl. 11:36
Oj bara....
ylfamist@simnet.is (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:39
segi það sama og siðasti ræðumaður
Ólafur fannberg, 30.3.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.