Ennþá einn fallegur dagur rennur upp ! Í gærkvöldi fór ég til Kaupmannahafnar og hitti þá sem ég hugleiði með einu sinni í viku. Þetta var góð hugleiðsla eins og alltaf. Var svolítið fegin í morgun að ég gæti sofið lengur, en það síðasta sem ég og Sól dóttir mín töluðum um áður en ég fór í gær var að hún væri slöpp og ætlaði að vera heima á morgun, þar að segja í dag . Ég svaf því til kl næstum átta. En viti menn litla daman vildi fara í skólann því bangsinn hennar Cicilia átti afmæli. Þar sem ég veit að það er mjög mikilvægt með bangsa afmæli þá setti ég allt í gang, nesti og allt sem til þarf. Núna er Sólin að fara af stað að skína á hina bekkjarfélagana og halda upp á afmælið hennar Karoline bangsa.
Þegar ég settist svo við eldhúsborðið búinn að smyrja nesti fyrir ungan og með hurðina opna út í morgunsólina,heyrði fuglana syngja, þá sá ég opið blað sem lá fyrir framan þar sem Gunni (maðurinn minn) veit að ég sest niður. Ég kíki á blaðið og sé að þetta er nýja íslenska fréttablaði, Nyhedsavisen. Ég kíki aðeins nánar á blaðið og sé sæta mynd af grís. Ég sem er algjör dýraverndunar sinni, byrja að lesa greinina. Það var eins og sólin drægi sig í hlé og hugur minn varð myrkur. Greininn fjallaði um gyltur.
Umræðan var um þá bændur sem aflífa gylturnar í grísahúsunum, í staðinn fyrir að fara með þau í sláturhús. Ef þeir koma með grís til slátrunar og grísinn hefur legusár fær bóndinn sekt upp á 10.000 dk . en að fá dýralæknir til að aflífa kostar bara 500 kr.
7 milljón grísa deyr áður en þau komast á slátrunar aldurinn vegna ýmiskonar kvilla sem rekja má til hversu illa þau eru pössuð, oft er það hungur, þau fá ekki nóg að borða, en út frá því koma svo aðrir kvillar sem valda dauða..Það er náttúrulega alveg hræðilegt.
Að lesa þetta í morgunsárið gerði mig hrygga.
Fyrir ca ári síðan skrifaði ég einmitt fréttabréf um meðferð á grísum, og á þeim tíma sem ég safnaði efni varð mér meira og meira óglatt yfir því sem gerist í felum sem fólk ekki veit um. Eitt af því sem ég sá var meðal annars að á síðasta ári mátti dýralæknir 1800 sinnum gefa bændum aðvörun vegna slæmrar meðferðar á dýrum. Hvað eru eiginlega margir svínabændur í Danmörku,129 tilfelli voru kærð til lögreglu, þá er þetta orðið mjög slæmt!
Í Danmörku eru ca 25 miljón svín !! Þetta er Svínalandið Danmörk ! Það eru bara 100.000 svín sem lifa lífrænt og úti í náttúrunni við góðar aðstæður í Danmörku. Það koma fleiri og fleiri svínabændur, sem vilja meiri og meiri pening. Þróuninn er alveg hræðileg.
eitt er allir þessir grísir, sem flestir lifa ömurlegu lífi, annað er þegar þeim er slátrað ! Oft er keyrt með grísina langa vegu, til Þýskalands eða Póllands, því það er ódýrara.Það er keyrt með ca 2,9 milljón smágrísi á ári frá Danmörku til slátrunar í öðrum löndum.á suður Jótlandi tékkaði lögreglan á einum degi 11 bíla sem voru fullir af smágrísum, af þessum ellefu höfðu sex vandræði með vatnsleiðslur til að gefa grísunum vatn á leiðinni. þetta var um sumar, þar sem hitinn getur farið yfir 30 stig, getur maður ímyndað sér hvernig grísirnir hafa það. Það hefur verið mikil umræða um þetta hérna, vegna þess að það er keyrt í einum rykk, til að spara tíma. Oft standa þessi grey eins og síld í tunnu hvert ofan á öðru í allt upp í 20 til 30 klukkutíma áður en þau koma i sláturhús, þar sem þau eru rekinn áfram með rafmagnsstöfum, sem gerir þau vitstola af stressi og hræðslu.
Ég get skilið að í löndum þar sem fátækt er yfirþyrmandi og fólk berst dag frá degi að halda í sér lífinu að það sé ekki verið að hugsa um dýr sem bræður okkar og systur hérna á jörðinni, en við sem eru svo heppinn að búa í þjófélögum með allsnægtir ættum að setjast aðeins niður og hugsa ! Eitt er að við borðum þau, reynum þó fyrir það fyrsta að sjá til þess að á meðan þau lifa að þau fái sómasamlegt líf, og að þegar þeim er slátrað þá gerum við það eins mannúðlega og mögulegt!
Þeir grísir sem lifa lífrænu lífi, fá miklu mannúðlegri meðferð. Þeim er slátrað á nærliggjandi sláturhúsi, og þau eru ekki rekinn áfram með rafmagnsstaf til slátrunar! það mikilvægasta er að á meðan þau lifa að þau fái gott og sæmandi líf ! Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir nýfædd dýr að vera hjá móðurinni eins lengi og mögulegt, hjá móðurinni fá þau móðurmjólkina sem styrkir þau meðal annars fyrir sjúkdómum,þau fá hlýju, einnig læra þau hvernig á að haga sér og vera. Hvolpar og kettlingar eru ekki teknir frá fyrr en 8 vikna gamlir. Hjá grísum eru ungarnir bara 3 vikna þegar þeir eru fjarlægðir frá móður sinni, þetta er gert þó svo að vitað sé að þetta kemur til með að valda vandamálum seinna, t.d. að naga halana og eyrun hvert á öðru.EEEN grísamamma þarf að komast eins fljótt og hægt er "í gang"og þess vega er ekki hægt að bíða lengur það gefur pening ! Oft er halinn klipptur af litlu grísunum innan við 2 til 4 daga án deyfingar og þeir eru oft geldir á deyfingar ! ! ! Það þarf ekki sérfræðing til að vita að þetta hlýtur að vera hræðilega vont ! við höfum það svo gott hérna í Evrópu að við ættum að geta valið þegar við förum út að versla mat, við ættum að skoða aðeins samvisku okkar og velja það dýr sem við vitum að hefur þó haft gott líf. Og ekki væri úr vegi að þakka dýrinu fyrir að hafa fórnað sér fyrir okkur áður en við borðum það ! Því það hefur dýrið gert !
Vissir þú að í Danmörku eru enginn lög sem banna það að þú hafir kynferðislegt athæfi með dýrunum þínum?
Vissir þú að það er vandamál hjá grísabændum vegna fólks sem fer inn til grísanna á nóttinni til að hafa kynferðislegt samneiti með þeim ?
Vissir þú að svín eru notuð sem skotamark þegar læknar í hernum æfa sig ?
Vissir þú að svínið er eitt af mest gáfuðu dýrum á jörðinni, mikið gáfaðri en hundurinn sem er besti vinur mannsins
Vissir þú að George Clooney hafði hængebugsvin sem hét Max, í 20 ár og elskaði hann dýrið sitt ú af lífinu.og Max svaf oft uppi í rúmi hjá eiganda sínum !
Það er svo margt sem við vitum ekki.......
Jæja núna þarf ég að fara að skrifa fréttabréf um hesta sem þarf að sendast út fyrir helgi. Ef þið vitið eitthvað um hesta og velferð þeirra á íslandi endilega látið mig vita.
Ljós til ykkar héðan
Steina
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | 14.3.2007 | 11:47 (breytt 4.7.2007 kl. 06:07) | Facebook
Athugasemdir
Hæ Steina takk fyrir að velja mig sem bloggvin kíki betur á síðuna þína fljótlega.Kvepja Solla Guðjóns.
Solla Guðjóns, 14.3.2007 kl. 12:22
Æ stundum langar mann bara að loka augum og eyrum fyrir fávisku og illsku sumra manna. Það er bara svo hræðilega vont að vita og geta ekkert gert. Aumingja grísirnir. Ég fer stundum með krakkana í göngu í kringum einn bóndabæ hérna þar sem allt er rekið og unnið samkvæmt Steiner. Meðferðin á dýrunum er alveg yndisleg..svínin um öll tún og hænurnar hlaupandi glaðar um líka og hafa bestu aðstöðu til alls. Þar er hlutir settir í samhengi og allt líf virt. Sem betur fer er til fókk sem veit og skilur og fer eftir því sem er gott fyrir allt líf. Meira að segja jarðvegurinn fær hvíld á 7 ára fresti til að endurnæra sig. Meira ljós..meira ljós..meira ljós..segi ég nú bara.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 15:10
ég dáist að þér fyrir að geta skrifað um svona horror
þegar ég fór í heimsókn á sveitabæ 9 ára og sá nýfædd svín í návígi þá varð ég ástfangin af þeim og hef verið alla tíð síðan. Öll dýr eru svo falleg, ég skil ekki hvernig er hægt að kvelja þau.
halkatla, 14.3.2007 kl. 15:55
Mér finnst líka hræðilegt hvernig farið er með dýrin, en með því að segja frá hvernig hlutirnir eru í þeirra lífi , fæ ég fólk til að hugsa um þau, þó ekki sé nema í augnablik, þetta augnablik fyrir mér er mjög mikilvægt, því hugsun fylgir orka, og að senda dýriunum orku af og til, meina ég að sé að hjálpa þeim bara pínu lítið, en þegar það eru margir sem senda og oft, gæti það hjálpað meina og meira en við gerum okkur grein fyrir. Þetta er eitt af mínum lífsverkefnum að minna á dýrin og biðja fólk að hugsa um þau augnablik! þau þurfa svo mikið á því að halda
ljós frá lejre til alls sem lifir
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 16:23
Æi kæra frænka mín. Þú ert svo mikill mann og dýravinur. En veistu hvað? Þú færð aldrei betra kjöt en þú hefur unnið fyrir með meðferðinni á dýrinu sem slátrað er. Þess vegna er ég fylgjandi heimaslátrun í góðu andrúmslofti og rólegheitum þar sem t.d kindur eru bara í sínu venjulega umhverfi. Það er allt annað kjöt en það sem þú færð í búð þar sem búið er að aka langan veg með sláturdýrin, hrúga þeim svo inn í ærandi hávaða og blóðlykt í sláturhúsinu og stúta þeim svo í færibandavinnu. Þú færð kjöt sem er stíft af streituhormónum og bragðvont.
Ljós til baka elsku frænka, ég ætla að fara og knúsa Urtuna mína.
Ylfa (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 19:31
Svín eru yndisleg. Dóttir mín fékk lánaðan lítinn grís sem hún gekk um með í bandi í heilan dag. Ég bjó á svínabúi og heyrði margar sögur sem mér þótti miður! Gaman að hugsa um eitthvað sem virkilega skiptir máli!
www.zordis.com, 14.3.2007 kl. 21:33
Hef aldrei skilið hvernig fólk getur farið illa með varnarlaus dýr. Að láta lóga dýrinu sínu þegar það fer í ferðalag er skelfilegt, til hvers að vera með gæludýr ef engin er væntumþykjan?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:52
Steinunn Helga, ég þakka þér bara fyrir þetta blogg, innilega sko. Ég reyni að eyða ákveðnum hluta af hverjum degi í að hugsa um ranglæti heimsins, ég er mjög mikið með hugann hjá dýrum sem eiga bágt. Svo finn ég líka til með fólkinu sem vill græða á svona löguðu, einsog þessu með svínin. Það er sorglegt að það viti ekki hvað það er að gera sjálfu sér með þessu athæfi. Sama með refabændur og fleiri og fleiri...
Kær kveðja
halkatla, 15.3.2007 kl. 13:22