Mér er illt í bakinu
24.3.2007 | 16:55
Mér er illt í bakinu ! Hef í raun ekkert að segja, en sendi þessa litlu bæn frá mér í staðin !
Ljós til ykkar frá mér þreyttri konu í Lejre.
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég sjái þegar aðrir líða
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég geti séð sársauka í brosi
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég heyri hljóma hjartagrát
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég geti heyrt þögul hjálparóp
Herra, gefðu mér munn þinn
er mælir orð sem gleðja
orð sem uppörva
orð sem styrkja
orð sem gefa von
Herra, gefðu mér hendur þínar
sem ætíð opnast öllum mót
sem styðja á niðurbeygða öxl
sem strjúka burt tár
sem gefa og taka á móti
Herra, gefðu mér af hjarta þínu
svo ég geti fundið til með þeim sem líða
svo ég geti glaðst með þeim glöðu
svo ég geti elskað, - elskað eins og þú.
Söpvi H. Hopland
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- gunnipallikokkur
- gudnim
- sigynhuld
- ylfamist
- zordis
- sigrunsveito
- vilborg-e
- asthildurcesil
- ktomm
- bobbaff
- evabenz
- volcanogirl
- katrinsnaeholm
- krummasnill
- hronnsig
- ollasak
- landsveit
- jyderupdrottningin
- hlynurh
- gudnyanna
- ludvik
- vogin
- lindagisla
- disadora
- danjensen
- annabjo
- motta
- steistei
- straitjacket
- hk
- svanurg
- artboy
- zeriaph
- prakkarinn
- toshiki
- leifurl
- eggmann
- baenamaer
- svavaralfred
- birgitta
- ipanama
- gudmundurhelgi
- birnamjoll
- alheimurinn
- martasmarta
- einveil
- mynd
- vga
- heidistrand
- vertu
- klarak
- bostoninga
- heidabjorg
- ransu
- aronsky
- gunnlaugurstefan
- manisvans
- tryggvigunnarhansen
- larahanna
- joklamus
- rattati
- scorpio
- helgadora
- mjollin
- topplistinn
- westurfari
- bookiceland
- heildraent-joga
- athena
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Síður
- Nobel Peace Lecture - M.Gorbachev
- Nobel Prize Acceptance Speech. Nelson Mandela
- The following are excerpts from Jimmy Carter's Nobel acceptance speech:
- Quotes - Dalai Lama on Compassion
- Quotes - Dalai Lama on Religion
- Dalai Lama Quotes - Happiness
- Prayer by Dalai Lama
- Nobel Prize Acceptance Speech - D.Lama
- Jesus & Christ
- Nobel Prize Acceptance Speech
- [ Fleiri fastar síður ]
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Elskan mín ... sendi þér batakveðjur frá Skaganum! Falleg bæn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:32
Yndisleg bæn. Takk Og batakveðja til þín...frá Skaganum (næstum því næsta hús við Gurrí...!!)
SigrúnSveitó, 24.3.2007 kl. 17:49
Orkulaus en svo full af orku! Gefur af þér án alls en með öllu!
www.zordis.com, 24.3.2007 kl. 17:59
Æ elsku Steina mín...hugsa vel og fallega til þín og vona að verkurinn hjaðni. Kærleiksrót er gott að naga við verkjumog breiða yfir sig með brosum. Hita sér svo te úr lækningaorku og hræra í með styrktarstöngli. Hlusta svo á tóninn þar til hann er kominn í jafnvægi.
Smjúts!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 18:58
Þessi fallega bæn þín minnir mig á orð ömmu minnar. Hún lést árið 1983 og hét Vilborg Magnúsdóttir. Hún sagði svo oft, "Ég vildi að ég hefði vængi til að verma og skýla öllum". Elsku Steina mín, ég held að þú vitir alveg hvað er að gerast varðandi breytingar á eiginleikum frumanna, hef sjálf verið óvinnufær vegna bakverkja, o.fl. Á einhver hátt safnaðist upp m.a. tilfinningaspenna í bakinu hjá þér, samt er allt eins og það á að vera og ekkert að óttast, nema óttan sjálfan. Sting upp á að þú andir meðvitað inn í sársaukann af og til í nokkrar mínútur í einu -- ef þér finnst það vera eitthvað sem höfðar til þín. Talaðu svo við frumurnar þínar, þakkaðu þeim og hrósaðu, gerðu þetta eins oft og þú mannst eftir því . --- with all my love and light ---vilb.
-- mundu svo að ekki er allt sem sýnist --
Að baki alls sem er, er kærlekurinn að verki! Allt er af kærleikanum
Vilborg Eggertsdóttir, 25.3.2007 kl. 03:06
kæru bloggvinir, takk fyrir frábæra umhyggju og góð ráð, sem ég auðvitað tek til mín !bakið er betra, fer sammt ekki að vinna á eplaplantekrunni í dag, en verð heima og les í bókinni um nelson mandela. kærleikur og ljós til ykkar allra.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.