Trúir þú á engla ?
20.3.2007 | 11:24
Já ég trúi á engla !
Við ölumst upp með fallega sálma um engla.
Við lærum í bænunum okkar um engla.
Við heyrum í dægurlagatekstum um engla,
Við köllum hvert annað engla.
Við segjum .Við börnin okkar að þau séu englar.
Í biblíunni er talað um engla. En trúum við á engla?
Já ég trúi á engla.
Ég trúi á Maríu mey, sem stórann engil, sem hjálpar öllum börnum að komast í heiminn.
Við þurfum bara að fá hana inn í hjartað í daglega lífinu. Ég trúi að María Mey hjálpi öllum sem eiga um sárt að binda. Manneskjum, dýrum, plöntum.....
Við þurfum bara að vita það í hjartanu okkar.
Ég trúi að María Mey, sé engill fyrir Móður Jörð, haldi við öllu lífi á jörðinni.
Engill fyrir allar konur, og börn.
Ég trúi að ef við meðvituð biðjum um hjálp, þá fáum við hjálp. Hjálpina skiljum við betur, ef við erum meðvituð, þá getum við lært að vinna, með englum. Leita ráða hjá englum, sem hjálpar okkur þegar við þurfum á að halda.
Væri það ekki frábært ef englaríkið og manneskjuríkið ynnu saman? Ef við myndum opna okkar innra auga og sjá inn í þeirra heim. Ég er viss um að englar eru það þróaðir að þeir sjá inn í okkar heim. Sjá hversu erfitt við oft höfum það. En þar sem við hvorki heyrum sé sjáum englana, getum við ekki mótekið þá hjálp að fullu, sem þeir efalaust vilja gefa okkur.
Ef við í öllu okkar lífi gætum séð verndarengilinn okkar, skilið þau skilaboð sem hann vill koma til okkar, þá held ég að það eina sem við þurfum að gera er að tjúna inn, og hlusta.........
Hver veit hvað við fáum að vita.
Þá er heimurinn fleiri víddir, en þrjár. Þá er hann fjórar víddir.
Ég sé fyrir mér í framtíðinni, og vona, að við manneskjur, englar og öll þau ríki sem eru til í alheiminum, vinnum saman, og hjálpum, þar sem þarf að hjálpa.
Og það þarf mikið að hjálpa til á okkar blessaðri jörð.
Ljós frá mér sem er í vinnunni !
Steina
Athugasemdir
Já það eru sko til englar og ég trúi á þá alla leið. Þeir birtast í ýmsum myndum og eru alltaf og stöðugt tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd og kærleika.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 17:06
innlitsenglaknús
Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 17:14
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2007 kl. 19:47
innlitskvitt
Gunna-Polly, 20.3.2007 kl. 21:38
Falleg mynd af litla englinum þínum. Ég kalla börnin mín ávallt engla og sé engla allt um kring. Lífið er lýsandi góðverk og það er okkar að gera sem mest úr því! Lífið er það ljós sem geislar frá okkur
www.zordis.com, 20.3.2007 kl. 23:17
Sitji guðs englar allt um kring sængini yfir þinni,endir á bæn sem amma mín kenndi mér sem barni og já ég trúi á engla.
Solla Guðjóns, 21.3.2007 kl. 02:03
ég veit að þessi dagur verði einn af erfiðustu dögum fyrir sálina mína,en þegar ég opna tölvuna mína og les hérna hversu margir trúa á engla og á það góða, verð ég glöð og trúi að allt fari á þann besta veg fyrir okkur, i henhold til gudommelig lov og orden.
Ljós til ykkar
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 05:13
já ég trúi sko á engla í ýmsum myndum .
Margrét M, 21.3.2007 kl. 13:45
Hey baby! Gleymdirðu því þegar þú ákvaðst að koma inn í jarðlífið að þú ert sjálf ENGILL -- we all are -- my love! ALL!
Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 17:29
Að sjálfsögðu trúi ég á engla...það þarf varla að spyrja
Júlíus Garðar Júlíusson, 22.3.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.