Ég elska þessa setningu !
23.3.2007 | 15:17
"Og sýndu miskunn öllu því, sem andar."
Núna í fyrsta sinn í 10 ár erum við ekki með hænur. Blessuð sé minning þeirra.Gunni lógaði þeim öllum í fyrra vegna fuglainflúensunnar ! Það var ekki auðvelt verk. Við fengum klögur frá fólki vegna þess að hænurnar voru ekki lokaðar inni í hænsnahúsinu, það vildum við ekki því það er ekkert líf að okkar mati. Sérstaklega var erfitt fyrir okkur öll sömul þegar litla gráa dverghænan var dáin, hana höfðum við átt frá upphafi. Mikil varphæna og einnig frábær mamma fyrir ungana sína. Hún fékk oft unga tvisvar sinnum yfir sumartímann. Við þorðum ekki að fá okkur hænur aftur vegna látanna sem voru í fyrra í sambandi við þessa flensu.
En svona getur þetta verið. Þetta var allt blásið svoleiðis upp í fjölmiðlum hérna , þó svo að aðeins 90 manns hafið látist af völdum innflúensunar á 9 árum í öllum heiminum. Ef við líkjum þessu við hversu margir látist vegna reykinga, umferðarslysa og annara hluta, er þetta algjörlega út í hött. En þar sem fuglabú er orðin svona mikil peningamaskína þá fer allt í hrærigraut vegna þessa, því miklir peningar gætu verið í húfi fyrir þessa stórbændur ef flensan kæmist til þeirra..
Langar aðeins að skrifa um dýrin þar sem ég er að skrifa um hænurnar mínar. Ég er nú soddan rosa dýraelskari og hef alltaf verið. (dreymdi um að verða bóndi þegar ég var lítil) Það setur fullt af hugsunum í gang, þetta með fuglainnflúensuna og fyrir nokkrum árum var kúariða. Hvað er það sem veldur, er það vegna alls eiturs sem sett er á akrana, fóðrið þeirra, (beinamjöl af kúm) eða í því sem andað er inn. Það kemur ekki bara út af engu. Við erum völd að svo miklum hörmungum gagnvart blessuðum dýrunum.
Oft líka þeir sem eru með dýr sem gæludýr, hunda , ketti og fl. Sem halda að hundurinn og kötturinn hafi sömu þörf og manneskjan. Að reyna að gera dýrið að manneskju, sem er svo mikill miskilningur. Ég hef sjálf gert þetta með mín dýr, sérstaklega með hana Iðunni mína, (sem er orðin 11 ára) hún var algjörlega ótemjandi, þar til einn daginn að ég gerði nér grein fyrir því að hún var hundur, og ég gerði henni mikinn óleik með að umgangast hana og gera kröfur til hennar eins og hún væri manneskja. Eftir það hefur hún fengið leyfi til að vera hundur, og við reynum að umgangast hana sem hund, og hún er alveg frábær sem hundur, en ferleg sem manneskja. Við erum líka með Lappa, sem er tveggja ára. Hann höfum við alltaf umgengist sem hund, og hann er algjör hundur.
Við vitum öll um fólk sem á dýr, sem þau vanrækja og jafnvel fara mjög illa með. Ég veit ekki hvort þeir sem eru í því að reyna að breyta dýrunum sínum í manneskjur eru eitthvað skárri. Það er ofbeldi í því að gefa þeim ekki leyfi til að vera það sem þau eru.
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa dýr, og alltof margir fá sér dýr án þess að hugsa um að þegar maður er orðin þreyttur á þeim, getur maður ekki bara hent þeim, þetta er binding, líka tilfinningalega að fá sér gæludýr. Veit það vel, er með tvo hunda, þrjá ketti, tvo páfagauka,var með margar kanínur, og var með 15 hænur!
Ég hef alla tíð átt mjög erfitt með líkamlega misþyrmingu á dýrum. Ég heyrði í fyrra að í Kína er stórt lokað svæði þar sem framleiddur er pels í föt, sem er mjög mikil eftirsókn í. Þetta er pels frá einhversskonar villihundum. Framleiðslan er mikil, og þar af leiðandi er margir hundar drepnir daglega, og það verður að gerast hratt. Það gerist það hratt, að hundarnir fá enga deyfingu, heldur er pelsinum bara svift af dýrinu, og svo er hundinum án pels kastað í hrúgu af öðrum hundum, sem liggja og kveljast til dauða. Þetta er ekkert einsdæmi um hvernig við manneskjan förum með dýrin hérna á jörðinni, sem við hljótum að bera ábyrgð á. Þar sem það á að heita að við séum komin lengst í þróuninni af þeim dýrum sem eru á jörðinni. Þessi saga um villihundana, er því miður sönn. Ein sem ég þekki er dýralæknir, og hún hafði fengið videoupptöku senda , þar sem allt þetta var sýnt. Þetta gerist því miður ekki bara þarna !
Virðingin fyrir þessum blessuðum dýrum er engin, við viljum fá og fá, hvað sem það kostar, og helst ódýrt. Ég get alveg séð og skilið að við notum bæði kjöt, og pels af dýrum, en það er hvernig þessir hlutir eru gerðir, með svo miklu virðingarleysi. Dýrin eru ekki reiknuð fyrir neitt. Sagt er að þau hafi ekki tilfinningar, hver segir það, og ef það eru vísindamenn, hvernig vita þeir það, er hægt að mæla tilfininngar ?
Ég get séð það á mínum dýrum að þau hafa tilfinningar. Kannski á öðru plani en við, en tilfinningar hafa þau. Meira að segja kanínur og hænur. Hundar og kisur , hafa mikinn tilfinningaskala. Kannski er þetta sagt til að þurfa ekki að horfast í augu við það sem maður gerir þessum dýrum sem eru á t.d. tilraunasstofum, í sláturhúsunum, mörgum dýragörðum og fl. fl.
Darwin kom með þróunarkenningunna, sem fyrir mér er sönn að nokkru leiti, fyrir mér vantar þar, að við sem sálir, þróumst frá dýri til manneskju. Sálin fæðist í kropp sem hún notar í ákveðið tímabil, til að safna reynslu og fullt fullt fl, sem er efni í aðra grein!!!
Í Búddiskri trú, segja þeir að við fæðumst aftur og aftur, en við getum skipst á að vera manneskja og dýr Í kristinni trú er ekki endurholgun. Jesús reis upp frá dauðum,( var reyndar að kaupa mér bók um hvaða skoðun kirkjan hefur líf eftir dauðann . Kirke og reinkarnation). Þó svo að fólk túlki þetta hver á sinn hátt. Þá er einhver sannleikur í þessu öllu finnst mér eins og í þeim trúarbrögðum sem ég hef lesið um. Og ef við gerum ráð fyrir að við blöndum þessu saman, og dýrin verða að manneskjum, þá hvílir mikil ábyrgð á okkur. Þetta eru verðandi manneskjur, sem við berum ábyrgð á, eins og þeir sem eru þróaðri en við bera ábyrgð á okkur (Guð, englar, og æðri verur).
Við ættum í raun að umgangast dýrirn að sömu virðingu og við viljum að aðrir umgangast okkur.
Við ættum að umgangast þau sem dýr, en með kærleika og virðingu fyrir dýrinu, því að í því trúi ég að mesta virðingin sé fólgin. Núna þegar svo mörg dýr pínast og þjást af manna völdum, ættum við að hugsa um hvað við getum gert til að hjálpa. Það er hægt að hjálpa án þess að vera á staðnum, það er hægt að hjálpa með hugarkraftinum.(Ef þið viljið vita meira hvað ég er að tala um þá sendið mér mail).
Sem dæmi um að dýr eru dýr, og manneskjur eru manneskjur. Þá lét ég gelda hann Lappa minn, og kisurnar mínar þrjár!. Þetta geri ég því að hann þjáist af þörf sem hann getur aldrei uppfyllt. Að vera með tíkum. Svo ég tók ákvörðun um að svona yrði þetta að vera.
ÉG myndi aldre taka þessa ákvörðun fyrir son minn, sem hefur ekki ennþá eignast börn :O)
En ég vel þetta fyrir Lappa, því ég vil að hann geti haft það gott, í því umhverfi sem hann lifir í. Og hann veit ekki að það er hægt að fá svona aðgerð, en ég veit það. Og þar sem ég er passa hann í þessu lífi hans, er það á mína ábyrgð að hann geti fengið gott og harmoniskt líf !!!
En nóg í bili, ætla núna að taka til og svo að glugga í nýju bókina mína sem ég keypti í dag ! Vejen til frihed eftir Nelson Mandela.. Hlakka til að lesa og fara smá inn í hans hugarheim !
Ljós og kærleikur til ykkar allra!
Athugasemdir
Það verður skrítið að koma í heimsókn og sjá engar hænur. Var að fá frá þér tölvupóstinn... held að það hafi verið aðeins of seint
Veit samt ekki. Við plönum að vera frá 09-23 júní eða þar um bil... Ekki svo nojið.
Ylfa frænka (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 16:36
Ólafur fannberg, 23.3.2007 kl. 17:43
"Og sýndu miskunn öllu því, sem andar." Auðvitað - WE ARE ALL ONE - það er ekkert sem er ekki af sama ljósi! Finnum það í hjartastöðinni , takk fyrir þetta ljósið mitt.kv. vilb.
Vilborg Eggertsdóttir, 23.3.2007 kl. 20:19
Jeg synes det er smukt hvad du skriver
YOU KNOW WHO
Iggis (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:39
þetta er eiginlega flottasti pistill allra tíma á moggablogginu!
ég hugsaði mikið til fólksins erlendis sem þurfti að lóga dýrunum sínum útaf þessari flensu og ég var hreinlega bara miður mín. En svona er þetta - ég bið að heilsa hinum dýrunum, og Kassí mín líka
halkatla, 27.3.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.