Óttinn, hræðslan, óöryggið !
21.3.2007 | 15:53
Stundum lendir maður í áföllum í lífinu sem eru bæði minni og stærri en annara áföll.
En í augnablikinu er þetta stórt áfall, sem maður finnur að læðist inn í tilfinningarnar og gerir það að verkum að maður getur jafnvel fundið fyrir ótta yfir því sem:
gæti gerst,
er að gerast,
eða gerist ekki !
Þessi tilfinning, óttinn, hræðslan, óöryggið!
Að finna hversu smár maður er,og hversu háður maður er hinum !
Ég meina að þetta sé það besta sem lífið getur boðið manni, það er þarna sem maður vex, verður skilningsríkari, og á stundum fordómalaus, því maður hefur sjálfur verið á svo mörgum stöðum og þekkir mannlegt eðli,
ekki frá sjónvarpsþáttum, tímaritum, eða sögusögnum, en út frá eigin dýptum, reynslu sem gefur manni meiri skilning á mannlegt eðli, sem gefur skilning á lífinu og þeim átökum sem það býður upp á, og á óttanum sem hinn ber !
Ég hef oft sagt, sumir spila á píanó í gegnum lífið.
Á árum áður vildi ég líka vera þar.
Enn núna tek ég gjarnan á móti því sem kemur og er svolítið spennt að finna hvernig ég bregst við ólíkum áföllum. Ég skoða viðbrögð mín, og finn fyrir þakklæti þegar ég sé að ég hef náð lengra frá því óttinn síðast kom inn !
Spurningin er.
Hver er það sem skoðar viðbrögðin ?
Hver er það sem skoðar tilfinningarnar ?
Hvað er óttinn ?
Hvað er hræðslan ?
Ég fann þetta allt í dag og ég skoðaði það, og fann að ég gat horft niður til þessara tilfinningar skoðað þær og látið þær hverfa.
Hver er það sem skoðar ?
Ljós frá mér !
Athugasemdir
Ég hef ákveðið að sameinast ljósi þínu
Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 15:58
frábært !
knús steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:08
Ég segi alltaf að við séum hérna tvær. Ég og "Hin ég".
Ég geri alls konar mistök og verð stundum hrædd eða óttaslegin, gleymi góðu áformunum og er..já bara mikið mannleg. Svo kemur Hin ég...Hún er einhvernvegin guðdómleg og veit allt og sér allt frá allt öðrum stað. Frá ljósinu. Og þegar ég þarf þá getum við sameinast og hú hjálpar mér að sjá með sínum augum. Frá hennar sjónarhorni er allt alltf gott og alltf rétt. Því oftar sem ég get sameinast henni því sterkari, hughraustari og auðmjúkari verð ég. Hin ég er kannski æðra sjálfið mitt...Guðsneisitnn eða almættið. Skiptir ekki öllu máli hvað við kjósum að kalla þaa. Eins sem skiptir máli er að það er þarna. Og maður getur sameinast því á stundum.
Ljós og knús til þín mín kæra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 18:26
Eg á svo margar ég ... allar sem vilja komast að en ég þessi eina sanna hógværa vera sem nýtur ljóss og friðar lendi oft í því að berjast um sætið! Lífið mitt snýst um þá vellíðan sem er í boði hverju sinni. Allt er gott í augum lærimeistarans, þjáning, sorg eða gleði. Tilfinningasystur sem skiptast á að líta við! Mér finst gleðin skemmtilegust og reyni að hafa hana sem mest hjá mér!
www.zordis.com, 21.3.2007 kl. 21:10
Ég á ekkert einfalt svar við þessum spurningum.Veit þó að við lærum og öðlumst skilning á öllu sem við reynum.
Solla Guðjóns, 22.3.2007 kl. 04:01
þetta eru alveg frávær svöe sem hafa komið. ættum kannski að skrifa bók ! ljós til ykkar allra á fallegri morgunstund steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 05:08
Steina þú ert svo falleg kona!
Ylfa (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:37
takk ylfa frænka mín !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.