Fyrir rúmu ári síðan fór vinkona mín og ég í alveg einstaka ferð út í sveit, Bóndabæ, sem heitir Thorshøjgård.
Ákvað að á laugardegi þegar vorið er í loftinu að gaman væri að skrifa um þessa ferð, líka til að framkalla í höfðinu á mér þessa yndislegu minningar.
Þetta er bóndabær sem vinnur eftir hugmyndinni biodynamiske, eða þar að segja allt er unnið út frá lögmálum nátturunnar, sáð eftir því hvernig tunglin eru, ekki eitrað, og sem lítið dæmi sagði hann okkur Niels bóndi að á mörgum stöðum vantaði kalk í jörðinna, þannig að bændur kalkbæta jörðina, en hann sagði að ánamaðkar framleiddu kalk, þar að segja þegar þeir kúka framleiða þeir kalk.
Einnig kom hann með fullt af öðrum frábærum sögum hverning náttúran vinnur saman, og ef við förum að reyna að breyta með allavega kemiskum efnum eyðileggjum við jafnvægið í náttúrunni.
En ástæða þess að ég og Bettina fórum í þessa ferð var að við höfðum heyrt að þessi einstaki bóndi, ynni með divum og englum. Hann ynni einnig með divunum í dýrunum sínum. Þetta er eitthvað fyrir okkur, því ég vil virkilega finna út úr þessum málum. Hvernig getum við unnið í samvinnu með þeim, bæði í sambandi við dýr og dýravernd og einnig í daglega lífinu. Getum við gert lífið léttara og fallegra með því að meðvitað vinna með dívum/englum. Einnig í sambandi við þá hræðilega hluti sem gerast um allan heim, er hægt að fá engla og divur til að hjálpa þeim sem eiga erfitt og þurfa á öllum þeim stuðningi að halda. Þetta finnst mér mikið þess virði að finna út úr . Í stuttu máli.
Að gera líf manna, dýra og plantna betra og fallegra.
Ég hef ákveðið að gera eitthvað, í staðinn fyrir að súrmúla (kvarta) eins og daninn segir. Því ég trúi því að það sé hægt að breyta hlutunum til betri vegar. En komum okkur að efninu, bóndinn Niels, hann var einstakur við dýrirn sín. Hann var með kýr, svín, hunda og fl. mest voru það kýrnar sem hann talaði við okkur um. Svíninn gengu laus um allt þarna, veltu sér í drullu og nutu mikillar unhyggju. Hann talaði við þau að miklu ástríki. Við fylgdumst með honum og hjálpuðum til að fóðra kýrnar. Og hann var einnig í gangi með að mjólka, hann mjólkaði næstum á gamla mátann. Það sem var svo fallegt að heyra hann segja, hvort kýrnin vildi gera honum mjólk, hann þakkaði mikið fyrir mjólkina, á meðan hann mjólkaði, klappaði þeim og strauk, og sagði hversu duglegar þær væru.
Ein kúin hafði misst kálf daginn áður. Hún baulaði mikið, hann stóð mikið hjá henni og reyndi að hughreista hana. Á meðan hann mjólkaði kúna, strauk hann henni á ákveðnum púnkti á hryggnum, sem hann sagði að væri róandi fyrir hana, og það var greinilegt að sjá. Hún slappaði gjörsamlega af. Mjólkinn streymdi frá blessaðri kúnni og á meðan stóð Niels bóndi og strauk henni á púnktinum á bakinu, og sagði falleg, falleg orð við hana, t.d. að hann myndi reyna að hjálpa henni og vera hjá henni, hann vildi reyna að hjálpa henni í sorginni. Ég varð að fara í burtu því ég hreinlega fór að væla. Hann sagði okkur að þegar kálfurinn dó, þá reyndi hann að fá kúna til að sjá kálfinn, og skilja að hann væri dáinn, en kýrin sá ekki kálfinn sem lá við fæturnar á henni en hélt áfram að kalla á barnið sitt. Svo sagði Niels þessa fallegu setningu.
Ég reyndi að gera eins og maður gerir við manneskjur, að láta hana skilja að kálfurinn væri farinn, en hún sá ekki kálfinn, fordi den ikke var besjælet
sem þýðir eitthvað á þeissa leið, hljómar bara ekki eins fallega, sálin hafði yfirgefið líkamann. Það var svo mikil virðing og ást frá þessum gamla bónda til dýranna sinna. Kálfarnir fengu að ganga lausir um allt fjósið og fyrir utan fjósið, þeir lágu hingað og þangað og gátu verið hjá mæðrum sínum. Þeir eru fyrst fjarlægðir þegar þeir eru fjögurra mánuða því þá verða þeir kynþroska og þá fer allt í bál og brand.
Okkur var boðið inn að borða hádegismat. Þetta var risastórt hús, en ekki upphitað, og allt í niðurníslu. Það var heimagerður ostur sem bragðaðist dásamlega og biodynamiskt brauð og fl. Þegar við vorum sest við borðið tókumst við öll í hendur og sungin var lítil borðbæn, þar sem þakkað var jörðinni, og sólinni og almættinu, fyrir matinn góða. MJÖG FALLEGT.
Solen har os skænket livet
Kære sol
Kære jord
Takken i vores hjerte bor
Velsignet være maden
Velbekommen
Niels bóndi hefur aldrei á æfinni borðað kjöt, faðir hans var grænmetisæta, þannig að þar var ekki borðaða kjöt. En hann selur kjöt af dýrunum sínum. Við spurðum hann hvernig hann færi að þessu. Hann sagði að fyrir dýrunum væru mennirnir englar sem pössuðu upp á þau. Þar að leiðandi gæti hann ekki sjálfur slátrað dýrunum, en fengi annan til að gera það.Hann sagði að þegar kýr eða spendýr deyr, þá kemur dýrasálinn fyrir allar kýr í heiminum og fer inn í kúna á dánarstundinni og nær í þá reynslu sem er í kúnni til að taka með upp í sálina. Á því augnabliki hefur kúin skilning eins og manneskja. Á því augnabliki þakkar Niels kúnni fyrir það sem hann hefur fengið, kjöt og fl.
Hann þakkar kúnni fyrir að hafa fórnað sér fyrir hann.
Eitt smá með til umhugsunar. Ég fer ansi oft í skógartúra hérna í Danmörku, og ég elska þegar skógarbotninn verður fullur af Animonum, það eru vorblóm hérna í DK.. Ég hef ekki séð þau blóm neins staðar hérna undanfarið, enda vorið komið seint. Þarna við húsið hjá Niels bónda er lítill skógur sem ég og Bettina gengum í, og viti menn skógarbotninn var þakinn þessum vorblómum ! !
Er það ekki frábært að það séu til svona manneskjur, sem setja það sem þau lifa á hærra en þau sjálf, með virðingu og ást.
Ljós frá Lejre
Flokkur: Bloggar | 17.3.2007 | 07:42 (breytt 4.7.2007 kl. 06:06) | Facebook
Athugasemdir
Frábært hjá þessum manni og ætti að vera svona víðar. Flestir ísl.bændur hafa í gegnum tíðina hugsað álíka vel um dýrin sín held ég en færibandaframleiðslan á kjöti víða um heim er hræðileg og við kaupum það...
SM, 17.3.2007 kl. 08:59
Já..er þetta ekki Steinersfræði? Í skólanum þar sem ég lærði skúlptúr í fjögur ár er nám sem er einmitt Biodinamisk fræði. Ég fór stundum á bóndabæinn og þar var einmitt allt eins og þú ýsir..þegar ég fór í garðinn þar sem grænmetið var ræktað og var að læra smá þar..kom í ljós að að eru ákveðin efni í hornum kúnna og nautanna..hornin eru auðvitað kosmískir skynjarar þeirra og eru því aldrei söguð af meðan þau eru á lífi..en innan í hornunum er skafið duft sem hrært er út í vatnið sem jarðvegurinn er vökvaður með til að fá astralið í jörðina og ná þannig fram jafnvægi. Flestir sem unnu á bóndabænum voru mongólítar eða þroskaeheftir þar sem bóndinn segir að þau hafi svo hreina og fallega sál og geti svo auðveldlega tengst dýrunum. Hænuranr sprönguðu bara frjálsar um öll túnin og svínin líka. Bara unun að sjá hvernig þetta var allt gert.
Takk fyrir að skrifa um þetta Steina mín.
Það er nefninlega hægt að gera hlutina allt örðuvísi en þeir eru oftast gerðir...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 10:33
Jú kæra kristín, ég held að þetta sé steinar fræði, blandað með ecoterisk fræði. ég er sjálf ekki svo mikið inn í steinarfræðunum en hún vinkona mín sem var með er alvitur um þessi fræði. ég er aftur á móti svolítið mikið inni í ecoterisku fræðunum !
Sylvia ég man einmitt eftir svona bændum frá íslandi sem voru meira í rytma með dýrunum sínum, og þar af leiðandi nálguðust þeir dýranna þarfir. en núna er þetta oftast orðið eins og verksmiðjur og dýrin eru tækin. við höfum sem betur fer alltaf val um hvort við viljum styðja þetta, eða styðja þá sem fara vel með dýrin ! það er bara að velja!
takk fyrir innlegg í greinina, það er svo gott að fá viðbrögð.
Ljós frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 11:14
Ég fór að kjökra þegar ég las þessa grein þína, ólst upp í sveit og gat aldrei verið nálæg þegar dýrum var slátrað, fylltist sorg og reiði enda aldrei getað skilið hvernig einhver getur annað en elskað þessa náttúru alla. Þessi orð þín eru eins og töluð út úr mínu hjarta, takk fyrir að Vera!
Vilborg Eggertsdóttir, 17.3.2007 kl. 13:58
Falleg lesning á fallegum laugardegi Elsku frænka!
ylfa (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:20
Skemmtileg og fræðandi lesning.
Takk fyrir.
Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:01
Ég grét þegar kisan mín dó og var mjög sorgmædd, það skildi það engin fullorðinn í nálægð við mig. Ég var álitin aumingjans konan! Dýrin eru stórkostleg og þau gæla ekki síður við okkur en við, við þau!
www.zordis.com, 17.3.2007 kl. 21:59
Það væri óskandi að allir færu inn á þessa braut í sambandi við ræktun hvort sem er á dýrum eða plöntum.Ekkert erfðabreytt/ GM, það er málið.Er sjálf alin upp í sveit með , kúm, hestum, kindum , hænum, hundum og köttum...Ég spjallaði alltaf við dýrin..þegar ég var á hestbaki og við vorum bara tvö ..ég og hrossið þá "spjölluðum " við saman.Dýrin finna líka alveg um leið í hvernig skapi maður er í og þau verða eins og við .Í sambandi við blessaðar kýrnar..þá virkaði sko mikið betur að tala við þær en að lemja eins og því miður margir gerðu og gera.Ég hef orðið vitni að því að kýr gráta, ég horfði á tárin vella út úr augunum á henni blessaðri og hrynja niður kinnarnar á henni.Ástæðan var sú að ég ýtti henn frá mér, en var alltaf vön að klappa henni á meðan ég mjólkaði hana en hafði ekki tíma þarna.Ég gleymi þessu aldrei.Ég hef grátið meira yfir hundi sem dó þegar hann lenti fyrir bíl heldur en nákomnum ættingja..hann fylgir mér víst í dag, sagði mér enskur miðill..Kanski ég sé bara með heilan dýragarð með mérKveðja Agný.
Agný, 18.3.2007 kl. 04:10
yndisleg lesning, ég er með tárin í augunum af gleði. Þetta með kúna minnir mig á Ísland í gamla daga, þegar vinnukonurnar eyddu stórum hluta dagsins með kúnum og söngu fyrir þær og svona. Það er næstum engin virðing fyrir náttúrunni eftir, en það þarf bara að kenna fólki þetta aftur. Niels gamli ætti að halda námskeið um þetta.... en það er reyndar ekki víst að margir vilji trúa. En ég bið þess að svona búskapur muni eflast og verða aðal. Oh þetta var æðisleg. Takk
p.s ég tala við öll dýr sem ég hitti og hef gert alla tíð - nema sum skordýr
halkatla, 18.3.2007 kl. 11:12
Frábær saga
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:12